Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 14.12.1968, Blaðsíða 5
VISIR . Laugardagur 14. desember 1968. Tj’rum við ekki allar forvitnar um þaö hvemig hinar hafa •það fyrir jólin og um jólin? Okkur datt í hug að gaman vasri aö fá frásögn af jólahaldi og jólaundirbúningi og þaö er frú Sigriður Haraldsdóttir, hús- mæðrakennari, sem ætlar að segja okkur frá sínu á síöunni í dag. Sigríði munið þiö kannast við, þær ykkar, sem hafa hringt í Leiðbeiningastöð húsmæðra undanfama mánuði. Sigríður vinnur þar hálfan daginn og verður fyrir svömm um hin ýmsu vandamál húshaldsins. Að auki vinnur hún við gagnfræða- skóila Ansturbæjar og kennir matreiðslu. Sigriður er ekkja og tveggja bama móðir, á 14 ára telpu og 17 ára dreng. Við spyrjum hana fyrsl;. — Hvenær' hefst jólaundirbúning- urinn hjá þér? — Hann hefst þann 1. des- ember, þá er bakað laufabrauö og þá er það siður á mínu heimili að bjóða einni konu, og það er ný kona á hverju ári, til að baka hjá mér. Núna voru bakaðar einar 40—50 laufa- brauöskökur. — Hvaö er næst á dagskrá jólaundirbúningsins? ... ...JnS Ég geri enga sérstaka j ólahr einger ningu44 — segir Sigríður Haraldsdóttir, sem segir frq jólahaldi sirw á siðunni i dag að enginn af heimilisfólkinu fari í jólaköttinn. — Það er aö skrifa öll jóla- bréfin til útlanda og jólakortin, ég nota helgamar til þess. Ætt ingjamir eru svo margir erlend- is þvi ég er alin upp í Dan- mörku, en fluttist til íslands árfö 1946. — Hvemig hagaröu hinum jólaverkunum? — Ég baka sáralítið af öðru en laufabrauöi. í mesta lagi kleinur, vanilluhringi og brún- ar kökur, en aftur á móti baka ég afskaplega mikið af þeim, því ég gef þær í jólagjöf handa þehn sem ég þarf að muna eftir hverju sinni. Ég geri enga sér- staka jólahreingerningu heldur, ég reyni aö vera búin að koma hreingerningunni af á haustin áður en ég byrja að kenna, en auðvitað þvæ ég gluggatjöld og athuga aö allt sé í röð og reglu 1 skúffum og skápum. — Lendir þú í tímahraki fyrir jólin? — Ef byrjað er i tæka tíð á nú helzt að fyrirbyggja það eins og hægt er. — Og hvaö hefurðu í mat- irm á jólunum? — Alltaf sama matinn. Á að- fangadagskvöld er fastur siður að hafa steiktar rjúpur með rauðkáli, hrísgrjónaábæti með möndlu og möndlugjöf handa þeim, sem fær möndluna, ég held þeim danska sið. Á jóla- dag tek ég á móti systkinum mannsins míns og bömum þeirra og bamabömum og þar með eru gestirnir orðnir 40. — Þann sið hef ég haft frá því ég gifti mig og hefur mér þótt það mjög skemmtilegt. Ég hef allt- af hangikjöt, laufabrauð, kartöfl ur í jafningi og grænar baunir og ís á eftir. — Hvað viltu segja um jóla- undirbúninginn aö öðru leyti? — Þegar skólamir hætta hafa börnin búið til jólasælgæti en fara nú að verða vaxin upp úr þvf, þau taka líka þátt í laufa- brauðsskurðinum og ekki sízt, þegar börn eru á yngri ámm hafa þau mjög gaman af því að hjálpa til við smákökubakst- urinn og þótt árangurinn verði misjafn finnst mér það skipta minnstu máli. Um leið og jóla- fríið hefst í skólunum byrja ég á því að ganga frá smákökun- um, og athuga jólaskrautið og sjóða hangikjötiö. Jólagjafirnar reyni ég aö kaupa í nóvember og svo sé ég auðvitað um það, Efnisyfirlit „Vísis i vikulokin" ' Við viljum benda þeim á, sem safna saman „Vísi i vikulokin", að efnisyfirlit yfir matarupp- sjkriftir í honum birtist á Kvennasíðu s.I. miðvikudag. Þetta efnisyfirlit er til mikilla þæginda þar sem „Vísir í viku- lokin“ er orðinn stórt og mynd arlegt blað og ekki auðvelt að finna hvaðeina i honum nema minnið sé því betra. Ef þið hafið misst af miðvikudagsblað inu getið þið fengið það á af- greiðslu Vísis. „Hrisfið ykkur saman" Fimmta hefti útgáfunnar Sér- réttir eftir Ib Wessman hefur komið út og fæst í flestum mat- vöruverzlunum á kr. 15. Þetta nýja hefti fjallar um kvöldboð. I'því er grein eftir Símon Sig- urjóhsson yfirbarþjónn í Nausti, sem heitir „Hristið ykkur sam- an“, gefur hann þar uppskriftir að ýmsum vínblöndum. Auk þess eru í heftinu uppskriftir að ýmsum smáréttum til þess að hafa í veizlum. Þetta er upplögð bók fyrir þær, sem ætla að 'ialda upp á gamlárskvöld með smáveizlu. Áður hafa komið út hjá þess- iri útgáfu „Sérréttir yfirmal- sveinsins og annar herramanns matur", hefti nr. 2 hefur ekki undirheiti, hefti sem hefur und- irheitið „grænmeti", og númer 4 nefnist „smurt brauð og kökur“.« LJOS& ORKA Ódýrt — Ódýrt Höfum fengið fjólbreytt urval af mjög ódýrum gler loftlómpum LJOS & ORKA Suðurlandsbmut 12 sími 84488 LJOS& ORKA Kaupið íslenzkt Við bjóðum yður mjóg glæsilega keramik borðlampa frá Hauki Dór. LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 LJOS& ORKA Landsins mesta lampaúrval LJOS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 ■B^aaa^aa^v^t' -;r, !3E3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.