Alþýðublaðið - 04.02.1966, Page 3

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Page 3
ÚÁNÆGJA med kvöldsoluna ^ Leikararnir í Ævintýri á gönguför héldu ipp á 150. sýningu leiksins og óskuðu sjálfuxn sér 0» Leikfélagl Reykjavíkur til hamingju eft r sýninguna. Aldrei leiður á Ævintýrinu... Brynjólfur Jóhannesson hefur nú leikið 250 sinnum i Ævintýri á gönguför Reykjavík, OÓ. Leikfélag Reykjavíkur setti Ævintýri á gönguför og svið á fyrra leikári og síðastliðið þriðjudagskvöld var leikritið sýnt í 150. sinn fyrir fullu húsi Svo skemmtilega vildi til að með þessari sýningu hefur Brynjólfur Jóhannesson leikið alls 250 sinnum £ þessu vin sæla leikriti. Þegalr forráðamenn Leikfé lags ákváðu í fyrra að sýna nú Ævintýrið rétt einu sinni spáðu margir að það mundi ekki ganga nema í örfá skipti, því leikritið væri orðið úrelt og ekkj mundu aðrir nenna að sjá það og heyra eín gam- alt fólk sem rifja vildi upp gömui kynni. Reyndin varð önnur og hefur þessi róman tí'ki og létti söngleikur aldrei átt jafnmiklum vinsældum að fag.na bæði meðal ungra og gam alla, og nú á tímum kúrekasjón varps og bítlahávaða, því aldr ei hefur Ævintýrið verið sýnt við jafn mikla aðsókn og virð ist ekkert lát vera á henni. Nei, ég verð aldrei leiður á Ævintýrinu, sagði Brynjólf ur Jóhannescon, þegar Alþýðu blaðið hafði tal af honum £ gær. — og ég vona að ég eigi eftir að leika í því 250 sinn um enn. Þetta er með fyrstu leikritum sem ég lék í, og það var fyrir tilviljun að svo varð. Það var vestur á ísafirði og varð einn leikarinn veikur og ég hljóp í skarðið, lék annan súdt entinn, Herlöf. Með það hlut verk fór ég fjórum sinnum. — Síðan lék ég aftur í Æv intýrinu árið 1928 og þá með Leikfélagi Reykjavíkur og £ það isinn lék ég Svale. Kranz lék ég fyrst 1932 og síðan lék ég Skrifta- Hans 19 52, og að þessu sinni fer ég aftur með hlutverk Kranz. — Mér hefur þótt afskap lega gaman að leika öll þessi hlutverk en þó held ég mest upp á Skrifta Hans af þeim öllum. — Aldrei hefur mér dottið í hug að leika Kranz nema láta hann skrolla. Þetta er löngu orðin föst venja og ég hef aldr Framhalr) a 14 -ið« Eftir 150 sýningar hneygja sig leikendur Ævintýrisins í leiks- lok undir dynjandi lófataki áhorfenda. Eftir þessa sýningn hefur Brynjólfur Jóhannesson leikið 250 sinnum í þessum vinsæla söng og: gamanleik. ' Reykjavík, — EG. — Mikill fjöidi neytenda er óá nægður með ástandið í kvöldsölu máiunum, og dreg ég mjög til efs að Kaupmannasamtökin hafi ein lægan vilja til að leysa þetta mál. Nú þegar er drát'ur á lausn máls ins orðinn óhæfilega langur, og finnist ekki lau^n, sé ég' ekki að um annað sé að ræða nema reglugerðina, sem nú gildir um lokunartíma sölubúða, og ieyfa þeim kaupmönnum, sem vilja, að annast kvöldþjónustu við neytend AMMHMMWMmMHtUMMM Krústjöv á Moskvu, 3. 