Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Fimmtudagur 7. nóvember 1968. f morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útiönd í morgun útlönd Mixon 37. forseti Bandaríkjanna A v'isa 287 kjörmenn, en Jbjóðarfylgi hans og Humphreys naerri hnifjafnt □ Richard Nixon, fram- bjóðandi repúblikana, varð sigurvegari í forsetakosn- íngunum í gær og verður 37. forseti Bandaríkjanna. Opinber tilkynning hefur ekki enn verið birt um úrslit forsetakosning- anna, en eins og kunnugt er sigr- aði Ricfaard Nixon frambjóðandi repúblikana og hlaut 287 kjör- mannaatkvæði, Hubert Humphrey 181 og George Wallace 45, sam- kvæmt tölvuútreikningum, en þeir Nixon og Humphrey fengu næstum jafnmörg kjósendaatkvæði. Nixon hafði aðeins um 50.000 kjósendaatkvæöi fram yfir Hump- ’hrey og er það einhver naumasti meirihluti kjösendaatkvæða í Banda Byltingarafmæli í Sovétríkjunum — Rauðir fánar brenndir i Bratislava í gærkvöldi gengu tveir kín- verskir sendimenn út úr móttöku í Moskvu, sem boðið var til vegna byltingarafmælisins, en i dag er 51. afmæll nóvemberbyltingarinn- ar. í Tékkóslóvakíu er viðbúnaður til þess að koma í veg fyrir uppþot ef Sovétríkjimum skyldi veröa sýnd andúð. í Bratistava hafa rauðir fánar verið rifnir niður og brenndir á götunum. Kyrrara mun hafa verið i Prag, en ólga í hugum hinna ungu. ríkjunum er sögur fara af, og sé tekiö tillit til þess atkvæðafjölda, sem George Wallace fékk, hefur Nixon minnihluta kjósenda að baki sér. Nixon og Humphrey fengu hvor um sig um 43 af hundraði og WaH- ace um 13 af hundraöi. Humphrey viðurkenndi sigur Nix ons í gær og óskaði faonum til ham- ingju og Johnson forseti sendi hon- um heillaóskaskeyti en Nixon ræddi viö fréttamenn og kvað meg- inmark sitt verða, að sameina bandarísku þjóðina. Hann hefur ákveöið að beim- sækja Eisenhower fyrrverandi for- seta, sem liggur veikur í sjúkra- húsi, en ekkert er vitað frekar um, eins og stendur, hvort hann fer til Parísar vegna Víetnammálanna, eins og hann bauðst til fyrir kosn- ingar. Mjög er vikið aö því í umsögn- um um úrslitin í kosningunum, aö hann taki við á hættu- og alvöru- tímum, og að það kunni aö valda honum erfiðleikum, að hafa ekki meirihlutafylgi þjóðþings að baki sér, og er minnt á erfiðleika, sem ýmsir Bandaríkjaforsetar hafa átt við að stríða af sömu sökum. Leiddur í réttarsalinn með hendur bundnar á bak aftur Tveggja ára fangelsi fyrir ab segja, að hann hefði veriÖ pyndaður AÞENU: Alexander Panaghoulis, j.rftugur að aldri, ákærður ásamt nærri þrjátiu öðrum fyrir þátttöku í samsæri til þess að myrða Papa- dopoxdos forsætisráðherra, var leiddur inn í réttarsalinn með hendur bundnar á bak aftur og svo máttfarinn, aö hann gat ekki geng- Blökkumenn dæmdir í ævi- langt fangelsi í Rhodesiu hafa fimm blökku- menn verið dæmdir í ævilangt fang elsi fyrir að laumast vopnaðir inn í iandið. Fyrr var hegnt fyrir slíkt hrot með Iíflátsdómi. VIÐRÆÐUR. Hiomson, brezki ráðherrann og Ian Smith forsætisráðherra Rhod- esíu halda í dag áfram viðræðum sfnum í Salisbury. Bardögum lokið s Jórdaníu