Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 7
F ■ FÓLK ÁFÖRUM Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: STORMUR í GRASINU Leikrit Reykjavík, Heimskringla 1905. 92 bls. frá við BJARNI BENEDIKTSSON Hofteigi gerist nú stórvirkur leikritagerð. í haust komu út í bók fjórir stuttir útvarpsleikir eftir hann sem getið var hér 1 blaðinu á sínum tíma; fyrir jólin bætti hann við heilu leikriti fyrir svið; Bjarni hefur ennfremur þýtt leikrit fyrir útvarp og svið, nú síðast Afturgöngur Ibsens fyrir Þjóðleikhúsið. Útvarpsleikir Bjarna haía verið leiknir, en enn xnun ekkert leikrit eftir hann hafa verið flutt. á sviði. Fyrr verður leikritun hans ekki fullreynd. En Stormur í grasinu er að ýmsu leyti áhugavert verk að lesa það. Viðfangsefni leiksins er ekkert minna en sú bylting sem hefur orðið mest í íslenzku þjóðlífi á þessari öld, brottflutningur þjóð- arinnar úr sveit í kaupstað; þetta er efni sem sætir furðu að ekki skuli hafa orðið meira yrkisefni í íslenzkum bókmenntum en raun ber vitni. Enn gerast flestar sveitasögur fyrir tíð þjóðflutn- inga og atvinnubyltingar í land- búnaði. Hvað um það: sjálf þessi þróun er ekki rædd né rök henn- ar útlistuð í leikriti Bjarna frá Hofteigi, eins og gert var í Landi og sonum Indriða Þorsteinssonar. Hér er einungis lýst mannlífi sem sætir henni. Fólkið í leiknum veit og skilur að það fær ekki risið gegn sínum tíma; það er óstöðv- andi hönd sem sópar mannlífi dalanna niður til sjávarins, rétt eins og stormurinn sem ólmast í haustgrasinu leggur það að velli. En það er ósvikinn trega- blær á lýsingu feðginanna í leikn- um, Eiríks bónda og Áslaugar dóttur hans, miðaldra stúlku sem brátt yrði eina fyrirvinna þriggja gamalmenna í sveitinni. „Að fara, það er ekki að flytjast bú- - ferlum, heldur bíða ósigur. Ég játa ósigur minn,” segir Eiríkur undir leikslokin, orðinn rafrukk- ari í Keflavík. Svo einfalt er hans mál. Þáttur Áslaugar er flóknari og hún neitar að viður- kenna neinn ósigur. „Ég játa ekk- ert. Engu,” svarar hún föður sín- um. Húh veit að hamingjudraum- ar hennar hlyti að enda í ófæru í sveitinni, við hlið miklu yngri manns; þess vegna vísar hún ást- vin sínum frá sér. Þó hún finni til með föður sínum að leiks- lokum, kennir skynsemin henni að enn sé ekki tími til að láta hug- fallast. Þessar tvær mannlýsingar, lýs- ing fólks á förum, virðast mér að sinni markverðastar og eftirminni- legastar í leiknum; þetta fólk skil- ur höfundurinn næmum og skáld- legum skilningi sem hann megn- ar að láta uppi með ýkjulausum, raunhæfum hætti. Hér er áreið- anlega efniviður handa mikilhæf- um leikurum. Önnur hlutverk eru einfaldari. Ástarsaga þeirra Hauks og Áslaugar er yfrið viðkvæm og vandmeðfarin, en mér virðist höf- undur setja irökvíslega og sann. lega fram; Haukur sjálfur er hins vegar yfirmáta dauflegur ungur maður. Og gamla fólkið í sveit- inni, mæðginin Elín og Arnór, einkum þó Elin, eru óneitanlega æðiskyld sumu simból-fólki í öðr- um seinni skáldskap okkar; það er skemmst að minna á karlana í leikritum Jökuls Jakobssonar og gamlingjalið Halldórs Laxness. Bjarni frá Hofteigi gerir hér sín sögur eru vitaskuld góðar og gild- ar svo langt sem þær ná; það má bara ekki ætla þeim ofmikinn hlut eins og Elínu virðist hér. En það hæpnasta