Vísir - 22.10.1968, Side 7

Vísir - 22.10.1968, Side 7
VISI R . Þriðjudagttr 22. október 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd VÍNARBORG: Ungverska frétta- stofan tilkynnir, að ungverska liöið í Tékkóslóvakíu verði sent heim bráðiega. BRUSSEL: Embættismenn Evrópu- ráðsins hafa látiö þá skoðun I Ijós að undangenginni athugun, að franska stjómin hefði ekki rétt tii að banna, að eriend fyrirtæki eign- ist meirihluta hlutabréfa í Citroen- verksmiðjunum. Sameining Citroen og Fiatverksmiðjanna ítöisku hefur verið á dagskrá sem kunnugt er, en de Gaulle hélt stjórnarfund um málið og kvað hana ekki verða leyfða. 5AIGON: Bandaríkjamenn skiluöu í gær 14 norður-vfetnömskum sjó- liðum, sem teknir vom til fanga í sjóorrustu á Tonkinflóa 1. júlí 1966. Samkomulag var um 36 klst. vopnahlé á landi meöan afhending- in færi fram og var frá þessu geng- :ð í Vientiane. Bátur frá banda- rísku herskipi flutti sjóliðana á land nálægt bænum Vinh og sveimuðu þyrlur yfir á meðan. Þessi afhend- ing á að sýna velvildarhug og hef- ur aukið getgátur um, að sam- komulag náist um stöðvun sprengju árása. Bandarlkjastjórn hefir fellt úr gildi bann við sölu hergagna til Grikklands ■ Bandaríkjastjórn hefur fellt úr gildi bannið við sölu hergagna til Grikk- lands. ■ Meðal þess fyrsta, sem Grikkir fá eftir afnám bannsins sem var sett, er hernaðarlega stjórnin náði völdunum í sínar hendur, eru tveir tundurduflaslæð- arar og flugvélar. Ekki er vitað um hve margar flugvélar er aö ræða. Bannið var sett fyrir 3 misserum. Enginn vafi er, að það á sinn mikla þátt í, að banninu var aflétt, að Sovétríkin hafa eflt mjög hern- aðarlega stöðu sína á austurhluta Miðjarðarhafs. í frétt frá Washington er lögð á það áherzla, að það sé hlutverk Grikklands, að verja Evrópu á þess- um hjara. Fyrir nokkru voru. birtar fréttir um þaö, aö ef ekki tækist samkomu la-g um þaö milii ríkisstjórna Banda- ríkjanna og Spánar, aö Bandaríkja- menn heföu áfram hersveitir á Spáni, myndu þeir flytja þær til Grikklands. Onussis og frú fara til New York New York: Aristoteles Onassis or kona hans, fyrr frú Jacqueline Kennedy eru væntanieg til New York eftir hálfan mánuð. Þau munu búa í íbúö þeirri í New York, sem frúin hefir búið í undangengin ár. Þetta er haft eftir aðalritara hennar. Aþenu í gær: Veðurs vegna hefir ekki orðið af fyrirhugaðri skemmtisiglingu á snekkjunni Ohristina, Hún liggur í höfn á eynni Scorpios. Um hvað er rætt á leynifundunum? SAIGON: Bandarísk flugvél af gerð inni C-47 hrapaði til jarðar í gær á flugi frá Saigon til DaNang og biðu 24 Bandaríkjamenn bana. Bandarísk björgunarþyrla var skot in niður í fyrradag, er veriö var að reyna að bjarga flugmönnum úr Phantom F4 þotu sem skotin hafði verið niöur úti fyrir strönd Norður-Víetnam nálægt Tiger-eyju. j >etta var fjögurra manna áhöfn, j n í hinni voru tveir. Öllum sex; 'ar síðar bjargað af tveimur björg unai'þyrlum. BELGR.4D: Tito forseti ávarpaði 100.000 