Vísir - 04.11.1968, Page 9

Vísir - 04.11.1968, Page 9
V í SIR . Mámidagur 4. nóvember 1968. 9 nsm „Teljið þér æskilegt að skilja að ríki og kirkju?“ Pétur Jónsson: „Ég get ekkert um það sagt. Ég hef ekki velt því fyrir mér.“ Axel Ölafsson: „Já, ég mundi halda, að það væri æskilegt." Sigurjón Leifsson: „Nei, ég teldi það óæskilegt Eins og nú er heldur ríkið kirkjunni uppi, og ég álít vafasamt, að hún gæti staðið á eigin fótum hér á landi.“ Oddur Guömundsson: „Það veit ég ekki. Ég hef engar á- kveðnar skoðanir á því.“ Siguröur Hjálmtýsson: „Nei. það finnst mér ekki æskilegt. Ég tel, að kirkjan sé betur rekin þegar ríkið er annars vegar." VIÐTAL DAGSINS er við Sævar Halldórsson, aðstoðar- lækni Kópavogshælis „JJér áður fyrr forðaðist A fólk að láta sjá sig með vangefnum ættingja á al- mannafæri. Það skammaðist sín fyrir hann og jafnvel þrætti fyrir, að hann væri í ætt við það. Nú er þetta að breytast. Sævar Halldórsson. ið það um megn að ala önn fyrir þeim?“ „Oftast er þaö til þess að létta byrðinni af viðkomandi heimili, sem sjúklingur þaðan er tekinn fram yfir annan, en það frefur þó vakið athygli mína, hve margt fólk ber þessa byrði meö mikilli þolinmæði og kjarki. Stundum er þetta mjög ungt fólk, sem eignast vangefið barn, og ég hef séð það þrosk- ast við þá raun og vaxa við vandann.“ „Hvernig gengur svo starfiö, Sævar? Næst æskilegur árang- ur?“ Skortur á aðstöðu „Þetta er erfiður sjúkdómur viðfangs, svo það getur tekið langan tíma að endurhæfa sjúklinginn. Auk þess hefur mikiö skort á faglega aöstöðu Hæli vangefinna er ekkert geymslupláss — heldur staður til að hjúkra og endurhæfa Viðhor, fólks til geðveiki og geðverndarmála eru að snú- ast til réttrar áttar, en það hefur ekki verið fyrr en á síðustu tímum, sem þeirrar hreyfingar tekur að gæta. Enn er til fólk, sem býr við gömlu hleypidómana, en mað- ur hlýtur að fagna því, hve fólk er áberandi farið að bregðast við þessum málum á jákvæðan hátt.“ Þannig komst Sævar Hall- dórsson, bamalæknir, að orði í viðtali við blaðamann VÍSIS. Sævar er starfandi aðstoðar- læknir við Kópavogshælið, en hann kom til landsins fyrir þrem mánuðum, eftir fram- haldsnám í barnalækningum sem hann stundaði í sex ár i Bandaríkjunum, jafnframt námi f meðferð vangefinna og sjúkl- inga, sem haldnir eru sjúkdóm- um í heila- og taugakerfi. Órómantískt Iæknisstarf Þeir munu næsta fáir íslend- ingar, sem sérhæfa sig á þessu sviðj læknavísindanna, enda hvílir ekki sá rómantíski blær á störfum þeirra og hinna, sem umkringdir fallegum hjúkrunar- konum berjast klukkustundum saman á skurðarborðinu við einhvem bráðdrepandi sjúk- dóm, eða bjarga daglega tylft- um stórslasaðra manna. „Er þér kunnugt um nokkum annan íslending, sem lagt hef- ur þetta sama fyrir sig nú síð- ustu árin?