Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 6
4 6 VISTlt . Þriðjuðagur 17. desember 1968. BÆJARBÍÓ Pulver sjóliðsforingi (Ensign Pulver) Amerísk gamanmynd í sér- flokki I litum og cinemascope Aðalhlutverk: Robert Walker óg Burl Ives. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Miðasala frá 14—7. AUSTURBÆJARBIO Vikingarnir koma Cameron Mitchell. Bönnuð bömum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. KÓPAVOGSBIO Viva Maria íslenzkur texti. Brigitte Bar- dot. Jeanne Morian. Endur- sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð böm um innan 12 ára. TONABIÓ íslenzkur texti. Djóflaveiran Víðfraég og snilldarvel gerð amerísk kv^kmynd í litum og panavision. Myndin er gerð eft ir samnefndri sögu Alistair MacLean. Richard Basehard George Maharis Endursýnd kl. 5 og 9. — Bönn uð bömum. STJÖRNUBKÓ Ormur rauði Islenzkur texti. Richard Wid mark, Sidney Poitier. Endur- sýnd kl. 5 og 9. GAMLA BÍÓ Feneyja-leyniskjölin Bandarisk sakamálamynd — Islenzkur texti. Robert Vaughn Boris Karloff Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 Bönnuð börnum innan 16 ára. LAUGARASBIO Táp og fjör Sérlega skemmtileg ný amer- ísk músík-gamanmynd í litum og Cinémascope. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Kemur sveigjanlegra gengi í veg fyrir sífelldar fjármálakreppur? NÝJA BÍÓ íveggja mvnda sýning Hóll Satans Hrollvekjumynd. Heimsendir? Ævintýramynd. Bannaðar yngri en 16 ára. Sýndar kl. 5 og 9. HAFNARBIO Hér var harriingja min Sarah Miles, Cyril Cusack. tslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Maðurinn fyrir utan Van Heflin. íslenzkur texti. — Bönnuð innan 16 ára sýnd kl. 5 og 7. HASKÓLABÍÓ Byltingarforkólfarnir (What happened at Campo Grande) jslenzkur texti. Aðalhlutverk: Eric Morecambe. Eraie Wisa. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Kreppuástand? Það er krepputónn í tali manna hér á landi um þessar mundir, hvort sem dæma er leitað á götum og í strætisvögn- um eða á hinu háa Alþingi. Kreppufréttir berast utan úr heimi, og telja andstæðingar þjóðskipulags Vesturlanda þær einkenni hrömandi og brátt hrynjandi kerfis. Efnahagsá- standiö hér, sem orsakast af gífurlegu verðfalli útflutnings- afuröa og aflabresti, hefur nokkur kreppueinkenni. Gengis- lækkuninni er ætlað að vera bragðvond inntaka til varnar Það næðir um fjármálamenn- ina, þegar kauphöliunum er lokað. þessari sýkingu, en hún ein er ekki einhlít eöa fullnægjandi. Aöraí aðgerðir og almenn við- brögð munu ráða úrslitum um framvindu mála. Nú eru kreppur af ýmsu tagi og styrkleika. Tíðár fjármála- kreppur á Vesturlpndum, sem -alls ekki er séð fyrir endann á, boða ekki heimskreppu í lík- ingu þeirrar, sem varö á fjórða tug aldarinnar. Efnahagslegt hrun vofir heldur ekki yfir hérlendis. Kenningin um sólblettina! Hagfræðingar eru naumast vitgrennri en gerist um fólk al- mennt. Þessi fullyröing kann þó að sæta nokkurri furðu, þegar menn komast aö raun um, að meðal aragrúa kenninga um orsakir efnahagssveiflna og þar á meöal kreppna er kenning um, að jjetta stafi allt saman af „blettunum á sólinni". Þessi hugmynd er að vísu komin til ára sinna, en hefur þó aö minnsta kosti komið við sögu hagfræðinnar. Það er rétt að minnast á þessi skringilegheit til að gefa til kynna, hve gífur- lega hagfræðinga hefur greint á og greinir enn á um orsakir kreppna, eins og raunar um flest það, er fræðigrein þeirra varöar. Hagfræðin er með öðrum hætti en aörar fræðigreinar. Haldi einhver örviti því fram, að hann hafi fundið upp eilifð- arvél, má afsanna þá kenningu. Hagfræðingur, sem segir, að lækka þurfi vexti til að örva efnahagslífiö, er í vanda gagn- vart þeim, sem vill hækka vexti í sama skyni, og svo mætti lengi telja. Hinn fyrmefndi mundi miða vfð, aö lánsfé yrði ódýrara, sem mundi hvetja fjármálamenn til aukinnar fjárfestingar, en hinn síðari mundi aðallega hafa i huga verðbólguna, sem af vaxta- læiíkun kynni að