Vísir - 30.10.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 30.10.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Mlðvikudagur 30. október 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun lítlönd í morgun útlönd McCARTHY HÉT HUMPHREY STUÐNINGI í GÆR - hefði ekki lýst yfir nógu eindregn- um stuðningi og yfirlýsing hans komiö of seint fram, en nú er tæp vika til kjördags. — er aðe/'ns vctr vika til kjördags Washington: Eugene Mc- Carthy öldungadeildarþing maður frá Minnesota hét Hubert Humphrey forseta- efni demokrata stuðningi í gær — en fremur þótti yf- irlýsing hans um þetta mál hálfvelgjuleg. — Samtímis boðaði hann, að hann yrði ekki í kjöri sem öldunga- deildarþingmaður 1970. McCarthy sagði, að hann teldi afstöðu Humphreys til Vietnam og annarra helztu mála iangt frá að vera eins og hann taldi æskilegt, en hann hefði þrátt fyrir það ákveðið að styðja hann, þar sem hann hefði betri skilning á því en keppinautur hans Richard Nixon, hvað gera bæri á vettvangi innanlandsmála, og líkumar fyrir að draga myndi úr þenslu á alþjóðavettvangi væru meiri undir hans stjóm en Nixons. Nokkuð þótti það óljóst, sem McCarthy sagði um stjómmálalega framtíð sína, en hann sagði þó, að hann myndi draga sig algerlega I hlé frá stjórnmálum, nema greini leg breyting yrði á framkomu demó krataflökksins. Alla tíð sföan McCarthy beið ósig ur fyrir Hutnphrey á flokksþing- inu hefur verið mikið rætt um það hvort hann myndi snúast til fyigis við Humphrey, er líði á kosninga- baráttuna, en hann dró það sem sé þar til ekki var nema vika til kosn inga, og er nú eftir að vita að hve miklu gagni stuðningur hans verö- ur Humphrey, en líklegt verður að telja, eftir því sem áður hefur fram komið, að Humphrey standi betur að vígi vegna stuðningsins, þrátt fvrir „há)fveigjuna.“ McCarthy er nú 52 ára. — Get- gátur hafa verið uppi um, að hann myndi segja sig úr flokknum, er þingmennskutímabi! hans er á enda 1970, og stofna sinn eigin flokk, en í yfirlýsingu sinni gaf j hann í skyn að hann myndi taka 'ákvarð- anir, er hann sæi hvernig þróunin yrði í flokknum. McCar(thy sagði og í gær, að hann myndi ekki sækjast eftir að verða forsetaefni flokksins 1972. McCarthy var kjörinn þingmaöur í fulltrúadeildina 1949 og hefur átt sæti í öldungadeildinni frá 1958, McCarthy lagði áherzlu á, að hann hefði ekki gleymt því sem gerðist á flokksþinginu eða sætt sig við það, en þá voru algjörlega felldar tillögur hans um frið í Viet nam, og ungir stuðningsmenn hans voru barðir til óbóta í blóðugum átökum við lögregluna. Washington: Humphrey varafor- seti Bandaríkjanna, forsetaefni demokrata, lýsti í gær ánægju sinni yfir því, að McCar’thy öldungadeild- arþingmaður hefur lýst yfir stuðn- ingi við hann. En einn af helztu stuðningsmönn um Humphreys sagöi, að McCarthy McCarthy. Sojus þríðji enn á lofti — Kann að fara oftar kringum jórðu en mannaB sovézkt geimfar hefir ábur fariB Sovézki geimfarinn Beregovoj hafði í gær farið yfir 50 sinnum kringum jörðu í Sojusi þriðja or haldi hann áfram ferðinni og allt gangi að óskum verður hann búinn að fara oftar kringum jörðu en nokkur sovét-geimfari annar, en Andrejan Nikolajev fór 64 sinnum Kí ingum iörðu í ágúst 1962. Beregovoj lætur vel af sér og seg ir ferðina mjög þægilega. Hann hef- ir