Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 4
Brennuvargur í ECaupmunnuhöfn Olli dauða eins manns Það er víðar en í Reykjavik, sem misindismenn láta til sín taka þessa dagana. Ólögleg leigu- sala á heilsuspiilandi húsnæði i Kaupmannahöfn varö aðfaranótt sunnudags óbein orsök þess, að maður lézt af völdum bruna, sem brennuvargur er talinn hafa vald- ið. Auk þess er álitið, að sami brennuvargur hafi kveikt í þrem- ur öðrum húsum í Nörrebro- hverfinu þar í borg. Ýmsir íbúar i hverfinu standa nú vörð til skiptis næturlangt til að hindra frekari íkveikjur. 54ra ára verkamaður, Holger Eivind Petersen beið bana, er eld- ur kviknaði í húsi, þar sem hann bjó. Eldurinn kom upp í kjallara eða á fyrstu hæð og breiddist á svipstundu til efri hæðanna. Flytja þurfti brott í skyndingu eitt hundrað manns, sem þar bjó. Petersen hafði búið í tum- herbergi f þrjú ár. Þar skortir allar venjulegar öryggisráðstaf- anir Til dæmis komst hann ein- ungis til herbergis síns með því að fara um eldhússtiga. Kóngu- lóarvefir héngu í stiganum. Við urkennt var, að yrði eldur Taus í húsinu, sæti leigjandinn í tum- herberginu fastur í gildru. Petersen var sofandi, er eldur- inn kom upp. Hann vaknaði við bmnann og í örvæntingu sinni reyndi hann að fá hjálp með því að kasta ýmsum eigum sínum niður á götu. Enginn gat gert neitt honum til hjálpar. Hann hafði enga undankomuleið. Búizt er við málsókn á hendur eig- andanum fyrir þennan frágang á íbúðinni. Rannsóknarlögreglan heldur, að brennuvargur hafi kveikt í húsinu og þrem öðrum með nokk- urra daga bili. Alls staðar var eldur kveiktur I kjallara, og þar fundust tuskur vættar í olíu. Um helgina gengu lögregluþjón ar hópum saman um hvefið, auk sjálfboðaliða úr hópi íbúanna. Morðinginn reykti hash og las í „Andrési önd" fyrir glæpinn Stúlkan til vinstri sat „villta veizlu‘‘ með væntanlegum morð- fngja, kvöldið sem hann framdi glæpinn. Lajla Andersen mundi fátt eitt af því, sem gerðist í gleðinni. Bent, vinur hennar held ur á myndablaöinu „Andrés önd“, en morðinginn reif ræmu úr þvi og skrifaði hjá sér símanúmer Lajlu, sem honum leizt vel á. Veizlan var haldin í klúbbi við Vesterbrogade, en þá götu þekkja margir íslendingar. Morðið á 47 ára manni, Svend Aage Geisler, í Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli í Dan- mörku. Virðist hafa verið um að ræða ránmorð, framið í hash- vímu. Tveir feðgar eru ákærðir fyrir glæpinn. Athyglin beinist að því, að eiturlyfið gerir menn nán- ast óða. John Nielsen, 46 ára, og sonur hans, átján ára „pop“hljóðfæra- leikari, sem kallast Preben Schnoor, hafa játað að hafa fram ið moröið. Geisler hafði tekið þátt í svalli með þeim feðgum og nokkrum öðrum i veitingastaðn-, um „Gullregninu". Þaðan hélt fólkið til klúbbs viö Vesterbro- gade, en Geisler fór heim til sfn, að því er talið er. Er leið á nótt- ina, fóru þeir feðgar og sóttu fórnardýr sitt, óku út fyrir borg- ina og myrtu hann. Þaö var alls kyns vandræða- lýður sem svallaði í klúbbnum þessa nótt. Sænsk stúlka í hópn- um, Gunilla, var í felum fyrir. lögreglunni og hefur nú veriö. handtekin og send til Svíþjóðar. Dönsku stúlkunni, Lajlu Ander sen segist svo frá: „Okkur leið dásamlega. Ég vissi ekki, að hann ætlaði siðar að myröa Geisler. Við reyktum hash og lásum í „Andrési önd“, eftir að við höfð- , um drukkið talsvert með föður hans og Geisler. Síðan fórum við í „Skeggið", og þar feng- um við „pípu“. Morðingjanum . fannst ég indæl og baö um síma- númerið mitt. Hann reif hom , úr „Andrési önd“ og skrifaði núm , erið þar.