Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 1
r Novembersol • Þessa hryssingslegu nóv- emberdaga, þegar menn vaða aur og eðju upp á miðjan legg og vel það, eru það sennilega fæstir, sem leifia hugann að fegurð haustsins og fegurð borgarinnar. En þegar flogið er hátt yfir jörðu gleymast smámunirnir og hlutirnir taka á sig nýja mynd, alveg eins sanna og þá, sem viö eigum helzt að venjast, Hér stafar haustsólin geislum vfir Elliöaárvog, en þangað leit- aöi margur gljáandi laxinn í vor til að stikia upp fossa og gleðja augu veiðimanna. (Myndina tök ljósm. Vísis, Bragi Guðmundsson úr þyrlu Andra Heiðberg). HERBRA GÐ BRETA ? 10°/o follur á frebfisk Brezka stjórnin hefur boðað á- kvörðun um 10% toll á innflutn- ing freðfiskflaka frá öðrum ríkj- um fríverzlunarbandalagsins. Kem- ur betta ,i!la við Norðmenn, Dani og Svía, og mundi auðvitað verða miög óhagstætt fvrir íslendinga, vrðu beir aðilar að EFTA. NU greið um við 10% toll i Bretlandi af '->essum innflutningi, og höfðu von- >r staðið til, að tollurinn vrði felld- ir niður, kæmi til aðildar. Helzt er álitið, að hér sé um 'erbragð =* ræða hiá Bretum. Ráð- herrafundur bandalagsins verður haldinn í Vín hinn 20. nóvembgr. Bretar höfðu ætlazt til, að inn- flutningur yrði takmarkaður, en EFTA-löndin höfðu ekki gert það. IVIunu Bretar nú vilja „pressa“ Norðurlöndin í þessum efnum. Á meðan við erum ekki aðilar að EFTA, mundum við hagnast á þessum tolli Breta, kæmi hann til framkvæmda. Þá mundu Norð- menn greiða sama toll af fiskflök unum, og við greiðum nú, og sam- keppnisaðstaða íslands batna. M ALÞINGI ■ Tillaga frá ríkis- stjóminiii um könnun aðildar að EFTA, frí- verzlunarbandalaginu, verður væntanlega lögð í DAG fram á Alþingi innan tíð ar og jafnvel í dag. Mál- ið hefur verið í athugun um alllangt skeið. Nefnd fulltrúa allra flokka hef- ur fjallað um það og við- skiptaráðuneytið gert ýt arlega könnun á banda- laginu og hversu æski- legt væri að ísland yrði aðili að því. Búizt er Við að í tillögu rikis- stjórnarinnar verði svo fyrir mælt, að leitað verði til EFTA ,um möguleika á aukaaðild. Mundu þá væntanlega hefjast viðræður fulltrúa lslands og EFTA-landanna. Þetta mál hefur verið mikið á döfinni hér á landi og rætt manna á meðal. 1 skoðanakönn- un, sem Vísir gekkst fyrir, kom þó fram, að fólk hefur almennt ekki myndað sér skoðun um kosti og galla aðildar. TILLAGA UM EFTA-AÐILD FYRIR 140 atvinnulausir í Reykjavík • AUúnnuleysisskráning fór fram í Reykjavík á þriðjudag. Alls létu 140 manns skrá sig: 111 karlar og 29 konur. Karlmennimir eru úr ýmsum starfsgreinum: S1 verkamaður, 9 verzlunarmenn, 5 sjómenn, 5 iðnaðarmenn, 3 matreiðslu- menn, 4 málarar, 2 rafvirkjar, 1 stýrimaður x>g 1 trésmiður. Ragnar Lárússon forstöðumað ur Ráðningarstofu Reykjavfkur- borgar tjáði blaðinu í morgun, að undanfarið hefðu verið all- margir atvinnulausir á skrá, og yfirleitt liti út fvrir, að fleiri bættust i hópinn í stað þeirra, sem fá vinnu, eftir að hafa ver- ið á skrá um nokkurt skeið. Ráðningarstofan gefur þessu m-*- 10. síöa. TmLIÐ fullvist að niu SJÖMENN HAFI FARIZT / dag — brak úr m.b. Þráni fannst i gær Leitab á fjörum FULLVÍST er nú talið, að Þráinn NK — 70 hafi farizt með allri áhöfn, 9 mönnum. Eru bátar hætt ir leítinni, en leitað verð- ur á fjörumí dag, og eins verður flugvél í leitinni. Brak fannst í gær, og bar það með sér að það væri úr skipinu. Fannst það á mörgum stöóum. Lá rekið beint í land. Áhöfn Þráins NK-70 var níu manns, flestir úr Vestmanna- eyjum: Skipstjóri á bátnum var Grét- ar Skaftason, 42 ára, kvæntur og þriggja barna faðir, Helgi Kristinsson. stýrimaður, 22 ára, Guðmundur Gislason. 