Vísir - 09.11.1968, Side 7

Vísir - 09.11.1968, Side 7
V í g 15t . Laugardagur 9. nóvember 1968. —Listir -Bækur -Menningarrnál- Stefán Edelstein skrifar tónlistargagnrýni. Sinfómuhljómsveit Islands: 4. tónleikar Stjórnandi: Sverre Bruland. Einleikarar: Björn Ólafsson og Ingvar Jónasson. Cinfóníuhljómsveit íslands hélt fjórðu tónleika sína s.l. fimmtudag. Á efnisskránni voru forleikurinn að óperunni „La Cenerentola" eftir Rossini, Sin- fonía Concertante eftir Mozart og 1. sinfónía (Vorsinfónían) eftir Schumann. Það er ilia ráðið að láta Rossmi og Mozart standa hlið við hlið, eins og hér var gert fyrir hlé. Forleikurinn eftir Rossini á tæpast erindi í efnis- skrá sinfónfutónleika. Tónlist þessi er af léttasta tagi, inni- haldslítið skvaldur, Rossini mal- ar þar sitt gamla korn og hefur lítið fyrir. Enda er það svo, að einn forleikur líkist svo öðr- um hjá þessu tónskáldi að naumast má heyra mun á. Sumir gestir í hljömleikasaln- um setja ef til vili Rossini og Mozart í sama pottinn vegna „léttleikans“. En það er mikill misskilningur, léttleiki Mozarts er léttleiki andans, hið sanna og bezta kampavín, en léttleiki Rossinis er lítið annað en tild- ur og daður. Það var mjög ánægjulegt að heyra Sinfonia Concertante Mozarts aftur, síðast var verk þetta leikið 1955 undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, með ein leikurum úr Boston Symphonv Orchestra. Af tvennum ástæð- um var það ánægjulegt: vegna þess að verkið er gullfallegt og er samið af hinum reynda og þroskaða meistara, sem þá á að baki meirihluta sinfónía sinna og alla fiðlukonserta. Þaö ger- ir háar kröfur til einleikaranna, samtvinnaðar raddir fiölu og lág fiðlu keppa við hljómsveitina, en án rifrildis, hér er smíðað fíngert víravirki. Auðheyrt var, að einleikararnir höfðu lagt ’ mikla vinnu í samæfingar. Kom þetta bezt fram í 1. og 2. þætti, en 2. þátt léku þeir konsert- meistari Björn og Ingvar sér- lega fallega. Ingvar hefði stund- um mátt leysa meiri tón úr læð- ingi, hann var næstum óþarf- lega hlédrægur. Af stjórnandans hálfu heföi einmitt í þessu verki mátt sýna meiri litbrigði í styrk leikabreytingum (dynamik), sér- staklega Andante kaftinn var spilaður af mikiö „mezzoforte". Ánægjulegt var einnig, að ís- lenzkir einleikarar skyldu flytja þetta verk. Má undirritaður í því sambandi benda á þann ara grúa af ófluttri tónlist fyrir ein- leikara og hljómsveit, sem til er. Ilér væri vissulega verðugt verkefni fyrir þá ágætu einleik- ara, sem eru í hljómsveitinni, t. d. blásarar sveitarinnar koma allt of sjaldan fram sem einleik- arar. Eftir hlé var Vorsinfónía Schumanns flutt. ^infónía þessi var síöast flutt 1962 undir stjórn Róberts A. Ottössonar. Var á- nægjulegt að reyna að flytja vor ið til okkar hér í vaxandi skammdeginu. Sinfónía þessi er skrifuð á fyrsta hjónabandsári Klöru og Róberts Schumann, og titillinn Vorsinfónía eftir Schumann sjálfan. Stjórnand- inn Sverre Bruland hefur ýmsa kosti, sem Bohdan Wodiczko hafði ekki, aö ólöstuöum hinum síðarnefnda. Bruland vinnur mikiö að smáhhitunum, dvna- mik, frasering, línur og bogar eru meöhöndlaðar af ástúð og næmleika. Wodiczko hugsaöi meira um hið stóra form, reyndi (og tókst oft) að rafmagna hljómsveitina. Bruland tókst yf- irleitt vel til með Schumann, það var helzt 3. kaflinn, Scherzo sem var dálítið þung- lamalegur og spennulítill. Það má stundum vera erfitt að fjaö urmagna Schumann, því að sin fóníur hans eru nokkuð þung- lamalega skrifaðar fyrir hljóm- sveit, áferðin allþykk. Að lokum