“ Það er enn óvíst, hvers vegna Geisler lét til leiðast að fara í ' hina örlagaríku ökuferð með þeim feðgum, en sennilega hefur hann verið dauðadrukkinn, enda fannst hátt áfengishlutfall í blóði hans. „Það er ekkert ljótt að njóta lífsins4* Maður er nefndur Quarsar Khanh. Hann hefur getið sér heimsfrægð með frumlegum hug- myndum: ferhymdum bílum, upp blásnum húsum, húsgögnum og lömpum. Þetta ofurmenni er vænt anlegt til Norðurlanda i maí. Khanh er upprunalega frá að í París. Hann vinnur að bók um lífsspeki, sem kallast „Það er ekkert Ijótt að njóta lífsins". Hann segist vera efnishyggju- Norður-Vietnam, en hefur setzt maður og heldur þvl fram, að unga fólkið hafi misskilið hug- myndina að baki neytendaþjóð- félaginu. Það eigi alls ekki að gera uppreisn gegn þessu þjóö- ’ skipulagi. Spekingurinn Quarsar Khanh liggur á útblásnum legubekk og lætur fara vel um sig. Baráttan um brauðið „Haldið þið að það verði verkfall?“ spyrja menn hverjir aðra um þessar mundir, þegar fréttir um uppsögn samninga dynja yfir. Kvíðinn leynir sér ekki, enda langt síðan þvílík óvissa hefur rikt í atvinnu- og athafnamálum. öllum er ljóst að kjör hafa ver- ið skert svo um munar, og einn ig var öllum ljóst að draga þyrfti saman í almennri eyðslu. Hin samelginlegu kjör hafa versnað vegna óhagstæðra við- skipta gagnvart útlöndum. En hver eru hin réttu viðbrögö? Varla bætum viö aðstöðuna gagnvart þriðja aðila með því aö berja hver á öðrum. Það er í raijninni furðulegt, þegar maður ter um það að hugsa, að þjóð sem lengst af hefur búið vlð sult og seyru, en verður skyndilega bjargálna í síðustu heimsstyrjöld, og svo mjög efnuð vegna mikillar upp- byggingar og góðra ára til lands og siávar. Vegna góðæranna breyttust lifnaðarhættir mjög í þann farveg sem er í dag. Nú þegar aftur syrtir í álinn, þá finnst öllum það nálega óhugs- andi að sleppa af neinu því sem góðu tímarnir veittu, jafnvel um neitt. Þægindin virðast hafa sljóvgað fjöldann, eins og svo mörg dæmi eru til um úr mann- kynssögunni. En þar er grelnt frá voldugri veldum en okkar, sem hreinlega hrundu vegna þeirrar værukærðar og munað- ar, sem fylgdi í kjölfar góðær- árferðis. Hvað veldur er erfitt að segia um, en helzt má á- líta að óttinn við það, að ein- hver annar sleppi betur viö að taka sinn þátt í erfiðleikunum, ráði nokkru. Enda er ekki að furða, þó úlfúðin ráði miklu á meðal okkar, því heill hópur Ij&tub&iGöúi ekki þó flestum sé ljóst, að eigum við að viðhalda okkar efnahagslega sjálfstæði, að þá verðum við að dra&a saman seglin. Það er helzt að skilia á flestu fólki, að það séu bara hinir, sem viðhafa þurfti aðgát, en sjálft geti það ekki neitað sér anna. Þetta er margendurtekin saga, sem við megum ekki láta endurtaka sig hér. Úlfúðin og kröfurnar á hend- ur öðrum einkenna um of allt okkar þjóðlif, en enginn virð- ist vilja axla sinn hluta af þeim byrðum, sem við þurfum á okk- ur að bæta vegna hins slæma hefur af henni atvinnu í ýmsum myndum. Það virðist vera of stór hóp- ur meðal okkar, sem ekki skilur, að svo stór vá er fyrir dyrum okkar, að við verðum að gæta stillingar og samheldni. Við verðum að gæta þess að leggja ekki í rústir í stað þess aö byggja udd. Við bætum ekki hag okkar gagnvart öðrum ríkj- um með því að stunda innbyrð- is deilur og verkföil vegna þess að erfiöleikarnir séu einhverj- um okkar að kenna. Þeir hópar sem telja sig fara óréttlátlega frá hlutaskiptum þjóðarbúsins verða að reyna að bæta hag sinn öðru vísi en með ofbeldi, enda verða hinir að hlusta á jiá sem telja sig órétti beitta. Það bætir enginn hag sinn af arði glataör- ar framleiðslu, hvorki vinnu- veitandinn eða þeir sem hjá honum vinna. Verkföll og vinnu deilur ættu því að heyra liðnum tima til, enda ættum við að vera komin svo langt í félags- málastarfsemi, að kjör þeirra verst settu ætti að vera hægt að bæta á lýðræöislegri hátt en með ofbeldi. Vinnudeilur nú gætu hæglega orðið okkar sameiginlega skip- brot. Þrándur í Göttt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.