Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Otgefandi Reytcjaprent ti.l Framkvæmdastjóri Svelnn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjórt: Axe) rhorsteinson Fréttastjóri lón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesscn AuglÝsingar: áðalstræt) 8 Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla Aðalstræti 8 Sími 11660 Ritstjórn: I tugavegi 178. Slm) 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. Leiðin fromundan j£nnþá er það viðfangsefni stjórnarandstöðublaðanna að reyna að koma þeirri rangtúlkun inn í vitund fólks, að efnahagsörðugleikarnir, sem þjóðin á nú við að stríða og stafa af ytri aðstæðum, svo sem aflabresti og markaðstöpum erlendis, séu vottur um ranga stjórnarstefnu og vitnisburður um gjaldþrot viðreisn- arstefnunnar á liðnum árum. í skírnarveizlu Alþýðubandalagsins um síðustu helgi mátti kenna hið sama í stjórnmálaályktuninni, sem landsfundurinn afgreiddi. Hin ranga stjórnar- stefna, sem fylgt hefur verið, er bölvaldurinn, segir þar. Nú skulum við koma til skjalanna með ráðin, sem duga. Fjárfestingarhömlur og höft skulu aftur upp tekin. Það er hið rétta skipulag. Nú skal Gutti fá að setja ofan, — kaupmai isdólgurinn og braskarinn, en alþýðan fá sinn skerf ómældan! Upp á slíkar krásir hefur íslenzku þjóðinni áður verið boðið, en hún þekk- ir óbragðið af réttunum. Á viðreisnartímabilinu komst íslenzka þjóðin í betri efni en nokkru sinni fyrr. Þjóðarauður jókst í raun- verulegum verðmætum um 40—50%. Efnahagsbatinn dreifðist um allt hagkerfið. Kjör almennings urðu betri I hlutfalK við vaxandi þjóðartekjur og aukinn afrakst- ur atvinnuveganna. Safnað var í kornhlöður í bætt- um húsakosti, betri húsbúnaði, aukinni ræktun, vél- væðingu til lands og sjávar, samgöngubótum, nýrri tækni og verkmenningu. Safnað var gjaldeyrisvara- sjóði og endurheimt lánstraust þjóðarinnar til örvun- ar verklegra framkvæmda. Efling almannatrygginga var jafnframt einn mikilvægasti þáttur stjórnarstefn- unnar á viðreisnartímabilinu. Hér er aðeins drepið á l alkunn sannindi. ) Hitt er svo rétt, að atvinnuvegirnir söfnuðu ekki v varasjóðum til mögru áranna. Ef til vill er þar að finna (í veikleika stjórnarstefnunnar. En fyrir það hlaut hún /| ekki aðkast stjórnarandstæðinga, fremur hitt, að ekki /( væri nóg gert af því að dreifa afrakstri atvinnulífs- ms frá ári til árs. Þar skyldi ekki safnað í kornhlöður. Og nú, þegar taflið hefur snúizt við og tekjutap í útflutningsverðmætum nemur þúsundum milljónum króna á þessu ári frá því, sem áður var, fórna vinstri mennimir höndum og segja: Hvemig stendur á því, að útflutningsatvinnuvegirnir þola ekki slík áföll í 2—3 ár? Barizt var gegn stórvirkjun og stóriðju, sem nú er okkur ómetanlegt hvort tveggja. Enn fjargviðrast vinstri menn yfir því, að með árangri hefur verið unnið að því að gera efnahagskerfið fjölþættara og tileinka okkur nýja tækni í samvinnu við erlent áhættufjármagn. Leiðin út úr efnahagsáföllunum liggur ekki til vinstri. heldúr áfram á grundvelli frjálsræðis og fram- taks til atvinnuöryggis fyrir komandi kynslóðir. V1SIR . Fhnmtudagur 7. nóvember 1968. Venjulegum miðvikudags- fundi Víetnamráðstefnunnar var frestað, vegna þess að stjómin i Suður-Víetnam vildi ekki hvika frá beirri ákvörðun, að setjast ekki að samningaborði með full- trúum þjóðfrelsishreyfingarinn- ar. En þótt opinber fundur væri ekki haldinn héldu fulltrúar Bandaríkjanna og Norður-Víet- nam áfram viðræðum um til- högunaratriöi, er víðtækari sam- komulagsumleitanir hefjast og ef tií vill fleiri atriði, en það er án efa lagt fast að stjóm Suður-Víetnam af Bandaríkja- mönnum að breyta afstöðu sinni. Humphrey lét m. a. í ljós, aö það myndi takast um síðir að fá þá að samningaborði. En um leiötoga Norður-Víet- og kvað 'hún stefnuna vera sam steypustjóm og frjálsar kosning ar. Sjálfur Ho Chi Minh flutti ræðu sl. sunnudag og ávarpaði þjóðina. Hann