Vísir - 30.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 30.10.1968, Blaðsíða 8
8 V1 SIR . Miðvikudagur 30. október 1968. VISIR Otgefandi ReyKjaprent ö.t Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstjórl: Axe) Tborsteinson Fréttastjór): Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóbannesson Augiysingastióri • Bergþór Olfarsson Auglýsingar: MJalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiftsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: 1 nugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda hJ. Sjónarmið borgaranna þótt ísland sé ekki fjölmennt land, er löngu liðin sú tíð, að allir þekktu alla. Flestir menn eru aðeins mál- kunnugir tiltölulega þröngum hópi ættingja, vina og starfsfélaga. Engum kemur þessi þróun verr en stjórnmálamönn- unum. Þeir eiga alltaf á hættu að einangrast inni á skrifstofum sínum, ef þeir tala aðeins við aðstoðar- menn sína og aðra stjómmálamenn. Minni hætta var á þessu í gamla daga, þegar allir þekktu alla. En nú er fjölmennið og skriffinnskan orðin svo mikil, að stjórnmálamönnum er hætt við að slitna úr tengslum við almenning í landinu. Geir Hallgrímsson borgarstjóri skilur, hvar skórinn kreppir að í þessu efni. Hann hefur nú efnt til hverfa- funda meö borgurum Reykjavíkur. Fundir voru haldn- ir í tveimur hverfum um síðustu helgi, og alls verða fundimir sex. Þar skýrir borgarstjóri frá gangi borg- armála og sérmála viðkomandi hverfis. Síðan geta menn komið á framfæri fyrirspurnum og áþendingum. Fyrstu tveir hverfafundirnir sýndu, að þeirra var full þörf. Mikil aðsókn var að þeim báðum og um- ræður voru fjörlegar. Fjöldi fyrirspuma og ábend- inga kom fram. Hin mestu hitamál voru rædd af skyn- semi og rósemi. Léttur og vinsamlegur andi ríkti á fundunum. Mikið fé rennur úr vasa borgara Reykjavíkur til sameiginlegra þarfa borgarinnar. Þótt mikið sé fram- kvæmt á vegum borgarinnar, verður að* sjálfsögðu alltaf að velja milli framkvæmda, hefja sumar strax en fresta öðmm. Borgaryfirvöld vilja í valinu fara eftir óskum fólksins í borginni, því að það kostar þessar framkvæmdir. Og hvemig eiga borgaryfirvöld á annan hátt að geta komizt að því, hver sé vilji fólks- ins, nema spyrja það sjálft? Það hlýtur að vera Geir Hallgrímssyni ómetanleg- ur styrkur í vandasömu starfi að fara á þennan hátt út á meðal fólksins og nlusta á fyrirspumir þess og ábendingar. Vissulega viðurkenna nærri allir, að borg- inni sé mjög vel stjórnað. En lengi getur gott batnað. Þessi tengsl borgarstjóra og borgara em rétta leiðin til þess. Þetta era einkafundir borgarstjóra. Æskilegt væri, að borgin sjálf tæki að sér þessa fundi og að það yrði gert að föstum þætti í starfi borgarstjóra að ræða á þennan hátt við borgarana að minnsta kosti einu sinni á ári. Það á að líta á svona fundi sem nauðsyn- legan lið í rekstri borgarinnar. Hér hefur verið farið út á braut, sem koma skal í stjórnmálum á íslandi. Stjómmálamennirnir eiga að koma til fólksins og forvitnast um óskir þess og áhugamál. Nú er stundum talað um, að stjómmála- menn séu ekki í tengslum við almenning. Það em einmitt þessi tengsli, sem í lýðræðisríki ríður mest á að efla og treysta. Njósnaraspor um alla EVRÓPU í erlendum blöðum kemur fram, að þaO sem hetfir veriO aö gerast f Vestur-Pýzkalandi að undanfömu, kunni aO leiða til þess, að „spor finnist eftir njósnara Sovétríkjanna um alla álfuna“, en f fregnum í gær kom fram, að þeir dr. Kiesing- er kanslari Vestur-Þýzkalands og Willy Brandt vara-kanslari og utanrikisráðherra, hafi tekið sér fyrir hendur að gera gang- skör að þvi að komast að raun um að hverju leyti vestur-þýzka gagnnjósnakerfið hafi bilað. En hvað er þá það, sem gerzt hefur f Vestur-Þýzkalandi og veldur að ekki er um annað meira rætt nú á meginlandinu en þessi njósnamál og að þess er krafizt af æ meiri þunga í blöð- um, að engu verði leynt varð- andi þessi mál? f fyrsta lagi var það sjálfs- morðafaraldurinn sem fregnir hafa verið að berast um að und- anförnu. jramin voru að minnsta kosti 5 eða 6 „grun- samleg sj£lfsmorö“ (þ. e., að þeir sem voru viðriðnir njósnir hafj fundið „jörðina brenna und i fótum sér“ og bugazt og valið sjálfsmorðsleiðina. En raunar er ekki viðurkennt af opinberri hálfu, að nema einn af þessum mönnum hafi verið grunaður um njósnir. Menn þeir sem styttu sér aldur voru úr hemum (einn fyrrv. liðsforingi) og starfsfólk úr landvarnaráðuneytinu sumt. Og svo vom fréttimar um, að 6 menn sem grunaðir voru um, að hafa stundað njósnir væru flúnir til Austur-Þýzka- lands. Þessir 6 menn em allir Vestur-Þjóðverjar — og