1. vél- stjóri, 26 ára, Gunnlaugur Björnsson, 2. vélstióri, 27 ára, kvæntur og þrigeja barna fað- ir, Einar Magnússon, matsveinn, fertugur, Einar Marvin Ólafs- son, háseti, 24 ára, Gunnar Björgvinsson, háseti, 18 ára, Hannes Andrésson, háseti, 21 árs og Tryggvi Gunnarsson, há- seti, 19 ára. Þráinn var á Ieiðinni til Vest- mannaeyja frá sfldarmiðunum fyrir austan, þegar síðast heyrð ist til hans. Var það á þriðju- dagsmorgun kl. 5.40. Slæmt veður var á þeim sjóðum er báturinn var er síðast heyrðist til hans. Sigurður Þórðarson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum hafði bátinn á leigu. íC^íh'J,- .-mUmli. Nixon í embætti 20. jtmúar 1969 • Richard Nixon sigraði í for- setakosningunum. Hann verður settur í embætti sitt 20. janúar. Víða um heim fylgdust menn af fádæma áhuga með talningu at- kvæða í Bandaríkjunum, enda skilyrðin til þess vífia óvenju- iega góð, þar sem auk alis ann- ars var sjónvarpað beint um gervihnetti til 10 landa. Við- brögð manna virðast hafa orðið næsta ólík, er úrslit urðu kunn. Þeir Nixon og Humphrey fengu hvor um sig næstum 30 milljónir atkvæða eða 43 af hundraði og Wallace 13 en Nixon 287 kjörmanna atkvæði eða 17 fram yfir það, sem hann þurfti. (Sjá nánar á síðu er- lendra frétta). I frétt frá Washington segir:: Hann verður leiðtogi allrar þjoðar innar, þótt nær engu munaó, á kjósendafylgi hans og Humphreys, og þrátt fyrir að minnihluti kjós- enda í landinu styðji hann. Minnt er á að aðeins munaði 118,550 at- kvæðum er hann beið ósigur fyrir Kennedy, en nú hefur hann sigrað sjálfur yfir Humphrey með enn minni meirihluta. I Bandaríkjunum hefir það valdið áhangendum Wallace gremju, aö honum tókst ekki að „nema nein ný lönd", — hann vann aðeins 4 suð- urriki og eitt f suðvestri og komst ekki nálægt því marki, að draga til sín 20 af hundraði atkvæða. Flokksstofnun hans og framboð er það sem það i upphafi var og ekk- ert annað: Suðurríkjafyrirbæri. í Bandaríkjunum er lögð áherzla á, að Richard Nixon taki við á viðsjárverðum tíma, en jafnvel þeim sem vildu heldur Humphrey er greinilegur léttir að því að kosn ingarnar eru um garð gengnar, og ekki sízt yfir því að úrslitin skáru úr um það hver sigraði, en af hinu hnífjafna fylgi hefði getað leitt margra vikna tafir á úrskurði um forseta, hefði málið gengið tii full trúadeildarinnar. Um viðbrögð manna og undir- tektir er að byrja að verða kunn- ugt. Parísarfréttaritari brezka útvarps- ins segir að margir sem áhuga hafi á stjórnmálum muni ekki telja mið- ur, að Nixon sigraði, og að valda menn muni telja vænlegar horfur um að tak^st megi að bæta sam- starf Bandaríkjanna og Frakklands er Nixon tekur við. Menn væru 10. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.