Alþýðublaðið - 04.02.1966, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Qupperneq 2
eimsfréttir sidlastHdna nott MOSKVU: — Sovézka tungl{laugin ,,Luna 9” framkvæmdi í gærkvöld fyrstu „mjúku lendingu,, sögunnar á tunglinu. Tungl- flaugin lenti á svokölluöu Stormahafi, laust eftir kl. 17,45 að islenzkum tíma. Tæki flaugarinnar héldu áfram að starfa eftir lcndingu. Með lendingunni hafa sovézkir vísindamenn unnið stór- au sigur og hafið er yfir allan vafa að Rússar hafi tryggt sér iirugga forystu í keppninni um að senda mann til tunglsins, að því cr haldið er fram í Moskvu. LONDON: — Wilson hefur tekið þá bráðabirgðaákvörðun að boða til kosninga 24. marz, en endanleg ákvörðun hefur enn ekki verið tekin, að þvi er góðar heimildir í London hermdu í gær- kvöldi. Wiison hyggst skýra ráðherrum sínum og helztu leiðtog- urn Verkamannaflokksins frá áformum sínum á sunnudaginn. Þessi fundur mun gefa til kynna, livort efnt verður til kosninga í bráð eða hvort beðið verður fram í október. Fyrirhuguð Moskvuheim- sókn Wilsons og verkfall, sem járnbrautarstarfsmenn hafa boðað, kann að seinka kosningunum. MOSKVU: — De Gaulle forseti hefur þekkzt boð um að fara í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í lok jiiní, að því er fréttastofan Tass tilkynnti í gær. Heimsóknin stendur senni- l.ega í fimm eða sex daga og mun forsetinn himsækja nokkrar borgir, meðal annars Leníngrad, Kiev og Volgograd (áður Stal- íngrad) Hugsanlegt er, að de Gaulle heimsækji Varsjá, Prag og Bnkarest á heimleiðinni. SAIGON: — Um 1200 skæruliðar hafa verið felldir í fjórum mestu sóknaraðgerðum, sem gerðar hafa verið gegn Vietcong. Landarískar fiugvélar réðust á birgða- og samgönguleiðir í Norð- ur-Vietnam í gær, þriðja daginn í röð, og kom á óvart að ekki vai skotið á þær úr loftvarnarbyssum. Samkvæmt góðum heim- iidum liafa Norður-Vietnammenn notað liléð á loftárásunum til að reisa skotpalla fyrir eldflaugar og eru þeir nú orðnir 60 tals- ms. Einnig liaia þeir notað hléð til að þjálfa MIG-flugmenn sína í loftorrustum. MOSKVU: — Valdamennirnir í Kreml hafa gefið erlend- uin kommúnistaflokkum skýrslu um klofningsstarfsemi Kínverja, cií því er skýrt var frá í Moskvu í gær. Ýmsum kommúnista- flokkum hefur verið sent bréf í líkingu við bréf það, sem sent hejur verið til deilda kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum, en ckki er Ijóst hvort bréfið var sent til allra kommúnistaflokka eða aöeius þeirra, sem fylgja Rússum að málum. GENF: — Sovézkri tillögu um að ábyrgzt verði að ekki ycrði gerð kjarnorkuárás á ríki, sem ekki ráða yfir kjarnorku- vopnum, var vel tekið af fulltrúum vesturveldanna á afvopnunar- ráðstefnunni í Genf í gær. Formaður bandarísku sendinefndar- innar, William F. Foster, fór viðurkenningarorðum um áhuga Kosygins forsætisráðherra á málinu. Hann sagði blaðamönnum, að Bandaríkjamenn mundu athuga tillögu hans gaumgæfilega. HONGKONG: — Kommúnistaflokkur Norður-Vietnam hef- ur barizt fyrir því að útrýma hentistefnu úr röðum sínum, sagði Hanoi-blaðið „Nhaii Dan” í gær. Blaöið segir í ritstjórnargrein í tílefni 36 ára afmælis flokksins, að flokkurinn sé sannur marx- ista-lenínislaflokkur og leggist gegn nýtízku endurskoðunarstefnu. Þetia orðalag nota Kínverjar og stuðningsmenn þeirra til að lýsa stefnu sovézka kommúnistaflokksins. Lestarræningjum bjargað með kjarnorkuvopnum? London, 3. 2. (NTB-Reuter.) Brezka stjórnin bar til baka í dag fréttir um, að skriðdrekar og Flugslys af völdum glæps? Bremen, 3. 