Vísir - 22.10.1968, Page 2
VISIR . Þriðjudagur 22. október 1968.,
Skaut sig á
marklínunni
' Óhugnanlegur atburður átti sér
' stað í hjólreiðakeppni ÓL. Mexí-
kanskur maður skaut sig á mark-
' Hnu i þann mund sem keppendur
voru að leggja upp í 100 km hjól-
, reiðakeppnina. Mexíkaninn setti
byssu skyndilega upp að gagn-
auganu og hleypti af. Hann var
þegar látinn, er 20 hermenn þustu
, að og slógu hring um líkið. Þar
stóöu hermennimir í klukkutíma
en þá fyrst var líkið sótt.
Hnefaleikar:
Ólympíuleikar
< geta líka verið
hlægilegir
Ólympíuleikar bjóða upp á margs
* konar skemmtun. Það geta áhorf-
-endur að hnefaleikunum borið
vitni um. Þeir hlógu sig máttlausa
^þegar hinn 29 ára gamli Pólverji
‘Kasprzyk og Bandaríkjamaðurinn
/Muniz slógust.
Bftir örfáar sekúndur af hörku
'keppni höfðu buxumar tætzt utan
yaf Pólverjanum og stóð hann eftir
^heldur kindarlegur, en varð að
hverfa til búningsklefa til að skipta
''um buxur.
•' Kannski var það þessu að kenna
, að Bandaríkjamaðurinn vann mjög
■óvæntan sigur, því Pólverjinn var
ÓL-meistari í Tokyó. 1 hnefaleika-
‘keppninni virðast Bandarfkin og
íSovétrfkin ætla að skipta á milli
sin verðlaununum.
• Þéssl skemmtilega mynd
gæti vérið táknræn fyrir
Mexikóleikana. BOB BÉAMON
stekkur hér í langstökki. Stökk
hans á leikunum 8.90 vakti al-
heimsathygli og er dæmigert
Fyrir árangur bandarísku negr-
anna á leikunum, en þeir hafa
unnið meira en helming gull-
vérðlauna Bandaríkjanna i
Mexíkó.
2 GULL TIL USA I ÞREM
SUNDGREINUM í GÆR
ÁSTRALSKA SUNDFÓLKIÐ
hefur til þessa komið betur út í
keppni sundfólksins í Mexíkó en
fyrirfram var gert ráð fyrir. I
nótt unnu Ástralíumenn sitt ann
að guil, það var hin 14 ára gamla
Lycette McClemecos, sem vann
100 metra flugsundið á 1.05.5
mín, Ellie Daniel, USA, varð
önnur á 1.05.8, bandaríska stúlk-
an Shields varð þriðja á 1.06.2
og Ada Koch, Holland, á sama
tima f 4. sæti.
Bandaríkjamaðurinn Russell
Hickco vann 100 metra flugsundið
á 55.9 sek., Mark Spitz varö annar
á 56.9.
Gullverðlaunin fyrir 4x200 metra
skriðsund fóru til USA, lið þeirra
synti á 7.52.3 en Ástralíumenn
fengu tímann 7.53.7 min, Sovét
8.01.6 mín.
Gull til Dana, en „sig-
urinn ' varð súrsætur
• Danir unnu sitt fyrsta Ólympiu
gull, — og jafnframt liklega hið
eina, þegar V-Þjóðverjar voru
dæmdir úr leik i Mexíkó í gær í
hjólreiðakeppni, 4000 metrunum.
Yfir sig gláður hljóp einn af
Þjóðverjunum á móti félaga sínum,
sem var greinilega búinn að vinna
keppnina með yfirburðum, stjakaði
við honum, „ýtti honum að marki",
sögðu dómarar, „( slíkt er bann
að í hjólreiöakeppni“.
Rætt uin Albert sem
næsta formann KSI
Þétta var hálf súr sigur fyrir
Dani. Þjóðverjar mótmæltu en
mótmæli voru ekki tekin til greina.
Fyrstu gullverðlaun
Frakka
• Frakkar unnu fyrstu gullverð-
launin i' skylmingum á Mexíkó-
leikunum eða allt frá 1956 í Mel-
bourne. Unnu Frakkar Sovét-
ríkin með 9:6 i úrslitum.
Keppt mun i skylmingum með
þrenns konar svérðum, í einstakl-
ings greinum og keppnum liða,
bæði í kvenna og karlaflokkum.
B Nýr leiðtogi verður
kjörinn á þingi knatt-
spymumanna landsins
23. og 24. nóvember n.k.
Björgvin Schram hefur
fyrir löngu tilkynnt, að
hann muni ekki gefa
kost á sér til starfans,
en hann hefur þjónað
KSÍ og knattspyrnu-
mönnum í landinu mjög
dyggilega í áraraðir.
Mjðg mikið er rætt um nýjan
leiðtoga, sem geti leyst Björg-
vin Schram af hólmi og ber í
þeim umræðum einna hæst nafn
Alberts Guðmundssonar, sem
um eitt skeið gerði garðinn fræg
an í Bretlandi, Frakklandi og
I’taliu, — og var raunar fræg-
ur um alla Evrópu skömmu
eftir stríö, fyrir knattspyrnu-
getu sína.
„Það er rétt“, sagði Albert
Guðmundsson á skrifstofu um-
fangsmikils verzlunarfyrirtækis
sins í gær, „það hafa margir
farið þess á léit við mig að
undanförnu að géfa kost á mér
til að verða formaður KSÍ, —
hins vegar hef ég enga afstöðu
tekið í málinu enn sém komið
Albert kvaðst hafa tekið þá á-
kvörðun að gera heimkomu sína
hingað sem hljóðasta eftir að
hann lauk knattspyrnuferl1
ytra, en svo hafi þó ekki orðið,
eins og margir muna.
Hins vegar kvaðst hann ekki
hafa skipt sér af „stiórnmálum
knattspyrnuríbar“ og hefði
aldrei viljað „trufla“ þá starf-
sémi, éins og Albert kómst að
orði „Ég veit ekki hvort mönn
um hér mundu falla í geð þær
tillögur sem ég hugsanlega
mundi hafa fram að færa og að
auki kæmi ég sem algjðr ný-
græðingur i knattspvrnuforust-
una. Þess vegna m.a. hef ég
ekki viljað gefa jáyrði mitt“
sagði Albert
Albert kvaðst hafa verið
ánægður með frammistöðu
knattspyrnumanna hér í sum-
ar, árangurinn væri lofsverður,
— og þá einna raunhæfastur
hiá KR-ingum. —ibn—
A Ibert Guðmundsson.
■-~-gagBagBBB;