Vísir


Vísir - 09.11.1968, Qupperneq 16

Vísir - 09.11.1968, Qupperneq 16
VISIR mgai ucigui itövciiiLicr i jdo> | Tumhm á Hallgrímskirkju full- steyptur í lok mánaðarins — Nær Jbó endanlegri hæð 70.5 metrum — Um 4 metra kross verður etv. kominn upp um jól □ í lok þessa mánaðar verður væntanlega lokið við að steypa turnsplr- una á Hallgrímskirlíju, en þá er turninh ásamt spírunni 70.5 metrar að hæð og endanlega steypt ur. Þá er eftir að koma fyrir krossi, sem ætlað- ur er efst á turnspirunni og eru möguleikar á, að hann verði kominn upp um jól, en teikningar að honum* wrða trlhúnað í I ' þessum mánuði. Annar bráðabirgðakross hefur lýst ofan frá turni Hailgrímskirkju nú að undanförnu en hann var sett ur fyrst upp um síðustu jól. Var hann m.a. settur upp til þess að vega og meta mætti hæð hins end anlega kross eftir honum og eru allar iíkur á því að hæðin verði um 4 metrar eins og Guðjón Samúels son, sem teiknaði kirkjuna gerði upphaflega ráð fyrir. Veitti Hermann Þorsteinsson, formaður safnaðarnefndar Hall- grímskirkju blaðinu þessar upplýs ingar og sagði ennfremur að iðju- höldur nokkur í borginni hefði á- kveðið að ge:' krossinn og einnig heföi nýlega borizt gjöf í bygging- arsjóð kirkjunnar til lýsingar á kirkjunni. Væntanlega verður krossinn flóðlýstur, en einnig kemur til mála að hafa hann sjálfiýstan og eru sérfræðingar að athuga þann möguleika. Ef krossinn verður flóðlýstur verður öðru ljósinu kom ip fyrir á kirkjuskipinu en hinu í námunda við styttu Leifs heppna eða nánar tiltekið k þakinu á Há- bæ. Gert er ráð fyrir innanlýsingu í sjálfri turnspirunni sem nær frá 45 metum að 70,5 metum en á henni eru óteljandi litlir gluggar og göt og út um þá kæmi ljós. Nú er búið að steypa tuminn upp í 63,10 metra hæð og sex manna vinnuflokkur vinnur að mötauppslætti síðasta áfanga, sem veröur kominn upp í lok mánaðar- ins, ef frost tefur ekki framkvæmd ir. Á næsta vori er ráðgert að hefj ast handa á kirkjuskipinu, ef pen ingar verða fyrir hendi og þegar búið er að húða turninn utan. 1 iokin gat Hermann þess, að Sjónvarpið fengi aðstöðu efst í turninum fyrir endurvarp á sjón- varpsútsendingum, en íbúarnir í ná grenninu hafa kvartað undan þvf að turninn truflaði útsendingar. Þá sagöi Hermann: „Við eru þess full vissir, að allir verða glaðir, þegar vinnupaliarnir verða teknir niður að vori, þegar búið er að ganga frá turninum að utan og hann kem- ur um síðir í Ijós fullbúinn.“ Viö listframleiðslu. Einar Hákonarson þrykkir af grafískar myndir. GRAFÍSK LIST í UNUHÚSI Vill láta auka hitaveitu- framkvæmdimar — Fyrsta ábending Atvinnumálanefndar l'ógó fyrir borgaryfirvöld ■ Atvinnumálanefnd Reykja- víkur kom í gær með fyrstu á- bendingu sína í atvinnumálum, en eins og komið hefur fram í fréttum er tilgangur nefndarinn- ar að kanna leiðir til aukningar atvinnu í borginni ef koma skyldi til atvinnuleysis. Nefndin lagði til við borgaryfir- völd, að kannað yrði hvort unnt yrði að auka framkvæmdir Hita- veitunnar umfram það, sem tekjur hennar gefa tilefni til, Var lagt til að Ieitað yrði eftir 25 millj. króna láni hjá Atvinnuleysistryggingasjóði til hitaveituframkvæmda í Árbæj- arhverfi, Breiðholtshverfi og stækk un í Fossvogi. Hitaveituframkvæmdir eru mann frekar og myndu því ska-pa mikla vinnu auk þess fjármálalega , á- vinnings, sem stækkun hitaveit- unnar er fyrir borgarbúa. Formað-\ ur nefndarinnar, Birgir Isl. Gunn- arsson, sagði, að nefndin hefði ýms- ar kannanir með höndum, en verk- svið hennar væri að koma með á- bendingar f atvinnumálunum frekar en beinar ályktanir. Neífidin hefur talið það rétt, a. m. k. fyrst í stað, að kanna hvemig auka mætti vinnu hjá borgarstofnunum, frekar en að koma með ályktanir um atvinnumál in almennt. í nefndinni á sæti einn fulltrúi frá hverjum flokki i borgarstjóm auk fulltrúa frá fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna