Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 8
8 VT5TR . f IITlIli araagtn sr. w VÍSIR Otgefandi Reykjaprent H.l. c'"í.mkvæmdasti6n Sveinn R. Eyjólfsson Ritstióri Jónas Kristjánsson Aðstoóarritstióri: Axei rhorsteinson Fréttastióri Jón Birgir Pétursson Ritstjórtiarfulltrúi: Valdimar H Jóhannesson Auglýsingar Alalstræti 8. Staar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla- Aðalstræti 8. Símj 1166C Ritstjórn: I augavegi 178. Stai 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr 125.00 ð mánuði innanlands I lausasölu kr 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. I —i^—l——— Ræða forsætisráðherra | Útvarpsumræður frá Alþingi hafa sætt allmikilli ) gagnrýni síðari árin. Menn hafa talað um, að þetta ) séu deilur um keisarans skegg, einn vitni í þessa tölu, ( annar í aðra, — og upp standi að lokum þreyttur og í( ráðvilltur hlustandi. ) Bjarni Benediktsson forsætisráðherra varð fyrstur ) til andsvara af stjórnarliðinu í vantraustsumræðun- ) ,um frá Alþingi í gærkvöldi. Ræða forsætisráðherrans \ hlýtur að hafa látið þægilega í eyrum þeirra, sem ) áður hafa tjáð sig þreytta á hinum sífelldu deilum. ) Forsætisráðherra vék til hliðar öllum minni háttar ) deilumálum en gerði látlausa og jákvæða grein fyrir meginefni vandamálanna, sem að þjóðinni hafa steðj- (( dð. Hann sagði m. a.: // „Á þessu ári eru allar horfur á því, að þjóðartekjur // verði um 15% lægri á mann en þær voru fyrir tveimur )) árum, þ. e. á árinu 1966. Hvernig sem farið er að, kom- i) umst við ekki hjá að taka afleiðingum þessa og sníða \) okkur stakk eftir vexti, ef við viljum ekki hleypa ( okkur í sívaxandi skuldir. / Þessi mikla tekjurýrnun, sem færir okkur fimm ár ) aftur í tímann eða á sama tekjustig og á árinu 1963, ) sprettur hins vegar fyrst og fremst af versnandi hag ) sjávarútvegsins. Hreinar útflutningstekjur hans verða \ nú ekki fullur helmingur þess, sem þær voru á árinu ( 1966. Nær allar útflutningstekjur þjóðarinnar eru / sprottnar úr sjávarútvegi. Hann er okkar undirstöðu- L atvinnuvegur, sem gerir okkur fært að búa við sam- ) bærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar. Áföll þessa ) undirstöðuatvinnuvegar eru sem sagt þrisvar til fjór- \ am sinnum meiri en munar meðaltali rýrnunar þjóð- artekna. Þess vegna er óhjákvæmilegt að flytja tekj- y ur stórkostlega til sjávarútvegsins frá öðrum, svo að ) hann stöðvist ekki með öllu. Enda sýnir samdráttur- ( inn, sem þar er þegar orðinn, hver hætta öllum er búin ( ef sjálf undirstaðan bregzt.“ Þessi orð forsætisráð- / herra eru einföld og almenningi skiljanleg. ) Hann sagði ennfremur: „Aðalatriðið er, að það er ) ekki gengisbreytingin, sem skapar kjaraskerðingu, ) heldur valda henni ytri aðstæður, og kjaraskerðing ( í svipuðum mæli verðúr ekki umflúin, hvaða leið sem i ( valið hefði verið.“ / Þá lagði forsætisráðherra meginþunga á, að nú væri ) þörfin brýnust, að komið verði í veg fyrir atvinnu- ) leysi. Syndi hann fram á, hvernig ríkisstjórnin hefði ) miðað og vildi miða aðgerðir sínar við að bægja at- ( vinnuleysinu frá dyrum almennings. Hann lauk máli ( sínu með þessum orðum: ) „Að þessu sinni skiptir mestu máli, að allir leggist ) á eitt um ?ð bægja frá víðtæku atvinnuleysi í bráð ) og tryggja öruggan velfarnað til frambúðar, með því ) að koma hér upp fjölbreyttari atvinnuvegum og hag- ( nýta öll gæði landsins, þess eigin börnum til aukinn- ( ar hagsældar." ) Ottó Schopka: og ur í iðnaðinum • í síðasta mánuði gerðu Félag íslenzkra iðnrek- enda og Landssamband iðn- aðarmanna könnun á ástandi og horfum í ýmsum þýðing- armestu iðngreinunum og hefur bráðabirgðayfirlit um niðurstöður þessarar könnun- ar nýlega verið birt. Gerður var samanburður á ástandinu nú og fyrir einu ári og spurzt fyrir um horfur á næstu mán- uðum miðað við núverandi ástand. Niðurstöður könnunarinnar koma yfirleitt ekki á óvart. Nokkur samdráttur hefur orðið á framleiðslumagni í ýmsum iðngreinum, t.d. húsgagnaiðnaði, málmiðnaði, fataiðnaði, sælgæt- isgerð og gosdrykkjagerð en aftur á móti nokkur aukning í öðrum t.d. ullariðnaöi, prjóna- iðnaði, verksmiðjuframleiðslu, veiðarfæra- og plastiðnaði. Starfsmannafjöidi virðist vera svipaður og fyrir einu ári, e.t.v. hefur verið um einhverja heild- arfækkun starfsmanna að ræða. Nýting afkastr..