Vísir - 30.10.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 30.10.1968, Blaðsíða 3
VISIR . Miðvikudagur 30. október 1968. 3 Þaö er ys og þys við hafnargeröina, en þarna vinna um 150 manns. Grjótgarðurinn sést til hægri. Til vinstri sjást kerin þar sem þau eru geymd fljótandi, áöur en þeim er sökkt viö grjótgarðinn. Minni grjótgaröurinn til vinstri er notaður til aö koma kerjunum á flot. i 8/ fjgpjsÍa'rÍMfcTÍ ift&jSjgjlf: gpf: ggpjp : • ■ jb íiliilSSiiy Él&iiraMfe Höfn fyrir 60 þús. tonna skip T Tm miðjan maí næstkomandi mun fyrsta skipið leggjast við bryggju í höfninni nýju í Straumsvfk. Skipið mun losa 5 —6 þús. tonn af áloxíði, sem verður notað við prufukeyrslu verksmiðjunnar þá um sumarið, þar til verksmiðjan tekur til fullra starfa i september. Ekki er annaö sjáanlegt, en að ekkert verði því að vanbúnaði að skip ið geti lagzt að, svo framarlega, sem það verður ekki stærra en 20 þús. tonn. Um haustið eða áður en verksmiðjan verður kom in í full afköst verður hægt að taka á móti 30 þús tonna skipi, en það skip mun koma ,með hrá- efni í 6 mánaða vinnslu verk- smiðjunnar. Seinna þegar af- köst verksmiöjunnar hafa verið aukin, er áætlunin að 50—60 þús. tonna skip geti losað farm sinn í höfninni. Framkvæmdir allar Við höfn- ina voru töluvert á eftir áætlun lengi vel en upp á síðkastið hef ur mikið unnizt á, að því er Dan- iel Gestsson, yfirverkfræðingur hjá Hafnarmálastofnun ríkisins, tjáði blaðinu. í>að er Hafnar- málastofnunin, sem sér um um- sjón við hafnargerðina fyrir hönd Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem verður eigandi hennar. All- ar frumáætlanir voru unnsr þar, en danska verkfræðifyrir- tækið Christian & Nielsen, sem er stærsta verkfræðifyrirtæki á Norðurlöndum, sá um að útfæra Kraninn vinnur að dýpkun hafnarinnar. Efnið, sem grafiö er upp af sjávarbotni er notað til uppfyllingar milli kerjanna og grjótgarðsins. Fyllt.í kerin. Þeim er sökkt meö því aö hleypt er í þau sjó, en síðan eru þau fyllt með grús. Höfnin verður fyrst í staö 10 metrar á dýpt en seinna veröUB hún dýpkuð í 12 metra. hugmyndirnar. Verkið var boð- ið út og hlaut fyrirtækjasam- steypan Hochtief-Vélfækni verk ið. Það bauð í verkið fyrir 160 millj. kr. en með öllum kostnaði meðtöldum vaxtakostnaði er gert ráð fyrir að höfnin muni kosta nokkuð yfir 200 millj. kr. Gerð griótgarðsins hefur ver ið lokið, en nú er unnið við að sökkva kerjum við garðinn, dýpka höfnina og fvlla upp milli garðsins og kerjanna. 20 ker hafa verið steypt og hefur 7 þeirra verið sökkt við bryggju- hausipn. Kerin hafa að nokkru leyti verið steypt með skriðmót- um, sem hefur sparað mikla vinnu við uppslátt. Það eru ýmsar hugmyndir um áframhaldandi hafnarfram- kvæmdir þarna í Straumsvfk, en ekki er gott að spá um hvað úr því verður. Það er talað um ol- íuhreinsunarhöfn, höfn fyrir sjóefnavinnsluverksmiðju suður á Reykjanesskaga, fyrir vítisóta- verksmiðju o.fl. Ef svo fer má Reykjavikurhöfn fara að vara sig. • 1 fmW \ I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.