Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 5
VlSIR . Þriðjudagur 17. desember 1968. 5 BP9PI JÓLAMATURINN uppskriftir að sv'makjötsréttum og gæs Tjað hefur flogiö fyrir, að i þetta sinn verði skinka í stað hangikjöts á borðum á all- mörgum heimilum um jólin. Það er vegna þess að svínakjöt hef- ur fengizt með mjög hagstæðu veröi í vetur. Og vegna þess að búast má við, aö svínakjöt verði mikið haft á borðum á aðfanga- dagskvöld og jóladagana yfir- leitt birtum við uppskriftir úr því á síðunni í dag, sem er helg uð jólamat. En við förum einn- ig út i aðra sálma. Þá er fyrst að minna hús- mæöur á það, að þrátt fyrir alla jólaösina mega þær ekki gleyma því, að ennþá fást ýmsar vör- ur á gamla verðinu. Hugsið ykk- ur vel um, berið saman verð- lag áður en jóiainnkaupin eru gerð. Svo er komið að upp- skriftunum. Svínakótelettiir 6 stk. svínakótelettur, salt, pipar, stór tsk. dökkur púður- sykur, niðursneidd síróna, niður sneiddar, flysjaðar, hráar kart- öflur. Kótelettumar þerraðar, barö- ar létt báöum megin, léttsteikt- ar á pönnu í smjöri og krydd- aðar. Raðað í ofnskúffu (smuröa m. smjöri) púðursykrinum stráð yfir, sítrónu- og kartöflusneiö- um raðað þétt ofan á og málm- pappír settur yfir. Bakaðar í y2 klst. Við góðan hita. Bomar fram meö gulrótum, grænum baunum, rauðkáli o. fl. græn- meti ef vill. Fylltar svínakótelettur Áætliö óvenju þykka kótelettu á mann. Skerið öðram megin upp í kótelettuna, bánkiö þær létt með hendinni, stráiö ofurlitlum pipar og salti i opið og fyllið meö sveskjum og nokkram epla skífum. Lokið meö litlum pinn: um eða nálum. Brúnið kótelett- umar í smjöri, bætið við ofur- litlu kjötsoði og látið krauma undir loki í 15—20 mínútur. Bornar fram með brúnuðum kartöflum, rauökáli og léttri brúnni sósu. Þá eru einhverjar sem ætla að hafa gæs á sínu matbqrði. / Gæsasteik (fyrir 10—12) 5—6 kg gæs, y2 sítróna, l/4 'tsk. ijialað engifer, V/4 msk. salt, y2 tsk. hvítur pipar, ca. 1 kg. epli, 200 gr. sveskjur, 1—2 tsk. kartöflumjöl, Með steikinni era bornar fram brún- aðar kartöflur, rauðkál og hálf, létt soðin epli með hlaupi. 1. svíðið gæsina, takið innan úr henni. 2. skoliö hana og þurrkið vel að utan og innan. 3. nuddið með sítrónu og blöndu af engifer, salti og pipar bæði að utan og innan, mest innan. 4. afhýðið eplin, skeriö i báta og fjarlægið kjarnann og takið steinana úr sveskjunum. 5. fyllið gæsina með þessu og saumið samán eða lokiö með grillnálum. 6. fyllið ofnskúff- una að hálfu með vatni eða kjötsoði, og setjið gæsina yfir hana á rist. 7. setjið gaesina inn í ofn með 225° hita og steikið f 2—3 klsL — eftir því hversu gæsin er gömul. Dreyp- ið yfir hana, oft og setjið ál- pappír yfir hana, ef hún virð- ist ætla að verða of brún, áður en steikt. 8. ausið 1 — 1 y2 dl köldu vatni yfir gæsina ca. 10 ■mín. áður en hún er meyr. 9. síið og takið froðuna af sós- unni og jafnið meö ofurlitlu kartöflumjöli, áem hefur veriö hrært út, ef nauðsynlegt reyn- ist bragöbætið með salti. 