í Stormi í grasinu er þó samfélagssýnin sem þar gætir í baksýn fólks og at- burða og birtist einkum af lýs- ingu Hákons bóndasonar. Látum kaupandann og skósvein hans í öðrum þætti liggja milli hluta; þeir kynnu að standa fyrir sínu, reynast skemmtilegir í nógu leik- inni meðferð þó sitthvað orki tví- mælis í þættinum. Hákon er veiga meiri persóna, en með lýsingu hans fer Stormur í grasinu að verulegu leyti út um þúfur, þegar líður á leikinn. Hákon er enn eitt tilbrigði braskaratýpunnar sem al- eigin tilbrigði sams konar per- geng er í nýlegum skáldskap, ein- sónusköpunar, og ekki óhaglega; lýsing þeirra mæðgina helzt sýni- lega í hendur við aðra gamal- mennasögu úr sveitinni sem hann sagði í þættinum í torfmýrinni í fyrri bók sinni í haust. Slíkar att í ádeiluskyni, ginningarfífl auðs og lífsþæginda; hliðstæðar mannlýsingar eru alkunnar úr leikritum Agnars Þórðarsonar, til dæmis. Ætli þær henti ekki bezt | til skopleikja? Minnsta kosti hefði FÓLK Á FLÓTTA Erich Maria Remarque: NÓTT í LISSABON Tómas Guðmundsson íslenzkaði Almenna bókafélagið, Reykjavík 1965. 310 bls. NÓTT í LISSABON eftir Erich Maria Remarque er mjög haglega sögð saga eins og von var og vísa af þessum höfundi. Maður ugur eins og marmarastytta,” seg- ir sögumaður, nefndur Schwarz, á einum stað. „Ekki eins og kast- ali úr sandi sem skolást sifelld- lega á brott. Hvað verður þá um látna ástvini okkar? Hvað mundi verða um þá? Hvar mundi þeim búinn samastaður, ef ekki í end- urminningu okkar? Og liggur þá ekki fyrir okkur öllum að verða morðingjar, þvert gegn vilja les söguna sér til óblandinnar af-. okkar? Á ég að láta eyðingunni þreyingar vegna spennu hennar,! í té þetta andlit, andlitið hennar ritleikni og kunnáttu höfundarins, sem ég er einn um að þekkja? hæfileika hans til hnitmiðaðrar Ég veit að það mun fölna, jafnvel lýsingar, greiðrar frásagnar. Höf-; í mínum huga, að það mun af- undaríþróttir bregðast honum ! myndast og breytast nema því að ekki. Annað mál er svo það hvort Nótt í Lissabon verður lesanda sínum markverður skáldskapur, hvort hann lætur sig nokkru varða heimspeki sögunnar um mátt og gildi endurminningarinnar, varð- veizlu mannlegrar ástar, ham- ingju, lífsins sem við lifum eftir að það er liðið. Samt fjallar sag- an linnulaust um þetta efni: Ég vil að tíminn standi stöð- Eric Maria Remarque eins að ég geti búið því stað utan við sjálfan mig, svo að það verði ekki mínum eigin hugarórum að bráð. Þess vegna verð ég að bjarga því frá sjálfum mér, bjarga því undan tortímandi eigingirni lífsviljans sem leitast við að gleyma því — sem fær mig til að reyna að gleyma því svo að ég megi sjálfur halda áfram að lifa.” Schwarz segir sögu sína öðrum flóttamanni eina nótt í Lissabon árið 1942. í höfninni liggur skip ferðbúið til Ameríku, eina und- ankomuleiðin undan syndaflóði nazismans í Evrópu; Schwarz kaupir sér áheyrnina við fari sínu og konu sinnar sem þeim hefur áskotnazt eftir langan flóttaferil. Konan er dáin. Hún fi-amdi sjálfs- morð daginn áður en lagt skyldi úr höfn, dauðvona af krabba- meini. Og án hennar hirðir Schwarz ekki lengur um undan- komu, honum er sama um líf sitt — en minning þess er honum þeim mun meir i muna. „Hvernig hefr ur líf mitt ráðizt?” spyr hann að sögulokum. „Hefur það verið