Vísir - 22.10.1968, Side 5
5
V1SIR . Þriðjudagur 22. október 1968.
I Framtíðarhugleiðingar
lum eldhúsið árið 2001
' 2 □ Fyrir skömmu rák-
\t umst við á hugleiðingar
e í sænsku blaði um fram-
'2 tíðar-eldhúsið. Sænskur
• húsmæðrakennari tók
2 þær saman. Þar sem allt
• af er gaman að því að
,2 spá fram í tímann segj-
• um við frá nokkrum
J þeim nýjungum, sem
2 verða orðnar daglegt
• brauð árið 2001.
P'jölskylda ársins 2001 borðar
daglega úti eina eöa tvasr
máltíðir og notar eldhúsiö sitt á
frídögum og fyrir smárétti.
Þetta er vegna þess að eldhúsið
er annað nú en árið 1968. Það
er ekki herbergi, fullt af skáp-
um og eldhúsáhöldum. Eldhúsið
er hluti dagstofunnar, vegna
þess að engin matarlykt þekkist
lengur, og allir hlutir £ eldhúsin
eru glsesflegir og falla inn í
heildina.
• Þegar borðað er úti er sama
J næringargildi 1 matnum og
• heima. 1 skólanum eru það skóla
'2 máltíðirnar. Nemendumir ráða
• þvi sjálfir hvaða rétti þeir velja
• sér. Iðnaðurinn hefur tekið að
2 sér að búa til allan mat og
• skólaeldhúsið bætir aðeins
2 herzlumuninum á, skreytingum
2, þvílíku.
• Fjölskyldan 2001 eyðir ekki
a miklum tíma £ aö losa sig við
2 gufu af rjúkandi réttum og pott-
• unum. í lok 1980 hvarf gufan
2 af heimilunum, fyrst með sjálf-
2 virkum gufusjúgurum en þeir
• urðu ómóðins og núna er til
2 sameiginlegt kerfi fyrir loftræst
2 ingu, hita, rakastig og hreinsun.
2 Ef gera á hreint, kem-
• ur Jireingemingamaður á vett-
• váiig og „skúrar" allt húsið.
2 Ekki með vatni og sápu heldur
• últrasóntækjum.
Frú 2001 hefur aldrei séð
neinn handþvo diskana. Þegar
hún var nýfædd áttu foreldrar
hennar uppþvottavél.
Hennar uppþvottavél er öðru
visi, innbyggö i skápinn. Um
leið og hún setur gler og postu-
lin í hana þvæst það sjálfkrafa
og gerilsneyðist um leið. Allar
leifar hverfa eins og fyrir töfra-
bragði — hvemig veit hún ekki
en syni hennar, sem þykir gam-
an að rafeindafræði finnst það
segja sig sjáift.
Skermurinn á myndsímanum
sýnir nýjungarnar, þær vörur,
sem fást á hagstæðu verði í svip
inn og hvar sé veittur afsláttur.
Frúin kaupir flestar vömmar í
gegnum myndsímann — þar
fær hún upplýsingamar og þarf
svo aðeins aö fylla út kort
og senda það símleiöis til kjör-
búðarinnar, sem eiginlega er
stórt vörugeymsluhús og sjón-
varpsstöð. Vömmar koma sið-
an beint til eldhússins. Og borg-
unin — séö er um hana með
beinum greiðslum á reikninginn.
í bankanum. Það er sjaldgæft
að borga út í hönd.
Það er fljótlegt að verzla í
gegnum myndsímann, Fjölskyld
an 2001 notar hann einu
í mánuði eða tvisvar, þegar
keyptar em nauðsynjavörur.
Það era engin vandræði með
geymslurými. Nýjar þurrkaðferð
ir hafa gert það að verkum að
næstum öllum nauðsynjavörum
er dreift í þurrkuöu ástandi.
Þurrkunin er samt ekki notuö,
þegar um er að ræða salat t.d.,
tómata, gúrkur eða fisk — þar
hafa geislunaraðferöir tekið við
og fjölskyldan 2001 getur glaðzt
yfir því að fiskurinn, sem hún
kaupir er sem nýr eins lengi
og hver vill.