og Vinnuveitenda- sambandinu, en borgarráð skipaði formann hennar. „Það væru svik að þrykkja af meira en upngefinn eintakafjölda", sagði Einar Hákonarson, ungur listamaður og kennarl f Myndlista- skólanum, sem opnar sýningu í Unuhúsi á grafikmyndum eftir sig, í dag. Á sýningunni eru 35 gráfiskar myndir, sem eru þrvkktar af f 10- 20 eintaka fjölda. Þaö er eðli graf- iskrar listar að gera meira en eitt eintak af hverri mynd. Verkin eru þrykkt á pappfr af' þrykkplötu, sem listamaðurinn hefur unnið, en litið er á hvért eintak s^m frum- mynd, þo að þær séu margar. Ein- mitt þetta gerir það kleift að stilla verði myndanna í hóf, sagði lista- má’ðurinn á blaðamannafundi í gær, en það hlýtur aö vera talinn köst nr á þessum síðustu og verstu tím um. Dýrasta myndin kostar 4000 kr. Gengi grafiklistar hefur farið mjög vaxandi aftur á síðustu tím- um. Má geta þess að það eru ekki eintóm óskráð blöð, sem hafa setzt á skólabekk hjá Einari í Myndlista skólanum, meðal nemenda er m.a. hinn virti, listmálari, Þorvaldur Skúlason. Sýning Einars í Unuhúsi verður opin til 22. nóvember. Fimmtudag- inn 14. nóvember kl. 8.30, mun hann flytja fyrirlestur um grafík í Unuhúsi, Einar hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum erlendis. Bágar veiðihorfur • Ekki er bjart útlitiö á sild- veiðunum fyrir austan. Litil sem engin síld hefur fundizt síóustu dagana út af Austfjörðum og örlar hvergi á göngunni, sem virtist þó komin þangað á dögunum. Fáein skip fengu síld í Breiðamerkur- dýpi, en það er sunnanlandssíld, mjög blönduð og mikið af henni smásíld. • Ástandið er heldur bágt viða á fjörðunum, þar sem sumar sölt- unarstöóvarnar eru ekki farnar að fá eina einustu bröndu í allt sumar og haust. — Örlar víða á at- vinnuskorti. Báglega mun til dæm- is horfa með atvinnu á Vopnafirði og Raufarhöfn. • Eina síldveiðin, sem verið hef- ur að ráði síðustu dagana er við Hjaltland og í Norðursjónum. Þar eru nú um 15—20 íslenzk skip að veiðum. Milli 60 og 70 skip eru við síklveiðarnar eystra. a. Grunnurinn að viðbótarhúsnæði Blindrafélagsins. i; Heimili fyrir blinda j iiað rísa við Hamrahlíð^ Blindrafélagið efnir til merkja- sölu á morgun til eflingar bygg- ingarsjóði sínum. Verður ágóð- anum varið til byggingar síðari hluta Blindraheimilisins að Hamrahlíð 17. Smíði hússins hófst i haust, en það verður 6 þús. rúmmetrar að stærð óg samtengist eldra húsi við vesturgafl þess. Áform- að er að steypa húsiö upp á næstu 7 mánuðum. 1 nýbyggingunni verða bæði einstaklings- og fjölskylduibúð- ir, sem sérstaklega verða inn- réttaðar fyrir blint fólk. Hluti af kjallara hússins verður til afnota fyrir Blindravinnustof- una, sem starfækt er af félaginu en þar starfa nú að jafnaði 10 manns við bursta- og plast- pokagerð. Framleiðsla Blindravinnustof- unnar kefur aukizt ár frá ári. enda hefur verulegu fjármagni verið varið til kaupa á full- komnum burstagerðarvélum. Auðvelt hefur revnzt að kenna blindum að stjórna þessum vél- um. Með þessu móti framleiðir starfsfólk vinnustofunnar nú fyllilega samkeppnisfæra bursta vöru, á borð við það, sem bezt gerist annars staðar. I Negrnsálmar í Garðakirkju Ný tegund tónlistar hér á landi, negrasálmar verða sungnir á kvöld athöfn Garðakirkju, sem er ánn- að kvöld kl. 8.30. Athöfnin hefst með því að Þor- kell Sigurbjömsson, tónskáld, flyt ur erindi um þessa tegund tónlist ar, en þrír söngvarar og Garðakór inn flytja siðan nokkra negrasálma. Söngvararnir eru: Svala Nielsen, Margrét Eggertsdöttir og Jón Sigur bjömsson. Undirleikari og stjórn- andi Garðakórsins er Guðmundur Gilsson, organleikari. Að lokinni kvöldathöfninni veró- ur kaffisala í samkomuhúsinu að Garðaholti, og mun allur ágóði af hénni renna til Hjálparsjóðs Garða sóknar, en nokkrar konur í sókn- inni hafa gefið allar veitingar og vinnu við kaffisöluna. t

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.