Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 4
Sú kyrrö og ffíðsemd, sem rík- ir í skógunum i „Dyrehaven" fyrir norðan Kaupmannahöfn, er stöku sinnum rofin. Þótt þar megi ekki veiða dýrin, eru stund- aðar þar dýraveiðar í stórum stfl, þvf árlega eru felld þar um 800 dýr. Skýringin á þessu er sú, að svæð ið getur ekki séð fleiri dýrum en 2500 fyrir fæðu. Dýrunum fjölg- ar þó ört og þvi þarf skógar- vörðurinn árléga að drepa um 800 dýr, til þess að dýrin kroppi ekki hagana upp til agna og lendi i svelti undir lokin. Skógarvörðurin er 'þó meist- araskyttá og engar sögur fara af því, að hann hafi ekki alltaf hitt i mark. Tíð skartgriparán í Kaupmannahöfn Fyrsta ást Zsa Zsa Kaupmannahöfn er orðinn eng- inn eftirbátur Chicago, London og annarra stórborga, hvað við- kemur glæpum. Síðustu tvö ár- in hafa herjað þar bankaræningj- ar og sfðustu mánuðina hefur hvert skartgriparánið á eftir öðru verið framið. Nýlega var framið eitt skart- griparánið þar til viðbótar. Stol- ið var skartgripum fyrir liðlega 800.000 króna úr verzlun gull- smiðs við Jagtvej. Lögreglan hef ur grun um, að þarna séu að verki nokkrir skipulagðir bófa- flokkar, en sami hilmarinn taki við þýfinu frá öllum. Grunar hana jafnvel, að það sé heill félags- skapur, sem annast það að koma hinum stolnu skartgripum í verð aftur. Lögreglan er þó á góðri leiö með að uppræta einn bófaflokk- inn. Fyrir nokkrum dögum hand- tók lögreglan unga konu. sem viðriðin er þessi skartgriparán, og síðan hefur annar maður, fylgisveinn hennar verið fangels- aður. Þá munu fieiri handtökur vera í vændum. Þessi síðasti skartgripaþjófnað- ur var framinn í verzlun Svends Aage Blomsterbergs, gullsmiðs, en hann uppgötvaði ránið, þegar hann mætti að morgni til þess að opna verzlunina fyrir viðskipti þess dags. Þjófarnir höfðu farið inn um glugga, sem sneri aö garöinum á bak við húsið. Þeir höfðu kengbeygt svera járnrimla, sem voru fyrir glugganum. Or birgðum verzlunarinnar og sýn- ingarglugga höfðu þeir stolið 140 karlmanna- og kvennahringjum. Maður nokkur gaf sig fram við lögregluna, en hann átti leið fram hjá verzluninni um eittleytið nóttina áður. Honum virtist hann sjá hreyfingu í verzluninni og gáði betur að, én sá þá engan. Taldi hann þetta missýn eina, þangað til hann sá fréttir um þjófnaðinn í blöðunum. Flestar líkur benda til þess, að þarna hafi verið á ferðinni menn, sem eru vel að sér um skartgripi, þvi auðsjáanlega hafði verið valið úr varningi verzlunar- innar, það sem var verðmætast en um leiö auðveldast fyrir þjófa að koma í peninga. Rómantískar manneskjur eins og kvikmyndadísin Zsa Zsa Gab- or, gleyma aldrei þeim stað, þar sem þeirra fyrsta ást blómstraði. Þar sem þær kysstu fyrsta koss- inn og örvarskot Amors hitti fyrst í mark. í lífi sumra kann það að hafa verið Taj Mahal í tunglskini, eða í Hljómskálagarðinum. í lífi ann- arra var það kannski í Þórsmörk. Hjá Zsa Zsa Gabor var það í kolakjallara. Hennar æsku draumaprins var nefnilega pilturinn, sem ók kol- unum i húsin á bernskustöðvum hennar. t Nýlega heimsótti þokkadísin heimaborg sína, Búdapest, og auð vitað leit hún inn í kjallarann til þess að rifja upp sætar minn- ingar. Þarna var gamli góði kjallarinn enn á sínum stað. Tvö lítil tár sáust hrvnja niður kjnnarnar á Zsa Zsa. Annað hvort var það vegna minn inganna eða vegna þess, að ein lítil breyting hafði orðið á kjáll- aranum. í honum voru ekki leng- ur geymd kol, heldur kartöflur og ... LAUKAR. