Vísir - 19.11.1968, Side 8

Vísir - 19.11.1968, Side 8
8 V1SIR . Þriðjudagur 19. nóvember 1968. VISIR Otgefandi. ReyKjaprent ö.t FraxnKvæindastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas KristjánssoD I Aóstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjón Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingar: \ðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: l’tugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Áskriftargjald Kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið | Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. /i Adda Bára og Arnalds „§já þann hinn mikla flokk sem fjöll... hið prúða lið sem pálmavið." Hleypt hefur heimdraganum Al- þýðubandalagið sem flokkur. Fundur skyldi haldinn, en stólar voru óþarflega margir. Efalaust hafa þau haldið, Adda Bára og Arnalds, að nú væri þeirra tími kominn. En fyrsti fundur hins nýja Alþýðubandalags í Austurbæjarbíói hefur án efa valdið öðrum mönnum meiri vonbrigðum en Öddu Báru og Arnalds. Páfinn situr enn í Róm. Eins og fyrri daginn var talað um þær drápsklyfj- ar, sem hin vonda ríkisstjórn sé að gleðja sig við að leggja á alþýðuheimilin. Það er eins og fólki sé ætlað að halda, að í einhverjum fílabeinsturni sitji vondir /( menn, sem hafi sér það til dundurs að kreista blóð undan nöglum alþýðu manna. Hvaða drápsklyfjar hefur ríkisstjórnin lagt á fólk? Vissulega munu þungar byrðar leggjast á alla, miðað við það, sem áður var, þegar afli og útflutningur voru í hámarki. Þetta vita Adda Bára og Arnalds. En þessi baggi stafar af tekjutapi, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir. Af útflutningsverðmætum einum hefðu íslend- ingar hlotið um átta þúsund milljónir króna í ár, ef aðstaðan væri sambærileg við það, sem var fyrir að- eins tveimur árum. Ef til vill safnast í ár upp í fjögur þúsund og fimm hundruð milljónir. Svo koma Adda Bára og Arnalds og segja, að það sé hin vonda ríkis- stjórn, sem sé að leggja drápsklyfjar á þjóðina! í ríkisstjórn íslands er nákvæmlega sams konar al- þýðufólk og Adda Bára og Arnalds. Þetta eru menn frá alþýðuheimilum, sumir að vísu synir embættis- manna, en þá tegund manna þekkir alþýðuleiðtoginn i Arnalds nákvæmlega jafnvel og aðrir, og þarf raunar y ekkert að skammast sín fyrir slíki ætterni. Hvers vegna voru stólamir auðir á fyrsta fundi hins nýja flokks Öddu Báru og Arnalds. Þetta er ekki tor- ráðin gáta. Fólkið á íslandi er ekki eins skyni skropp- ið og kommúnistar vilja vera láta. Stólarnir á fyrsta fundi Alþýðubandalagsins nýja voru ekki til skamm- ar Öddu Báru og Arnalds. Þeir báru kveðju til félag- anna Einars og Brynjólfs. „Far vel Frans“ sögðu þeir. f( Aðild Kína Jsland er í hópi nokkurra ríkja, sem hafa á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna lagt fram tillögu um, að kannaður verði vilji Kína til að gerast aðili að sam- tökunum og á þeim forsendum, að Formósa verði einnig aðili eins og verið hefur. Sjálfsagt er að veita Kfna aðild, en það á ekki að hrekja Formósu úr sam- tökunum til þess. Tillaga ríkjanna sex e'r skynsam- legasta tillagan hjá Sþ um aðild Kína, og er íslandi sómi að því að flytja hana. Dönskum ungmennum staf ar geigvænleg hætta af notkun eiturlyfja ~ ,Fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla og ekkert annað dugar, 1 baráttunni gegn henni" ■ Hér í blaðinu hafa verið birtar fréttir, sem lelða í ljós hver vandi mönnum er á hönd um í Danmörku vegna sfvax- andi eituriyfjanotkunar. ÞaÖ mun ekki ofsögum sagt, að öll þjóöin hafi miklar áhyggj- ur af þessari vá, sem þegar er orðið við að glíma um land allt, ekki aðeins í stórborgunum, heldur í smábæjum og jafnvel þorpum, þar sem menn geta fengið eiturlyfin fyrirhafnarlaust oft og tíðum. Og það er því eng- in furða, þótt þeir, sem gerst kynni hafa af þessum málum, þegar hið opinbera ætlar loks að láta til sín taka, taki af skar- ið um það, að svo sé komið, að ekkert dugi í baráttunni gegn voðanum nema fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla. Eiturlyfjaneyzla hér á landi er enn sögð lítil, og er það von- andi rétt, en það er full ástæða fyrir okkur til þess að fylgjast með þvf sem er að gerast á vett- vangi þessara mála í nágranna- löndunum, því að sömu hættu getur orðið viö að glíma hér sem annars staðar. Samgöngur eru orðnar tíðar landa milli, sam- vizkulausir, fégráðugir menn kaupa smygluð eiturlj’f og selja, og ferðamenn frá suðrænum löndum hafa blátt áfram á stund um notað eiturlyf sem gjaldeyri í löndum eins og Svíþjöð og Danmörku. Er nú þetta ekki allt saman „blásið út“ í blööunum, — er hættan eins mikil og blöðin halda fram? Þessu mundi ég svara á þá leið, að það sem blöðin birta um þetta aö undan- fömu, ber því