Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 6
V1SIR . Föstudagur 22. nóvember 1968. TONABIO íslenzkur texti. Listir -Bækur -Menningarmál- („Fistful of Dollars") Víöfræg og óvenjuspennandi, ný, ítölsk-amerísk mynd i lit- um og Techniscope. Myndin hefur veriö sýnd viö metað- sókn um allan heim. Clint Eastwood Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. MÝJA BÍÓ 6. vika HER' NAMS! RIN. SBNHl IIDTI .... ómetanleg heimild .. stór kostlega skemmtileg. ... Mbl. Bönnuð vngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðustu sýningar. BÆJARBÍÓ Timi úlfsins (Vargtimmen) Hin nýja og frábæra sænska verölaunamynd. — Leikstjórn og handrit: Ingmar Bergman. Aöalhlutverk: Liv Ulmann Max von Sydow Gertrud Fridh Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Miöasala frá kl. 7. ÞJOÐLEIKHUSID Vér moröingjar í kvöld kl. 20. Næst sfðasta sinn. Hunangsilmur, laugard. kl. 20 Púntila og Matti sunnud. kl. 20 Aögöngumiðasaian opin frá kl. 13.15 til 20. Simi 1-1200. Leikfébg Kópavogs Ungtrú éttansjálfur eftir Gísla Ástþórsson. Sýning í Kópavogsbíóí laugar- dag kl 20.30. Aögöngumiöasalan er opin frá fcl. 4.30. Sími 41985. ! ií í Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: Leikfélag Kópavogs: Ungfrú Ettansjálfur eftir Gisla J. Ástþórsson Leikstjóri: Baldvin Halldórsson — Leikmynd: Gunnar Bjarnason >: 5 T eikfélag Kópavogs er skipað áhugasömu fólki. Aö sjálf- sögöu á þaö við sömu örðug- leika að stríöa og allt þaö fólk, sem helgar listinni hvíldarstund ir sínar aö dagsverki loknu — og nú verða yfirleitt allir að vinna langt dagsverk, ef þeir vilja hafa í sig og á. Þar aö auki standa þeir svo andspæn- is sömu erfiðleikum og „atvinnu leikhúsin", fjárhagsöröugleik- um, taprekstri — jafnvel þótt sýnt sé við sæmilega aösókn. Þaö þarf því sannarlega einlæg- an áhuga á leiklistinni, til þess aö gefa hana ekki upp á bátinn við slíkar aðstæður. En þeir eru ekki á því, þama í Kópavoginum. Og sl. laugar- dag var þar frumsýnt nýtt, ís- lenzkt leikrit eftir höfund, sem að vísu hefur samiö sögur viö góöan oröstír, en þreytir þarna frumraun sína sem leikritaskáld. Nefnist leikrit þetta „Ungfrú ■ Éttansjálfur", og höfundurinn er Gísli J. Ástþórsson. Gisli hefur áður sýnt og sann að, aö hann er lipur skáldsagna- höfundur, hefur þar jafnvel ým- islegt til brunns að bera um- fram aöra höfunda er fást við aö skrifa sögur og þykja þó lið- tækir. Hann hefur tileinkað sér léttan, tilgerðarlausan stíl og væmnislausan frásagnarmáta, getur brugðiö fyrir sig skemmti- legri fyndni, en varast hins vegar heimspekilegar vangavelt- ur, sálfræöilegar skilgreiningar, pólitíska boöun og kynmaka- fræöi. 1 skáldsögu sinni, „Brauð ið og ástin“, sem út kom fyrir nokkrum árum, lék hann sér að því að lýsa ástum blaöamanns við fiskvinnu- stúlku I verkfalli án þess að falla fyrir nokkrum af hinum áðumefndu freistingum, og verð ur það að kallast óvenju vel frumraun sína sem leikritahöf- undur, fellur hann því miður fyrir freistingu, sem að vísu er annars eölis, en reynist honum þar hættuleg engu aö síður. I stað þess að velja sér nýtt viö- fangsefni, tekur hann sig til og umsemur áður nefnda sögu sína fyrir svið. Slík tilraun er allt of hættuleg — hún getur að vísu tekizt, ef sagan, sem um era* ræöa, er vel til slíkra ham skipta fallin, en þaö fer fyrst og fremst eftir því hvaða tækni höfundurinn hefur beitt þar til áhrifa. Þótt skáldsagan sé mjög góð sem skáldsaga, getur hún veriö illa til þess fallin að um- semja hana fyrir svið, og þaö mun sjaldgæft að hún tapi ekki einhverju í þeim búningi. Það gerir „Brauöiö og ástin“ líka tilfinnanlega aö mínum dómi við hamskiptin i „Ungfrú Éttan sjálfur", og þetta er því leiöara, að Gísli var síður en svo nauð- beygður til aö fara þannig að. Sem skáldsagnahöfundur hefur hann sýnt að hann getur áreiö- anlega samið skemmtileg við- fangsefni fyrir sviö, og ég er ekki í neinum vafa um, að það hefði honum tekizt, ef hann hefði samið nýtt verk, í stað þess að umskapa það, sem hann hafði áður skrifað og í öðrum