Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 11
Stjörnudýrkun og alm. íþróttaiðkun Sigurður Sigurðsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna drap á vandamálið stjörnudýrkun og al- menna íþróttaiðkun, þegar hann afhenti íþróttamanni ársins verð- laun sín. Hér birtum við ræðu hans. Samtök íþróttafréttamanna tóku upp þann hátt, skömmu eftir stofn- un, að heiðra við áramót þann ’í- þróttamann, sem félögunum þótti skara fram úr öðrum á nýliðnu ári og útnefna hann íþróttamann ársins og afhenda honum mikinn verðlaunagrip til varðveizlu í eitt ár. Nú er komið að því að útnefna íþróttamann ársins 1965 og af- henda hinn mikla grip og er þetta í tíunda skiptið, sem hann er af- j hentur, en Samtök íþróttamanna verða 10 ára í næsta mánuði. Ekki mun ég hér rekja sögu samtak- . anna, væntanlega gefst kostur á því, þegar afmælisins verður minnzt, en ekki er úr vegi að rekja stuttlega sögu gripsins, sem nú verður afhentur í tíunda sinn. Að eins fimm menn hafa hlotið far- andgripinn og nafnbótina fram til þessa og þar af einn, Vilhjálmur Einarsson, fimm sinnum. Hann hlaut gripinn fyrst 1957, fyrir af- rek sitt á Olympíuleikunum í Mel- bourne og fjögur önnur ár var hann nær einróma kjörinn íþrótta- maður ársins, siðast árið 1961. Aðr- ir, sem gripinn hafa hlotið eru Valbjörn Þorláksson, Guðmundur Gíslason, Jón Þ. Ólafsson og Sig- ríður Sigurðardóttir, sem hlaut gripinn í fyrra, og er eina konan, sem hann hefur hlotið. Það er siður víða um lönd, að íþróttafréttamenn kjósa íþrótta- , mann ársins, bæði í hinum ýmsu löndum og bezta íþróttamann heimsins. Oft er það svo, að sá er til- nefndur, sem verðugur er, hitt kemur þó einnig fyrir, að slík tilnefning orkar tvímælis. Fyrir- komulag atkvæðagreiðslunnar er yfirleitt á þann veg, að menn rita nöfn 10 íþróttamanna, sem þeim hefur fundizt skara fram úr, — og hljóta þeir stig, í samræmi við röðun á atkvæðaseðlinum. Hér hefur sá háttur verið á hafður, í- þróttaritstjórar blaðanna og í- þróttafréttamaður útvarpsins skila atkvæðaseðlum, og hafa þeir senni lega að nokkru samráð við aðstoð- Sigurður Sigurffsson armenn sína. En atkvæðaseðlarnir verða aðeins sex, og hæsta hugsan- leg stigatala sigurvegara er 66 stig, þar eð sá sem efstur er á atkvæða seðlinum, hlýtur 11 stig, næsti 9, þriðji 8 o.s.frv. og tíundi maður 1 stig. Áður en ég tilkynni um úrslit atkvæðagreiðslunnar að þessu sinni, langar mig að víkja lítil- lega að svonefndri stjörnudýrkun, sem íþróttunum er samfara og þessi verðlaunaveiting okkar er liður í. Ýmsum finnst, og ég er þeirra á meðal, að athygli íþrótta- forustunnar og blaðanna, beinist um of að þeim, sem fram úr skara, en of lítið að útbreiðslu íþrótta- iðkana almennt. Það var í upphafi svo, að stjörnur áttu að vera til þess, að vekja áhuga ungs fólks á íþróttum, laða menn að, en ekki fæla frá. Mér finnst þetta, því mið- ur, hafi snúizt illa í höndum i- þróttaforustunnar og félaganna, íþróttafélögin leggi of mikið í söl- urnar fyrir þá, sem fram úr skara, eða geta orðið að liði, en sýni næsta litinn áhuga á, að fá fólk til að iðka íþróttir. Eg hefi rætt við marga unga menn, sem senni- lega hefðu getað orðið ágætir í- þróttamenn, hefði þeim verið sinnt, en þeim hefur góðlátlega verið stjakað til hliðar, ég vil ekki segja reknir heim, en allt að því. Þjálfararnir og félögin heimta af- rek, skjótfengin afrek og sigra, þess vegna beinist athygli þeirra fyrst og fremst að afreksmönnun- j um. Auðvitað hafa þessir aðilar I ýmsar afsakanir, þjálfarar hafa ; mikið að gera og félögin hafa tak- , markaðan aðgang að íþróttahús- um og völlum. Þó að svo eigi að heita, að um 20 þús. íslendingar iðki íþróttir eitthvað að ráði, er sú tala mjög lág, ekki sízt með tilliti til þess, að allt er tínt til, þegar þessi tala en fengin, því kennslustyrkir og önnur hlunn- indi