þetta: Hvar er hinn nýi hljómburður Háskóla- bíós? Er hann bakvið stáss- gardínurnar? Það væri ef til vill ekki úr vegi að draga þær til hliðar og sjá hvað skeður. Eða skyldu mælingar sérfræðing- anna hafa mælt þeirra eigin ósk h^gju? Verzlunin Volvn Alftamýri 1 AUGLÝSIR: Telpnakjólar, úlpur, pils, peys- ur. Drengja-buxur, skyrtur, úlpur, peysur og náttföt einnig gjafavörur o. fl. SONY fyrst og SONY fremst! Sony var fyrstur framleiöenda útvarpstækja til þess að nota transistora í útvarpsviðtækjum. í Sony segulbands- tækjum eru einnig trans;storar. Komiö og skoðið glæsilegt úrval af Sony segulbandstækjum. Biðjið um myndalista. Ávallt á lager al'ls konar tengisnúrur, hljóönemar, stereo heyrnartæki, segulbandsspólur o. fl. J. P. Guðjónsson, Skúlagötu 26, sími 1-17-40 VIN - TEKJULIND RIKISINS OG OKKAR STÆRSTA VANDAMÁL Sveinn Skúlason ritar um áfengismál vitt og breitt i tilefni af bindindisdeginum á morgun ■ Oft er frómir menn upp ^agnrýnd, og þá oftast af mönn hefja raust sína og tala af sinni miklu vizku um drykkju vandarálið virðast þeir álíta alla æsku lands'ns að því komna að falla á kné, Bakk- usi til dý.ðar. Ég ætla ekki að draga úr því gífurlega vandamáli sem ég tel að drykkja sívaxandi fjölda ungs fólks sé, en ég vil halda því fram, að sem betur fer er mun meiri fjöldi ungs fólks reglusamt, en flestir reikna með. Það vill oft bregða við, að gangi maður fram á hóp unglinga og í hópnum séu t. d. 10 manns og þar af 3 drukknir, þá vill frásögnin oft verða, að maður hafi rekizt á hóp af drukknum unglingum, en það gleymist að skýra frá hlutföllum. Stærsti gallinn er sá, að mjög lítill hluti af bindindis- sömu æskufc'ki fæst til að starfa f bindindisfélögunum, segist bara vera bindindis- fólk fyrir sig og því komi ekki við hvað aðrir geri. Því miður er einmitt þetta fólk oft dómharðast á störf bind- indissamtakanna. Góðtemplarareglan er oft um sem segja í stórum orðum hvað miður fer hjá henni, en það er sjaldnast að-þessir menn komi með einhverjar tillögur um úrbætur. Það er m.a, sagt að hún baldi í form og reglur sem hæfi ekki hugsun og háttu nútímamannsins, og sé lokaður félagsskapur. Viö skulum ætla að menn þessir séu bindindis- menn og ef svo er, hvers vegna gera þeir ekkert, ef þeim of- býður ástandið í bindindismál- um fslendinga, hvernig væri þá að stofna bindindisfélagsskap sem að þeirra áliti hæfði betur nútímamanninum, eða þá að ganga í stúku og nota krafta sína þar til að gera stúkurnar að þeim félagsskap sem þeir segja, að þær eigi að vera. Já, það er oftast auðveldara að gagnrýna og segja viturleg orö, en framkvæma hlutinn. Ég vil ekki segja að ég sé fullkomlega ánægður með regluna eins og hún starfar í dag, en það má ekki gleyma að hún hefur gert tilraun til starfsemi á opnari grundvelli, tilraun sem að rnörgu leyti hefur tekizt mjög vel, á ég þar við íslenzka ung- templara, Ungtemplarafélögin starfa aö mörgu leyti á sama grundvelli og ungmennafélögin, hafa margt það sama á stefnuskrá sinni og líka fundarsiði, að viðbættu ' bindindisheitinu, en eins og flestir muna höfðu fyrstu ung- mennafélögin bindindi á stefnu skrá sinni. Fyrir níu árum byrj uðu templarar að halda bind- indismót um verzlunarmanna- helgina í Húsafellsskógi, ég held að ég megi scgja aö þetta hafi verið fyrstu skipulögðu mótin um þessa helgi, þar sem bind- indi var þátttökuskilyrði. En ár- angur lét heldur ekki á sér standa. Nú eru af ýmsum sam- tökum um land allt haldin bind indismót um þessa daga. Þeir sem gagnrýna