tilgangi. En látum svo vera, það verð- ur vist að dæma hvem höfund af þvi sem hann gerir, en láta það, sem hann gæti gert, liggja á milli hluta. „Ungfrú Éttansjálf ur“ er komin á leiksvið f Kópa- vogi, og sópar þar talsvert af henni, enda þótt mér finnist hún enn aðsópsmeiri og mann- legri í sögunni. Baldvin Halldórs son hefur annazt sviðsetning- una, sem er mjög vandvirknis- lega unnin af hans hálfu, en Gimnar Bjamason gert leik- myndir af mikilll smekkvísi. Helga Harðardóttir leikur ung- Guðrún Þór og Helga Haraldsdóttir í hlutverkum sínum. ■: af sér vikið. :■ En - þegar hann þreytir svo Í.VAV.W.VMVAV.V.W.V.V.V.W.V.VA'.V’.V.V.V.V'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.'.'.V.'.V.V.V.V.V.' frúna, Birnu, sem verður gerð- arlegasta fiskvinnustúlka í meðförum hennar og skilningi. Þá leikur Björn Einarsson Grím forstjóra, en svo undar- lega vill til að Björn, sem i raun inni er fæddur leikari, nær ein- hverra hluta vegna ekki tökum á hlutverkinu, svo forstjórinn verður farsafígúra i höndum hans og i algerri mótsögn viö annan leik á sviðinu — nema ef vera skyldi túlkun Björns Magnússonar á Bóasi blaða- manni, sem er furöu lítill bóg- ur frá höfundarins hendi, og samt enn minni í höndunum á Bimi. Jónína Jónsdóttir leikur hins vegar dóttur útgerðar- mannsins, Dúddu, af miklum tilþrifum og verður mun meira úr því hlutverki en efni standa til. Þama er það vafalaust sagan, sem verður bæði höfundi og leikendum fjötur um fót. Hún er sögð í fyrstu persónu, og það er Bóas blaöamaður, sem segir hana — öllum öðrum per sónum og öllum atburöum er lýst með orðum og hugleiöing- um hans. Þegar sögunni er svo breytt fvrir leiksvið, er Bóas ekki lengur sögumaður, heldur gerandi I gangi leiksins. Lesend umir sáu sögupersónurnar ogat- burðina með hans augum, og sem slíkur var hann þeim mik- ilvægur miðill. Áhorfendumir verða hins vegar að sjá þetta allt meö eigin augum, og þá bregður svo við, að hann hefur furðu litlu hlutverki að gegna. í sögunni var það hann, sem gæddi hinar persónurnar lífi og sérkennum með frásögn sinni, en þegar þær svo koma fram á leiksviðið og njóta ekki lengur túlkunar hans, hljóta þær að glata talsverðu af hvoru tveggja frammi fyrir áhorfendum. í þessu er brotalömina að finna að mínum dómi. Engu að siður er ég þess full viss, að Gísli J. Ástþórsson hef- ur flest til þess að geta samið skemmtilega og létta gaman- leiki og vonandi á hann það eft ir. „Ungfrú Éttansjálfur" er, þrátt fyrir ýmsa vankanta, alls ekki svo misheppnuð tilraun að hann hafi ástæðu til að leggja þar árar í bát. Síður en svo .... STJÖRNUBÍÓ Harðskeytti ofurstinn Islenzkur texti Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 14 ára. HÁSKÓIABÍÓ Svarta nöglin (Don't lose your head) Einstaklega skemmtileg brezk litmvnd frá Rank, skopstæling ar af Rauðu akurliljunni. íslenzkur texti. Aðalhlutverk: Sldney James. Kenneth Williams Jim Dale Sýnd kl. 5, 7 og 9. LAUGARÁSB80 Drepum karlinn Hörkuspennandi ný 1 amerísk nynd I litum með íslenzkum texta. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð bömum. Síðasta sinn. 'RZYKJAyÍKUK] LEYNIMELUR 13 í kvöld MAÐUR OG KONA, laugard. YVONNE, sunnudag. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. SAftflLA BEO IWINNER QF 6 ACADEMV AWARDSI MEIROGOtCWVNMAYER muun ACAaOPOmFROOUCIION DAVID LEAIM'S FILM OF B0S1S PASIERNAKS DOCTOR _ ZHilAGO ,N metrvoÍÍm*íí° Sýnd kl. 5 og 8.30. skmmmÆmmm Njósnari á yztu nöf Mjög spennand ný amerisk kvikmvnd ( litum og cinema scope ’slenzkur texti. Frank Sinatra. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. 41985 fg er kona II 5. sýningarvika. Ovenju djöri ug Aoi'nnmdi, ný dc isk litmynd gerð eftir sam- nefndn sön Siv Holms. Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð nörnutT' >nnan 16 ára HAFNARBÍÓ Demantaránið mikla Hörkuspennandi, ný litmynd um ný ævintýri lögreglumanns ins Terr Colton með George Naaer íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. -t wrrnmxnm*} -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.