Alþýðublaðið - 04.02.1966, Page 6

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Page 6
MINNINGARORÐ: Karl Guðmiindsson SKIPSTJÓRI „Volduga hiartaslag hafdjúpsins kalda, af hljóm þínum drekk ég mér kraft og frið. Ég heyri’ i þér, skammlífa, skjálfandi alda, skóhljóð tímans, sem fram skal halda, og blóð mitt þýtur með brimsins nið.” KAKL GUÐMUNDSSON skip- stjóri, sem í dag er til moldar borinn, var fæddur hér í Reykja- vík 11. desember 1396. Foreldrar hans voru Guömundur Sigurðs- son sjómaður og Sigríður Berg- steinsdóttir, en börn þeirra voru sjö. Um og uppúr aldamótum var atvinnulíf hér ekki fjölbreytilegt, en kiiáir strákar ólust upp við brimgnýirn í f jörugrjótinu í Vesturbænum og fór snemma að dreyma um sæfarir og sjó- mennsku. Karl var ekki nema 12 ára gamaíl, þegar hann kynntist sjóróðrum með föður sínum og síðar öðrum, því snemma varð að taka jiátt í hinni erfiðu lífs-’ baráttu þeirra daga. Um tvítugsaldur lauk hann prófi við Stýrimannaskólann fara eru harðri sókn á erfið fiski- mið, þar sem oft getur verið skammt milli lífs og dauða í stormviðrum og stórsjó. Hann varð strax í röð aflamestu togara- skipstjóra í þeirri hörðu keppni, sem fylgir siíku starfi og hélzt svo alla hans skipstjórnartíð. Undirritaður, ásamt tveimur öðrum ungum mönnum í þá tíð, var svo lánsamur að komast fyrir tilviljun í skiprúm hjá Karli árið 3 925 á b/v Menju og fylgja hon- um síðan á sjónum um 15 ára skeið. Þar höfðum við lent í traustum og góðum félagsskap. Mannaskipti voru fátíð. Þó eng- inn efaðist um hver réði ríkjum um borð, var manndómur stjórn- andans, veglyndi hans og góð- hugur í garð skipshafnar svo tvímælalaus, þrátt fyrir harðræði ytri aðstæðna, að það féll í dag- farið eins og föðurleg umhyggja á bezta heimili. Árið 1928 keypti Alliance h/f togarann Ólaf og tók Karl við skipsstjórn á honum, þar til hann tók við stjórn á b/v Kára hjá sama félagi árið 1933. X báðum tilfellum fylgdi meirihluti skips- hafnar hans honum milli skipa. Árið 1942 hætti hann skips- stjórn. Nokkrir skipverja hans höfðu þá verið með honum alla tíð frá fyrstu ferð á Menju. Hann var skapstór, hreinn og beinn, en stærilætislaus. Hvern dag með það efst í huga, að gæta vel þeirra verðmæta sem honum voru' falin til umsjónar og upp- fylla þær kröfur, sem til hans voru gerðar. En meðfædd lífs- gleði og eiginleiki til þess að sjá bjartari hliðar tilverunnar, urðu honum sífelldur aflgjafi til glettni og gamansemi, hvort sem var í blíðu eða stríðu. Þessir j mannkostir vöktu virðingu allra 1 skipverja og vinarhug þeirra til hans alla tíð. Þau María og Karl eignuðust fagurt og friðsælt heimili að Öldugötu 4 hér í borg, þar sem börn þeirra, Karl Jóhann, Guð- rún og Erla nutu hjartahlýju og umönnunar foreldranna til manndómsára, en síðar komu barnabörnin eins og nýir ljós- tækari en nokkru sinni fyrr. — Ungir sem eldri starfsmenn hans þar, virtu hann og dáðu. Hjá lionum var stöðugur straumur viðskiptamanna er fengu trausta og góða afgreiðslu. Hann hugs- aði eins og áður af alúð og á- byrgðartllfinningu um starf sitt, en af hjartahlýju vildi hann hvers manns götu greiða, svo all- ir fóru af hans fundi ánægðari með sinn hag. Höfnin með öllu sínu marg- þætta athafnalífi blasti við út um