Góðtemplararegl- una, gleyma oftast því sem hún gerir vel, hafa líklega ekki kynnt sér starfsemi hennar sem skyldi áður en gagnrýnisflóðið rann úr pennanum. Ég skal við- urkenna að ég tel aö reglan eigi vissa sök á hvernig komið er með almenningsálitið. Það sést vera skyldi að einu sinni eöa tvisvar á vetri komi mætur maö ur og ræði við unglingana um bindindismál og tekst aö vonum misjafnlega upp. Bindindis- fræðsla á að vera fastur liður, t.d. hálfsmánaðarlega, þar eiga að mæta læknar, sálfræðingar, lögreglumenn, prestar^ menn frá Barnaverndarnefnd og aðrir þeir sem vit hafa á málum. Fræðsla sem þessi ætti að mið- ast t.d. við 12-13 ára bekkjar- deildir og vera á stundatöflu. Ég er viss um að vel unnin fræðsla innan veggja skölanna borgar sig fljótt í formi færri drykkjumanna. Hver er gæzla hins opinbera á áfengiskaupum unglinga und- ir 21 árs aldrinum? Ég er meö eitt visst atriði í huga. Það er alkunna að unglingar eru oft fyrir utan vínbúðir og biðja góðlegan drykkjumann um aö allt of sjaldan að templarar*“Níaupa pela, drykkjumaöurinn svari'gagnrýni, revna ekki nóg að kynna starfsemi sína á opin berum vettvangi. Þetta gerir, að fólk. veit yfirleitt ekki hvað fer í raun og veru fram á vegum félagsskaparins og það er einu sinni svo, að það sem fólk ekki þekkir, dæmir það hart. Ríkið, selur áfengið, áfengið er einn stærsti tekjuliöur okkar mjög svo peningaþyrsta ríkis- kassa. Megnið af skólum þessa lands eru ríkisskólar, hvernig er fræðslu um bindindismál hátt að í þeim? Ég held ég megi segja að hún sé nær engin, nema ef aumkar sig yfir unglinginn, skil ur kannski þorsta hans. Vínið er kevpt og báðir eru ánægðir, d.-ykkjumaöurinn yfir að hafa einu sinni getað hjálpað með- bróður, og unglingurinn yfir að hafa náð í það sem sumir kalla vökva lífsins og tekizt að sniö- ganga lögin. Já einmitt, hvar var sá er á að gæta þess að landslög séu haldin. Ég skal viö urkenna að ég hef aldrei tekið þátt í þessum baktjaldaviöskipt um, heldur treysti á frásögn kunningja sem vín kaupir, en ég hef oft ekið fram hjá vínbúð um og sjaldan eöa aldrei séð lögregluvaldið á staðnum eða í nánd við hann. Mér var fyrir skömmu' sögð saga úr Svíaríki. Ég ábyrgist ekki, að hún sé sönn, en hún þjónar samt sem áður sínum tilgangi. Þrír vinir, Islendingur og tveir Svíar voru saman á ferö í Stokkhólmsborg, allir voru þeir undir vínaldri. Skyndilega skeður það að annar Svíinn hverfur. Vinimir tveir er eftir eru standa .drykklanga stund á götuhorni I von um að sá týndi birtist aftur. Allt í einu kemur lögregluþjónn til þeirra, tekur þá fasta og fer meö þá á næstu lögreglustöð. Ástæðan var, að þeir höfðu allan timann staðið fyrir framan vínbúð og lögregluþjónninn sagöi tilgang- inn augljósan. Það tók þá lang an tíma aö losna úr greipum lögreglunnar. Ég ábyrgist ekki sannleiksgildi sögunnar, en þetta er það sem ég tel vanta hér, að lögum og reglum sé fylgt eftir, á meðan ekki, hverj um er þá um að kenna? Eitt málið er hvernig tekið er á þeim, sem aka drukknir. Grunur leikur. á ölvun, birtist í blöðunum hinn næsta dag eft- ir stórslys. Hver sá, sem vill venja kött af því að ganga erinda sinna inni í stofu, lætur sér ekki nægja að ýta honum frá með fætinum. Nei, ýta skal nefinu duglega í, þaö duglega aö illa líði á eftir og henda kettirtum út fvrir lokaðar dyr, þ.e. birta skal nafn ölvaðs öku manns og almenningsálitið sér um árangurinn, slysum og skemmdum af völdum drukk- .inna ökumanna fækkar svo um munar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.