Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 16
-* I '* ■ : Hraðinn var um þessar § - mundir „a la Hafnarfjörð- í. ur,” jafnvel hraðari en það hraðasta sem sést hefur . * líér . . . íþróttir í Vísi. Einhver bankaði upp á hjá mér um daginn og spurði hvort ég vildi ekki gerast kaupandi að Birting. Eg kvaðst láta mér nægja Lög- birting og þann litteratúr sem þar birtist. Og hann er ekki allur af lakara taginu, ‘ eins og til dæmis eftirfar- ‘,l andi klausa, sem mér þotti svo snjöll, að ég lærði liana utanbókar: Prestaköll þau, sem að . framan. greinir, svo sem nr. 6 og nr. 17, skulu, að fengnu leyfi ráðuneytisins, þar til öðru vísi verður ákveðið, , skoðast sem hlutar af þeim > prestaköllum, sem þeim , samkvæmt .framansögðu, er ■ þangað til gert að fylgja. ÞAÐ er ógæfulegt að bua suð- ur í Kópavogi, eiga bíl og vakna upp við það einn morgun, að allt er orðið hvítt. En hvað um það — karlmannlega skal af stað hald- ið og maður hysjar upp um sig brækurnar, sýgur upp í nefið og steðjar af stað. Keðjurnar eru í skottinu. Þetta er ekki annað en ómerki- legt föl. Engin tiætta, manni minn. Mundu eftir ráðleggingum um- ferðasérfræðinganna, sem enginn tekur mark á og þurrkaðu snjó- inn vel og vandlega af öllum rúð- um, svo þú sjáir aðsteðjandi hættu úr öllum áttum. Ósköp ertu lengi í gang, greyið mitt. Hana, þar hrökk hann. Inn- sogið á fullt og gefið inn. Innsogið hálfa leið inn og Iátið mala. Eins gott að hafa heitan bil, þegar til- veran er köld. Má frúin ekki fljóta með niður I kaupfélag? Jú, auðvitað má liún það. Mikil djöfulsins fljúgandi hálka. Bíllinn þversum áður en ég veit af. Þetta eru ekki annað en byrj- unarörðugleikar og bíllinn er rétt- ur af og brunað af stað í fyrsta gír á fullu gasi upp Digranesveg. Gengur eins og í sögu. Þvergata til liægri. Hefst. Brekka niður að kaupfélaginu. Lempa niður ferð- ina með því að bremsa smátt og smátt, síðan bremsa í botn. Hvers vegna stöðvast bíllihn ekki, heldiír rennur svona eins og sleði undan brekkunni og aftur- hlutinn á fleygiferð til vinstri? En allt fer vel og að lokum stendur bíllinn kyrr á blábrúninni á brattasta liluta brekkunnar. — Meðan frúin fer út, togar maður af öllu aíli í stýrið, eins og maður geti hindrað bílinn í að renna af stað með þeim hætti. Svo brunar hann niður brekk- una og skýzt milli tveggja að- steðjandi bíla og svo dansar hahn jenka niður allan Álfhólsveg. Holurnar kasta bílnum á milli sín og afturhlutinn veit ekki allt af hvað sá fremri er að gera þá stundina. Einu sinni þversum og maðurinn fyrir aftan hættir við að fara fram úr. Aítur þversum á móts við Apó- tekið og maðurinn fyrir aftan hætt ir við allt saman og beygir niður að fyrrgreindu Apóteki, sennilega til að verða sér úti um róandi töflur. Þá eru það gatnamótin á Reykja nesbraut. Uppgefinn og yfirgefinn Skodabíll, stendur þar og snýr nefinu á móti mér, tempóið í jen- ka-dansinum eykst og ég má allt eins búast við að bíllinn fari í snú-snú. Hann hagar sér eins og fyllibytta á Þorláksmessu og er óviðráðanlegur eins og stelpu- tryppi á sveitaballi. En þetta slampast eins og tilveran hingað til og á Reykjanesbrautinnl er þrengingum Kópavogsbúans lokið í bili. Alla leið upp á Skólavörðustíg, sem glansar beinlínis af hálku. Ekkert fram undan annað en á- rekstur við einhvern bíl, dauði og limlesting. Þctta endar ekki með öðru en skelfingu og maður lempar bílinn niður í fyrsta gír og varast að koma við benzínið. Bíllinn á eftir mér þorir ekki fram úr. Mikið vildi ég gefa til að vera á eftir hon- um. ÓÍíkt væri nú huggulegra að, keyra aftan á liann en kerlingar- álftina, sem álpast út á götuna á móts við Klapparstíginn, án þess' að líta til hægri eða vinstri. Svolítill stingur í hjartastað og kerlingin sleppur með skelkinn. Hjartað lemst um uppi í hálsi það sem eftir er leiðarinnar niður Skólavörðustíginn. Önnur kerling striksar út á götuna á móts við tugthúsið, en sér sig um hölnd og bjargast upp á gangstéttina aftur. Ég lendi á rauðu Ijósi eins og ævinlega og þar með er þessu keðjulausa ævintýri eiginlega lok- ið. Nema spurningin er: Hvernig kemst ég heim aftur? ✓

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.