Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 12
12 V1 S I R . Fimmtudagur 7. nóvember 1968. Ellefu ár ... enn voru það þessi ellefu ár... ' Hann hélt fram ganginn og niður 'stigann. Ef nokkuö var, þá hafði aUt þetta mál orðið enn dular- . fyllra en áður og enn nátengdara honum sjálfum. Hvernig mátti það vera að þessi Charles, þessi tvífari sem hann átti sífellt erfiðara með ’ að líta á sem sjálfan sig — hvem- ig mátti það vera, að hann heföi gerzt svo blindur, slikur heimsk- ingi? Hann fann ilm af fjóluvatni leggja út um dymar á herbergi Catherine, eða ímyndaði sér að minnsta kosti að hann fyndi það. ‘Hvaða stúTka liggur 1 sjúkrahúsinu Charles? hafði hún spurt. Bak við lokaðar dyrnar fyrir enda gangsins gat hann séð Austin Parson, náföl- an og lífvana í hjólastól sínum. Grimmur og hrottafenginn — eða Ijúfur og góðviljaður? Og hvað hafði þessi hjálparvana sjúklingur verið lengi ofurseldur náð og misk unn þessa falska og skapbráða hjúkrara, Montogomery? Hann varð gripinn undarlegri hugsun. Gat það átt sér stað, að hann, Charles Bancroft, væri í raun inni allur annar en sá Charles Ban- croft, sem líka hafði verið hann sjálfur? Var það hugsanlegt, að einhverjir válegir atburðir, senni- lega eitthvert slys, hefði leyst hans betri mann úr viðjum ... svipt hul- unni frá augum hans og gert hann skyggnan á þá hluti, sem hinum hafði verið meinað að sjá? Að hann yrði fyrir það fær um það nú, að rækja bað hlutverk, sem honum hafði áður verið ofviða? Hvaða hlutverk það var, vissi hann ekki enn, en þóttist vita að þess yrði vart langt að bíða að það kæmi á daginn, jafnvel þótt hann vaknaði ekki til minnis aftur í bráð. En þetta nývaknaða sjálfstraust hans hélzt, þegar hann var kominn niður í anddyrið og heyrði þussa hveilu karlmannsrödd, sem hann kannaðist þegar við úr símanum. ,,Já, einmitt það, glataði sonur- inn snúinn heim. Hefuröu kannski tekið þá ákvörðun, að taka þess- ari verðskulduðu ráðningu eins og rrianni sæmir Charles?" Þessi grann vaxni ungi maður, sem mældi hann gráum, köldum og tortryggnisleg- um augum, var gersamlega annar en sú mynd, sem hann hafði gert sér i honum samkvæmt sím- talinu. Þessi bróðir Alexandríu var hvorki fýlulegur né haldinn annar legri minnimáttarkennd. „Gott kvöld, Houghton", heyrði Oharies sjálfan sig segja. Ertnin, sem einkennt hafði kveðju Houghtons, breyttist i hvers dagslega illgirni. „Skepnan þín“, hvæsti hann og gekk á brott. ÞRIÐJI KAFLI. Það virtist fastur fjöilskyldusiður að drekka kokkteil í dagstofunni, áður en setzt var að borðum. Hough ton gegndi hlutverki húsráðandans og skenkti í glösin. Jafnvel Cather ine dreypti á sjerríi og þaö var eins og hún nyti þess að faila fyrir einhverri háskalegri freistingu, þeg- ar hún bar glasið að vöním sér. Al- exandría var klædd skósíðum- kjól, sem undirstrikaði kvenlegan yndis- þokka hennar. Hún var g!öð og róleg að sjá. „I hvert skipti, sem ég sé Hough ton blanda Martini", sagði hún án þess að beina orðum sínum að nokkrum sérstökum, „dettur mér helzt í hug að hann taki litinn á veggjunum sér til fyrirmyndar." „Vermúð og gin eiga vel saman“ sagði hann um leið og hann rétti Charles glasið. „Segðu til ef bland- an er ekki nógu sterk, gamli minn. Þú ert meðal vina, svo að þú þarft ekki að vera óframfærinn". Meðal vina? Þrátt fyrir glað- værðina í kringum sig, var hann ekki að öllu l*»yti viss um það. Hafði hann i raun og veru setið þannig á meðal þessa fólks, kvöld eftir kvöld og ár eftir ár? Ellefu ár? Óhugsandi fannst honum. Og þegar hann hafði setið þama nokkra stund, fannst honum að í stað þess að hafa tekið þátt í þessu áður, þá væri þetta öllu fremur eitt hvflö, sem hann hefði ímyndað sér endur fyrir löngu, kannski þegar hann var iítill drengur. Hann reyndi aö henda reiður á þessari til finningu, en hún máðist út von bráðara, eins og allt annað. Hann heyrði að Houghton var að segia þeim hinum frá því, að hann hefði heyrt það í útvarpinu í bíln um að það hefði hellirignt í Bost- on þá um morguninn, og hann hefði þá hugsaö sem svo, að