2. NTB-Reuter.) LeynilögTCgiumenn, s«m rann sakað hafa flugislysið í Bremen í síðustu viku, útiloka eicki þann möguleika að orsök slyssins hafi verið glæpur framinn áður en. flugvélin hrapaði íil jarðar. Hugsnalegt er að æði hafi grip ið einhvern í flugstjórnarklefan um, og tæknibilun er hugsanleg að sögn yfirmanns leynilögreglu mannanna, Arno Berneeker. Ryðg uð töng fannst í hendi liins látna flugmanns. Hvað töngin var að Jgera í flugstjó'rnarklefanum er hin stóra spurning, sem við reyn um að svara sagði Bernecker. Hugsanlegt er að töngin hafi verið í farangri bandarífks far- þega William Baker að nafni, Bern ecker lagði áherzlu á, að erfitt væri að sanna nokkra skýringu á slysinu, þar sem allt brann sem brunnið gat og öll vitni eru lát jafnvel lííil kjarnorkuvopn kynnu að' verða notuð' til að frelsa lest arræningjana frægu, sem sitja í fangelsi í Durham í Engiandi. Lögreglustjórinn í Durham, A1 ec Muir, sagði í gær að vera mætti að hrein hernaðarárás yrði gerð á fangelsið og beitt yrði sprengj um, skiðdrekum og litlum kjarn orkuvopnum til að bjarga þremur höfuðpaurum póstlestarránsins mikla 1963, þegar rúmlega 300 milljónum ísl. króna var stolið í óvenjulega djörfu og vel skipu lögðu ráni. Einn þremenninganna er Dougl as Goody, 35 ára gamall rakari, sem er talinn „heilinn" á bak við lestarránið. Hinir eru Roy James og Thomas Wisbey. Þeir afplána allir 30 ára fangelsisdóm Enn er 240 milljóna króna af ráns fengnum saknað. Fangelsið í Durham er eitt hið rammgerðiaista í öilu Bíretla/idi. Goody, James og Wisbey sitja í férstökum klefum og eru undir stöðugu eftirliti. í nóvember í fyri’a bað Muir lögx-eglustjóri um hermenn vopn aða vélbyssum til þess að treysta vörðinn við Durham-fangelsið. í dag sagði stjórnin, að ákveðið hefði verið að fallast á beiðnina að ráðj nokkurra starfsmanna lögregl Aðalfundur Hjarta- og æða- verndarfélagsins í Reykjavík Hjarta- og æðaverndarfélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn í Gylltasalnum á Hólel Boi’g í gæi’kvöldi. Fundurinn var fjölsótt ur. Formaður félagsins próf. Sig urður Sámúelsson -setti fundinn, bauð félagsmenn velkomna og bað Eggert Kristjánsson, stórkaup- mann að vera fundarstjóra. Méstu frosthörkur í manna minnu Kaupmannahöfn 3. feb. í(NTB). Kuldabylgjan yfir Skandinavíu liefur valdið miklum erfiðleikum ii Svíþjóð og Finnlandi og á greini- ■lega eftir að valda stói'felldu efna tfiagslegu tjóni í þessum löndum, einkum og sér í lagi í norðurhér- •uðum landanna, þar sem frostin ’íxafa orðið meiri en dæmi eru til áður. Enginn staður í Finnlandi var .þndir 30 stiga frosti á Celsíus 4 dag.ií nótt mældist 49 stiga frost ■bæði í Norður Finnlandi og Norð- i«r Svíþjóð og jafnvel í suðurhér- ítxðum Finnlands var írostið 35 gráður. Helsinkibúar lifðu þá köldustu nótt síðan hitamælingar hófust þar í lok síðustu aldar, eða 35 stig. í Stokkhólmi var frostið 25 stig, en það er það mesta sem mælst hefur síðan áx-ið 1871. Eina héraðið í Svíþjóð, þar sem hilastig var þolanlegt var Skónn, þar sem frostið, var ekki nema 2—3 gráður. Með aðstoð ísbrjóta hefur ennþá reynst kleyft að halda opinni sigl ingaleiðinni milli Svíþjóðar og Finnlands, ekki hefur verið hægt að fylgja áætlun og síðustu daga hefur skip.unum seinkað um 10—- 15 klukkustundir í ferðinni. Bát- arnir sem ganga milli Stokkhólms ! og lands hafa gefist upp og liggja , innifrostnir í ísnum. í Skógarhöggsiðnaðurinn, sem er j ákaflega þýðingarmikill fyrir N- Svíþjóð og N-Finnland, hefur beð- ið mikinn hnekki af kuldanum. , Sumpart geta skógai’höggsmenn- j irnir ekki verið lengi úti í kuld- : anum í einu. Sumpart vinna sag- irnar ekki eðlilega. Málmgrýtis flutningar til Narvíkur ganga hæg ar en áður, vegna ei-fiðleika á að , lialda járnbrautinni gangandi. Mikill hluti byggingariðnarins í báðum löndunum liggur niðri vegna frostanna og það sama má Framhald a 15. síðu. Fundarstjóri bað Helga Þoidáks son, skólastjóra, að vera fundar í'itai’a. Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnarinnar urn stöi'f fé lagsins á ái'unum 1964 og 1965. Lý, ti formaður ánægju sinni yfir miklum áhuga fétagsmanna! og þakkaði stórmyndarleg framlög til félagsins og Hjartaverndar. Formaður gat þess, að Hjartavernd landssamtök lijarta- og æðavernd arfélag íslands hefðu sl. vor fest kaup á tveim efstu lxæðum háhýs isins Lágmúli 9, sagði foi'maðui'inn að vonir stæðu til að rannsóknar stöð samtakanna gæti tekið til starfa í þessum húsakynnum á hausti komanda. Fox-maður gat þess að í félaginu væru nú tæp lega 1100 félagar. Þá gat formað ur þess, að félagið hafi gefið út tvö bíöð taf It.imarVinu Hja>'ta vernd, en nú hafa landssamtök in tekið við þessari útgáfu og gef ið út tvö blöð til viðbótar. Gjald keri félagsins, Ólafur Jónsson, full trúi lögreglustjóra, skýrði reikn ,inga félagsins og voru þeir síðan samþykktir í einu hljóði. Úr stjórn áttu að ganga tveir monn, en þeir próf. Sigurður Sam úelsson, Eggert Kristjáns'on, stór kaupmaður og Pétur Benediktsson bankastjóri, báðust alíir undan endurkosningu þar sem þeir sitja Framhahl á 15. síðo unnar og öryggisþjónustunnar og ekki eingöngu samkvæmt ráðlegg ingum Muirs lögreglustjóra. Þvi var bætt við, að sá möguleiki hefði a'drei verið útilokaður, að gerð yrði tilraun til að frelsa vissa fanga með valdi. En aldrei hefði verið ástæða til að ætla að gei'S yi'ði árás með skriðdrekum eða kjarnorkuvopnum. Muir lögreglustjóri ítrekaði i dag, að tilraun til að frelsa fang ana gæti leitt til reglulegrar oi-r urtu, þar sem margir menn týndu lffi. Menn yrðu að vera við öllu búnir. Muir bætti því við, að ræn ingjarnir hefðu nóg fjárráð til að afla sér vopna af hvaða gerð sem vera :skal. Formælendur brezkra kjarnorku yfirvalda sögðu í dag, að ekki væri sérstaklega hagkvæmt að beita kjai-norkuvopnum til að bjai'ga föngunum. Þeir bættu því við, að engra kjarnorkuvopna! Framhald á 10. síðu. !%%%%%%%*%%%%%%l‘i.Vl%V'uVyV%%V%%%% l Kaupmannahöfn 3. 2. (NTB-RB): — Hjóna- bandið hefur jákvæð áhrif á heilsuna, að því er niður stöður nýjustu rannsókna í Danmörku sýna. Rannsókn in leiddi í ljós, að 69% þeirra sem búa í hjónabandi á aldr inum 50—59 ára, eru alheil- brigðir, 62% sama aldurs- flokkt; fólks, sem aldrei hef ur giftst og aðeins 53% frá skildra í sama aldursflokki Ennfremur leiðir rannsókn in í ljós að meðal hjóna á aldrinum 20-24 ára, er kai'l maðurinn að meðaltali einu ári eldri en frúin, en mun urinn hjá eldi'i kynslóðinni er langtum meiri. Þetta kem ur meðal annax's til af því að stór hópur roskinna manna, kvæntist tiltölulega unguxn konum. í Kaupmannahöfn lifir eitt prósent fullorðins fólks sam an án þe-s að vei-a gift, í bæj um úti á landi er hlutfalls talan hálft prósent og i sveit um ekki nema eitt prómill. Rannsóknin, sem fór fram á vegum dönsku Félagsmála stofnunarinnar leiðir einnig í Ijó- að fólk giftir sig yfir leitt innan sömu samfélags hópa og að 80% háskóla- menntaðra kvenna giftist mönnum með sömu eða svip aða menntun, en aðeins 10 % hárkólamenntaðra karl manna, konum með tilsvar andi menntun. >%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%. 2 4. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.