flutt ræðu og svnt þeim sem sjónvarps njóta „loggbók“ sína. Hann breýtti um stefnu eftir að Nýtt hneyksli inn- an vébanda EBE Greiddar 50 milljónir franka fyrir útflutning landbúnaðarafurða, sem aldrei átti sér stað Van Thieu líkir samsteypu- stjórn með kommúnistum v/ð „þjóöar sjáltsmorð4 r// ■ Brussel: Hollenzki þingmaður- inn J. Vredeling hefur leitt athygli Evrópunefndarinnar ■ 5 orðrómi um nýtt fjársvikamál innan vébanda Efnahagsbandalags Evrópu með ó- réttlætanlegri útborgun 50 miiljóna franka fyrir útfluttar landbúnaðar- afurðir, þar sem sá útflutningur. átti sér aldrei stað. í svari sínu til þingmannsins seg- ir nefndin, að hún hafi ekki opin- berar upplýsingar um málið, en hún hafi beðiö frönsku stjórnina um greinargerð. Nefndin leiðir athygli að því, að síðan upp komst um fyrri fjársvik, hafi hún gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að hindra endur- tekningar, og sent ráðherranefnd- inni ýmsar tillögur, sem miða að bví að koma f veg fyrir misferli tengt stuðningi við útflutning land- búnaðarafurða. Það eru ósmáar upp hæðir, sem fara- um landbúnaðar- sióð sammarkaðsins, því að á þessu ári nema útborganir sem svarar til! t.veggja milliarða dollara og þær | hækka um að minnsta kosti hálfan milliarð á næsta ári. | .Nefndin álítur vafasamt, að sjððurinn verði fyrir tapi, þar sem útborganir fara jafnan fram löngu eftir á, og sé um ný fjár- svi'kamál að ræða, lendi endanlegt tap á ríkissjóðum einstakra sam- markaðslanda, í þessu tilfelli á rík- issjóði Frakkiands. Lagaleg atriði tengd þessu eru enn til athugunar. Átök / Madrid milli falang- ista og lögreglu Tii snarpra átaka kom í gær milli lögreglu og falangista. sem gengu í fylkingu um götur, eftir að hafa komið saman til þess að minnast 35 ára afmælis flokksins. Franco átti áður aðalfylgi'sitt i flokknum, en mikil óánægja er meðal falangista yfir dvínandi fylgi flokksins. og er litið svo á, að þessi átök .*ýni að bilið milli stiórnar- innar og flokksins fari enn breikk- andi. Nguyen van Thieu forseti S-Vi- etnam líkti því við þjóðarsjálfsmorð í gær, ef mynduð væri samsteypu stjórn með þátttöku kommúnista. Ræðuna flutti hann eftir að hann hafði setið enn einn viðræðufund- inn með Ellsworth Bunker, ambassa ■’or Ban'Iar'kianna. Viðræðurnar hafa snúizt um stöðvun sprengiárása á Norður-Ví- etnam og aðrar ráðstafanir sem miða að friöi. I ræðu sinni nefndi van Thieu ekki ambassadorinn eða viðræð- urnar, en endurtók að hann væri á móti því að þjóðfrelsishreyfingin væri viðurkennd og hann lýsti sig andvígan hugmyndinni um sam- steypustjórn. Tiu þúsund Slóvakar hrópuðu: Rússar, hverfið heim! Sojus annar hafði lent mjúkri lendingu. Ekkert hefir veriö gefið í skyn um að Sojus annar og Sojus þriðji séu nákvæmlega sömu gerð ar —en ef. svo er, kann Sojus þriðji að .verða látinn lenda mjúkri lendingu, í staö þess að láta hann lenda í fallhlíf. — Mannað sov- ézkt geimfar hefir aöeins einu sinni Ient mjúkri lendingu (í marz 1965) en þaö lenti á afviknum stað með þá Pavel Beljaev og Al- exei Leonov. Mikill mannfjöldi, á aö gizka 10.000, safnaðist saman í gær- kvöldi fyrir utan Þjóðleikhúsið í Bratislava, Slóvakíu, þar sem helztu þjóðarleiðtogar voru við- stáddir viðhafnarsýningu í tilefni viðurkenningar Slóvakíu sem sjálfstæðs sambandsríkis, en