Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 4
Hltstjórai: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - RttstjórnarfUll- trúl: Elöur Guönason. — Simarc X4900 - 14903 - Auglýsingasíml: 14906. ABsetur: Alþýöuhúsiö vlö Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiöja Aiþýöu- tdaöslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakíö. Ctgefandl: Alþýðuflokkurlnxu Odof síldarsjómanna | BARÁTTAN fyrir sómasaímlegu -orlofi vinn- andi fólks hefur len-gi verið einn erfiðasti þáttur í starfi verkalýðshreyfingarinnar. Að vísu hefur -gengið skaplega að fá sumarleyfi fyrir þá, sem eru í föstum störfum. En hér á landi eru þýðingarmestu íhópar verkafólks við slíka vinnu, að ekki er nóg að fyrirskipa 3—4 vikna leyfi. Reyndist nauðsynlegt að setja upp kerfi til að tryggja, -að þetta fólk fengi iaun fyrir orlof -eins -og fastráðnir. Til þess var sam ið sérstaklega um orlofsfé, sem greitt skyldi í ’merkjum, er menn safna saman og innleys'a, þegar að -orlofinu kemur. Þetta kerfi hefur því miður reynzt gallað, en illa hefur gengið að gera viðun- andi endurbætur. Lítið hefur verið talað um orlof fyrir sjómenn á bátaflotanum. Áður fyrr fengu þeir hvíld vor og þaust milli vertíða, -en engum datt í hug að tíala Um orlof frá síldveiðum. Þá var síldveiðin þannig, að ekki var unnt að sleppa nokkru tækifæri til veiða. Nú hafa viðhorf síldarsjómanna breytzt. Ný veiðitækni á stórum skipum hefur valdið því, að veiðin dreifist yfir langan tím'a. Þegar svo er kom ið, verður að taka orlofsmál sjómanna til athugun ar. íslendingar -draga ek-ki af sér við brauðstritið nú frekar en endranær, en því eru takmörk sett, hve lengi sjómenn mega fórna nauðsynlegri hvíld Og samvistum við fjölskyldur sínar. f Sjómannasamband íslands hefur nú tekið orlofs mál síldarsjómanna til umræðu og ákveðið að hafa samstarf við félög yfirmanna á síldarffotanum um samninga um orlof fyrir næstu sumarsíldveiðar. Tel ur Sjómannasambandið nauðsynlegt að orlof sjó itianna verði að vera bæði raunhæft og almennt. Málefnasigur • BORGARSTJÓRN REYKJAVÍKUR hefur ein- róma samþykkt að taka upp gerð framkvæmdaáætl ana. Hafði borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, Óskar Hallgrímsson, harizt fyrir þessu máli -og flutt um 4),að tillögu við afgreiðslu fjárhagsáætlunar að þessu sinni. Það er mikilvægt skref í áttina til skynsamlegr a,r yfirstjórnar á framkvæmdum þjóðarinnar, að Reykjavík skuli taka þessa ákvörðun, og Alþýðu- flokkurinn tclur þetta málefnalegan sigur. Ríkis- stjórnin hefur þegar látið gera slíkar áætlanir fyrir opinbera aðila, og ber nú að vona, að öll önnur svþitarfélög renni í slóðina. Þá eru aðeins einka- framkvæmdir eftir til þess, að þjóðin hafi sæmilega yfirsýn um framkvæmdir sínar og geti í stórum dráttum -hagað þeim í samr-æmi við skynsamlega * liagþróun. 4 -J. janöar WB6 - AtÞÝÐUBLAÐIÐ Póststofan í Reykjavík óskar eftir starfsfóiki í eftirfarandi störf: Póstafgreiðslumannsstarf, Bréfberastarf, Bifreiðastjórastarf. Upplýsingar í skrifstofu póstmeistara, Pósthússtr. 5. Fulltrúaráð Alþýðuflokksins I Reykjavík Full trúaráðsfun d ur verður þriðjudaginn 11. janúar n.k. í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu og hefst kl. 8,30 s.d. Fulltrúar fjölmennið. Stjórnin. FULLYRÐA MA, að Gwoya Jungarai sé fyrsti Ástralíunegrinn, sem hefur náð heimsfrægð meðal frímerkjasafnara vegna þess, að mynd hans birtist á frímerkjum Ástralíu. Að vísu hefur Ástralía óður gefið út frímerki með mynd af frumbyggjum sínum, en það var í frímerkja-seríu, sem út kom í júlí 1934. — Sú útgáfa var til minningar um 100 ára afmæli Victoriu-fylkis, en það er eitt af sjö fylkjum þeim, er til samans mynda ástralska rikjasambandið. Eitt frímerkið í þessari útgáfu 1934 sýnir Ástralíunegra með Vopn sín. Hann stendur á bakka Yarra-fljótsins og horfir yfir ána til hmnar nýtízkulegu borgar Melbourne. Þetta var óþekktuí maður og nafnlaus, aðeins ein- staklingur af Yarra-Yarra kyn- AÍíSmiiÁ þættinum, sem nú er dáinn út í Ástralíu. Af þessum hrausta manni, sem við sjáum á mynd- inni hér á frímerkinu, er það að segja, að hann er í fullu fjöri enn þann dag í dag. Hann ferðast um Ástralíu þvera og endilanga og selur minjagripi, sem hann smíðar sjálfur. Mestmegnis munu gripir hans vera ýmsar tegundir af svo- kölluðu Bumerang. Það er kast- vopn frumbyggjanna .og er gert lir tré, um það bil liálfur metri á lengd. Ein tegund af Bumer- ang-vopni hefur þann eiginleika, sé það rétt smíðað, að það kemur til baka til þess er því kastaði, ef það hæfir ekki í mark. Framhald á 10. síðu. Bótagreiðslur almannatrygginganna í Reykjavík Greiðslur bóta ahnánnatryggingan'na hefjast í janúar sem hér segir: Mánudaginn 10. og þriðjudaginn 11. janúar verður eingöngu greidd- ur ellilífeyrir. Til þess að forðast þrengsli, er anælst til þess, að þeir, sem bera nöfn með upphafsstöfunum K-Ö, og því fá við komið, vitji lífeyris síns ekki fyrr eíi 11. janúar. Greiðsla örorkubóta -hefst miðvikudaginn 12. janúar. Greiðsla annarra bóta, þó ekki f jölskyldubóta, hefst fimmtudag- inn 13. janúar. Greiðsla fjölskyldubóta (3 börn eða fleiri í fjölskyldu) hefst laug- ardaginn 15. janúar. Bætur greiðast gegn framvísun nafnskírteinis bótaþega, sem gefið er út af Hagstofunni, og verður svo framvegis, en útgáfa sérstakra bótaskírteina er hætt. Tryggingastofnun ríkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.