Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 07.11.1968, Blaðsíða 5
V1SIR . Fimmtudagur 7. nóvember 1968. 5 Þáttur Komintern í flokkamyndun á Islandi Stofnun Kommúnista- flokks íslands og stofn- un Sameiningarflokks al þýðu — Sósíalistaflokks ins nokkrum árum síð- ar fóru fram að undir- lagi Alþjóðasambands kommúnista, Komin- íem, sem stjórnað var frá Moskvu. Þannig var málum háttaö í Sovétríkjunum 1928, þegar 6,- þing Komintem kom saman i júlímánuði, aö Stalin átti í ill- vígum deilum við virtasta hug- myndafræöing sovézka komm- únistaflokksins, Bukharin og stuðningsmenn hans. Deiluefnið snerti grandvallaratriði i stefnu Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. Stalin eygði möguleika á að grafa undan áliti og virðingu Bukharins á þinginu á þann hátt að það gæti haft áhrif innan Sovétrikjanna. Ég sé ekki á- stæðu til að fjölyrða um störf þessa þings, sem var óvenjulega langt og lauk ekki fyrr en upp úr miðjum septembermánuði. En samþykkt var að skipa kommúnistum allra landa að rjúfa samstarf við jafnaðarmenn og taka upp harða baráttu gegn þeim, og þá ekki sízt vinstri jafnaðarmönnum, á þeim grund velli að þeir væru máttarstólp- ar auðvaldsins í verkalýðshreyf ingunni og hindran á veginum til aðræðisstjómar verkamanna. Tslenzkir kommúnistar voru fljótir að fara af stað með hreyfingu I samræmi við fyrir- mælin frá Moskvu, stofnuðu til illdeilna og átaka innan Alþýðu flokksins, sem þeir höfðu fyllt til þessa án verulegrar athafna semi, og klufu flokkinn með . stofnun Kommúnistaflokks Is- lands árið 1930. Flokkurinn var deild í Komintem og hafði náið samband við Moskvu, eins og títt var um kommúnistaflokka Evrópu á þessum áram. Þeir fylgdu Kominternlínunni allt þangað til veður skipuðust í lofti á nýjan leik, og skyndileg stefnubreyting varð aftur nauð- synleg, í þetta sinn í átt til samstarfs við jafnaðarmenn á nýjan leik. Og enn var Komintem að verki og gaf fyrirskipanir. Sjöunda alþjóðaþing Komintern var haldiö í Moskvu í júlí og ágúst 1935. Störf þingsins mót- uðust að verulegu leyti af þeim aðstáfeðum, sem skapazt höfðu af sívaxandi veldi fasismans, í Evrópu. Ákveðið var að krefj- ast þess af kommúnistaflokk- unum að þeir tækju upp sam- starf við „sósíaldemokratiskan verkalýð" eða mynduðu „breið- fylkingu alþýðunnar og þess vinnandi fjölda, sem ennþá stendur fjarri kommúnisman- um en getur engu aö síður bundizt samtökum við okkur í baráttunni gegn fasismanum ..“ eins og það var orðað á þinginu. I þessu fólst raunar ekki aðeins krafa um samstarf við jafnaðar menn he-dur einnig borgara- 'lokkana, ef aðstæður leyfðu. 1 samræmi við þetta studdu ís- lenzkir kommúnistar víða fram- bjóðendur Alþýðuflokksins og Framsóknarflokkinn í bæjar- og hreppsnefndakosningunum 1937 eða gerðu við þessa flokka kosn ingabandalag. Kommúnistum hafði verið skipað að virða „borg aralegt þingræði“ um sinn, með- an aðstæður héldust óbreyttar. I augum margra vinstri sinn- aöra alþýðuflokksmanna virt- ist vera um varanlega stefnu- breytingu að ræða. Þó hafði Komintemþingið tekið af allan vafa um að „borgaralegt þing- ræði“ ætti aðeins að virða þar til baráttan fyrir „öreigalýð- ræði“ væri aftur orðin tímabær. Hægri menn Alþýðuflokksins voru mjög andsnúnir kosninga- bandalaginu við kommúnista ár ið 1937 en höfðu ekki getað hindrað það. Þeir gátu hins veg ar hindrað að formlegar tilraun ir væra gerðar til að sameina. Kommúnistaflokk íslands og A1 þýðuflokkinn. Þetta var baráttu mál varaformanns Alþýðuflokks ins, Héðins Valdimarssonar, og deilunum við hann innan flokks ins lyktaði með því að hann var rekinn úr flokknum. Hann stofnaði þá ásamt kommúnist- um Sameiningarflokk alþýðu— Sósíalistaflokkinn en neyddist til að yfirgefa hann fljótlega. Kommúnistar, sem höfðu fagn- að tækifærinu er gafst til að kljúfa Alþýðuflokkinn sátu eft- ir ásamt nokkrum fyrri stuön- ingsmönnum Héöins og flokkur' inn efldist töluvert um skeiö. ótt Sósíalistaflokkurinn væri aldrei formlega i Komin- tern, vegna kröfu Héðins Valdi marssonar og þótt Komintern væri lagt niður vegna óská Vesturveldanna á stríðsárunum höfðu íslenzkir kommúnistar alltaf stöðugt samband við for- ystuöfl alþjóðakommúnismans í Moskvu. Svo náið var þetta sam band að leiötogar Sósíalista- flokksins töldu