inn- antómt og tilgangslaúst líf, mark- laust og gagnslaust, líf kökkáls og morðingja ....?” Eða kannski lif heilags manns eða hetju? Frómt frá sagt leiðir lesandi þessar spurningar öldungis hjá sér, minnsta kosti sá sem þetta skrifar. Þrátt fyrir allt verður mynd Sehwarz sjálfs alla tíð ó- skýrust í sögu hans. Hugarraunir hans, ákaflega margorðar, sem sjálfsagt mætti líka leggja út sem áhyggju listamanns yfir verki sínu, taka næsta lítið á mann. En sagan sjálf sem hann segir, ástarsaga þeirra konu hans sem hann týnir í myrkviði nazismans í Þýzkalandi, finnur aftur og eignast að fullu á flótta þeirra undan stríðinu, megnar að vekja og viðhalda eftirtekt lesandans meðan hann les. Hún er hér sögð með venjubundna ’lýsing Hitlers- Þýzkalands og nazismans í bak- sýn, gerist á gamalkunnum flótta mannaslóðum úr öðrum sögum Remarques. Og hún er eins og endranær sögð með útfarinni leikni hins þjálfaða íþróttamanns í skáldsagnagerð. Heimsbálið mikla 1914 — 1945 er umgerðin um allar sögur Remarques, sögur hans gerast allar í skugga þess, leitast við að lýsa mannlífi sem það skapaði. Þær svíkja engan sem hefur gaman af góðum skáldsög- um. En hátíðleg útlegging hans af söguefnum sínum reynist ekki á- hugaverð — og sízt í þessari bók þar sem einna mest er þó færzt í fang. Hér liggur við hún ríði sögunni sjálfri á slig. Þýðing Tómasar Guðmundsson- ar er á bóklegu máli, víða hátíð- legu og verður með köflum æði- hnökrótt og stirðleg sem ekki létt- ir undir með sögunni, blendingi hennar af hversdagsljósri frásögn og upphöfnum hátíðastíl; það er vert að trúa því að þýðingin hafi verið hið erfiðasta verk. En próf- arkalestur er afleitur á bókinni sem úir og grúir af prentvill- um. — Ó.J. Bjarni Benediktsson Stormur í grasinu orðið til muna markverðara skáldrit hefði höf- undur skipað þar verðugri full- trúa „nýja íslands” móti þeim fulltrúa hins „gamla” sem Eiríkuir er; fyllri lýsing Hauks og Hákon- ar, hliðstæðar í leiknum, heíðl einnig gert lirkosti Áslaugar átak- anlegri. Eins og lýsing Hákonar er nú á bókinni og þess hugsun- arháttar sem hann stendur fyrir er hún of gamalkunnug ádeilu- gerving til að reynast áhugaverð; þarna væri þörf skýi-ari sjönar og skilnings hlutanna, ef þessi mann, tegund ætti að reynast nýt. En. hún bendir enn i sömu átt og út varpsleikir Bjaima frá Hofteigi í haust, að samúð hans sé öll roeð> gamla fólkinu, hinum liðna tíma, hvað sem skynsemin kann að herma honum. Stormur í grasinu virðist sam- inn af allmiklu sviðskyni, leik- rænni gáfu. Tvímælalaust er það verk til flutnings á sviði fremuv en lesturs. Engu skal hér spáð um hversu sá flutningur mundi takast; leikritið er vafalaust vandmeðfarið svo það njóti sín réttilega; ágallar þess kj'nnu þeg- ar til kemur að reynast afdrifa- ríkari en kostirnir. Þar fyrir er vonandi að tilraunin verði gerð; íslenzkri leikhúslist er fengur að hverjum nýtum liðsmanni. Og sú raunsæja skáldstefna sem Bjarnl frá Hofteigi aðhyllist af þessil verki að dæma hefur hingað tií gefizt leikhúsinu bezt. — Ó.J. | f'/r'/f ///rt', S*Ck <í' re Onanorunargler Framletti einungis tmlsglori — B ára átiyrfc’8, Pantlð timanlera. , Korkiðjjan hf ^kúlarötn 87 — Sfmt UIM Vf ALÞÝÐUBIAÐIO — 9. janúar 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.