Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 5
5 fiær-era önnum kafnar að vinna fyrir basarinn, T Tm hverja helgi am þetta ^ leyti árs eru haldnir bas- arar. Þeir sem fyrir þeim standa eru ýmis féiagasamtök, sem efna tíl þeirra til þess að afla peninga í félagssjóði. Þessir bas arar veita yfirleitt góð tæki- fæti tíl að kaupa ýmsar vörur ódýrt enda er verð hlutanna miðað við það að þeir séu und- ir búðarverði. Sömuleiðis er öli vinnan urmin í sjálfboðavinnu og stuðlar hún að þvi. Ýmsar jólavörur erH aðaluppistaða þessara basara og þess vegna ekki úr vegi að kaupa jólavam inginn viö þessi tækifseri. Húsmæðrafélag Reykjavikur heldur sinn basar þann 30. nóv ember í húsnæði sínu að Hall- veigarstöðum. Basarinn hefst kl. 2 e.h. Húsmæörafélagið er ef- laust eitt af fjölmennustu fé- lögunum, sem stendur að basar núna, en meðlimir þess eru um 600. Sigríður Bergmann veitti Kvennasíðunni upplýsingar um basarinn og félagsstarfið, en meðal þess, sem gerist núna á næstunni hjá Húsmæðrafélag- inu er jólafundur þess, sem hald inn er að Hótel Sögu þann 4. desember. Á hverjum mánudegi undan- farið hafa konur í basarnefnd Húsmæðrafélagsins hitzt á Hall- veigarstöðum og unnið þar bas- armuni. Nokkrar konur sjá um að koma með kaffi og meölæti, sem hinar kaupa, en andviröinu er siöan variö i efniskaup til munanna, sem verða á basarn- um. Meðal þeirra muna, sem þar verða eru jóladúkar, jóla- póstpokar, púðar af öllum gerð- um, prjónales, heilmikið af svuntum, lukkupottar, jólahengi og er þá fátt eitt upptalið. í febrúar ár hvert er þegar haf- inn undirbúningur að jólabas- arnum og veitir ekki af, segir Sigríður. Þá er það jólafundurinn, sem haldinn er að Hótel Sögu og hefst kl. 8 s.d. Miðar á hann verða seldir aö Hallveigarstöð- um kl. 2 e.h. þann 2. desember. Á fundinum er jólaspjall, sem séra Árelíus Níelsson flytur, tízkusýning og sýna félagskon- ur sjálfar, sýndar verða blóma- skreytingar og gjafapakkningar, þar verða einnig til sýnis dekk uð kaffi- og matarborð, sem fé lagskonur hafa skreytt, Kristín Þorsteinsdóttir í Brauðborg sýn- ir brauð, bæði snittur og brauð- tertur, auk síldarrétta, ung kona í Húsmæöraféiaginu Dag- björt Imsland sýnir tertur, sem verða á kaffiborðinu og skreyt- ir tertubotna, þá veröur sung- ið og happdrætti fer fram, en meðal vinninga er gríðarstór dúkka, tvær matarkörfur, önn- ur með hangikjöti og ýmsu öðru en hin með ávöxtum og áleggi. Félagsstarfsemi Húsmæðrafé- lagsins fer m.a. fram með þvf að haldin eru sauma- og mat- reiðslunámskeið, þriggja kvölda sýnikennslunámskeið, föndur- námskeið og fræðslu- og spila- fundir, sem eru 4—5 sinnum á vetri. Aðsóknin að fundum Hús- mæðrafélagsins hefur alla tíð verið rriikil og eins og fyrr segir telur félagið innan sinna vé- banda 600 meðlimi. Þær, sem óska eftir því að gerast meðlhn- ir geta það með því að láta inn- rita sig á einhverjum fundi fé- lagsins. FRAMLEIÐENDUR: TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA' FRAMLEIÐANDI EilEilálsIáláláláláEllIáláláláláláEálálálálá ÍELDHÚS- | 1 DGgcaBimp | láláláláláláláláláláíálálálálá^® lálálá #T KAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI % STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA % HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HF UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍMI 21718 og 42137 m v... V- . ■ . •• 4T - Stýrisvafningar Uppl. 34SS4 Er á vinnustað. í Hccðargarði 20 ERNZT ZIEBERT FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI V1SIR . Föstudagur 22. nóvember 1968. Bezt að auglýsa í VÍSI BÍLAKAUP - BÍLASKIPTI Skoðið bilono, gerið góð kaup^- Óveniu glæsilegt úrvnl Vel með farnir bílar í rúmgóðum sýningarsal. SÝNINGARSALURINN SVEINN EGILSSQN H.F. LAUGAVEG 105 SlMI 22466 ENGINE TUNE UP Vélargangs - hreirasir Hreinsar og gerir vélarganginn hljóðlátan, og kemur í veg fyrir að ventlar, undirlyftur og bullu- hringir festist- Kemur í veg fyrir vélarsora. Minnkar viðnám- Eykur afl. Er sett saman við olfuna. 23955 ANDRI H.F-, HAFNARSTRÆTI SIM BLAÐ FYRIR VESTFIRÐI NORÐUR- OG AUSTURLAND íslendiiiffut -ÍsiifoM ® Vestfirðingar Norðlendingar og Austfirðingar heima og heiman! Fylgizt með f „ÍSLENDINGI - ÍSAFOLD" • Áskrift kostar aðeins 300 kr. Áskriftarsímfnn er 96-21500. i. : Bíleigendur! Bilstjórar! Allt hækkar ég lækka Nýtt verð á stýrisvafningum fólks-bfla, 200 kr. vörubfla, 250 kr. Seljum líka efni, kr. 100 á bfl. Höfum bílana iryggða gegn þjófnaði og bruna. Umboðssala Við tökum velútlíiandi bila í umboðssölu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.