Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 1
70-80% hjónaskilnaða vegna áfengisneyzlu — segir áfengisvarnaráðunautur ■ „Áfengisneyzla Islendinga hefur aukizt um 48% á sex árum. Hér á landi var drukkið áfengi sem svarar 2,38 lítrum af Gjafir fyrir fullorðna — j 2. blaði jólahandbókarinnar I Um næstu helgi gefur Vísir I út seinna blað jðlagjafahand- { bókar Vísis. Verða þar Ieið-, beiningar um val jólagjafa fyrir karlmenn og konur og I einnig sérstakur þáttur um ó | dýrar jólagjafir. I Blaöið verður með sama sniði' og fyrra blaö jólagjafahand-1 bókarinnar, sem kom út um { sfðustu helgi og fjallaði um gjafir fyrir börn og unglinga.J Það blað varð mjög vinsælt I og seldist upp í mjög stóru { upplagi. I Þeir, sem áhuga haga á að ' auglýsa í selnna blaðinu, I verða að hafa samband við | auglýsingastofu Vísis sem, allra fyrst. hreinum spíra á hvert manns- barn í landinu, en árið 1961 ekki nema 1,61 lítri. Áætlað er að tala algjörra áfeng- issjúklinga hafi árið 1966 verið 2300 og konur séu nálægt 10% af þeim fjölda. Þá er talið að 70 — 80% hjónaskilnaðarmála hér á landi eigi rætur sínar að rekja til áfengisneyzlu. Þessar staöreyndir komu meðal annars fram í erindi Kristins Stef- ánssonar, áfengisvarnaráðunautar á 8. þingi Landssambandsins gegn áfengisbölinu. Þing Landssambandsins geröi ýmsar ályktanir, meðal annars um aö skora á heilbrigöisstjórnina aö framfylgja lögum um meðferð drvkkjusjúklinga, en til þess vant- aði mjög aukið fé og aukið sjúkra- rými. — Þingið skoraði á öll yfir- völd ríkis og sveitarfélaga að leggja niöur áfengisveitingar í sam kvæmum sínum. Krafizt var að framfylgt yrði betur Iögum og reglugerðum um áfengisvarnir og hert yrði löggæzla og aukið eftirlit á vínveitingahús- um. Ennfremur voru gerðar ályktanir um aukna áfengisfræðslu. Aðildar- félög sambandsins eru nú 19 orð- in. Formaður þess er Axel Jóns- son, en Pétur Björnsson varaform. stjórnaði þinginu í forföllum hans. Það var nóg aö gera á póstinum í morgun viö að flokka póstinn (Ljósm. Vísis, B. G.), Jólaannir á Pósthúsinu: Um 200 manns í auka- vinnú við jólapóstinn Á MIÐNÆTTI í nótt rann út frestur til að skila jólapósti. Undanfarna daga hafa jóla- kveðjurnar streymt inn og flóðið náði hámarki í gær, að því er Matthías Guðmunds- son póstmeistari tjáði blað- inu. KRISTNIHALD OG MJÓLKURSALA A ISLANDI NATENGT? Mjólkursamsalan stöðvar sólu 'á mjólk / Garða- hreppi á sunnudag. Ibúarnir / uppreisnarskapi ■ Forstjóri Mjólkur- ekki haft takmarkanir á samsölunnar hefur nú á- kveðið upp á eigið ein- dæmi að stöðva alla sölu á mjólkurafurðum í verzlun Kaupfél. Hafn- arfjarðar í Garðahreppi. — Garðahreppur hefur opnunartíma verzlana og hefur kaupfélagið því óhindrað getað selt allar vörur út um lúgu á sunnudögum. Það gerðist ^ftur á móti fyrri sunnudag, að starfsmaður Mjólk ursamsölunnar birtist þar suður frá og bannaði sölu á mjólkur- afurðum á sunnudögum. — í- búar Garðahrepps hafa tekið þetta mjög óstinnt upp og er nú fyrirhugað að efna til borg- arafundar í hreppnum til að ræða þetta mál, aö því er Hösk- uldur Jónsson, deildarstjóri í fjármálaráöuneytinu og íbúi í Garöahreppi tjáði Vísi í morgun. — Okkur þykja armar einkasöl unnar vera famir að teygja sig anzi langt. Höskuldur, Ólafur Einarsson sveitarstjóri og Steinar Berg Björnsson