manns í gær á fundi í Prokuplje, 180 km sunnan Belgrad og endurtók að Júgóslavar væru reiðubúnir að berjast, ef til innrásar kæmi. Hann flutti einnig ræðu sama efnis í fyrradag (sunnudag). íbúatala heims 3420 mllBjénir New York: íbúatala heims eykst um 180.000 á dag eða 65 milljónir á ári, að því er seinustu skýrslur Sameinuðu þjóðanna herma. Hin mikla fjölgun stafar ekki aðeins af fæðingafjölgun heldur og af batnandi heilsufari, sem aftur leiðir af, að menn ná hærri aldri. Hinn 1. júlí s.l. var íbúatala heims 3420 milljónir og var það 60 milljónum meira en ári áöur. JAKARTA: Mikil ólga er í Indó- nesíu út af aftöku tveggja Indó- nesa i Singapore, sem sekir voru fundir um hermdarverk, er átökin voru fyrir nokkrum árum milli Malajsíu og Indónesíu. I Surabaja á Austur-Java fengu hermenn fyrir- skipun um að beita skotvopnum þegar 200 stúdentar og annaö náms fólk æddi um götur, framdi rán og barði á kínverskum mönnum. — Áður hafði sendiráð Singapore í Jakarta verið lagt í rúst í óeirð- um út af aftökunum. Um hvaö er rætt á leynifund- unum? Hvaöa skilyröi eru sett af hálfu Bandaríkjastjórnar, sem farið er fram á aö stjórn N.-Víet- nam gangi aö, áöur en sprengju- árásii-nar veröi algerlega stöðvað- ar? í sjónvarpi í Bandaríkjunum (CBS) eru skilyröin sögð vera þessi: 1. Þjóðírelsishreyíingin (Víet- cong) í Suður-Víetnam og stjóx-n in i Hanoi fyrirskipi, að hætt verði að skjóta á bæi, þar sem ekki eru herstöðvar. 2. Herliö N.-V. og Vietcong hverfi frá hinum þéttbyggðu svæöum S.-V. í 3. Suður-Víetnam fái að i hafa fulltrúa á Parísarráðstefn- unni um Víetnamstyrjöldina. í frétt urn þetta í „Information" í Khöfn segir, að vitað sé til að þriðja skilyrðinu hafi stjórn N.-V. „hafnað til þessa“. Ennfremur seg- ir þar, að stjórnin í Hanoi hafi á- vallt fylgt þeirri stefnu að líta á þjóöfrelsishreyfinguna sem hina einu sönnu talsmenn fólksins í S.-V., og væri það því „pólitísk kúvending“, ef hún féllist nú á að setiasf að samningaborði með "-Víetnam. Dregið hefir úr liðflutningum til Suður-Vietnam seinustu vikur og dregið hefir úr manntjóni Banda- ríkiamanna. Ýmsar getgátur eru uppi um þetta — og sumt kann að skýr- ast fyrir forsetakjör í Bandaríkjun- um 5. nóvember — en sumt ef til vill ekki fyrr en að þeim loknum. 4 forstjérar fyrir rétti í Khöfn: Þrír lögfræðingar og fjórir forstjórar verða brátt leiddir fyrir rétt, sakaðir um þátttöku í hinu svonefnda Boss-hneyksli, sem NTB kallar í frétt um þetta mesta iðnaðarhneyksli Danmerkur. Sak- irnar fjalla um ólögleg gjaldeyris- viðskipti, tékkafölsun o. fl. Lög- fræðingarnir hafa þegar veriö svipt- ir rétti til málflutnings. Allir segj- ast sakborningar vera saklausir, en ef þeir yröu sekir fundnir eiga þeir yfir höföi sér frá 2ja til 8 ára fangelsisvist. ieðri múlstofan ræðir Rhédesia Umræöur um tillögur Wilsons til lausnar Rhodesíudeilunni hefjast í neðri málstofu brezka þingsins í dag. Aöalræðumenn af hálfu brezku stjórnarinnar verða