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• ! Bankarnir og verðbréfamarkaður Það hefur mörgum gramizt hinn ótrúlegi flottræfils- háttur, sem einkennt hefur all- ar byggingaframkvæmdir bank- anna undanfarin ár, svo að ekki sé talað um allar nýlu banka- hallimar. Það hefur áreiðan- lega soðið í fleirum en mér, þegar ók rrteis oe hortugur bankast'óri hefur hreytt út úr sér: „Hvað vilt þú?“ - „Við getum ekkert lánað“, er algeng- asta svarið frá þeim. Á sama tíma eru þeir og hafa verið að fjárfesta fjármagn, sem þjóöin hefur trúað þeim fyrir í alls kyns glingur eins og harðviðar innréttingar og sérsmíðuð pali- sander skrifborð, en fjármagn, sem í þetta hefur farið hefði án efa getflð komið fjölda aðila tll góða nú á þessum síðustu og verstu tfmum. Það sstja ekki allir við sama l>orð f samskiptunum við lána- stofnanirnar. Þetta á sérstak- lega við um ríkisbankana, þar sem lánað er eftir pólitísku mati oft á tíðum. 1 ákveðna að ila hefur verið ausið fé nær ó- takmarkaö, þó að vitað sé, að þeir verði aldrei borgunarmenn fyrir skuldum sínum. Á sama tima er þeim neitað, sem skort- ir fé um stundarsakir, en ættu auðvelt með að greiða skuldina, þegar þar að kæmi. Svo virðist vera sem bessi mismunun sé ekki ætið byggð á þjóðfélags- legu mati, heldur virðist oft vera um pólitíska mismunun að ræða. Það hefur mikið verið talað um að koma þurfi starfsemi bankanna á heilbrigðari grund- völl. Þetta veröur vafalaust erf- itt viðureignar, þó að gerð yrði skipulagsbreyting á starfsemi bankanna. Þó væri hægt að gera þá breytingu á fjármálastarf- seminni í landinu sem vel gæti dugað. Ef hér væri komiö á verð- bréfamarkaöi, kauphöll, yrði þar með sköpuð samkeppnisaö- staða á peningamarkaði lands- ins. Fyrirtæki, sem hingað til hafa þurft að leita til bankanna til að afla fjár i fjárfestingarfram- kvæmdir og í rekstur, gætu leit- að beint til almennings með sölu á hlutabréfum eða verð- tryggðum skuldabréfum. Með þessu gæfist almenningi tæki- færi til að gera tvennt í einu. Annars vegar að fiárfesta í fyr- irtækjum, sem hann hefði traust á og tryggja fiármuni sína fyrir niöurskurði verðbólgunnar og hins vegar að hafa úrskurðar- vaid um uppbyggingu atvinnu- veganna. Það yrði nokkuð á valdi bankanna, hversu mikið fé rynni frá þeim til kauphallar- innar. Ef þeir reyndust starfi sínu vaxnir, þyrftu þeir varla að ótt- ast algiört áhrifaíeysi sitt. Kaup höll gæti því haft heppileg á- hrif t starfsemi bankanna um Ieið og hún myndi veita meira fé til uppbyggingar atvinnuveg- anna, eins og kom fram í við- tali við Gunnar J. Friðriksson hér í blaöinu i gær. Gunnar J. Friðriksson spáði því í viðtalinu, að eyðsla al- mennings myndi minnka stór- lega, ef honum væri gefinn kost ur á að fiárfesta í góðum fyrir tækjum með kaupum á hluta- bréfum á verðbréfamarkaði. Tvennt myndi því gerast sam- tímis. Hin fáránlega eyðsla, sem hefur einkennt ísland eftir heimsstyrjöldina hyrfi, en um leið myndi heilbrigð uppbygg- ing atvinnuveganna hefjast. Uppbygging umsvifamikillar kauphallar tekur langan tíma. Margar kauphallir vestrænna landa hafa þróazt um atdaraö- ir. Þó að ekki sé von til að kaup höll hér yrði meginstoð í efna- hagslífinu um leið og hún tæki til starfa er ekki seinna vænna að undirbúa stofnun hennar. Vonandi mun sú staðreynd, að bað er bankavaldið, sem er falið bað hlutverk, að koma upp kauphöll hér á landi. ekki verða til bess að tefia framgang þessa máls. Valdimar Jóhannesson. KJALLARAGREININ ) i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.