Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 7
V'l'S I R . Þriðjudagur 17. desember 1968. morgun útlönd í, morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útiönd Hubert Humphrey tekur tilboði um prófessorsembætti Hubert Humphrey varaforseti Uandaríkjanna og frambjóðandi demokrata f forsetakosningunum hefir þegið tilboð Minnesota-há- skóla og Macalester College um prófessorsembætti. 1 frétt frá Minneapolis s.l. föstu- dag var sagt, að stjórnir beggja stofnananna hefðu samþykkt til- boöið. Rektor Macalester College tók fram, að skólinn teldi þaö mik- inn heiður, ef Humphrey tæki til- boöinu. Líklegt var talið, að hann mundi gera það, og síðari fregnir hermdu, að hann hefði tekiö á- kvörðun um að þiggja tilboðið. Ný tillaga um birgða- flutninga til hinna hungrandi í Bíafra Sambandsstjóm Nígeríu hefir fall- izt á, að borgaralegir fulltrúar Ein ingarsamtaka Afríku hafi eftirlit með flutningi á matvælabirgðum, lyfjum og öðrum nauðsynjum á landleiðum inn f Biafra, þar sem hungurdauði vofir yfir miklum fjölda manna. Frá þessu er skýrt í sameigin- Iegri yfirlýsingu Gowons ofursta, æðsta manns sambandsstjórnarinn- ar og Shepherds lávarðs, sem hefir rætt þessi mál að undanfömu viö stjómina í Lagos fyrir hönd brezku stjómarinnar. 1 tilkynningunni eru leiðtogar uppreisnarmanna í Biafra sakaðir um að nota neyðarástandið í Biafra sér til stjórnmálalegs ávinnings. Útvarpið i Biafra segir, að bar- izt sé í návígi í bænum Overi, sem er mikilvæg samböngumiðstöð. Bær inn hefur verið á valdi sambands- stjórnarinnar siðan í nóvember. 1 fréttum frá Lagos er ekki minnzt á bardaga á þessum slóö- um, en sagt aö flugher sambands- stjórnarinnar herðf sprengjuárásir. Alyktun utn S-Afríku sumþykkt á Allsherjurþíngi Tillaga um S-Afríku var f gær til lokaumræðu á Allsherjarþinginu. Tillaga þess efnis að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geri allt, sem í þess valdi stendur, til þess aö knýja Suður-Afríku til þess að láta af hendi yfirráðin yfir Suðvestur- Afriku var samþykkt í Allsherjar- þinginu með 96 atkvæöum gegn tveimur, Suður-Afríku og Portú- gals. Sextán þjóðir sátu hjá, þeirra meðal Bretland, Bandaríkin og Frakkland. Humphrey Apollo úttundi á loft á luugurdug i Haldið er áfram f dag og1 í næstu daga viðbúnaði og próf-, unum fyrir tunglferð bandaríska < geimfarsins Apollo áttunda, sem J fyrirhugað er að skjóta á loft < frá Kennedyhöfða á laugardag-< inn kemur. í því verða þrír J geimfarar og gert ráð fyrir að< það verði komið á braut kring < um tungiið á aðfangadag og fari J 10 sinnum kringum bað. Healy likir innrásinni við hern- aðaraðgerð nýlenduveldis ■ Denis Healy Iandvarnaráðherra sagði í neðri málstofunni í gær að löndum Vestur-Evrópu hefði ekki verið teflt í hættu meö inn- rásinni í Tékkóslóvakíu. Líkti hann henni við hernaðarleg- ar ráðstafanir nýlenduveldis, til hindrunar sjálfstæði á yfirráða- svæði þess. Við atkvæðagreiðslu um tillögu íhaldsmanna, sem fól í sér gagn- rýni á stjórnina, sigraði hún með 79 atkvæða mun. Umræðan var um varnan^álin og hélt Healy þvi fram, að ekkert land innan vébanda Norður-Atlantshafs- bandalagsins hefði stutt það betur miðað við fjárhagslega getu. Gomulka. Batnandi sambúð ríkis og kirkju í Póllandi Wyszynski kardináli í Póllandi er nýlega heim kominn eftir fimm /daga heimsókn í Páfagarði. Meðan hann dvaldist þar ræddi hann mörg um sinnum við Pál páfa. Franska lögreglan beitir hörðu — hefjist óeirðir á ný i háskólanum Franska stjómin hefir boðað nýj- ar reglur til þes að hindra óeirðir við háskólana og að valdi verði beitt ef þörf krefur til þess að fram fylgja þeim. Meðal þessara ráðstaf ána er, að stöðugur lögregluvörður verður hafður og stúdentum verður gert að skyldu að bera á sér skír- Wyszynski. Heimsóknin er talin hafa borið þann árangur, að sambúðin milli ríkis og kirkju í Póllandi muni í komast i vinsamlegt og traust horf, en hún hefir oft á síöari tím- um verið erfið, að ekki sé meira sagt: Kardinálinn hefir oft áður orðið fyrir hörðum árásum frá stjórnar- völdunum og verið sakaöur