Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 22.11.1968, Blaðsíða 3
V í SIR . Föstudagur 22. nóvember 1968. 3 Jjað er ótrúlegt hvað hægt er að tæta eina kind, sagði Bjamieifur ljósmvndari, þegar Vísismenn höfðu gengið í gegn- um Álafossverksmiðjurnar í fylgd með Pétri Péturssyni, for- stjóra og Guðjóni Hjartarsyni, verksmiðjustjóra, í fyrri viku. Þetta voru sannarlega orð að sönnu. Ullin hefur lent í ýmsu áður en hún kemst í hendur kaupenda. Fyrsta stigið í meðferð ullar- innar eftir að hún kemur í verk smiðjurnar er þvottur. í þvottin um rýmar ullin um hvorki meira né minna en 42%. Or þvotti er uilin sett í þurrkun, en þaðan ýmist í litum eða beint í vinnslu. Ullinni er blásið eftir rörum úr elzta húsi verksmiðj- unnar, þar sem þvottur, þurrk- un og litun fer fram, upp 1 spunaverksmiðjuna, sem stend- ur töluveröan spotta frá hin- um húsunum. I spunaverksmiðjunni eru margar og flóknar vélar, en nú- tima vinnsla ullar er flóknari en flestir gera sér grein fyrir. Mikl ar vélasamstæður taka ullina og hreinsa hana og jafna. Þaðan fer hún í kembingarvélar og spunavélar, sem em mismun- andi eftir því hvaö framleiða skal. Fftir að bandið hefur verið unnið em ofin úr því teppi, á- klæði, fataefni, værðarvoðir og í litlum mæli prjónaðir sokkar. Hespulopinn og plötulopinn, þ.e. gamla og nýja tegundin af Séð yfir spunaverksmiðjuna, sem er yngsti hluti verksmiðjunn ar, byggð 1963. GENGIÐ UM AÐ ÁLAFOSSI lopa, er ekki spunninn, nema hespulopinn smávægilega. Hann er ekki notaður í vefnað, heldur gerður upp í hespur og seldur þannig, bæði neytend- ur héf og erlfendis, en einnig hafa aðrir aðiiar keypt lopann og prjónað úr honum peysur til útflutnings. Þessi prjónaskapur hefur farið mjög vaxandi undan fariö og er að verða að meiri háttar heimilisiönaði. Á þessu ári verða fluttar út 10—15 þús. peysur, sem nær eingöngu eru prjónaðar af konum, sem varla myndu stunda aðra atvinnu fyr- ir utan heimilisstörf en prjóna- skap eða sambærilegan heimil- isiðnað. Þetta er því ekki svo lítið bús- ílag fyrir konumar og þjóðarbú- skapinn. Myndsjáin bregður hér upp nokkrum myndum úr verksmiðj unum. Þær segja því miður ekki nema lítið af sögunni. 'í’il að gera vel grein fyrir starfsem-. inni í myndum, þyrfti heilt myndaalbúm. Ullin kemur úr þurrkun og þvotti. Afkastagetan er um 250 kg af hreinni uil á klukkustund. Álafoss hefur nú aftur hafið framleiðslu á saloon-áklæðum eftir langt hlé á þeirri framleiðslu. Vinsældir gólfteppanna frá Álafossi grundvallast nokkuð á þessum vefstól. Hann vefur teppi, sem eru 3,65 metrar á breidd og fækkar sa mskeytum á tilsniðnum teppum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.