miðast við virka félaga, þess vegna held ég, því miður, að raun- veruleg tala sé allmikið lægri. Þó hef ég kannski mestar óhyggjur af því, hve skólaíþróttirnar svo- nefndu, leikfimi og sund, eru í litlum metum, t. d. virðast fimleik- ar með öllu vanræktir. Finnst mér liér vera á ferðinni alvarlegt um- hugsunarefni fyrir íþróttaforust- una og að íþróttahreyfingin ætti að taka þetta til alvarlegrar at- hugunar, og það sem fyrst. Þessu spjalli mætti svo ljúka á því, að spyrja, hvort íþróttafréttamenn ættu ekki í framtíðinni að verð- launa það íþróttafélag eða sam- tök, sem líflegust eru í starfi, bæði íþróttalega og félagslega. Frá sundmeistara- móti Keflavíkur Sundmeistaramót Keflavíkur 1965 fór fram í Sundhöll Kefla- víkur 19. des. sl. Þátttaka í mótinu var mjög góð eða rúmlega 40 kepp- endur úr Keflavík og auk þess kepptu sem gestir á mótinu sund- fólk frá Reykjavík og Akranesi. Ágætur árangur náðist I mörgum sundgreinum og margir efnilegir unglingar náðu prýðisgóðum ár- angri. Er gróska mikil í sundíþrótt inni í Keflavík enda njóta Kefl- víkingar handleiðslu hins kunna sundþjálfara Guðmundar Gíslason- ar. Á sundmótinu var keppt um af- reksbikar karla og kvenna. Afreksbikar kvenna hlaut Auður Guðjónsdóttir 100 m. bringusund sem hún synti á 1.31,4 mín. og gefur 620 stig. Afreksbikar karla hlaut Davíð Valgarðsson fyrir 100 m. skriðsund sem hann synti á 1.01,7 og gefur 704 stig. Keflavíkurmeistarar í einstök- um greinum urðu þessir: 100 m. skriðsund karla Davíð Valgarðsson 1.01,7 mín. 100 m. bringusund kvenna Auður Guðjónsdóttir 1.31,4 mín. 100 m. bringusund karla Þór Magnússon 1.18,3 mín. 50 m. skriðsund kvenna Rakel Ketilsdóttir 34,6 sek. 50 m. baksund karla Davíð Valgarðsson 31,8 sek. 50 m. bringusund kvenna Kristín Einarsdóttir 43,6 sefe. 50 m. flugsund karla Davíð Valgarðsson 29,5 sek. 50 m. baksund kvenna Auður Guðjónsdóttir 38,0 sek. 66% m. fjórsund karla Davíð Valgarðsson 43,1 sek. 66% m. fjórsund kvenna Auður Guðjónsdóttir 53,6 sek. 4x50 m. boðsund karla Sveit U.M.F.K. 2.17,4 mín. 3x50 m. boðsund kvenna Sveit U.M.F.K. 1.58,2 mín. 33% m. skriðsund sveina Jón Sigurðsson 20,7 seft. 33% m. skriðsund telpna Helga Einarsdóttir 24,2 sek. 33% m. bringusund sveina Guðni Kjarbo 27,5 sek. 33% m. bringusund telpna Anna M. Eyjólfsdóttir 27,9 sek. II. deild kvöld l fí kvöld kl. 20,15 heldur íslands mótið í handknattleik áfram að Hálogalandi. Þá leika fyrst Valur og KR í 3, flokki, en síðan ligfst keppnin í II. deild, fyrst leika Keflavík og Víkingur og síöan Akranes og ÍR. Tekst FH einnig að sigra Fredensb. í dag SÍÐARI leikur FH og Fredens- borg frá Osló í Evrópubikarkeppn- inni fer fram í dag og hefst kl. 4 í íþróttahöllinni í Laugardal, áður verður háður forleikur. Eftir fyrri leik liðanna sl. föstu- dagskvöld bendir allt til þess, að FH muni einnig bera sigur úr být- um í dag. Þó er ekki ástæða til að telja sigur vísan, Hjalti Einars son'ótti mjög góðan dag í markinu og ekki er víst, að hann verði eins snjall í dag, þó að við séum ekki að vantreysta honum á neinn hátt. FH getur auðveldega bætt úokkra slæma galla á leik sín- um. Hafnfirðingarnir voru seinir í vörn á föstudaginn og fengu á sig mörk af þeim sökum. Einnig þarf liðið að nýta breidd vallarins bet- ur. Fredensborg er sterkt lið og bar áttuvilja hafa Norðmennirnir næg- I an. Þeir hafa allt að vinna, en | engu að tapa í dag. Síðast og ekki sízt er mikið at- Iriði að áhorfendur hvetji landann !í leiknum. Það eru kostir heima- vallarins. Dómarinn Poul Ovdal var held- ur slappur á föstudaginn, sérstak- lega í síðari hálfleik. Við skulum vona, að hann verði betri i dag. Norskur leikmaffur hindrar Gufflaug Gíslason ólöglega. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. janúar 1966 || t=Ritsti6rTÖrn Eidssonl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.