Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.01.1966, Blaðsíða 1
Sunnudag'ir 9. janúar 1966 - 46. árg. 6. tbl. — VERÐ 5 KR, Vilja bætta sam búð við austrið Reykjavík. — EG. • — Á ráðlierrafundum Evrópu- ráðsins og Atlantshafsbandalags- ins, sem ég sat í desember, fannst mér mest áberandi, hve mikill vilji virtist vera fyrir hendi til að bæta sambúð og efia samstarf við þjóð- irnar í Austur-Evrópu. Á þessa leið mælti Eipil Jónsson, utan- ríkisráðherra í erindi, sem hann fluttj í gær á sameiginlegum fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu. Fundurinn, sem haldinn var í >jóðleikhúskjallaranum, var mjög fjölmennur. Þegar Emil hafði lok- ið máli sinu voru bornar fram ýmsar fyrirspurnir. . I erindi sínu drap Emil á nokk- ur þeirra mála, sem hæst hefði borið á þessum fundum. Hann sftgði, að ýmislegt benti til þess að Austur-Evrópuríkin væru nú fúsari til samstarfs við lönd í V.- Evrópu en áður hefði verið. Bæði á ráðherrafundi Nato og ráðherra fundi Evrópuráðsins hefði verið rikjandi mjög eindreginn vilji til að bæta sambúð og efla hvers kyns samstarf við þjóðirnar í Austur- Evrópu. U k ■0> ía r í gær var alhvít jörð, þegar borgar- búar komu á fætur og margur átti brösum við bílana sína. Börnin höfðu þó eng ar áhyggjur af snjónum, heldur þvert á móti fögn uðu honum ákaft og léku sér óspart e'ins og' mynd ini þér til íhliðar sýnir glög-gt. (Mynd: JV.) RÍkisstjórnin staðfestir samkomul. Blaðinu barst í gær svohljóð- andi frétt frá sjávarútvegs- málaráðuneytinu: „Ríkisstjórnin hefur kynnt sér til- lögur og greinargerð yfirnefndar Verðlagsráðs . sjávarútvegsins á liugsanlegum breytingum út- flutningsgjalds á sjávarafurðum í .sambandi við ákvörðun fiskverðs á árinu 1966. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir því við Alþingi, að þær breytingar verði gerðar á lagaákvæðum um út- flutningsgjald, að það miðist við ákveðna upphæð á riiagneiningu, er sé yfirleitt hin sama fyrir all- ar afurðir, og ennfremur, að framlag Fiskveiðast.ióðs, er greitt hefur verið af útflutningsgjaldi Framhald á 14. siðu. Handritastofnun og ís- lenzkudeild 1 sama húsi Reykjavfk, EG INNAN fárra mánaða verður byrjað á nýbyggingu á lóð Há- skóla íslands nús þetta verður um 600 fermetrar að stærS, fjórar hæðir og: verður Handritastofnun íslands þar til húsa. Einn ig er ráðgert, að öll kennsla í ísleiwku flytjist úr Háskólabygg ingunni í þetta nýja hús, að þvi er Ármann Snævarr háskóla- rektor greindi frá á fundi með blaðamöimum nú fyrir helgina. Háskólarektor lét svo ummælt á blaðamannafundinum, að hann fagnaði mjög þeim aukna skiln- ingi, sem nú ríkti á störfum og mikilvægi Háskólans. Rektor minnti á, að sennilega væri það einsdæmi hvernig Háskóli ís lands hefði verið byggður upp, en Happdrætti Háskólans hefur til þessa staðið straum af öllum byggingaframkvæmdum skólans. Rakti rektor síðan í stuttu máli byggingarsögu Háskólans. Hús Atvinnudeildar á Háskólalóðinni var byggt á árunum 1936—37 fyrir fé frá Happdrættinu. Ríkið endurgreiddi Háskólanum svo >ooooooooooooooooooooooooooooooo< í FYIiSTA tolublað'i Sunnudagsblaðsins á þessu ári þirt ist grein um Sir Winston Churchill eftir brezka rithöfimd inn Goronwy Rees, sniásögurnar Laxm stöðumælasyndarans eftir OUe Caríe og Símtal eftir Berton Roueché. Þá er í blað inu þátturinn Sitthvað fyrir börnin og ýmislegt fleira efni. Blaðinu fylgir eixmig efnisyfirlit síðasta árs, X. árgangs Sunnudagsblaðsins. >ooooooooooooooooooooooooooooooo< síðan byggingarkostnað hússins. Háskólahúsið sjálft var byggt á árunum 1936—1940, og gengið var frá lóðinni kririgum húsið 1949—1952. Árið 1948 var íþrótta- hús Háskólans byggt. Það var svo stækkað á árunum } 1958—1960. 1958 var keypt ln’ísnæði fyrir Náltúrugripasafp og býrjað var á húsi Raunvísindastofrjunar 1963, en það hús var byggt: að nokkru fyrir framlag frá íslenzku ríkis- stjórninni og afmælisgjöf Banda ríkjastjórnar til Háskólans. Einn fjórði hluti af telcjum Happdrættis Háskólans rennur til ríkisins, og hefur ríkið látið það framlag ganga í byggingar- sjóð atvinnudeildar. Minntist rektor í þessu sambandi sérstak- lega á hinn mikla þátt prófessors Alexanders Jóhannessonar í byggingarsögu Háskólans. Þá skýrði Ármann Snævarr frá því að á næstu mánuðum yrði haf- izt handa um byggingu nýs húss á lóð Háskólans, þar sem Hand- ritastofnun íslands mundi verða til lnisa og er húsið væri full- reist mundi öll íslenzkukennsla £ Háskólanum flytjast þangað, sem og starfsemi orðabókar Háskól- ans og skrifstofur prófessora við íslenzkudeildina. Hús þetta verð- ur 600 fermetrar að stærð og mun Handritastofnunin fá umráö yfir 1/3 þess, en íslenzkudeildin og önnur starfsemi fá 2/3 hluta iiússins. Mundi þetta létta mjög á Háskólabyggihgunni sagði rektor, en þar eru þrengsli þegar orðin mikið vandamál. Þá gat rektor þess að lokum að bygg- ingarnefnd væri nú að undirbúa. byggingu húss fyrir læknadeild, en mjög væri orðið aðkallandi aff hefjast sem fyrst lianda um bygg- ingu þess. S iilljónatjón í Mozambique í fellibyi í A-Afríku BEIRA, 8. janúar. (ntb-reuter). Milljónatjón hefur orðið í portú gölsku nýlendunni Mozambique á austurströnd Afríku af völdum fellibylsins „Claude,” sem geysaði þar fyrir þremur dögum. Gífurleg ar rigningar hafa verið í landinu síðustu daga. Þúsundir kofa í bæjum og þorp um Afríkumanna hafa skolazt á burt í flóðum, sem fylgdu í kjöl- far hinnar gífurlegu úrkomu. í mörgum héruðum hefur uppsker- an eyðilagzt. Samgöngur við S.- Afríku hafa rofnað. Á þremur dögum hefur úrkom- an verið sem svarar 2/3 af heild- arúrkomu nieðalárs í héruðunum umhverfis höfuðborg Mozambiqu- es, Loranco Marques. Lengra inni í landi, sérstaklega í suðurhlutum Rhodesíu, í Bechu- analandi, Basutolandi, og sumpart einnig í Zambíu eru á hinn bóg- inn gífurlegir þurrkar. Frá Lond- on berast fréttir um að í undirbún- ingi sé víðtæk aðstoð við þurrka- svæðin. Hveiti verður sent bæði frá Ástralíu og Kanada. Lögð er áherzla á, að Rhodesía fái sinn skerf þrátt fyrir refsiað- gerðir Breta gegn nýlendunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.