í einni frétt að minnsta kosti eru þeir kallaðir kjamorku-sérfræðingar. Komið hafa fram getgátur um, að brezki njósnarinn heims- frægi Kim Philby, hafi skipu- lagt njósnimar — svo afburða góð þótti skipulagningin, en hún var samt ekki nógu góð, þvi að vestur-þýzku leynilögregl- unni tókst að finna smugur, sem leiddu hana á slóð njósnaranna. Harold „Kim“ Fhilby hvarf sem kunnugt er 1963 og var þá í Austurlöndum nær, en það var ekki fyrr en fyrir einu ári', aö það sanna(5ist, að í fullan aldar- fjórðung hafði hann sem starfs- maður brezku leyniþjónustunn- ar einnig starfað fyrir Rússa, og skipulagt njósnir í Evrópu, Austurlöndum nær og Banda- ríkjunum. En það er engan veginn ein- ungis I Vestur-Þýzkalandi, sem menn stytta sér aldur og hverfa um þessar mundir. Ööru nær! Fyrir skömmu skaut sig til bana fyrrverandi flughersmála- ráðherra^ítaliu, Renato Sand- alli. — í Brussel var til- kynnt í höfuðvígstöðvum Norður-Atlantshafsbandalags- ins að vikið hefði verið frá og handtekinn tyrkneskur starfs- maður alþjóða foringjaráösins fyrir alvarlegt ' öryggisbrot. Hann heitir Nahit Imre og er nú í fangelsi í Tyrklandi. Hann verður ákæröur fyrir njósnir. Belgíska lögreglan segir, að Aðalfundur Tónlistar- félags Garðahrepps Aðalfundur Tónlistarfélags Garðahrepps var haldinn þriöju- daginn 24. september s.l. Á þessum fundi rlktj mikill einhugur og áhugi fyrir starf- semi félagsins. Formaður félags- ins Helgi K. Hjálmsson, fram- kvæmdastjóri, var einróma end- urkjörinn. ^ðrir í stjóm voru kjömir: Varaformaður: Ámi Jónsson, söngvari. Féhirðir: Hilmar Pálsson, deildarstjóri. Ritari: Inga Dóra Gústafsdóttir, frú. Meðstjómandi: Viktor A0- alsteinsson, flugstjóri. Kim Philby. komið hafi verið að honum þar sem hann var að taka ljós- mynda-kopfur af NATO-skjöl- um, auðkennd „cosmic", en þannig em auökennd þau skjöl er bezt ber að gæta og með mestri leynd, þar sem þau fjalla um geimvamir. Austur-þýzkir nj jsnarar f V.Þ. munu hafa orð- ið til þess að koma upp um Imre. Og var þaö sama dag- inn og Ltldke sjóliðsforingi fannst skotinn til bana f skógi nálægt Trier. Orskurðað var að hann heföi framið sjálfsmorð. Hann hafði aðgang að skjölum varðandi himingeiminn meðan hann var starfsmaður f her- stjómarstöð NATO (Shape), en þar hætti hann störfum fyrir nokkm. * Það er talið, að Imre hafi ver- ið að ljósmynda skjöl um. breytta stöðu herafla NATO vegna innrásarinnar. Og ein mikilvægasta spum- ingin er þessi: Hve vfötækar og hve mikilvægar upplýsingar fengu Rússar frá Liidke og Imre? Skipulagsnefndin mun vera sammála um, að flytja verði kjamorkuvopnabirgöimar tlL en um það taka landvamaráð- herrar bandalagsins ákvörðun 14. nóvember. Ráðherrafundurinn er haldinn mánuði fyrr en venjulega vegna þessara mála. Lemnitzer hershöfðingi yfir- hershöfðingi Norður-Atlants-, hafsbandalagsins ræddi í gær vamir þessar með tilliti til inn- rásarinnar f Tékkóslóvakíu á ■ þessa leið, samkvæmt skeyti frá FB f gærmorgun: Stofnaði elliheimilið af eigin rammleik IB Haldið var upp á aldar- fjórðungsafmæli Elliheimllis- ins í Skjaldarvík um síðustu helgi að Skjaldarvík. Heiðurs gestur hófsins var ~Stefán Jónsson, sem stofnaði elli- heimilið og rak það í fjölda ára. Árið 1965 afhenti Stefán Akureyrarbæ elliheimilið til eignar sömuleiðis stórbú, lendur vélar og áhöld en þessi margra milljón króna gjöf er sú stærsta, sem bæn- um hefur hlotnazt. . 75 vistmenn eru nú til dvalar f Skjaldarvík og hafa farið fram miklar endurbætur á elliheim- ilinu á árinu. Talið er nauðsyn- legt að auka húsnæði þar í framtíðinni þannig, að heimilið rúmi 130 manns. Stefán Jónsson, klæðskera- meistari var þekktur á Akureyri fyrir vinnusemi og sögðu bæj- arbúar, að hann starfaði daga og nætur við iðn sína og safn- aöi í sjóð. Snemma ársins 1941 var haf- izt handa um að byggja nýjar byggingar á Skjaldarvíkurlandi þar sem fyrir var aöeins torf- bær. Var Stefán þar að verki og breytti þama á fáeinum misser- um litlu koti f höfuðból. Lék mörgum forvitni á að vita hvað vekti fyrir Stefáni með þessum framkvæmdum en það var ekki fyrr en seint og síðar meir, aö það fréttist meö fullri vissu, að þarna væri elli- heimili í byggingu. Fannst mörg um djarft teflt á þeim tímum, að einn maður.skyldi ráðast í slíkt fyrirtæki. Vígsludagur elliheimilisins var ákveðinn 29. okt. 1943 á afmælisdegi móður Stefáns en vegna veðurs varð að fresta honum um tvo daga, 40 vistmenn áttu hælj á elli- heimilinu fyrstu árin og gegndi Stefán forstöðumannastarfinu flest árin fram til ársins 1965.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.