Hussein Jórdaníukonungur sagði í gær í útvarpsræðu, að allt væri nú með kyrrum kjörum í landinu. Hann kvað 29 menn hafa fallið og um 100 særzt í tveggja daga bardögum í Amman. Konungur neit aði, að þær ásakanir, að mark hans væri að uppræta flokk skæruliða, hefðu við rök að styðjast. Upptök faa^difteanna kenndi hann andstæð mgum sinum og stjórnannnar, sem hefðu haft að marki að steypa sér og stjórninni, og villt á sér heimild ir sem skæruliðar. Þá kvaðst konungur vera stað- ráðinn í, að halda uppi lögum og reglu í landinu. iö óstuddur. Sakborningar voru einnig sakaðir um, að hafa áformað að koma á laggimar kommúnista- stjórn í landinu. Fyrir réttinum sagði hann: Þið mynduð verða óttaslegnir, ef ykkur væri sagt frá hinum miðaldalegu pyndingum, sem ég hefi orðið að þola, en ég var laminn með stál- vfrssvipu. Þegar eftir að Panaghoulis hafði sagt þetta lét dómarinn bóka, að fyrir þetta fengi hann tveggja ára fangelsi. — Panaghouiis neitaði að öðru leyti að segja neitt frekara, — hann væri veikari en svo, að hann gæti staðið fyrir máli sínu í rétti. í frétt frá Aþenu segir, aö hann hafi verið klæddur hnappalausum jakka og beltislausum brókum. Liðsforingi úr upplýsingaþjón- ustunni bar það, að landvamaráð- herra Kýpurs, Polycarpos Georg- hadjis, hefði lagt til sprengiefnið sem notað var 13. ágúst. Makarios erkibiskup forsætisráðherra Kýp- urs og landvarnaráðherrann neituðu þessum sakargiftum, en ráðherrann baðst lausnar, svo diúpt væri hann særður vegna þessara rakalausu sakargifta. Ráðherrann var einnig sakaður um að hafa útvegaö sakborningi falskt vegabréf og hindrað, að hann væri handtekinn á Kýpur vegna annars máls. Sprengiefnið átti ráð- herrann að hafa sent í pósti til í sendiráðs Kýpurs í Aþenu. Liðsforinginn sagði, aö Panag- I houlis hefðj gerzt liðhlaupi úr gríska hernum 1967, farið til Kýpur og fengið þar hjálp frá kommúnista flokknum. Um 50 vitni verða leidd. I ákæruskjalinu er Andreas Pap- andreou sem er í útlegð í Stokk- hólmj sakaður um að hafa tekið verulegan þátt í samsærinu. Andreas Papandreou er sem kunn- ugt er sonur Georgs Papandreou fyrrum forsætisráðherra, er lézt fyrir nokkru, en við útför hans mættu 250.000 manns sem kunn- ugt er, og var látin í ljós mikil andúð gegn hernaöarlegu stjórn- inni. Meðal sakborninga eru þrír þingmenn, allir útlagar, og er einn þeirra, Efstathios, bróðir Panag- houlisar, sem er talinn hafa veriö höfuðpaurinn í samsærinu. Demokratar halda velli í öildunga deildinni og fulltrúadeildinni, en repúblikanar unnu fjögur sæti í hinni fyrrnefndu og fimm í hinni síðarnefndu. Athygli vekur, að blökkukona var í fyrsta sinn kosin í fulltrúadeild- ina og hinn umdeildi þingmaður Adam Clayton Powell var endur- kosinn. Bæði eru demokratar. Repúblikanar bættu viö sig fimm ríkisstjóraembættum, unnu sjö, en töpuðu tveimur. Úr flokki repúblíkana er nú 31 ríkisstjóri, en 19 úr hópi demo- krata. Panaghoulis fyrir rétti.Hann situr milli tveggja lögregluþjóna, sem klæddir eyu borgaralegum fötum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.