Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 16
VISIR rusiuudgur novemDer xuoo. Dregið kvöld i t dag er hver síðastur að eignast miða í Landshappdrætti Sjálfstæðis fiokksins, þvi að dregið verður í kvöld um hinar glæsiiegu Merced- es Benz-bifreiðar. Enginn hefur möguleika "oma að eiga miða og skyldu menn minnast þess á morgun. Skrifstofa happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu verður opin til miðnættis og geta menn gert skil á heimsendum miðum alveg fram til þess tíma. Einnig verða miðar seldir í happdrættisbifreiðunum í Ai ' ‘ - ' ’ • ,Sé ástandið svipað og var 1963, verða kjörin að vera í samræmi við það' sagði forsætisráðherra i vantraustsumræðunum • Vantraust stjórnarandstæðinga var felld með 32:28 á AI- þingi um miðnættið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í umræðunum, að áföli þau, er sjávarútvegurinn hefði orðið fyrir að undanförnu, væru þrisvar til fjórum sinnum meiri en rýrnun þjóðartekna að meðaltali. Gengisbreytingar- leiðin hefði verið valih, því að ríkisstjórnin teldi, að næg at- vinna skipti mestu, og-væri þessi leið Wkiegust-ttl-^að halda uppi atvinnu af þeim íeiðum, er til greina komu. Stjórnar- andstæðingar klifuðu á því, að ástandið í efnahagsmálum væri ekki verra en verTS hefði fyrir einum fimm árum. Væri það rétt, þá gætu lífskjör fólks ekki verið betri en svo, að samræmi væri á milli kjara og þjóðartekna. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, kvað stjórnarand stöðuna, en ekki ríkisstjórnina, hafa brugðizt lýðræðislegum skyldum sínum, og ætti and- staðan vantraustið skilið. Eng- inn hefði heyrt stjómarandstæð inga segjast vilja fara uppbóta- leiðina eða niðurfærsluieiðina. Þeir heföu ekki bent á nein úr- ræði. Mismunur stjómar og and stöðu væri sá, að stjórnin hefði þorað að taka afstöðu og bregð- ast við vandanum. Ólafur Jóhannesson, formað- ur Framsóknarflokksins, sagði að auðvitað yrði sama reynsla af þessari gengislækkun og varð af gengislækkuninni £ fyrra. Hún mundi renna út í sandinn, verðbólga fylgja og siðan enn ein gengislækkun, ef ekki yrði breytt um stjórnarstefnu. Örð- ugleikarnir stöfuðu ekki af afla bresti og verðlækkunum útflutn ingsafurða. Þeir væru sök stjóm arinnar, Hún hefði látið undir 10. síða Leitað í skipum að týndu stúlkunni • Enn bólar ekkert á týndu stúlkunni, SiHríði Jónsdóttur úr Hafnarfirði. Hefur ekkert spurzt af ferðum hennar og maðurinn, sem lögreglan hefur leitað síðustu daga, hefur ekki heldur gefiö sig fram. Lögreglan vinnur af kappi að því að upplýsa þetta dularfulla hvarf og hefur meðal annars graf- izt fyrir um allar skipaferðir úr Hafnarfirði, Reykjavík, Keflavik, Þorlákshöfn og Akranesi, ef ske kynni, að stúlkan hefði ráðið sig til vinnu á eitthvert skipið, sem látið hefur úr þessum höfnum þessa daga. Skipafélögin hafa falið skipstjórum skipa þessara að láta fara fram leit um borð I þeim, hvar sem þau eru stödd. Sú leit hefur heldur engan árangur borið. Vegatjónið á Aust- fjörðum 1.5 millj. Unnið af kappi við að laga vegina fyrir veturinn ATTA jarðýtur af öllum stærö- um, ámoksturstæki og fjöldi bíla er nú f notkun vegna við- -erðar á vegum, sem skemmd- nst f rigninm'num á Austfjörð- ■>m. Vesaviðgerðirnar hafa stað- ð f fuila viku og er nú víðast ^"■ðið jeppafært, en búizt er við 'ð taki alltaf viku í viðbót að ' oma vequnum í sæmilegt horf. Eymundur Runólfsson, verkfræð ingur, sem sendur var austur á veg um Vegagerðarinnar til þess að kanna skemmdimar, sagði í viðtali við Vísi í morgun, að ógerlegt væri að gizka með neinni vissu á hversu mikilli fjárhæð tjónið á vegnunm næmi. Sér hefði dottiö í hug iy2 milljón, sú