fulltrúi i Stjórnarráð inu gengu á fund Stefáns Björns sonar, forstjóra Mjólkursamsöl- unnar sl. miövikudag til aö biðja hann um skýringar á þessu máli. Hann tjáöi þeim, — að í kristnu samfélagi eins og á Is- landi, ^etti hvorki aö selja mjólk né kaupa á sunnudögum. Þar að auki sagði hann, — að salan á sunnudögum hefði kostnaðar- auka í för með sér, — sem Hösk uldur segir vera helberan þvætt ing. Það heföj engan kosnáðar- auka í för meö sér fyrir Mjólkur samsöluna, aö Kaupfélagið seldi mjólk á sunnudögum. Hann sagði einnig að það væri mjög vafasamur gmndvöll ur fyrir því aö stöðva sölu mjólkur á sunnudögum. I lögum frá 1960, sem veittu Mjólkur- samsölunni einkaleyfi á mjólkur m-y 10. síða. Póstmeistari sagði að nú væri unnið aö því af kappi að flokka bréfin og raða þeim niður, áöur en þau verða borin út, og eins og venja er fyrir jól hefur starUlið pósthússins verið stór- aukið. Samtals mun um 200 manns fá vinnu í fáeina daga vegna þessara jólaáhna, og grípur skólafólk þetta tækifæri fegins hendi til að vinna sér inn auka skilding. , Fastir bréfberar eru 70—80, þar af um 40 stúlkur, sem vinna hálfan daginn, en nú munu bæt- ast við um 130 manns til að aðstoða við útburö á jólapóst- inum, sem hefst 19. desember. Póstmeistari sagði að af- greiösla heföi gengið vel f gær, enda voru mun fleiri við af- greiöslu á pósthúsinu en venju- lega. Það var helzt í útibú- unum, sem minniháttar tafjr urðu. J ólapc rturinn mun vera svip- aöur að magni nú og undan- farin ár, og að venju verð- ur reynt að koma honum öllum til skila fyrir hátíðina. Á ekkert að geta komið í veg fyrir það, nema þá aðeins almenn veik- indi eða slæmt veðurfar. Aukin endurkaup afurðavixla landbúnaðarins. Upphaf úflánaaukningarinnar? Seðlabankinn hefur aukið endur kaup á afurðavíxlum landbúnaðar- ins. Er það sennilega upphaf út- lánaaukningar þeirrar, sem forsæt- isráðherra hefur boðað á Alþingi, að bankinn muni beita sér fyrir. Aukning endurkaupanna sam- svarar ekk; að fullu verðhækkun- um, sem urðu á vörum landbúnaöar ins í sumar, sem munu hafa verið nær 27 af hundraði, en er þó all- verulegur hluti þeirra. Bundið fé banka og annarra inn- lánastofnana á reikningum í Seðla- bankanum, hin svonefnda ,,fryst- ing“, mun nema um 2000 millión- um króna. Tillaga hefur komið fram um það á Alþingi, að nú verði þessari bindingu hætt, þótt ekki verði gengið á fjárhæðina sjálfa, sem verði látin standa á tveim ur milljörðum. Með því ættí að fást mikil fjárhæð til útlána. Tilagan er flutt af Framsóknarmönnum, sem löngum hafa deilt á bindinguna og talið hana til ills eins. Stjórnar- flokkarnir hafa talið hana draga úr verðbólgu á undanförnum árum. Útlánaaukningunni, sem boðuð hefur verið, mun einkum ætlað að taka tii afurðalána og rekstrarlána atvinnufyrirtækja. ENN TVÖ SLYS I STRAUMSVÍK Enn hefur maöur hrapað úr mik- IIIi hæö í kerjahúsi álverksmiöjunn- ar í Straumsvík. Svisslendingur, Ficher Samer aö nafni hrapaði nið- ur 4 m hátt i'all við vinnu sína snemma í gærmorgun og höfuö- kúpubrotnaöi. En í ljós kom i gær, að annað alvarlegt slys hafði hent á föstudag við bryggjuna í Straumsvík, en þá slitnaði vír og lenti í höföinu á vél- stjóra dráttarbáts, sem var við bryggjuna. Hlaut maöurinn (ísl.) »->■ 10. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.