Vísir - 30.10.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 30.10.1968, Blaðsíða 9
9 V1SIR . Miðvikudagur 30. október i968. VIÐTAL DAGSINS er við Jónas Pálsson, sálfræðing i skólum ■ Um þessar mundir eru geðvemdarmál ofarlega á döfinni. Þau hafa verið dregin frr.m í dagsljósið úr myrkraskoti gleymsku og afskiptaleysis og athygli almennings vakin á þeim með ýmiss konar kynningarstarf- semi. Það fyrsta, sem þessi kynn ing á geðvemdarmálum hefur vakið athygli á, er hve Iítil þróun hefur orðið í þessum þætti heilbrigðismála hér á landi. 1 augum þess tíðaranda sem gerir nú æ meiri kröfur til mannúðar, er litið svo á, að þessi mál hafi verið van- rækt og þau hafi orðið útund- an, vegna sinnuleysis samfé- Iagsins, sem hafi látið flest önnur verkefni sitja í fyrir- rúmi. Staðreyndimar styðja þetta. Tölur sem lagðar hafa verið fram, um sjúkrarými og að- hlynningu fyrir geðsjúka sýna, Jónas Pálsson, sálfræðingur. Þáttur skóla i geðverndarmálum Margt hefur verið gert vel af hálfu skóla- og bæjaryfirvalda, einkum hinna stærri eins og Reykjavík, til að mæta þörf- um og sérstöðu þessara nem- enda. Það hefir þó verið tiltölu lega ókerfisbundiö og ófull- nægjandi. Á það jafnt við um stjórnun. fræðilega greiningu og meðferð einstaklinganna og framkvæmd sérkennslu. Það er j>ó einkum i mínum augum viðsjárverðast, hve dregizt hefur að setja löggjöf um sérkennslumálin í heild sinni, en ha-na vantar með öllu. Engin reglugerð hefur verið samin um framkvæmd kennslu í hinum almenna skóla varðandi hina afbrigðilegu flokka, svo sem tomæm böm, mjög van- þroska börn (en þó kennsluhæf j lestreg böm, taugaveikluð börn á ýmsum stigum »vog geðsjúk háttemistrufluð böm og þau sem haldin eru andfélagslegum hneigðum. Að ógleymdum bömum, sem eru algeriega heimilislaus eða svo til heimilislaus og njóta lít ils uppeldis. en þau rækja að sjálfsögðu illa sitt nám og skrópa í skólum. Þau eru í raun og veru ófær um að sækja námið af eigin rammleik og lenda í vandræöum innan skóla og utan. Sem betur fer er það ekki stór hópur en hann er ákaflega erfiður. LESTRARÖRÐUGLEIKAR TÍÐUM ORSÖK SLÆMRAR að íslendingar standa langt að baki nágrannalöndum sínum í meðferð og umönnun geðsjúkra. Ýmislegt, þótt í litlum mæli sé, hefur þó verið unniö í geð- vemdarmálum á síðustu árum. Reist hafa verið heimili fyrir vangefna, sérskólar fyrir af- brigðileg böm starfræktir en at- hygli manna er að vakna á því, að þessar aðgerðir hafi hvergi fullnægt þörfinni. Eitt af því, sem gert hefur verið í geðverndarmálum síð- ustu árin, var stofnun sérstakr- ar sálfræðideildar skóla í Reykjavík 1960. „Aðalhlutverk skólanna er fræðsla OG UPPELDI. Það leiöir því af sjálfu sér, að skólamir gegna veigamiklu hlutverki i geðverndarmálum, vegna þeirra víðtæku áhrifa, sem þeir hafa á líf barnsins." sagði Jónas Páls- son, sálfræðingur, sem veitir for stöðu sálfræðideild skólanna. Hann varð góðfúslega við þeirri bón, að kynna lítillega lesend- um VlSIS í viötali, hverju hlut- verki sálfræðideildin gegnir í geðverndarmálum. „Hún er deild í Fræösluskrif- stofu Reykjavíkur, sem annast sálfræðiþjónustu fyrir barna- skóla borgarinnar," sagði Jónas Pálsson. „Verkefnin eru einstakl ingsathuganir á börnum á barna “.kólaaiiri, sem eiga við náms- orðugleika að stríða af ein- hverju tagi. Lestrarörðugieikar eru algengastir, en einnig er stundum um aö ræða almenna námstregðu. Deildin annast líka upptðku á sérskóla borgarinnar, heima- vistarskólana að Jaðri og Hlað- gerðarkoti og Höfðaskóla, sem er sérskóii fyrir alvarlega heila- sködduð börn eða seinþroska. Þessi sálfræðiþjónusta, sem deildin lætur i té, er ráðgefandi fyrir alla aðila. foreldra og kennara viökomandi barns. Þó kemur ekkert barn til einstakl- ingsathugunar, nema foreldrar þess biðji sjálfir um það, enda þótt frumkvæðið kunni að vera komið frá kennurum bamsins, læknum eða öðrum aðilum, sem orðið hafa varir við örðugleika barnsins," sagði Jónas við blaða mann Vísis og bætti síðan viö: „Það hefur verið okkur gleði- efni, að um 30—50% (eftir ár- göngum) þeirra bama, sem at- huguð hafa .'erið, hafa komiö til okkar af eigin fmmkvæði foreldra." „Hvemig verður ykkar starf í sálfræðideild skóla skerfur tií geðverndarmála?" „Það er að noki.ru fyrirbyggj andi starf, sem við vinnum. Ætlazt er til þess, að nem- andi á barnaskólaaldri sé tek- inn til athugunar, strax og ein- hvers afbrigðileika gæti hjá honum. Síðan eftir því hvað kemur í ljós að athuguninni lok inni, sé nemandanum séð fyrir þeirri