leiöa, en lang- varandi verðbólga mundj verka sem hemill á raunverulega framleiðsluaukningu. Vegna þess, hve margt er óvíst og þarfnast mats í hagfræðilegum útreikningum og hleypidómar hagfræðinga eru mismunandi, hefur hagfræðinni verið líkt við næturgagn, sem allir geta notað og annað af sama tagi. Hag- Efnahagslegir vöðvar Þjóðverja hafa vaxið síðustu vikumar. fræöingum er þó til vamar nokkuð. Mikilmennska de Gaulle Sagt hefur verið, aö de Gaulle, Frakklandsforseti, sé haldinn þeirri áráttu, sem á erlendu máli hefur verið kölluð „mega- lomania“, sem þýtt hefur veriö á íslenzku með „stórmennsku- brjálsemi". Sú þýðing, þótt hún kunni aö hæfa þeim lærðum og leikum, sem kalla sjálfa sig konunga og keisara af tilefnis- litlu, er þó einföldun um of. „Megalomania“ tekur einnig til þess, að ákveöin persóna hefur ákafa löngun til að framkvæma eitthvað stórkostlegt og eftir- tektarvert, sem verðj f minnum haft. De Gaulle hefur rika kennd í þessa átt. Stjórnmálaskoöendur tóku þetta einkenni forsetans með í reikninginn, þegar síðasta fjár- málakreppan reið yfir Vestur- lönd fyrir skemmstu. Búizt var við gengislækkun frankans. Þess vegna mundi de Gaulle, trúr köllun sinni, annað hvort fella hann meira en fjármála- menn mæltu með, til dæmis 15—25%, sem hefði kollvarpað öllu gengiskerfinu og dregið pundið og dollarinn með í fall- inu, eða þá að forsetinn mundi þrjózkast með öllu viö að fella sinn kæra gjaldmiðil. Seinni kosturinn var tekinn, og í stað- inn gripu Frakkar til stórkost- legra haftaaðgeröa og skatta- hækkana, og Bretar fylgdu f fót- spor þeirra f minna mæli. Flest- ir hagfræðingar ráku upp harmakvein mikið, en sumir vörpuöu öndinni léttar, einkum Bandaríkjamenn, sem höfðu óttazt um dollarann og gripu fegins hendi tækifærið til að ná tökum á Frökkum f pólitiskum efnum De Gaulle hefur sem sé smám saman verið aö draga þegna sína út úr Atlantshafs- bandalaginu. Nú hafa Banda- ríkjamenn nýjar vo'nir, þó ef til vill byggðar á sandi. Eftir aðgerðir Frakka er enn búizt við fjármálakreppum á Vesturlöndum. Sumir segja, aö aðgerðimar endist til næsta hausts, en þá dynji yfir ný kreppa. „Flj'ótandi gengi“ Hvað má nú til vamar verða? Auðvitað er ekki hörgull á gáfu- legum tillögum til úrbóta. Brezkir hagfræðingar hafa mælt með „fljótandi gengi“ pundsins. I því felst, að þrýstingur á gengiö á frjálsum markaði kæmi 'strax fram í breytingu á hinu opinbera, skráða gengi í stað þess að valda breyttum gjaldeyrisvarasjóðum, eins og nú er. Bretar búa nú við það, Oft er talað um, að fólk „brenni peningana“. Á þriðja tug aldarinnar hafði verðgildi þýzka marksins falliö svo mjög, aö verkamenn óku vikukaupi sínu heim á vöru- bifreiðum. Þá stungu sumir hinum einskisnýtu mörkum í ofninn sinn. sem kalla mætti „neikvæða gjaldeyrisvarasjóöi". Þess vegna mundi þrýstingur niður á við á gengið nú valda skuldasöfnun í stærri 'stfl, en viö hið nýja kerfi yrði sjálfkrafa gengislækkun. Að minnsta kosti mætti gefa meira svigrúm en tíökazt hefur fyrir sveiflur f gengi. Sam- kvæmt reglum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins mega þessar sveiflur ekki nema meiru en einum af hundraöi frá jafngengi, án þess að opinberlega verði að breyta gengisskráningunni. í alþjóða- viðskiptum er stöðugt vanda- mál, að halli er á greiðslujöfn- uði sumra rfkja en hagstæð út- koma hjá öðrum. Væri gengi sveigjanlegra, ætti það að hafa hagstæð áhrif á viðskipti milli ríkja. Fjármálamenn ættu auð- veldari leik til að tryggja við- skiptasamninga sína gegn smá- vægilegum sveiflum. Litlar breytir.gar gerðu spákaup- mönnum óhægara um vik. Þeir yrðu stöðugt aö taka tillit til mismunar á vöxtum í einstök- um ríkjum. Nú er rætt um að að leyfa til dæmis 2-3% sveiflur gengis á ári á frjálsum markaöi, án þess að breyta þurfi opin- berri gengisskráningu, en sum- ir mæla meö allt að 5%. Önnur mikilvæg tillaga er, 13. síöa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.