Vísir - 22.10.1968, Page 3
V1SIR . Þriðjudagur 22. október 1968.
3
TZúrið ykkur niður eins og
** fræ og reynið svo að
vera eins falleg og fallegustu
blóm, sem þið hafið séð.“
Hópurinn beygir sig niður og
rfe hægt upp eftir hljóðfalli,
teygir sig á tá og réttir upp
hendumar. Þetta eru 7 ára
böm, sem eru í Bamamúsfk-
skólanum og kennarinn Lena
Rist segir fyrir.
1 forskóla Bamamúsikskólans
em 6—8 ára böm og þeim er
kennd tónfræði á mjög léttu
stigi með hreyfingum.
„Það losar um þau, gerir þau
frjálsari," segir Lena, „og
flautan, sem er hljóðfærið, sem
kennt er á, er meira sem hjálp-
artæki. í lok vetrarins em þau
farin að spila 5 tóna lög við
alla þá leiki, sem notaðir em
við kennsluna."
Lena segir einnig frá því að
í byrjun vilji bömin hópast
saman í einn hnapp og kennsl-
an miðast einnig að því að fá
þau til að losna úr honum og
hreyfa sig frjálslega. í sex ára
hópnum era notaðar gjaröir,
sem settar eru á gólfið til þess
að halda böraunum dreifðum.
Það ætti að gera börnin frjáls-
mannlegri og óhræddari við það
að koma fram eitt í senn. Sex
ára bömin eru samt enn óþving-
uð og ófeimin til þess að gefa
sig fram til einsöngs og annarr-
ar þátttöku í leikjum.
í lok forskólans er próf, sem
ætti aö leiöa í ljós hverjir halda
áfram á tónlistarbrautinni. For-
skólinn er undirbúningstími,
sem hefur uppeldisleg áhrif að
einhverju leyti á öll börnin.
Flautan er notuó sem hjálpartæki.
„Litli fugl í búri hver leysir þig, Iitli fugl í búri þekkirðu mig?“
Þau eru mörg, sem vilja syngja einsöngslag, og þessi varð
fyrir valinu í þetta sinn.
ujaroirnar eru noiauar ui leiKja.
SKÓLINN, SEM GERIR
BÖRNIN FRJÁLSARI