meðferð, sem þörf þykir fyrir. Sem dæmi um, hve náms- gengi getur verið háð geðheilsu barns. er nærtækast að nefna lestrarnámið. Lestramám og lestrargengi er nátengt geð- heilsu barna. bæði sem orsök og einnig sem afleiðing. Slæm geðheilsa er oftar en menn grun ar aðalorsök lestrartregðu, og á hinn veginn leiða langvar- andi lestrarörðugleikar barns til truflana á tilfinningalífi þess. Stóraukin áherzlá á bætta lestrarkennslu og rannsókn á því sviði, eru áreiðanlega ekki ómerk atriði í sa nbandi við geð vernc’ barna og unglinga. Það hefur t. d. alltaf verið mér undrunarefni, hvers vegna ekki hefpr verið skipaður náms- stjóri eða eftirlitskennari f lestri, þótt svo hafj ver- ið í flestum öðrum greinum á undanfömum árum. Námsstjór- ar hafa nú verið aflagðir, en þessi staðreynd talar skýru máli um afstöðuna til lestrar- kennslunnar, sem þó er undir- staða alls annars náms. Sama gegnir um, að hér hefur aldrei komizt á laggirnar lestæknistöð eða lesver (leseklinikk) þar sem talkennarar og færustu lestrar- kennarar greina vandkvæði les- tregra bama og endurþjálfa lestrarkunnáttu þeirra. En stefnan í meöferð afbrigði- legra barna er sú, að þeim sé veitt stuðnmgskennsla og við- bótaraðstoð, svo þau geti fylgzt með í hinum almenna skóla, en ekki, að þau sér sett í sér- bekkj og í sérkennslu, nema brýna nauðsyn beri til. Ekki má þó skilja orð mín svo að öll sérkennsla verði leyst innan hins almenna skóla, því fer enn fjarri.“ „Er mikið annríki hjá deild- inni, Jónas?“ „Já, já. Viö fáum mörg verk efni og oftast eru á biðlista hjá okkur 10 til 40 böm. Það er mis munandi eftir árstímum. — Hjá deildinni starfa 2 sálfræðingar og einn félagsráðgjafi, auk ráö- gefandi barnalæknis nokkra tíma í viku“. „Hvaða verkefni koma til ykk ar kasta?" „Einstaklingar, sem eiga í námserfiðleikum af ýmsu tagi, eru afbrigðilegir að hæfileikum með félagslega og upp ldislega erfiða aðstöðu, en bessir nr-, endur ínnan skólanna, eru sérstaklega viðkvæmir fyrir að- búð ög leiðsögn skólans. Það skiptir því miklu máli, að skóla- kerfið geti komið til móts við þá með hæfileg verkefni og hentuga kennsluaðstöðu. Skólinn hefir alls ekki sinnt sérkennslumálum sem skyldi. Vanda þessa hóps geta skól- amir ekki leyst, jafnvel þótt að- staða til sérkennslu sé fyrir hendi. Þarna er fyrst og fremst um félagslegt vandamál að ræða, sem skölum er um megn að sinna, enda ekki heldur ætlað að sinna því. Krafan um sérstaka löggjöf um sérkennslu afbrigðilegra nemenda er ekki nema öðrum þræði krafa um aukin fjárfram- lög til þessara mála, heldur jafn framt og miklu fremur krafa um heildarskipulagningu þess- ara mála, betri stjórnun þeirra hjá borg og rfki, menntun kenn ara og starfsfólks til að annast þessa nemendur. Eins og stend- ur em allir þessir þættir gróf- lega vanræktir." „Telurðu, að það sé mikill fjöldi fslenzkra bama í þessum flokkum, sem ekki njóta náuð- synlegrar sérkennslu eða sál- fræðiþjónustu?“ „Það væri alrangt *að halda öðru fram, en að sálfræðideild- in, þótt hún reyni aö rækja sitt verk, annaði nema mjög tak- mörkuðum hluta þeirra verk- efna, sem blasa við. Allir viðurkenna, að því em takmörk sett hvað samfélag hef ur efni á að evða miklu fé til stuðningskennslu til viðbótar fyrir afbrieðilega einstaklinga, en við nútima bióðfélagshætti og mannúðarkröfur er það bein línis spamaðaratriði að veria i umvhaf' vemleeu fé til unneldis, geðverndar og menntunar þeim einstaklingum, sem höllustum fæti standa með tilliti til hæfi- Ieika, heimilisaðstöðu og and- legs heilbrigöis. Hve ma-gir einstaklingar fari f hundana oe verðí samfélaes- byrði vegna vanrækslu um and- legt heilbrieði. er ákaflega erfitt að meta, en við emm vissir úm að þessi hópur er of stór.“ visnsrri „Hverjar teljið þér vera helztu orsakir afbrota?“ lil ^"11^ 5,1|| I , • !. , i ™l|||i!iti1»»!i! i Konráð Beck, prentari: „Upp- eldið og umhverfi afbrota- manna.“ Þórarinn Kristjánsson fisk- sali: „Uppeldi og slæmur. félags- skapur, sem menn ungir að ár- um lenda í.“ ■ v Óskar óskarsson, bifreiðar- stjóri: „Helzt mundi ég telja, aö það væri fyrir slæm áhrif, sem ungt fólk lenti á glapstigum.“ Einar Benedikt Ólafsson, menntaskólanemi: „Uppeldi og kæruleysi ungs fólks. Áhrif af kvikmyndum og fleira slikt.“ Magnús Einarsson, lögreglu- varðstjóri: „Rótlevsi og kæru- le si viðkomandi. Virðingarreysi fyrir sjálfum sér og samborg- urum sínum, og uppreisn i manninum gegn þjóðfélagsleg- um kvöðum."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.