“ spurði blaðamaður- inn Sævar. „Nei. Mér er ekki kunnugt um neinn Það gæti þó einhver einn hafa gert það fyrir því, en ég man ekki eftir neinum, síðan ég byrjaði." Eftir að hafa þegið boð Sæv- ars un að skoða eina nýbygg- ingu Kópavogshælisins, sem bvggð er að skandinaviskri fyr- irmynd. settumst við 'nn * skrifstofu hans, hið vistlegasta herbergi. Þessi álma, sem blaðamaðurinn fékk að sjá, kom honum fyrir sjónir sem hin vistlegasta. Enda sagði Sævar, a qott orð færi af Norðurlanda- búum í þessum efnum og sæktu Bandaríkjamenn hugmyndir um hælisbyggingar til beirra. Norð- urlandabúar hefðu lag á að .u0ja fyrir smámununum, sem munaði þó svo mikið um. Eins og að setja í herbergi, sem þrir vistmenn byggju í, sérskáp og sérhillur fyrir hvern, >vo þeir fyndu eitthvaö, sem tilheyrði þeim einum. Slíkt kæmi þeim i persónulegri tengsl við umhverfi sitt, en víða hætti til þess, að vistmenn væru bara númer úr fjölda á stórri stofnun. „Við fjarlægjumst eins og við getum, sem á fagmáli er nefnt „custodial care“. En það er gæzla, sem felur í sér aðeins nauðsynlegustu umönnun sjúkl- ingsins. Nefnilega þvo honum, klæða hann í og hátta hann og gæta þess að hann fari sér ekki að voða. Þvert á móti reynum eftir mætti, auk þeirrar þjón- ustu að veita honum eitthvað af því. sem hann fer á mis við með því að vera ekki á heimili sínu, þar sem hann nyti móður- legrar umhyggju.“ „Hvers konar sjúklingar eru það, sem þið annizt um hér, Sævar?" „Sjúklingarnir á Kópavogs- hælí eru sennilega erfiðustu til- felli vangefinna, sem eru að finna á landinu. Það er mest vegna þess, að hér eru að finna betri aðstæður til þess að ann- ast um þá. Sjúklingar, sem eru auðveldari viðfangs dveljast á hælum eins og Skálatúni, Sól- heimum og Tjaldanesi". Hjúkra og endurhæfa „Þeir eru ekkj sendir hingað bara til gæzlu?“ „Nei, nei. Það er reginmis- Jkilningur, að halda að stofn- anir sem þessi, séu bara eitt- hvert geymslupláss, þar sem þessir sjúklingar séu geymdir, svo þeir séu ekki að flækjast fyrir í samfélaginu. Þetta hefur fram til þessa verið mjög út- breiddur misskilningur, sem er fjarri la u. Þótt til okkar séu send erf- iðustu tilfelli vangefinna, þá lítum við aldrej svo á, að það séu vonlaus tilfelli." „Það er ekki fólgin i því nein uppgiöf, að senda sjúklinga á fávitahælið?" „Alls ekki! Þvert á móti í þeirri von, að þar séu aöstæður beztar til þess að gera sjúkl- inginn eins sjálfbjarga og kost- ur er á. Við ættum að stefna að því að útskrifa sem flesta sjúklinga af hælunum, hæfa til þess að stunda einhver störf og bjarga sér með kannski ein- hverri lítilsháttar aðstoð." „Hvað eru margir einstakling- ar í þjóðfélaginu vangefnir?" „Það er álitiö, aö 3—6% samfélagsins séu vangefin á einhverju stigi, og tveir af hverjum þúsund þurfi á hælis- vist að halda. Samkvæmt þvf þurfa um 400 sjúklingar í okkar þjóðfélagi á hælisvist að halda.“ „En hvað höfum við rúm fyr- ir marga?" „í Kópavogshæli höfum viö rúm fyrir 125 (en þar eru 150) og samtals á öllum heimilunum höfum við rúm fyrir um 225, en þá er ekki meðtalið heimilið að Lyngási, sem er rekið sem dagheimili, Það tekur um 40.“ „Þið eruð þá með biðlista?" „Já, en við stöndum þó ekki verr að vígi en t.d. Bandaríkja- menn í málefnum vangefinna þar sem ég þekki til og borið saman við hinar Norðurlanda- þjóöirnar, standa Danir og Svi- ar okkur framar, en Norðmenn eru álíka á vegi staddir. Finnar eru hins vegar lakar settir." Bera sinn kross með kjarki „Hafa allir vangefnir þann sjúkdóm frá fæðingu, eða eru kannski margir, sem hljóta hann fyrir áföll síðar á ævi- skeiðinu?" „Meirihluti þeirra hefur hann frá fæöingu." „Hver oefur forgöngu um það, að sjúklingarnir innritist á Kópavogshæliö?" „Þeir koma yfirleitt fyrir beiðni foreldra. 