2. (NTB-Reuter.) Fyrrverandi forsætisráð- lierra Rússa, Nikita Krúst jov, liggur á sjúkrahúsi í Moskvu vegna nýrnasjúk dóms Krustjov mun hafa legið á sjúkrahúsinu í nokkra mánuði, og er líðan hans ekki sögð slæm. Hann sást seinast opinber lega á listsýningu í Moskvu í april í fyrra. Haim var þreytulegur og magrari en á velmektardögum siniun, en kvaðlsti vera við beztu heilsu og líða eins vel og við væri að búazt af manni sem væri á eftirlaunum. í kvöld hermdu góðar heimildir, að Krústjov væri ekki lengur á sjúkraliúsi. iWMMMtMWMWWmWWW ur. A þessa leið mælti Oskar Hall grímjjsoini borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins í umræðum um fyrir spurn hans um lokunartíma sölu búða á fundi borgarstjórnar í gær. Óskar bar fram fyrirspum í tveim liðum um hvort ráðstafanir liefðu verið gerðar til þess að koma á að nýju eðlilegri og nauð synlegri þjónustu fyrir þá neyt endur,, sem ekkj eiga þess kost að hagnýta sér þann afgreiðslu tíma verzlana, sem nú er í gildi, hverjar þær ráðstafanir væru og hvenær mgetti vænta að þær kæmu til framkvæmda? Geir Hallgrímsson borgarstjóri svaraði fyrirspurn Óskars. Hann sagði, að nefnd hefði verið skip uð í maí sl. til að vinna að endur skoðun reglna um lokunartíma, en í henni hefði engin samstaða náðst, og hefðu störf nefndarinn ar dregizt á langinn með samning um kaupmanna við verzlunarfóik. Biði nefndin nú eftir niðurstöð um þeirra samningaviðræðna, og nú væri ekki hægt að segja fyrir um að hvaða niðurstöðu nefndin mundi komast. Óskar Hallgrímsson sagði að mjög óhæfilegur dráttur hefði orðið á því að finna nýtt fyrir komulag fyrir þessa nauðsynlegu þjónustu við neytendur. Rakti hann allítarlega forsögu mál ins og gang þess fram á þennan dag Hann lagði' áherzlu á, að meðal mikils fjöida ReykvíkSnga ríkti nú megn óánægja með ríkjandi fyrirkomulag í þessum efnum. nú væri því borið við sem vöm fvr ir framkvæmdaleysinu, að samn- ingar stæðu yfir við verzlunar fólk, e,n ástæða væri til að benda á, sagði Óskar að vinnutími verzl Framhald á 10. síðu. ilioio gabbðö 57 sinnum á árinu Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt út 534 sinnum á síðastliðnu ári. Af þessum kvaðningum reynd ist vera um eld að ræða í 367 skipti. Að meðaltali kviknaði því í nákvæmlega einu sinni á^dag allan ársin - hring. Kvaðningar án elds voru 167, þar af var 57 sinn um um gabb að ræða og hlýtur það að teljast furðulega há tala. Þess mó til dæmis geta, að á Akureyri var islökkviliðið aldrei gabbað á síðastliðnu ári. Ofangreindar upplýsingar er að finna í skyrslu, sem slökkviliðið í Reykjavík hefur sent blöðunum Þar eru ýmsar fleiri upplýsingar að finna, svo sem á hvaða tím um árs og á hvaða tíma sólarhrings ins útköilin voru og fleira. Samkvæmt skýrslum er talið, að fimm sinnum hafi verið um mik ið tjón aö ræða í eldsvoðum: ★ Hú ið Kringlumýrarbraut 5 í janúarmánuði. ★ Vélbáturinn Kári, sem brann við Grandagarð í júní. ★ Brautarholti 6 í júlímánuði. ★ Hlaða og fjós á Setbergi í Garðarhrenni í september. ★ Pípugerðin í Fífuhvammi í desember. Flest útköll voru £ janúarmán uði eða 69 talsins, en fæst í sept ember, aðeins 27. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. febrúar 1966 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.