Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 13
VISIR . Föstudagur 22. nóvember 1968. 13 GJALLAR Rætt v/ð Steinar Guðlaugsson formann félagsheimilisnefndar: horn : Hér fær unga fólkið tækifæri til að HEÍMDALLAR Ritstj. Pétur Eiriksson • Fyrir nokkru skipaði stjóm Heimdallar félags- heimilisnefnd, sem undanfar- ið hefur unnið að starfsáætl- un fyrir veturinn. Formaður nefndarinnar er Steinar Guð- Iaugsson og höfum við fengið hann til að svara nokkrum spumingum varðandi starf- semi innan félagsheimilisins. — Hverjir eru í nefndinni auk þín? Auk mín eiga þar sæti þeir Sigtryggur Jónsson sem er varaformaður, Jón Grímsson, Jón Ingimarsson, Bjöm Sigur- bjömsson og Þorsteinn Þor- steinsson. — Hvert er hlutverk nefnd- arinnar? Nefndin semur dagskrá fyrir starfsemi innan féiagsheimilis- ins og sér um framkvæmd hennar í samráði við stjóm Félagsstarfið þessa viku Sunnudagur 24. nóv. kl. 20.00: OpiO hús, kvikm. o. fl. Miðvikudagur 27. nóv. kl. 20,30: Umræðukvöld. — EFTA. félagsins. Hún sér um félags- búðina og annast eftirlit í fé- lagsheimilinu. — Hvernig verður svo starf- inu háttað í vetur? Starfið byggist á þrem aðal- þáttum. í fyrsta lagi á stjóm- mála- og fræðslukvöldum. Þeim er þannig hagað að hing- að veröur fenginn stjórnmála- maður eða annar framámaður í þjóðfélaginu til að ræða ó- formlega þau mál sem efst era á baugj hverju sinni, og er öll- um frjálst að taka þátt í um- ræðunum. Tvö slík kvöld hafa verið haldin hingað til, og tók- ust þau bæði vel. í fyrra skiptið urðu fjöragar umræöur með Guðmundj H. Garðarssyni for- manni V.R. og s.l. sunnudags- kvöld ræddi Baldvin Tryggva- son um skipulag Sjálfstæðis- flokksins. í öðra lagi verður haldið námskeið í ræðumennsku og fundarsköpum og er ætlun- in að það hefjist einhvem tíma eftir áramót. í kjöifarið mun svo væntanlega fylgja einhver málfundastarfsemi. í þriöja lagi s.k. „opiö hús“. Þaö verður þriðja hvert starfskvöld og allt með léttara sniöi, sjónvarp, plötur, kvik- myndir o. fl. — Hvemig er aðstaðan til þessarar starfsemi? Aðst&-_n hér í félagsheimil- inu er mjög góð. Húsakynni era rúmgóð og öll hin vistleg- ustu. Hér höfum við hljóm- fagran plötusRiJara. , sjón.varp, kynnast stjórnmálunum píanó, allgott bókasafn og síö- ast en ekki sízt félagsbúðina sem selur gosdrykki og eitthvert meðlæti. — Hvernig gerið þið ráð fyrir að þátttakan veröi? Þátttakan hefur verið góö það sem af er og erum við mjög bjartsýnir. í þvi sambandi viljum við hvetja allt ungt fólk sem áhuga hefur á þessari starfsemi að láta sjá sig sem fyrst. Hér gefst gott tækifæri til að kynnast stjórnmálunum af eigin raun og öðlast þjálfun í stjórnmálalegu starfi. Félagsheimilisnefnd þingar í félagsheimilinu. Auglýsing um umferð og bifreiðastöður í Hafnarfirði. Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar og samkvæmt heimild í 65. gr. um- ferðalaga nr. 26/1958 hafa verið settar eftir- farandi reglur um umferð og stöður bifreiða í Hafnarfirði: 1. Einstefnuakstur verður um Austurgötu til austurs frá Reykjavíkurvegi að Lækjar- götu. — Bifreiðastöður eru leyfðar á syðri götubrún, en bannaðar á nyrðri helmingi göt- unnar. 2. Bannað er að leggja vörubifreiðum og fólksbifreiðum yfir 12 farþega á Austurgötu, Hverfisgötu, Kirkjuvegi og Merkurgötu. 3. Bifreiðastöður eru bannaðar við Reykja- víkurveg, neðan (sunnan) gatnamóta Austur- götu og Kirkjuvegar. Ákvæði auglýsingar þessarar taka gildi frá og með 1. des. 1968. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 12. nóv. 1968. Einar Ingimundarson. Magnús E. Baldvlnsson Laugavcgi 12 - S(mi 22804 SÖLUBÖRN ÓSKAST Dagblaðið VÍSIR LJÓSASKILTI LJÓSASKILTI Islenzkur iðnaður Getum útvegað með stuttum fyrirvara hin vinsælu plast-útiljósaskilti í flestum stærðum og litum. Skiltin eru framleidd úr beztu fáanlegum efnum, með eins árs ábyrgð á allri framleiðslu. — Kynnið yður verð og greiðsluskilmála. Gerum tilboð yður að kostnaðarlausu. PLASTSKILTAGERÐIN S.F. Sími 33850. FÉLAGSLÍF Kristniboðsvikan. Samkoma í húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg i kvöld kl. 8.30. — Gamalt og nýtt frá Konsó f myndum og frásögn. Friðrik Ó. Schram hefur hugleiðingu. — Ein jngur- - A’Iir velkomnu. Samband ísl. kristniboðsfél. ÁLFTAMÝRI 7 Blómin meöhöndluð af fagmanni Opið öl) kvöld og helgar. YMISLEGT LEIGAN s.f. Vinnuvélar til leigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og tleygum Rafknúnir Steinborar Vatnsdœlur ( rafmagn, benzín ) Jarðvegsþjöppur Rafsu&utœki Víbratorar Stauraborar Slipirokkar Hitablásarar HOFDATUNU - SÍMI 232480 v ' ------- V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.