Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 09.11.1968, Blaðsíða 5
— iiUfiKWiii :-r--K TTi.ii - . , ■ Það er ítölsk ull í þessum í ensk- glæsilega síðkjól, sem Guð- um ullarkjólum. rún Dóra sýnir. Fitueyðir hreinsar vélar, vinnuföt bílskúrsgólf o- fl., betur en flest önnur hreinsíefnl- Leiðarvísir fylgir. FÆST Á ÖLLUM HELSTU BENSÍNSTÖÐVUM ANDRI H.F., HAFNARSTRÆTl 19, GREAS EATER FitueySir V í SIR . Laugardagur 9. nóvember 1968. aisiiKiKjoium ensKum. Kaffisala og tízku- sýning — og konur fá styrk fil sérnáms TVystúdínur munu ganga um beina á hinni árlegu kaffi- sölu Kvenstúdentafélags ís- iands, sem verður á morgun í Súlnasal Hótel Sögu kl. 3 síð- degis. Skemmtiatriði verður sem endranær tízkusýning og sýna 8 kvenstúdentar tízkufatnað. Öll skemmtunin er byggð á sjálfboðavinnu, þ.e.a.s. kökurn- ar eru bakaðar af meölimum félagsins og öll vinna veitt ó- keypis. Efnt er til skemmtun- arinnar 'tíl þess að safna fé til styrktár konum til sérnáms er- lendis eða heima. Undanfarin ár hafa 3—i konur hlotiö þenn- an styrk árlega og skiptir nú upphæðin, sem veitt hefur ver- iö til þessa hundruðum þúsunda. Kvenstúdentafélag íslands hefur haldið þessar skemmtanir árlega frá árinu 1954 og heldur því u,.p á 15 ára afmæli þessa skemmtanahalds síns á næsta vetri. Tízkufatnaöurinn, sem sýndur verður er frá Parísartízkunni, kjólar af ýmsum gerðum allt frá ullarkjólum og síðum sam- kvæmiskjólum að náttkjólum og sloppum frá Kayser, aö ó- gleymdum brúðarkjólnum. Frá verzlun Bemharðs Laxdals verða sýndar kápur og dragtir og einnig verða sýndir tveir kjólar frá Tízkuskóla Andreu. Þessi fyrirtæki lána fötin til tízkusýningarinnar, skó lánar verzlunin Sólveig í Hafnar- strætij blóm eru frá Blómum og ávöxtum og um greiðslu sér Hárgreiðslustofan Edda, Sól- heimum 1. Tilkyrmmg Vegna væntanlegs niðurrifs á geymsluhús- næði Reykjavíkurborgar að Grensásvegi 1 (Litla Grund) eru þeir, sem telja sig eiga hús- muni o. fl. geymt á þessum stað, beðnir að hafa samband við húsnæðisfulltrúa í Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, Pósthús- stræti 9, sími 18800, — fyrir 20. þ. m. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Jólamarkaður Viljum taka vörur í umboðssölu fyrir stóran jólamarkað, sem haldinn verður í miðbænum frá 15. nóvember til jóla. Alls konar vörur koma til greina svo sem húsgögn, gjafavörur, heimilistæki o. fl. Tilboð sendist augld. Vísis fyrir 12. þ. m. merkt „Jólamarkaöur“. HÚSNÆÐI Til leigu er 50 ferm húsnæði við Hverfisgötu, hentugt fyrir skrifstofur éða teiknistofu. Sendið nafn og símanúmer í pósthólf 872. Söluíbúðir i borgarbyggingum Samkvæmt ákvörðun borgarráðs varðandi sölu íbúða í borgarbyggingum, er hér með auglýst eftir umsóknum þeirra er koma vilja til greina þegar endurseldar eru íbúðir sem borgarsjóður kaupir samkv. forkaupsrétti sínum. Að þessu sinni er um að ræða nokkrar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í Gnoðarvogi, og e. t. v. í öðrum byggingaflokkum. Nánari upplýsingar veitir húsnæðisfulltrúi í Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Póst- hússtræti 9, 4. hæð, viðtöl kl. 10—12. Borgarstjórinn i Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.