sér um tíma kleift að afla íslandi upp á eig- in spýtur vfðtækra viðskipta- samninga við Sovétríkin, ef landsmenn vildu láta af fyrir- ætlunum sínum um álverk- smiðjuna og draga úr efnahags- legu samstarfi við löndin í V- Evrópu og Norður Ameríku. — Nokkrir fulltrúar íslenzkra kommúnista héldu til Moskvu og áttu þar viðræður við sov ézka ráðamenn og komu til baka með tilboð um aukin viö- skipti í austurvegi. Þetta sam- band íslenzkra kommúnista við Mosk*. i aldið birtist í ýmsu öðru t.d. ferðum austur á þing og ráðstefnur Sovétmanna, skipulagðri menntunaraðstöðu fyrir Islending* í sovézkum há- skólum og sumarleyfisdvölum ráðamanna Sósíalistaflokksins á hvíldarstöðum hins opinbera á kostnað sovézka ríkisins. En al- varlegasti þátturinn í þessu sam- starfi er þó sá að ef kommún- istar hefðu mátt ráða væri nú gildandi vináttusamningur milli íslands og Sovétríkjanna, sem eftir fenginni reynslu að dæma .hefði verið túlkaður af Sovét- ríkjunum með heimild fyrir þau til að setja her á land á íslandi í því skyni að vernda þjóðina ellegar samkvæmt „ósk“ ráö- andi manna. íslenzkir kommúnistar af- sökuðu styrjöld Rússa gegn Finnum 1939 með því að Rúss- ar væru að lyfta okinu af finnskri alþýðu. I Sósíalista- flokknum voru til menn, sem svifust einskis, þegar hagsmun- ir Sovétríkjanna vora annars vegar og vildu láta nota ísland í þágu þessara fjarlægu hags- muna og umhverfðust þegar þeir sáu að þetta ætlaði ekki að takast. A ðeins einu sinni fengu þeir tækifæri til að reka fleyg í samstarfi Islands og annarra vestrænna þjóöa. Það var á vinstristjórnarárunum, þegar fulltrúar kommúnista gerðu allt sem þeir gátu til að magna átök- in við Breta til að skapa átyllu fyrir samvinnuslitum íslands og Atlantshafsbandalagsins. Lúð- vik Jósefsson var sjávarútvegs- málaráðherra og gat upp á sitt eindæmi gefiö út reglugerö um útvíkkun landhelginnar í krafti embættis síns. Þetta hót- aði hann að gera, þegar verst stóð á í deilunum við Breta. Útlit er fyrir að þaö eitt hafi hindrað hann að reglugerðin varð aö birtast í Stjórnartíðind- um til að hún hefði lagagildi, og aö hann .éði ekki yfir Stjórnartíðindunum. En það er fullyrt að ráðherrann hafi í nokkra daga gengiö með reglu- gerðina í vasanum í von um að geta skotið henni inn i prent- un Stjórnartíðinda en að þess hafi verið gætt að þetta tækist ekki. Caga Sameiningarflokks al- ^ þýðu-Sósíalistaflokksins, þess flokks, sem nú hefur veriö kastað burtu, eins og gat- slitinni flík er saga hættulegrar þjónkunar við erlend stórveldis- öfl, svo uppruni hans sem seinni tíma þróun. Alþýðubandalagið getur ekki og ætlar sér ekki að taka upp aðra grundvallar- stefnu í utanríkis- og innanríkis- málum en Sósíalistaflokkurinn hafði. Það verður aðeins skipt um baráttuaðferöir í fáeinum tilvikum og nýju andlitin verða áberandi næstu mánuði. En menn geta verið þess fullvissir að gömlu ■ andlitin verða uppi á flokknum áður en langt um líður og uppruna sínum afneitar enginn með nokkrum árangri. * FRAMLEIÐENDUR: TIE-LSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐANDI [alalaSIaSEÍaíaSlalEÍEaiaiIalalsSial^s Bl_______ _____f" IE3 IE1DHÚS- I BlIalálalálÉiÍalalsIalalsIllala % KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐl ífc STAÐLAÐAR ELDHÚSÍNNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI. FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA ífcHAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HF UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍMI 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI rw START ENGINE STARTING FLUID Start vökvi Gangsetningarvökvi sem auðveldar gangsetningu, elnkum í frostum og köldum veírum. ANDRI H.F., HAFNARSTRÆTI 19, SÍMI 23955 Verzlunm Vulvu i Álftamýri 7 og Skólav'órðustig 8 AUGLÝSIR: Telpna- og drengjapeysur, skyrtur, buxur gjafavörur og fleira. BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI 1 : ■" : * • • V í, % Skoðið bílana, gerið góð kaup - Óveniu glæsilegt úrvol Vel með farnír bílar i rúmgóðum sýningarsal. ! Uniboðssala Við tökum velútlítandi ! bíla í umboðssölu. Höfum bílana iryggða gegn þjófnaði og bruna. SÝNINGARSALURIHN SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SlMI 224,66

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.