-tu er yfir- leitt hvergi nærri góð. Mikil fjárfesting hefur veriö í miirgum iðngreinum á undanfömum ár- um og búa þær því yfirleitt að mikilli ónotaðri afkastagetu. Helztu ástæðurnar fyrir því að afkastagetan er ekki að fullu nýtt er m. a. erlend samkeppni, of lítill markaður og hörð sam- keppni af hálfu innlendra iðn- fyrirtækja og rekstrarfjárskort- ur. Fullyrða má, að mörg fyrir- tæki í ýmsum íðngreinum gætu bætt við starfsmönnum ef mark aður væri til fyrir aukna fram- leiðslu og fjármagn tryggt til rekstrarins, án þess að leggja þurfi í nýja fjárfestingu. Ljóst er a-f könnuninni, að iönfyrir- tæki munu halda mjög að sér höndum um fjárfestingu á næstu mánuöum. Könnunin var gerð í síðasta mánuði eins og fyrr segir en óneitanlega hafa viðhorfin breytzt nokkuð við nýafstaöna gengislækkun. Að svo miklu leyti, sem fyrir- tækin treystu sér til þess að spá um framleiðslumagnið á næstu mánuðum, gerðu þau yf- irleitt ráð fyrir minnkun þess. Ennfremur kom fram, að starfs- mannafjöldi mundi ekki taka miklum breytingum á næstunni. Nú eru viðhorfin nokkuð breytt. Líkur eru á, að innflutn- ingur muni dragast verulega saman, t.d. í fatnaði, húsgögn- um, hreinlætisvörum, veiðar- færum og ýmsum framleiðslu- vörum málmiðnaðarins. Margir hafa aðhyllzt þá skoðun, aö rétt væri að taka upp innflutn- ingshöft og banna innflutning þessara og ýmissa fleiri vöru- tegunda. En gengislækkunin verkar að nokkur leyti eins og innflutningshöft erlendu vör- urnar veröa mikiu dýrari en þær innlendu, þannig að neytendur beina kaupum sínum að inn- lendri framleiðslu en um leið er mönnum þó gefinn kostur á að kaupa erlendar vörur, ef þeir vilja greiða miklu hærra verð fyrir þæ- Gengislækkunin skapar ís- lenzkum iðnaði gott tækifæri til þess að endurvinna stóran hluta af innlendum markaði, sem hann hefur verið að missa á undanfömum árum vegna harðrar erlendrar samkeppni. Stöðugar hækkanir á fram- leiöslukostnaði hér innanlands drógu mjög úr getu iönaðarins til þess að standast samkeppni við innflutning, en með gengis- lækkuninni nær iðnaðurinn aft- ur drjúgu forskoti, og er von- andi, að það endist til þess að bæta stööu hans varanlega. Litlar upplýsingar em til um stærð markaðar fyrir einstakar' vörategundir hér á landi, en ljóst er þó af innflutningi síð- ustu ára, að margar iðngreinar ættu að hafa veraiega mögu- leika á stórlega auksum mark-. aði — jafnvel þótt nokkur sam- dráttur verði á kaupgetu al- mennings á næstu mánuðum. Ef iðnaðinum tekst að nýta þann markað, sem mögulegur er. munu mörg iönfyrirtæki þurfa • aö bæta við starfsmönnum og á þann hátt gæti iðnaðurinn dregið veralega úr því mikla atvinnuleysi, sem nú viröist • standa fyrir dyrum. En til þess að iðnaðurinn geti > aukið framleiðslu sína, tryggt sér mestan hluta innlenda markaöarins, og um leið bætt við nýjum starfsmönnum, þarf aö tryggja iðnfyrirtækjunum aukið rekstrarfé. Án þess að slík blóðgjöf komi til gerist ekkert. Aukin framleiösla krefst meiri hráefna, fleiri starfsmenn hærri launagreiðslna. Allur er- lendur kostnaður iðnfyrirtækj- anna hefur hækkað verulega við gengislækkunina, óbreytt rekstr ' arfyrirgreiðsla mun leiða til samdráttar í framleiðslumagni og vaxandi fjárhagsörðugleika.' Höfuökrafa iðnaöarins i dag hlýtur því að vera um aukiö rekstrarfé, til þess að honum verði gert kleift að nýta þá möguleika, sem gengislækkunin . skapar honum að öðru leyti.. Meðal þeirra hliðarráðstafana, sem ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að gerðar verið nú á næst- iinni, verða að vera aðgerðir, • sem tryggja, aö auknu fjár- magni verði belnt til iðnaðarins í þeim tvíþætta tilgangi að gera honum kleift að auka markaðs- ' hlutdeild sían og framleiðslu Qg um leið að bæta viö sig starfs- mönnum og draga þannig úr j yfirvofandi atvinnuleysi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.