skrifstofugluggann hjá honum. Skip komu og fóru, allt var ið- andi af lífi. Þrátt fyrir umfangs- ; mikil og lýjandi störf, var hann ! sjálfur ungur í anda og verki og fylgdist vel með „skóhljóði tím- ans.” En „hjartaslög hafdjúps- ins” hljómuðu í huga hans alla æfitíð. Halldór Jónsson. Hjúkrunarkonur óskast Nokkrar stöður hjúkrunarkvenna eru lausar í Barna- spitala Hringsins í Landspítalanum. Hjúkrunarkonur, sem eiga börn á 1. ári, og óska eftir að vinna í Barnaspítalanum, geta fengið gæzlu á börn- um sínum á staðnum. Hjúkruuarkonur, sem óska eftir liálfri vimiu geta einn- i'g feugið starf í spítalanum. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona Landspítalans í síma 24160. Reykjavík 2/2 1966 Ski'ifstafa rikisspítalanna. Y firlæknisstaða Staða yfirlæknis við væntanlega taugasjúkdómadeild Landspítalans er laus til umsóknar frá 1. júlí 1966 að telja. Laun samkvæmt reglum um laun opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf sendist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna fyri-r 15. 'narz n.k. Reykjavík, 31/1 1966 Skrifstofa ríkisspítalanna. iMMMWWMWWWWWMMWWMWMWWMWiMmWWtWWWWWWWWWMWMtWiMMMW 1916 og varð strax á næsta ári skipstjóri á m/b Þóri, sem Kveld- úlfur átti þá, og síðar á m/b Geir goða á síldveiðum og við farm- flutninga úti um land. Árið 1918 kvæntist Karl eftir- lifandi konu sinni, Maríu Hjalta- dóttur, Jcnssonar, hins þjóðkunna skipstjóra. Eftir fyrri heimsstyrjöldina færðist nýr hugur í stórútgerð hérlendis og ungir menn litu bjartari augum á framtíðina eft- ir undangengin erfiðleika ár. Karl var glæsimenni á velli, afburðasterkur og vegna gáfna og góðrar greindar kjörinn forystu maður tii ábyrgðarmikilla starfa. Árið 1939 réðst hann sem stýri- maður á b/v Egil Skallagríms- son hjá frænda sínum, Guð- ( geislar inn í tilveruna. Söknuður | mundi Jónssyni (síðar kenndum þeirra er sár, en minningin um Stefán Júlíusson: við Skaliagrím), en hafði áður verið háíeti hjá honum á togar- anum Earl Herford. Voru þeir hinir beztu mátar meðan báðir lifðu. Árið 1921 varð Karl skipstjóri á b/v Menju, sem það ár var sótt nýsmíðuð til Þýzkalands. — Komu fljótt í ljós kostir Karls til mannaforráða, stórlyndi til áfaka við erfið verkefni í afla- ástríkan og umhyggjusaman heimilisföður, sem var sívakandi um velferð fjölskyldunnar, býr í huga þeirra sem eftir lifa. Þegar Karl fór í land árið 1942 tók liann við stjórn timburverzl- ' unar Slippfélagsins h/f í Reykja-1 vík og starfaði þar til hinztu i stundar. Þar nutu hæfileikar hans, I og lífsreynsla af hafinu sín í fyllsta máta. Undir stjórn hans sókn, j.ifnframt greindargætni varð þessi þáttur hins gamal- gagnvart hættum þeim sem sam- gróna fyrirtækis öflugri og víð- UMRÆÐUR um listamanna- laun og úthlutun þeirra hafa blossað upp að nýju, og er það mfög að vonum. Sumt af þvi, sefn sagt hefur verið um málið í þessari hriðu, hefur verið skynsamlegt, en annað út í hött, eifis og gengur. Kfarni þessa máls er í sem fæstum orðum eitthvað á þessa lcið: Ef íslenzka ríkið telur þörf á því að styrkja listamenn sína til starfa, ætti það að sjá sóma sinn í því að vera ekki að láta J sjö menn skipta svo litlu fé,iað til smánar sé fyrir alla viöífomandi. Dýrtíðin vex, þjóðinní fjölgar, listamönnum