upphæö næði þó einung is til vegaskemmdanna. Miklar skemmdir urðu einnig á mannvirkj um bænda. Verst er vegurinn farinn í Skrið- ; dal, Breiðdal og í sunnanverðum Reyðarfirði. — í Skriðdal þurrkað- ist vegurinn út á löngum kafla þar sem lækir flóðu yfir hann og grófu sér farvegi. Yfir Breiðdalsheiöi en ennþá ó- i fært öllum bílum. Þar féll berg-' skriða á veginn, hrundi bókstaflega stykki úr fj llinu og huldi veginn á smákafla. Tvær brýr löskuðust, á Norðfjarðará og Stuðlá í Reyð- arfirði. , i Eymundur sagði að ætlunin væri j að gera sem mest við vegina meðan j veður leyfði, en þó væri óvíst hvort j hægt væri að koma þeim öllum í samt lag í haust. Engin alvarleg meiðsli urðu á börnunum, sem lentu í árekstrinum hjá brúnni yfir Úlfarsá rétt fyrir hádegi í gær. Eins og sagt var frá í Vísi í gær, voni bömin 19 á leið í skólaheimsókn upp í Borg- arfjörð, þegar rútan, sem flutti þau, r«kst á vörubil á ÍJlfarsárbrú (Korpu). AIls hlutu 9 böm skurði og skrámur, en nokkrar skemmdir urðu á bílnum. Þegar Vísir fór í prentun í gær, var hins vegan- talið, að aðeins 6 böm hefðu slasazt. 1 Brunabótamat hækkað um 16% | — Tilboð i endurtryggingar Húsatrygging- anna i rannsókn • Borgarráð samþykkti í Ífyrradag að hækka brunabóta mat fasteigna í Reykjavík um 16% til samræmis við verð- lagshækkanir, sem orðið hafa að undanfömu. Þetta er að p sjálfsögðu til hagsbóta fyrir H húsaeigendur, þar sem eign- | ir þeirra til tryggingar verða K nú hærra metnar en áður. Eins og kunnugt er buðu ’ Húsatryggingar Reykjavíkur endurtryggingar sínar út. Fimm ia tilboð bárust, þar af tvö frá í,; erlendum aðilum. Innlendu til- | boðin sem bárust voru frá Sjó- vátryggingarfélagi íslands, Brunabótafélagi íslands og Tryggingu hf. Nokkurn tíma mun taka að kanna hvaða tilboð er hagstæð ast að þvf er Sigfinnur Sigurös son, borgarverkfræöingur tjáði blaðinu í gær. Ýmis atriði þarf að taka með í reikninginn og ekki eins auðvelt að gera það upp, hvaða tilboð er hagstæðast eins og menn kynnu að halda. Vonazt er þó til að hægt verði að taka ákveðnu tilboði i næstu viku. Það er Reykjavíkurborg, sem rekur Húsatryggingar Reykja- '2 víkur. Þetta fyrirkomulag hófst | árið 1954, en fyrir þann tíma ö samdi borgin við ýmis trygg- j§ ingafélög um að annast þessar « tryggingar. | Samanlögð tryggingarupphæö | á næsta ári veröur um 32,5 millj r arðar króna og verður saman- Iögö upphæð iðgjalda um 32.5 milljónir króna. Síðastliðið ár var erfiðasta ár @ ið hjá Húsatryggingunum þegar | tjónabætur námu um 16 milljón r um króna. j? Brunabótafélag íslands hefur § annazt endurtryggingar fyrir ;S Húsatryggingar undanfarin 5 > ár, en áður annaðist Islenzk ; endurtrygging endurtrygging- 1 arnar frá 1954. ^ Vestmannaeyjakaup- staður 50 ’f ■ Vesímannaeyjar I hlutu kaupstaðarrétt- 1|i indi hinn 22. nóvember 1918, og eiga því fimmt- ugsafmæli í dag. Marg- víslegar ástæður lágu til þess, að ekki þótti unnt að efna til hátíðarhalds svo seint á árinu, og hef- ur þeim því verið frest- að til sumarsins. Bæjarstjórn mun halda veg- ára í dag legan hátíðarfund hinn 14. febrúar næstkomandi, á þeim degi sem fyrsti bæjarstjómar- fundurinn var haldinn fyrir 50 árum. Á sumri komanda veröur svo fagnaður og sýningar. Nokkuð hefur nú þegar verið unnið að undirbúningi þess. Á næstunni mun undirbúningsnefndin leita til einstaklinga, félaga og félags samtaka um þátttöku í hátíðar- höldunum, og er það von henn- ar og ósk, að zrugðizt verð; vel við málaleitan hennar, enda ein dreginn vilji fyrirc hendi um, að vandað sé til alls undirbúnings og sem flestir leggi hönd á plóginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.