hvatti lands- menn alla (í Norður- og Suður- Víetnam) til þess að stæla sig til framhalds baráttu og til þess að sigra þrátt fyrir skipun John sons um stöðvun árása á Norður Víetnam. Þetta var fyrsta opinbera ræð- an, sem hann hefir flutt, siðan árásum á N-Víetnam var hætt. Hann talaði um það sem „helga skyldu allrar þjóðarinnar að berjast og sigra og frelsa Suður-Vfetnam, verja Norður- Vfetnam og sækja fram til sam einingar föðurlands vors". Ræðunni var útvarpað frá Hanoi. Og Ho Chi Minh kvað banda rísku stjómina hafa verið til- neydda til að hætta árásum vegna stöðugleika, staðfestu og „hinna miklu sigra þjóðar vorr- ar“, en eins og alkunnugt er hef ir Johnson forseti á undangengn um vikum og jafnvel mánuðum reynt að stuðla að sam- komulagi um frið, og þrátt fyrir það að engu var lofað á móti tók Nguyen Thi Binh. Víetnam-ráðstefnan í París Fundum frestað / fyrradag vegna afsfóðu stjórnar S-V'ietnam nam og þjóðfrelsishreyfingarinn- ar er það að segja, að þrátt fyrir þátttöku N.V. í ráðstefn- unni og að fulltrúar þjóðfrelsis- hreyfingarinnar eru komnir tii Parísar ber öll afstaða þeirra, að minnsta kosti á yfirborðinu. mikilli óbilgirni vitni. Frú Nguyen Thi Binh, aðal- samningamaður NLF (þjóðfrels- ishr.) sagði f gær, að hún (hreyf- ingin) ein gæti komið fram fyr- ir hönd þjóöarinnar i S-Víetnam Ho Chi Minh. JMGí forsetinn ákvörðun um stöðvun árásanna. Það virðist þó liggja í loftinu, að eitthvaö jákvætt geti gerzt, og seinustu opinberar umsagnir í Sovétríkjunum kunna að benda til, að sovétstjómin hafi áhuga á víðtækari samkomulagsumleit unum. í brezka útvarpinu var minnt Verölaunasaga Per Olof Sund mann, Loftsiglingin er komin út f íslenzkri þýðingu Ólafs Jóns- sonar. Sem kunnugt er fékk höf- undur verðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir þessa bók f fyrra. Út- gefandi er Almenna bókafélagið. Skáldsaga Sundmanns byggist á dagbókum leiðangursmanna og öðrum tiltækum heimildum um Andrée-leiðangurinn fræga, sem farinn var laust fyrir aldamót- in. .Leiðangur þessi hvarf spor- laust og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit fyrr en 33 árum sfö- ar þegar norskir selveiðimenn Almenna bókafélagið hefur nú gefið út nýja bók f flokknum „íslenzk þjóðfræði" er það „ís- lenzkt orðtakasafn", sem dr. Halldór Halldórsson hefur sam- ið og búiö til prentunar. Rit þetta verður í tveimur bindum og kemur hið síðara út á næsta ári. í því er að finna meginhluta íslenzkra orðtaka frá gömlum tíma og nýjum og ferill þeirra rakinn til uppruna- legrar merkingar. á, að Bretland og Sovétríkin hefðu lagt til forseta á hina svo nefndu Genfarráðstefnu um Víet nam, og ríkisstjóma þeirra væri að kveðja hana saman, ef um það næðist samkomulag, en líklegra væri að önnur leið yrði, valin, og annarri ráðstefnu falið málið (þeirri í París eða ann-' arri?) — lfklega þeirri í paris, •' og vitað er aö Debré utanrikis- ráðherra Frakklands hefir gefið f skyn að hann sé til viðtals. þýðingu rákust fyrir tilviljun á leifar, hans á Hvítey við Svalbarða. „Loftsiglingin" er talin ein á-. hrifamesta skáldsaga, sem út. hefur komið um langt skeið. Höf undurinn hnitmiðaður og svip- • mikill í stíl. Sjálfur segir hann , sig hafa Iært sitthvað af Snorra Sturlusyni. Bókin er í senn frum.’ legur skáldskapur og sönn frá-, sögn eftirminnilegra atburða. Hún er 310 blaðsíður i stóru.. broti, prentuð í Prentsmiðju . Hafnarfjarðar og kostar til fé- ‘ lagsmanna 395 krónur. Áður eru komnar út í þessum flokki flokki tvær bækur „Kvæði og dansleikir" og „ís- lenzkir málshættir". Orðasafniö er kærkomið upp sláttarrit þeim. sem vilja auka þjóðlegan orðaforða sinn eða afla orðum sínum dýpri merk- ingar. Bókin er 388 blaðsíður að stærð prentuð í Prentsmifiia Jóns Helgasonar og bundln I Félagsbókbandinu. V erðlaunabók Norð- urlandaráðs í íslenzkri * Islenzkt orðtaka- safn komið út

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.