fjölgar, iheilar listgreinir hasla sér völl, en listamannalaun verða alltaf minni hundraðs- hluti af heildargjöldum ríkis- sjóðs með hverju ári sem líður. Listamannalaun skiptast sam- kvæm.t eðli málsins í tvennt: laun viðurkenndra listamdnna fyrir unnin störf, — og má kalla þau heiðurslaun, ef menn vilja vera hátíðlegir, — og starfsstyrki. Laununum þarf ekki að úthluta, þau eru þegar föst, og öll úthlutun þeirra frá ári til árs, er móðgun við lista- mennina sjálfa, aukakostnaður fyrir ríkissjóð og til háðungar fyrir þjóðfélagið í heild. Til hvers er verið að kjósa nefnd til að úthluta ákveðinni upp- hæð þeim listamönnum, sem um árabil hafa verið í heiðurs- launaflokki og efsta flokki? Ég held allir nema álþingismenn sjái þvílík fjarstæða þetta er. Auðvitað eiga þeir lista- menn, sem komnir eru í efsta flokk og heiðurslaunaflokk að vera á fjárlögum. Þeir eru komnir á þau laun, sem ríkið greiðir þeim fyrir afrek þeirra og listsköpun í hálfa eða heila mannsævi, og um það er eng- um blöðum að fletta framar. Það má meta þá eigi að síður og veita tvær mismunandi upp- hæðir, ef menn vilja endilega draga listska.pendur í dillca, eins og lömb til frálags. En ár- leg úthlutun til þeirra, með viðeigandi auglýsingum og metingi í blöðum, er hrein for- smán. En starfsstyrkjum þarf að úthluta. Til þess þarf nefnd, t. d. þriggja eða fimm manna. Þeim til ráðuneytis ættu að vera tveir menn fyrir hverja listgrein. Þessir ráðunautar qera tillögur til úthlutunar- nefndar, heldur fleiri en færri, ng nefndin velur úr, meðan fé ieyfir. Starfsstyrkirnir ættu að vera 100 og upphæðin a.m.k. kr. 50.000,00 handa hverjum lista- manni, miðað við núgildandi verðlag. Úthlutunarnefndin sé kosin til fjögurra ára og starfi samkvæmt ákveðnum reglum. Þá gæti hún haft reiður á því A þessu tímabili, hvaða lista- maður fær starfsstyrk í ár og hver næsta ár. Hún getur fellt ninn niður í ár með það i huga, að hann fái styrkinn aftur að ári. Þannig verða þessir styrk- ir fyrst og fremst starfsstyrk- ir, sem koma þeim til góða, sem eru að vinna að listsköpun. — Vilji úthlutunarnefnd mismuna listamönnum og gefa þeim ein- kunnir að eigin gcðþótta, eins og nú tíðkast, getur hiín gert það með því að veita einum starfsstyrk oftar en öðrum. En upphæðin á að vera ein. Hafi listamaður fengið starfsstyrk 5 ár í röð, eða alls í 10 ár, fer hann sjálfkrafa inn á fjárlög. Þannig verður úthlutunar- nefndin og ráðgjafar hennar Al þingi til lciðbeiningar og ráðuneytis í þessum efnum. Þetta er einfalt úthlutunar- kerfi og ætti að vera auðvelt að taka bað upp. Um það ætti ekki að þurfa neitt jaml og japl og fuður um árabil. Þetta getu.r Alþingi gert með einu pennastriki, ef uilji er fyrir hendi. Aðalat.riðið er, að al- þingismenn skilji svo einfald- an hlut, að það á ekki að út- hluta viðnrk enndum lista- mönnum ár eftir ár og áratug eftir áratug. Þeir eiga að vera d föstum launum á fjárlögum. Allt annað er hneisa. Hvort sem féð, sem þjóðin veitir listamönnum sínum, er heiðurslaun eða starfsstyrkur, má það aldrei gleymast, að það er veitt til sköpunar menning- arlegra verðmæta. Um þessa veitingu á því að ríkja eins mikill friður og unnt er. i £ 4. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.