það hefði verið fyrirhyggjuleysi af Charles að taka ekki kápu með sér. „Hann hafði ekki neinn tíma til undirbúnings”, bar Alexandría í bætiflákann fyrir hann. „Hann tók ekki einu sinni skjalatöskuna með sér. Og hún leit til hans yfir barm- inn á glasinu. Þá fór Houghton að tala um ein hverja grein, sem hann hafði lesið í tímariti nokkru, þar sem því var haldið fram að nútíma þjóðfélag i væri þjáð af almennu rótleysi, og hann spurði Charles, hvort hann áliti að það væri satt. Sjálfur kvaðst hann aldrei hafa orðið var við að hann væri þjáður neins kon ar rótleysi, en kannski væri hann undantekning, sér hefði ailtaf skil izt að öll bandaríska þjóðin ætti rætur sínar einhvers staðar í grennd við Boston, enda hefði vagga hennar sem þjóðar staðiö þar. „Það er eins og Houghton geti hvorkt hugsað né talað um annað en Boston í kvöid“, sagði Alex- andría. „Jæja, Charles", mælti Houghton enn. „Þú virðist óvenju hófsam- ur í kvöld. Ég held að ég verði aö senda þig sem oftast eitthvað í viðskiptaerindum. Það sparar drykk inn“. „Þú, Houghton", sagði Alexandr- ía, „virðist hins vegar samur og þú hefur alltaf verið. Því miður ..“ „Svona nú“ greip Catherine fram í mildum viðvörunarrómi. „Svona, börnin góð, reynið nú einu sinni aö láta ykkur koma saman". Charles gat ekki merkt að á- fengið hefði minnstu áhrif á sig, nema þá helzt aö það yki varúð hans. Enda þótt hann hefði heitiö því með sjálfum sér að vera vel á verði, fann hann þreytuna eftir allt það, sem við hafði borið þenn an dag, fara að segja til sín. Sam- tal hinna hafði svæfandi áhrif á hann. Hann varð þess þó greinilega var, hvernig Houghton reyndi að minnka hann í augum þeirra hinna hvemig hann réyndi aö vekja þá tilfinningu með þeim, að Charles ætti þar ekki heima, væri þar of- aukið. En hann var ánægður yfir því meö sjálfum sér, að hann fann ekki til neinnar andúðar á Hough- ton þrátt fyrir það, Það var einhver vanmáttur t þessum tilraunum ÝMISLEGT YMISLEGT 31435 Tökuni dC oKkui overs «unu, ujurm og sprengivinnu i núsBTunnum jb ræs nm Leigjum úf loftpressui >s ribr sleða Vélaleiga Steindórs Signvau .onai Alfabrekki. vif Suðurlands braut siml T0435 TEKUR AULS KONAR KLÆÐNINGAR FLJÖT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF AKLÆÐUM LAUOAVEð 62 - SlMI 10629 HEIMASÍM! 06634 BOLSTRUN Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverði GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Smi 35199 Fjölhæi larðvinnsluvé) ann- ast lóðastandsetnlngar, gref húsgrunna, holræsi o.fl. SÍMI 8 21 43 IV K HF Bolholti 6 Bolholtí 6 Bolholti 6 Bolholti 6 Bolholti 6 Bolholti 6 Hann slær eins fast og mannapinn Kannski get ég notað bragðið ... sem ... gegn Bolgani. Æææ, hættu, þú ert Bolgani. Tarzan notar... að brjóta... Ég gefst upp! Houghtons, og það var fremur að hann kenndi í brjóst um hann en að hann gæti reiðzt honum. Og hann spurði sjálfan sig, hvort Charl es hinn hefði litið á þetta frá sama sjónarmiði. Hann hrökk upp við þaö, að hann heyrði nafn sitt nefnt, eöa þetta nafn sem hann gat ekki viður- kennt enn sem sitt eigiö. Hann lagði við hlustirnar og leit í kring um sig, sá, að Alexandría setti glas ið harkalega frá sér, hleypti brún- um og leit spyrjandi á hann. Og hann heyrði Catherine frænku segja: „Ef þetta á að vera einhver gamansemi, Houghton, þá verð ég að segja að ég kann ekki að meta slíka gamansemi.. „Houghton", mælti Alexandría, lágt en með áherzlu, „hefur aldrei sagt gamanyrði á ævi sinni“. Það var að sjá að Houghton væri hinn ánægðasti með viðbrögð þeirra, vott aði jafnvel fyrir brosiávörurnhans, þar sem hann hallaði sér aftur á bak í stólnum, en Alexandría sneri sér að Charles. „Er þetta satt, Charl es?“ spurði hún. Loílpressur - Skurðgröiur VERKTAKAR - VINNUVÉLALEIGA ii Sí® lifi \ » v Kranar Tökum að okkur alls loonar framkvœmdir bceði í tíma-og ákvcsðisvlnnu Mikil reynsla í sprengjngum LOFTORKA SF. S í M A R: 214 5 0 & J O 1 'i O Maðurinn sem arntars aldrei les augiýsingar auglýsingar lesa ailir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.