1 flestum til- fellum hafa þessir sjúkli — verið heima hjá s'' um eitthvert skeið. M. a. fyrir þær sakir, að við höfum ekkert hæli, sem getur. tekið við bömum yngri en 5 ára, og einnig vegna þess að við reynum heldur að ýta undir aðstandendur aö hafa þau eins lengi og unnt er á heimil- unum innan fjölskyldunnar, svo framarlega sem sjúklingurinn eða heiinilið bíöa ekki skaða af bví. — Það er sama, hversu góð svona stofnun eða hæli verður. Það er aldrei á við gott heimili. Það sér maður á broska beirra sjúklinga. sem notiö hata góðrar umönnunar á góðum heimilum." „Hefur þá aðstandendum ver- til endurhæfingarstarfsins og skortir enn. Til skamms tíma var ekki völ á kennurum, sér- hæfðum til kennslu vangefinna. Við höfum enga sjúkraþjálf- ara, sem er þó brýn þörf fyrir, til þess að halda við líkamsrækt sjúklinganna. Þegar t.d. búið er að kenna sjúkling að ganga, þá þc. f sjúkraþjálfun til þess að halda honum við efnið, annars stirðnar sjúklingurinn aftur. Okkur skortir iðjuþjálfara, sér- hæfða til þess að skipuleggja föndurkennslu vangefinna og til þess að kenna þeim einföld, hag- nýt störf, svo sem eins og búa um rúm, þvo >p, garöyrkju- störf og því um líkt. Ýmislegt fleira mætti telja upp, sem svona stofnun stofnun skortir. Við höfum að vísu aðgang að ýmissi sérhæfðri aðstoð, eins og sálfræðingum og félagsfræð- ingum og fleiru. En hér eru ær- in verkefni, sem gætu verið sál- fræðingi og félagsfræðingi fullt starf. Margir gera sér ekkj grein fyrir þýðingu félagsfræðings við svona stofnun. Hann getur þó orðið til ómetanlegrar að- stoðar varðandi svo margt. T. d. til þess aö hjálpa við að koma á nánum tengslum milli læknis og aðstandenda. t. d. foreldra, sem lifa kannskj í ótta við að næsta barn þeirra verði einnig veiklað. Hann er nauðsynlegur, þegar sjúklingurinn hefur tekið svo miklum framförum, að hann er að nokkru sjálfbjarga orðinn og getur farið út í iífið. Húsnæðið hefur líka verið þröngt, bæði til vistar sjúklinga og til vinnu en það horfir nú til bóta með tilkomu nýbygging- anna hérna. Við eigum von á því, að tekin verði ný bygging í notkun i vetur en þar skap- ast vinnuaðstaða fyrir lækna og annað starfsfólk stofnunar- innar, auk kennslustofa og vinnustofa fyrir sjúklingana." „Svo heldur rofar þá til?“ „Já. Þaö er ástæða til meiri bjartsýni nú, þar sem almennur áhugi virðist vera að aukast. Það eru að skapast ný viðhorf. gömlu hle'midómarnir eru að hverfa og skilningur að vakna á þörfinni Menn, sem fengust við þetta fram til bessa, voru hreinlega að bugast fyrir þvi skilnings- leysi og framtaksleysi. sem ríkti. Ef beir minntust á þetta ástand við einhvern, þá við- urker.-.di ðk >mandi gjarnan, að bessu væri í vmsu ábóta- vant. en har v!ð sat líka. Það var iafr.óðum gtevmt Nú eygja þessir enn von aftur um að þessu verði frekar sinnt.“ G. P. ■ i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.