vitni, að þau hafi ekki verið að gera úr þessu æsi- fregnir, — hættan er geigvænleg, og þeim fer fjölgandi í Dan- mörku og Svíþjóð, sem á fáum árum eyðileggja heilsu sína með neyzlu eiturlyfja og sjá lífsham- ingju sína í rústum. Hér fara á eftir glefsur úr hvorki fleiri né færri en fjórum fréttum um vandamálið, en þær eru allar úr Politiken, og komu allar sama daginn, undir stórum fyrirsögnum og sýna þær ljós- lega, hversu ástatt er og horfir. Ein fyrirsögnin er svo hljóð- andi: Hægt er að fá eiturlyf í bæ, þar sem áfengi er ekki til sölu. Undirfyrirsögn: Jafnvel i smábæ eins og Ingstrup getur eiturlyf ja neytandinn fengið það, sem hann vill. Ingstrup er smábær með 1800 ibúa, miðsvegar milli Álaborgar og baðstaðarins Lökken. Það er ekki hægt að fá áfengi í veitinga- stofunum í Ingstrup, en maður getur keypt þar „ha.h“, prælut- intöflur og annað, sem eiturlyf ja neytandi kann að óska eftir. Hér er bærinn Ingstrup ekki nefndur af því, að hann sé að þessu leyti sérstætt tilfelli, heldur sem sönn un þess að eiturlyfjahættan hef- ur ekki aðeins setzt að í Kaup- mannahöfn og stóru bæjunum, heldur og í smábæjunum. Eitur- lyfin eru fyrir löngu farin að breiðast út um landið og eng- inn getur talið sig öruggan vegna fjarlægðar frá stóru bæjunum. Nýlega hafði lögreglan hendur í hári nokkurra eiturlyfjasala í Brönderslev. Víða annars staöar i landinu hefur komizt upp um neyzlu og sölu á eiturlyfjum foreldrum til undrunar og skelfingar. Á upptökuheimilinu Kjettrups- gaard skammt frá Ingstrup hafa menn blátt áfram gefizt upp við að hindra drengina i að komast yfir elturlyf. En þeir geta keypt þau sem fyrr var sagt í Ingstrup, og vin- stúlkur þeirra, einnig á unglings aldri, eru þeim hjálplegar með að ná í eiturlyfin ... Stðastliðið sumar voru sérlega góð tækifæri til þess að birgja sig upp í Lökken, en ferðamenn- imir komu þangað með eitur- lyfin. Eiturlyfjasalarnir fylgdust með ferðamannastraumnum og fengu hin ágætustu sambönd til þess að koma út eiturlyfjunum. Staðarlögreglunni er vitanlega um megn að fást við þennan vanda ... Eitt af því, sem um er rætt er fljúgandi lögregla ... En yfirmaður borgarlögregl- unnar í Odense, Kjeld Pedersen segir: Berjizt gegn misnotkun eitur- Iyfjanna með fræðslu, fræðslu og aftur fræðslu. Sóiö ekki lífs- nauðsynlegum krafti með skipun áérfræðinganefnda, sem þurfa heilt ár til þess að komast að niöurstöðum um aðferðir til að beita við eiturlyfjaneytendur. Við verðum að girða fyrir eit- urlyfjahættuna, sagör hann, og það þarf engan sérfræöing til þess að segja manni, að þeir sem neyta eiturlyfja (morfíns, opí- ums, amphetamíns, preludium o.s.frv.) eru ólækanlegir eða 90 af hverjum 100. ... Snúum okkur heldur að ungmennum, sem ekki hafa byrj að að neyta „hash“, en með því Kjeld Pedersen ræðir við ungar stúlkur um eiturlyf og sýnir þeim sýnishom af þeim. Holger Horsten. eru opnaöar dyr að eiturlyfja- neyzlunni... Þótt við notuðum’ allan danska herinn gætum við ekki stöðvað ólöglegan innflutn- ing eiturlyfja í landið. En gæt- um við komið þvi til leiðar aö ungmenni og foreldrar skildu hver hætta er á feröum, og að þessi hætta er fyrir hendi í smá- um bæjum sem stórum, verður Danmörk ekki áfram góður markaður fyrir eituriyfjasaia. Frá því í marz hefur Kjeld Pedersen haldið 99 fyrirlestra' um þetta efni í skólum og fé- lögum. Hann hefur fjóra menn sér til aðstoðar í upplýsingastarfinu og árangurinn hefur þegar kom- ið í Ijós, og má sem dæmi nefna, að í vor hafði lögreglan í Oden-e afskipti af 7 tilfellum, en ennn eftir að Kjeld Pedersen flutti hp- fyrirlestur, en hans var og ýta-- lega getið f blöðum og útvar-; Starfsemin er í samráði rn tengslum við heilbrigðismála- stjómina. En í sama blaði er fréttaskevti frá Frederikshavn, bar sem se°- ir, að 37 ungmenni á aldrinum 16—31 árs. hafi verið ákærö rf rannsóknarlö.ereaiunni fyrir að hafa kevpt, selt og reykt „hash“. Aðalmaðurinn er 19 ára piltur. sem fékk eiturlvfin send f pósti frá Kaupmannahöfn. Þá birtir Politiken sama dag mikið viðtal við Holger Horstein forstióra barna- og unglinga- vemdarinnar um .10 ára skeið. Fyrirsögnin er: Það er ekki hægt að þagga niður eiturlyfia- neyzluna. Undirfyrirsögn: Blöð- in eiga að segja frá því, sem er gerast. Og dönsku blöðin eru sannar- lega að gera sitt í þessari bar- áttu og styðja af megni þá, sem hafa tekið forustuna. Jafnvel blöðin, sem daglega hafa flutt heilar og hálfar síður af mjög misjöfnu efni um kynlíf og slíkt, hafa slegizt í hópinn, og von- andi á það eftir að sannast, að m. a. með tilstyrk biaöanna vinn ist sigur í baráttu þeirri, sem nú er hafin fyrir heilbrigði og velfamaði dönsku þjóðarinnar. A. Th.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.