10. berið gæsina fram heila — það á aö skera hana við borðið, leggina má skreyta með út-' klipptu hvitu pappírsskrauti og steinseljubúnt setur punktinn yfir i-ið. Sænsk jólaskinka Þessi réttur er alltaf á sænska jólaborðinu. Léttsaltað og léttreykt svínslæri er útbein að. Sett á ristina yfir ofnskúff- unni, ofurlitlu vatni hellt í skúff una og sett í eitt af neöstu grópunum, hitastillirinn stilltur á 125° — steikingartími er 50— 60 mín. á kg. Með kjöthitamæli er létt að steikja hana mátulega. Þegar skinkan er steikt er hún kæld, paran dregin af, umfram fita skorin af og eftirfarandi blöndu smurt yfir fitulagið, sem eftir er: 3 msk. sinnep, 1 tsk. engifer, 1 msk. sykur, 1 msk kartöflumjöl, 1 eggjarauða. Yf- ir þetta lag er stráð sigtuðu raspi, skinkan aftur sett á rist ina yfir ofnskúffunni og hitinn hafður 225—230° þar til yfir- borðið er Ijósbrúnt og stökkt. Skinkan er eins góð heit og köld. Einnig er skinkan oft goðin og eftir það kæld og grilluð í ofninum eins og lýst var hér að framan. Meö kaldri skinku á matborði jóladags er gott að hafa kalt kartöflusalat. Kalt kartöflusálat 500 gr. kartöflur, 2 sultaðar gúrkur, 1 laukur, 200 gr. majon es, y2l sítróna, 1 msk. rifin pip arrót, 2—3 msk. rjómi, 2 msk. kapers, 1 búnt steinselja eða sólselja. Kartöflumar soðnar og gúrkumar sneiddar niður í litla teninga, laukurinn saxað- ur og majonesið bragðbætt með sítrónusafa, rjóma og pip arrót, kartöflurnar skomar’ niður í sneiðar, þegar kaldar og látnar út í majonesiö. Skinkuréttur 2 Skinkan sett f ofnskúffuna eða eldfast fat. Negull settur í hana og púðursykurslagi stráð yfir hana óg hún skreytt með ananassneiðum. Skinkan sett inn heitan ofn þar til sykur- inn er bráðinn .og skinkan er orðin heit. Skorin f sneiöar og skreytt með ananas. Með þess- ari skinku er hægt að bera fram ávaxtahlaup og kartöflubakst- ur. Kartöflubakstur Kartöflur, laukur, salt, pipar, 1 dós svéppasúpa, steinselja til skreytingar. Kartöflumar flysj- aðar og skomar í sneiðar. Sett- ar f smurt eldfast fat ásamt hráum lauksneiðum salti og pip ar. Blandið sveppasúpuna með mjólk e6a rjóma og hellið yfir kartöflumar. Súpan þarf að vera að mikil að hún næstum þeki kartöflumar. Hægt er að bæta við sveppasneiðum. Fatið sett í heitan ofn f 30—40 mín. eða þar til kartöflumar eru gegnbakaðar og baksturinn orð- inn gulbrúnn. Laus staða Staða yfirlögregluþjóns rannsóknarlögregl- unnar í Reykjavík er laus til umsóknar., Umsóknir sendist sakadómi Reykjavíkur aö Borgartúni 7 fyrir 28. desember næstkom- andi. Yfirsakadómari. Frá Matsveina og veitingafajónaskólanum Seinna kennslutímabil skólans hefst með inntökuprófi 3. janúar. Kvöldnámskeið fyrir matsveina á fiski- og flutningaskipum hefst 7. janúar. Innritun í alla bekki og á námskeiðið fer fram í skrifstofu skólans í Sjómannaskólanum 18. og 19. þ. m. kl. 3—5 síðdegis. Vegna mikillar aðsóknar er áríðandi að allir nemendur mæti til skrásetningar á réttum tíma. Skólastjóri. Framreiðslumenn Munið hádegisverðarfundinn á morgun, mið- vikudaginn 18. des. Erindi flytur: Tryggvi Þorfinnsson, skólastjóri. Fjölmennið! sem gleður hjá Halldóri! Þessi unga stúlka, sem þið sjáið á myndinni, sýmr og leiðbeinir um val á skartgripum hjá HALLDÓRI Skólavörðustíg 2. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.