Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Fimmtudagur 7. nóvember 1968. -X Bjartsýnn? - Bjartsýni og ekki bjartsýni. Ég er víst bú- inn að láta uppi nóg af slíku. Þú skalt ekki hafa eftir mér neitt um þao. — En útlitið breytist auðvitað, þegar síld- 8in fer að veiðast hér skammt undan og það gæti batnað « töluvert enn, ef veiði verður | sæmileg fram í næsta mánuð. — Annars hafa þetta verið svo mikil vonbrigði í sumar, 1 að menn eru famir að vona | varlega. g '%7'ísir sló á þráöinn til nokk- urra framámanna við síld- arvinnslu fyrir austan til þess aö heyra í þeim hljóðið. — Þessi síldarvertíð er ein sú erf- iðasta, sem íslenzkir síldveiöi- menn hafa átt, veiðitregða og langsótt á miðin. — Söltunar- stöðvarnar hafa staðið auðar mestan part sumars og í haust hafa þær aðeins fengið einn og einn farm á stangli, en stúlk- umar hafa orðið að hafa ofan af fyrir sér með prjónaskap og bóklestri í sfldarbröggunum. A síldarplássunum hafa menn fengið nóg af „bjartsýni“. VIÐ SKULUM EKKI MINNAST A BJART- SYNI EFTIR ÖLL VONBRIGÐIN Vísir ræddi fyrst við Hreiðar Valtýsson á Seyðisfiröi og þó að hann vildi sem minnst láta uppi af bjartsýni var þó á hon- um að heyra að brúnin hefði heldur létzt á þeim Seyðfirð- ingum. þegar skipin fóru að veiða síldina þar 50 mílur und- an og koma með hana sprikl- andi á sfldarplönin. ■ 100% nýting. — Þetta er gullfalleg síld, sagði Heiðar, og nýtingin er mjög góð. Það má heita að farmar bátanna nýtist eins og þeir leggja sig til söltunar. Við söltuðum í þessari hrotu frá því í gærkvöldi og þar til í dag (mánudag) um 2000 tunnur. — Haldiö þið ennþá aðkomu- fólkið? — Við erum ekki með ýkja- margt aðkomufólk hér, líklega 40 manns, en það hefur flest verið um kyrrt. Margur var að vísu orðinn leiður á að bíða. Það hefur sáralítið verið fyrir þetta fólk að gera. Til þess að sinna aflanum er svo lánaö. á milil stöðva og þetta bjargaðist ágætlega að þessu sinni, hvað mannskap snerti. Þess má geta að söltunar- stöövar Valtýs Þorsteinssonar á Seyðisfirði og systurfyrirtæki þess á Raufarhöfn hafa löngum verið með hæstu stöövum í söltun á undanförnum sumrum. ■ Allir, sem vettlingi valda. — Við söltuðum hér í allan gærdag og fram á nótt, sagði Grétar Brynjólfsson á söltunar- stöðinni Þór á Seyðisfirði, lík- lega 1200 tunnur og aftur í dag, sennilega 4 — 500 tunnur. — En svo veit maður ekki um fram- haldið. Það er komin bræla úti og bátamir tínast inn. — Fylkja Seyðfirðingar ekki liði í síldina, þegar loksins hún berst að landi? — Jú, það er meira af heima- fólki við söltunina núna en nokkru sinni fyrr eiginlega hver sem vettiingi getur valdið. Aðkomufólkinu er farið að fækka töluvert. Það er nægur mannskapur hér til þess að salta á fjórum stöðvum eöa svo, en þetta er að sjálfsögðu alltoffátt fólk, ef veruleg hrota kæmi. Þetta viröist vera ágæt síld og vonandi er talsvert af henni þar úti fyrir ... Við bíðum bara eftir veöri. Eitt helzta vandamálið við söltunina fyrir austan yfir vetr- artímann er geymsluleysið fyr- ir síldartunnurnar. — Síldin verður að fá aö gera sig í tunn- unum í mátulegum hita og því verður að byggja sérstakar skemmur yfir síldarframleiðsl- una, þar sem hægt er að við- halda ákveðnu hitastigi. — Við þetta hafa margir saltendur lagt í ærinn kostnað ... Annars sögðu þeir kollegar á Seyðisfiröi, að þetta hefði bjarg- azt vegna þess að Svíamir hafa sótt síldina svo til jafnóöum og hún er söltuð. — Og nú eru þeir líklega byrjaðir að salta fyrir Rússa og Pólverja. ■ Vona að síldin síist inn í „FIökin“. Við bryggju söltunarstöövar- innar Þórs, utarlega í Seyöis- firði, lá Ljósfari sem gerður er út af Barðanum h.f. á Húsavík, 260 lesta stálskip, nýbúið aö losa farm af síld úr Seyöisfjarö- ardýpinu í tunnurnar hjá stelp- unum þar á stöðinni. Við létum kalla fyrir okkur á skipstjórann Björn Bjamason rétt sem snöggvast í símann og spurðum hann um horfurnar úti á miðunum? — Það viröist ekki vera neitt magn að ráði á þessum bletti, sem veiðin var á að þessu sinni, á Seyðisfjarðarflakinu. En viö vonui.i að hún síist þarna inn á Flökin, fyrst hún er annars farin að staldra þar við. Þetta var ágætt þarna fyrri nóttina. Þá voru íí*'enzku skipin ein um hituna, en svo komu Rússarnir. Þeir raða sér á þessa bletti eins og mý á mykjuskán, svo að varla er hægt aö koma niður nót á milli þeirra. Rek- netabátarnir þeirra eru með betta um 200 net og þar yfir. Þeir leggja á kvöldin og geta lagt hlið viö hlið þannig, að þó íslenzku nótaskipin finni torfur inn á milli þeirra, þá er þeim varla óhætt að kasta á þær vegna þrengsla, rekið er líka svo mikiö og straumar oft á tíðum á þessum slóöum. — Það er sagt að þeir séu ljóslausir yfir veiðarfærunum oft á tíðum? — Ég hef nú ekki orðið var við þaö en hitt líkar okkur hins vegar verr, að þeir stíma oft á tíðum um meö ljós, sem eiga að sýna að þeir séu með veið- arfæri úti og maður getur aldrei áttaö sig á því hvort þeir eru með net í eftirdragi eða ekki. — Þeir eru að sjálfsögðu aö reyna að bjarga sér mannagrey- in eins og við, en þessar ljósa- blekkingar þeirra hafa farið í taugarnar á okkur. Það hefði sjálfsagt komiö meira út úr þessari hrotu, ef veðriö hefði haldizt betra. Þáð fannst eitthvert síldarmagn þarna í norðurkantinum á Seyðisfjarðardýpinu og þaö gæti orðið mikil bót að því ef síld fyndist víðar þarna í Flök- unum. Flotinn myndi þá dreif- ast eitthvað og þetta yröi allt viðráðanlegra. B Reyna að krafla upp í trygginguna. — Hafið þið veriö í allt haust þarna fyrir austan? — Já, nema hvað við fórum einn túr suöur fyrir land. — Og er ekki kominn leiði í mannskapinn? — Menn eru orönir ósköp svekktir á þessu, en það tekur því ekki að skipta yfir á aðrar >• 13 sifta Söltunarstúlkurnar hafa alltof sjaldan í sumar og haust getað fengið svona myndatökur. — Spjallað við menn í sildinni fyrir austan l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.