En það er ekki eingöngu verzl
að um myndsimann. Smábúðir
em i hverfi þar sem fjölskyld-
an fer daglega til þess að hitta
kunningjana og kaupa smávegis
inn. Þegar maður ætlar að kaupa
eitthvað sérstakt er farið til
hinna mikhi matarmiðstöðva þar
sem smáverzlanir selja fágæti
eins og ekta kjöt.
Allur matur er næringarríkur
og fjölskyldan veit hversu mikil
næringarefni hún þarf að nota
daglega til þess að lifa heilsi;-
samlegu lífi. Feitar manneskj#
eru nú svo sjaldgæfar, aö fólk
snýr sér við á götunum til þess
aö horfa á þær.
Matartilbúningurinn er auð-
veldur. Frúin tekur fram matinn,
nokkrum mínútum áður en hann
á aö vera á borðinu. Maturinn
samanstendur mest af tilbúnum
réttum, með öllu, sem tilheyrir
á diskum eða stóru fati. Hún set
ur matinn í sérstakan ofn —
rafeindaofninn, sem er sérstak
lega útbúinn með tækjum fyrir
þurrkaöa rétti. Maður þrýstir
á hnapp og á nokkmm mínút-
um veröa þurrkuðu réttimir eins
og nýir. Matreiðsla með gamla
laginu er aðeins stunduð trl
skemmtunar og hjá flestum fjöl
skyldum er matur búinn til
nokkrum sinnum í viku til gam
ans. Það eru margir af báðum
kynjum, sem hafa matreiðslu,
sem tómstundagaman.
Fjölskyldan 2001 borðar oft
safarík buff — en núna era
þau gerð úr grænmeti og betrum
bætt með olíu. Vítamínum og
næringarefnum öörum er bætt
viö þann mat, sem ekki er nær-
ingarríkur fyrir. Grænmetið er
vinsælt hjá fjölskyldunni. Ykk-
ur skal ekki furða það. Græn-
meti fæst á öllum árstímum,
margar tegundir og glænýtt.
Sahara er eitt þéirra svæða, sem
mikið af grænmeti er reektað á.
„Get ég fengið 8 poka af bjór
og einn af brennivíni?" Jú drykk
ir fást nú í dufti í pökkum. Bjór
inn, nokkrar víntegundir og
bfennivín. Fínni drykkir em
tappaðir á flöskur eins og í
gamia daga.
Og það að vera undir áhrifum
við akstur er óþekkt fyrirbrigöi
á árinu 2001. Árið 1986 fannst
lyf, sem á nokkrum mínútum
gerði manneskjuna bJáedrú eftir
veizlur. Áður fyrr hafði thnbur
roanna-vandamáliö verið leyst.
Verzlunin Vnlvn
Álftamýri 1 og Skólavörðustig 8
AUGLÝSIR: Telpna- og drengjapeysur, skyrtur, buxur
gjafavörur og fleira.
FRAMLEIÐENDUR:
TIELSA, VESTUR-ÞÝZK
GÆÐAVARA OG
JÓN PÉTURSSON
HÚSGAGNA'
FRAMLEIÐANDI
IsIaBIaíalalalalalaEsIalatsIalalalalálala
151
151
E1
151
151
151
151
151
EIDHUS-
MBÍIH
BllalalalalalalalalalaEIalala
% KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐl -
% STAÐLAÐAR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI
OG ÖLL TÆKI FYLGJA
% HAGKVÆMIR
GREIÐSLUSKILMÁLAR
ODDUR HR
UMBOÐS-
OG HEILDVERZLUN
KIRKJUHVOU
SÍMI 21718 og 42137
FULLKOM1Ð SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI
Bílaþvottur 40.00, 45.00 og 50.00 kr.
Þurrkun 30.00, 35.00 og 40.00 kr.
Ryksugun 15.00 kr.
ÞVOTTASTWÐIN
SUÐURLANDSBEAUT
SÍMI 30100 — OPIÐ FRÁ KL. 8—22.30
SUNNUD. FRÁ KL.: 9—22.30
W ——ii ■imi m
Verzlunar-
og iðnaðarhúsnæði
200—400 fermetra óskast til leigu. — Kaup
koma til greina. Tilboð merkt: „Verzlun —
iðnaður — 987“ sendist augl.d. blaðsins fyrir
26.10. n.k.