Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 17.12.1968, Blaðsíða 3
/ [yfftS'f R . ÞrtBfMdagur 17. desember 1968. „í skóginum stóö kofi einn, sat við gluggann iólasveinn þá kom ....“ J\oftiö titraði af söng hundruð bama (undir skólaskyldu- aldri flest) í Austurbæjarbíói á laugardag, þegar Myndsjáin leit þangað sem snöggvast inn á jólaskemmtun, sem nemendur úr Fóstruskóla Sumargjafar héldu. f Hverri ijóðlínu fylgdu börnin eftir með ákveðnum handahreyf- ingum (sumum stýrðu nú reyndar mömmumar) og allur skarinn vaggaði sér á bekkjun- um í takt við lagið. Hver söng meö sinu nefi og dró ekki af sér. Þetta var í annað sinnið, sem verðandi fóstmr halda slíka skemmtun á eigin spýtur, og „ ... þvf ég er vinur þlnn...“ sungu börnin og fylgdu hverri laglínu eftir með handahreyfingum. Þaö ieyndi sér ekki á and- litunum, að þau höfðu mikið gaman af (og hinir fullorðnu reyndar líka, sýndist myndsjánni). „í glugganum sat jóEasveinn" eftir andiitunum að dæma á litlu skinnunum, sem ekki eitt einasta andartak litu af sviöinu, virtist þetta vel þegið tillag í jólagleðina. Hvert bamalagiö á eftir öðm var sungið viö gítarundirleik fjögurra stúlkna. Vinsælar bamasögur, eins og „Litli, svarti Sambó“ og „Láki“ vom settar á svið, en þulur las upp, meöan nokkrir gerviklæddir leikarar gripu inn í. Hvorri sögunni fylgdi látbragðsleikur, sem áhorfendurnir sjálfir tóku þátt f. Hápunkturinn á öllu saman var þó heimsókn jólasveinanna fjögurra, sem svo í lokin rákú endahnút á allt saman með þvi að standa f dyrunum, þegar bömin gengu út, og gefa hverju bami epli. 1 pokanum sínum áttu jólasveinarnir gnægð epla, sem þeir útbýttu undir lokin. Jóiasveinamir fjórir kunnu býsnin öil af skemmtilegum söngvum og sögum. i \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.