um íhlutun um pólitísk mál. Og stund- um þrumaöi Wyszynski á stólnum til andsvara. Svo erfíð var sam- búðin, aö árum saman var kardinál- anum neitað um vegabréf til þess að ferðast til Rómaborgar, og margir, sem gerst fylgjast með málum, töldu ógerlegt að bæta sambúð þeirra Wyszynskis ' og Gomulka, pólska kommúnistaleið- togans. Fréttaeftirlit og handtökur Brasilíu i Ströng fréttaskeytaskoðun er I Brasilíu og í fyrsta skipti síðan 1964 er strangt eftirlit meö skeyta- sendingum erlendra fréttastofnana. Er nær engu hleypt í gegn nema sem hagstætt er forsetanum, sem — eins og kunnugt er af fyrri frétt um — hefir tekið sér vald til þess að stjóma með tilskipunum. Ferðamenn, sem komið hafa til nágrannalandanna segja mikið um handtökur, og eru meðal þeirra sem handteknir hafa verið þing- menn og opinberir starfsmenn. teini sem sýni aö þeir hafi rétt til umferðar um háskólalóðina. í aukakosningu í París sigraði frambjóðandi kommúnista fram- bjóðanda Gaulleista með 500 at- kvæöa meirihluta. I kvördæmi þessu var endursks- ið vegna þess að óregla var talin hafa verið á, er síðast var kosiö og meirihlutinn var naumur um 100 at- kvæöi. Fylgi Wilsons enn hrnðminnkandi Ef gengið væri til almennra þing kosninga á Bretlandi nú myndi 1- haldsfiokkurinn sigra — fá 55 af hundraöi atkvæða, jafnaðarmenn 29,5, frjálslyndir 11 og aðrir flokk ar 4,5 af hundraöi. Þessi eru úrslit skoðanakönnunar sem Lundúnablaðið Daily Tele- graph hefir látið fram fara. Þaö hallar þvi enn á ógæfuhlið fyrir Wilson og þótt hann og aðrir leiðtogar jafnaðarmanna geti bent á sumt sem bendir til þess að í rétta átt stefnj með greiðslujöfn- uð og vari við bölsýni, hefir það ekki fengið hljómgrunn hjá þjóð- inni. Hongkong: Sleppt hefir verið úr haldi 22 mönnum, sem setið hafa í fangelsi síöan í óeirðunum í fyrra, er brezkum yfirvöldum var sýndur mótþrói af stuðningsmönnum Mao tse Tung. í blaði er styður kontm- únista segir, að þetta muni ekki leiða til þess, að brezka frétta- manninum Anthony Grey verði sleppt úr haldi í Peking. Honum verði ekkj sleppt fyrr en allir hinir handteknu séu aftur frjálsir. — Anthony Grey var fréttamaður Reuter-fréttastofunnar og voru engar sakir á hann bornar, en hann var kyrrsettur, hafður í stofufang- elsi við smánarlegan aðbúnað, allt frá því er hann var handtekinn í júlí 1967. Saígon: Bandaríkjamenn hafa sleppt úr haldi 7 norður-víetnömsk- um sjóliðum, sem teknir voru hönd um fyrir meira en ári á Tonkinflóa. Moskva: Blaðið Pravda sakaði í gær Michael Stewart utanrikisráð- herra Bretlands um að hafa rægt Sovétríkin í Indlandsferðinni, þótt „friðarstefna Sovétrikjanna sé al- mennt kunn", eins og blaðið orðar það. Prag: Tékkneska fréttastofan skýrir frá því, að fréttaritara New York Times, Ted Schukz, sem er af pólsku foreldri, hafi verið vísað úr landi. Blaðið birti um þetta til- kynningu frá utanrikisráðuneytinu. London: Tjón Breta af lokun Suezskurðar nemur 5 milljónum punda á mánuði. Paris: Ky varaforseti Suður- Víetnam gagnrýndi i gær Clark Clifford landvamaráðherra fyrir ummæli hans er voru á þá leið að Bandaríkin og Norður-Víetnam myndu fljótt geta náö samkomu- lagi, ef ekki væri um að kenna stirfni Suður-Víetnam. — Tals- maður Ky kvað hann og hafa sagt, að Ky teldi Clifford hafa sagt það, sem skakkt var, og á skökkum tíma. — Ky kvað stjóm Suður-Víet- nam hafa lagt á sig mikið erfiði sameiginlega til þess að vinna að friði og vel vissi hann, að það væri mikill harmieikur ef enn yrði barizt heilt ár í Víetnam. Heimsókn Mnnescu til A-þýzknlnnds lokið Heimsókn Manescu utanriklsrá&- herra Rúmeníu til Austur-Þýzka- lands lauk um seinustu helgi. í sameiginlegri tilkynningu var boðað, aö Rúmenía og Austur- Þýzkaland myndu taka sér fmm- kvæði í hendur um að kvödd yrði saman ráðstefna um öryggi Evrópu, vegna þess að Norður-Atlantshafs- bandalagið hefði vfðbúnað til þess að efla sig hemaöarlega. Ekki var tekið fram sérstaklega, að þetta yrði ráðstefna sósíahst- iskra ríkja oiauöffhtngB, m irioi er sk*n swo. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.