Wilson forsæt- isráðherra og Thompson, ráöheri-a, án umráða yfir sérstakri stjórnar- deild, en hann var samveldisráö- herra þar til fyrir nokkrum dögum, er embættið var sameinað embætti utanríkisráðherra. Um 70 þingmenn úr Verkamanna flokknum, sem andvígir eru tillög- um Wilsons hafa sameinazt um á- lyktunartillögu. Forsætisráðheira Ihaiiands vill herSa sprengjuárásir á N- Vietnam 3 Bangkok í gær: Thanom littikachorn forsætisráðherra Thailands vill, að Bandaríkin xerði sprengj’uárásirnar á Norð- ur-Víetnam, í stað þess aó draga úr þeim eða hætta þeim. Forsætisráöherrann sagði þetta á ’undi með fréttamönnum. Hann cvað Suður-Víetnam og bandamenn Suður-Víetnama hafa sterkari að- stöðu nú en áður og væri það vegna sprengjuárásanna, ekki sízt vegna þess að vopnabirgðir hefðu verið eyðilagöar. Þá hélt hann því fram, að þaö væri stjórnin í Hanof, sem ætti að fara fram á stöðvun sprengjuárása, þá fyrst gætu banda menn tekið til athugunar að draga úr hernaðaraðgerðum. Loks sagði forsætisráðherrann, að hann liti svo á, að Norður-Víet- na-m óski ekki eftir friði og vilji því ekki draga úr hernaðaraðgerö- um. Thailand er eitt þeirra landa, sem hefur sent hersveitir til S.-V. og Bandaríkjamenn hafa flugvelli fyrir B-52 sprengjuflugvélar í Thailandi. Japanskir stútíentar mót- mæla sprengjuárásunum í gær efndu 730.000 japanskir stúdentar í 363 bæjum til mótmæla gegn spréngjuárásunum á Víetnam og kom víða til harðra átaka milli þeirra og lögreglu. Margir særðust og á þriöja hundrað stúdenta voru handteknir. Notaðar voru vatnsfall- byssur og sprautað litúðu vatni á stúdenta til þess að auövelda hand- tökur. PPcV Per Borten forsætisráöherra Noregs. K©rfen fersæfis- í heintsclin í Sann og Vesfnr-^eí'lín Forsætisráðhex-ra Noregs, Per Borten, er i fimm daga heimsókn í Vestur Berlín og Vestur-Þýzka- landi. Flugvél hans lentj í gær á flug- vellinum við Köln, sem er bæði fyrir Köln og Bonn. Borten var þegar ekið til Heinrichs Lubke for- seta, sem haföi morgunverðarboð inni í heiðursskyni viö hann. Síðdegis í gær ræddust þeir við « Borten og dr. Kiesinger kanzlari sambandsríkisins. Þeir munu ræða stjórnmál Evrópu og varnamálin eins og þau nú horfa við eftir her- nám Tékkóslóvakíu. Breiksi lífvnrpið njéfi áfram fulls frelsis Miklar deilur eru hafnar á Bret- landi að því er virðist um stöðu t útvarps og sjónvarps til áhrifa á stjómmálaskoðanir almennings. síðan er Wedgwood Benn tækni- málaráðherra flutti ræðu á dögun- um, sem margir skilja svo að hjá stjóminni séu uppi skoðanir um, aö frelsi fjölmiölunartækja megi ekki vera ótakmarkaö, og hefur nú annar ráðlierra, Crossman. rætt málið og haldið fram hefðbundnum brezkum venjum um algert rit- og skoðanafrelsi, og frelsi sjónvarps og blaða, og að þetta frelsi megi ekki skerða. Stjórnarandstöðu flokkurinn mun krefjast yfirlýsing- ar frá stjóminni um óskert hlut- leysi og frelsi brezka útvarpsins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.