leið- togarnir komu til undirritunar laga þeirra, sem bióðþingið í Prag samþykktí i fyrradag um sam- bandsríki Eins og í Prag í fyrradag á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins, var hrópað: Rússar, hverfið heim. Nokkrar handtöku áttu sér stað. Kunnugt var í gær, að 85 ungl- ingar voru handteknir í Prag í | fyrradag, en sleppt aftur að lokn- um yfirheyrslum. Abrams á fundi Johnsons Abrams hershöfðingi, yfirmaður bandarísku hersveitanna í Suður- Víetnam, kom í gær til Washington og ræddi við Johnson loiseta hem- aðarhorfurnar I Víetnam-styrjöld- inni. Opinber talsmaður í Washington lagði áherzlu á það, að hershöfð- inn heföi ekki komið vegna þéss,' að neitt samkomulag hefði náðst, sem miöaöi að friði. • Líklegt er, að minnisvarðinn um Kennedy forseta, sem reist- ur var hjá Runnymede á Thames- bökkum, verði endurreist og verkið faliö sama listamanni og gerði hann, en hann fannst klof- inn eftir endilöngu um sl. helgi, eins og fyrr hefur veriö getið, og ekki vitað hvort um skemmdarverk var að ræða. • Tilkynnt var í London, að það hafi ekkj við neitt að styöjast að hið volduga P&O skipafélag hygð- ist kaupa bandaríska farþegaskip- ið UNITED STATES, sem er 59.000 lesta skip. • Fjórir indónesískir kommún- istaforsprakkar og einn fyrrverandi hershöfðingi hafa verið teknir af lífi, aö því er fréttir frá Jakarta herma. Bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru skotnir. • Lemnitzer, yfirmaður herafla Norður-Atlantshafsbandalagsins í Vestur-Evrópu, hefur varað við af- leiðingum þess, að jafnvægi í álf- unni hefir raskazt, vegna innrásar- innar í Tékkóslóvakíu og fram- halds hernáms þar. Hann kvað sum lönd hafa vilja draga úr framlagi sínu til bandalagsins, og kvað hann það hættulega þróun, því að ef máttur Norður-Atlantshafsbanda- lagsins minnkaði gæti það reynzt hið sama og að bjóða heim of- béldi. Hann kvaðst vona, að á fundinum í haust næðist samkomu' lag um að efla bandalagið. • Holyoke forsætisráðherra Nýja Sjálands sagði í gær í Saigon í' lok heimsóknar til Suður-Víetnam, að bandaríska ríkisstjómin hefði lagt fram sanngjörnustu tillögum- ar til þessa í því skyni aö binda endi á styrjöldina, en þess sæjust enn ekki merki, að á þær yrði fallizt í Hanoi. • Arthur Goldberg, áður aðal- fulltrúi Bandaríkjanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sagði í fyrra- dag, að sér virtist sem um það bil væri náö ákveðnu marki á viðræöufundunum í París um Víet- ^ nam, og þáttaskil framundan, sem bentu til að samkomulag mundi nást innan tíðar. • De Gaulle Frakklandsforseti hefur Iokið Tyrklandsheimsókn ! sinni. Undirritaður verður sáttmáli um tæknilegt samstarf. Ekkert hef- ur veriö minnzt á franska efnahags aðstoð, né að Tyrkland breytti af- stööu sinni til Norður-Atlantshafs- bandalagsins, sem það er aðili að, og halli sér aö stéfnu de Gaulles. | Blaðið The Stár i Hongkong birtir' frétt um, að sprungið hafi kínversk eldflaug og margir menn beðið bana. Eldflaugin var af þeirri gerð, sem skjóta má meginlanda milli. Þetta á að hafa gerzt í mánuöin- um sem leið og hefur öllum áætl- unum Kinverja á sviði eldflauga framleiðslu seinkað vegna þess hversu til tókst. Eldflaugin sprakk, er átti að skjóta henni á loft.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.