Alþýðublaðið - 04.02.1966, Page 13

Alþýðublaðið - 04.02.1966, Page 13
Sími 50249 Ást í nýju Ijósi (A new kind of love) Ný amerísk litmynd, óvenjulega skemmtileg enda hvarvetna not- ið mikilla vinsælda. íslenzkur texti Aðaihiutverk: Paul Newman Johanne Woodward Maurice Chevalier . Sýnd kl. 7 og 9. J3Sn>sxi UHHH Grafararnir Mjög spennandi og grínfull ný Cinema-Scope litmynd með Vincent Price — Boris Karloff og Peter Lorrie. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. REKYKJAVÍK á marga ágæta mat- og skemmtistaði. Bjóðið unnustunni, eiginkonunni eða gestum á emhvern eftirtalinna staða, eftir því hvort þér viljið borða, dansa — eða hvort tveggja. GLAUMBÆR, Fríkirkjuvegi 7 Þrír salir; Káetubar, Glaumbær til að borða og einkasamkvæmi. Nætur klúbburinn fyrir dans og skemmti- atriði. Símar 19330 og 17777. HÁBÆR, kínverskur restaurant Skólavörðustfg 45. —. Opið alla daga frá kl. 11 - 3 og 6 - 11,30. Veizlu- og fundarsalir. - Sími 21360. HÓTEL BORG við Austurvöl' Rest- auration, bar og dans í Gyilta saln- um. Simi 11440. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. - Gömlu og nýju dansarnir. Sími 12826. HÓTEL SAGA. Grillið opið alla daga. Mímis- og Astra bar onið alla daga nema miðvikudaga. Sími 20600. KLÚBBURINN við Lækjarteig. Mat- ur og dans. ítalski salurinn, veiðl kofinn og fjórir aðrir skemmtisalir Sími 35355. NAUST við Vesturgötu. Bar, mat salur og músik. Sérstætt umhverfi, sérstakur matur. Sími 17759. RÖBULL við Nóatún. Matur og dans alla daga. Sími 15237. TJARNARBÚÐ Oddfellowhúsinu Veiziu- og fundasalir. - Símar 19000 - 19100. ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN við Hverf isgötu. Leikhúsbar og danssalur. - Fyrsta flokks matur. Veizlusalir - Einkasamkvæmi. Sími 19636. Jem kinkaði kolli. — Heyrðu annars, sagði hún og revndi að orða það sem hún 'hafði að segja oins gætilega og henni var frek ast unnt. — Hugo virtist álíta að eitthvað hættulegt gæti kom ið fyrir frú Caller og liann bað þig ura að hringja til sín ef eitthvað það kæmi fyrir að þú yrðir að fara t.il hennar. Ég hef símanúmerið hérna. Hún hikaði ögn. — Ég bara veit ekki hvort hann er kominn þangað svona snemma,- — Klukkan er að verða tíu, sagði Pennycuik. — Hvenær fór hann? — Tuttugu mínútur yfir sjö. Hún ffretti sig. — Ég veit það því við fórum og fengum okk ur glas saman og ungfrú Hurn var að sleopa sér þegar við komum aftur. — Drammock hefur ikomið fyrir hálftíma, hann ekur eins og fiandinn sé á hælum hans sagði Pennvcuik. — Notaðu þá þennan síma, sagði Jem. — Hann er beint út. Meðan hann var að hringja kveikti hún sér í sígarettu og settist. við eldinn. Hún minnt- ist skvndilega veitingahússins isem hún hafði borðað ó með Hugo, glæsilegur siðaður með góðum mat og dýrum vinum. Var hann þarna núna með Lou- ise? Hún átti ekki 'heima þar og þó? Hún hafði verið sér- Iega glæsileg í kvöld en .... — Mavfair 906859? spurði Pennycuik rólega. — Mig lang ar að taia v'ð Drammoek lækni. Já. Segið honum að Pennyeuik læknir sé í símanum. — Fkki veit ég 'hvar Hugo er, sagði hann svo, — en erki- biskupinn af Canterbury svai’- aði í símann. Dásamlega fögur rödd. — Vertu ekki svona leiðin- legur. saffðí Jem. — Þetta er bara fínt veitingahús. Andlitssvimir hans og rödd brevttust þegar Hugo kom í símann. — Halló Drammoek, sagði hann. — Það er smávegis að hérna. Ég leit inn til frú Keith og frétti þá að sjúklingur þinn frú Caller hafi sýnt óvenjuleg yngingarmerki. Það hefur ver- ið hugsað vel um hana og hún er komin í rúmið og aðeins leið yfir að þú skulir ekki hafa séð hana. Ég held að ungfrú Devon haldi að ekkert sé að óttast en ég áleit samt að betra væri að ég liti 'á hana. Þú þekkir þessi skyndilegu 'hressingarköst og þreytuna sem á eftir fylgir. Já, ég er þér sammála. Pennycuk hló hlátri læknisins sem veit allt um sjúkling sinn. — Þær eru stundum svona þessar blessaðar hjúkrunarkonur Sann- færðar um að allir aðrir læknar ætli að stela sjúklingnum frá lækninum þeirra. Jæja — viltu tala við ungfrú Devon sjálfur og segja henni að þú álítir að ég ætti að líta á frú Caller? Ungfrú Jedbro langaði vitanlega ekki til að ganga í þverhögg við ungfrú Devon, svo það var heppilegt að ég skyldi líta inn. Já, ég fer beint upp til henn- ar . . ég segi þá unigfrú Devon að ég ha'fi talað við þig . . . já, já, ég skai koma kurt- eislega fram við hana en ég er þér sammála í að telja það ástæðulaust að sækja hana í símann. Hann lagði frá sér símann og kinkaði hugsandi kolli. — Og það var nú það, taut- aði hann. Hann slökkti í sígarettunni, brosti til Jem og fór út. Með- an liún hlustaði á fótatak hans upp stigann minntist hún þess að hún hafði ekki sagt honum hvar herbergi frú Caller væri. — Sjálfsagt hefur frú Keith tekið það ómakið af mér, sagði hún 'hátt. Hún sat þarna og keðjureykti og hlustaði á snarkið í brenn- inu á arninum. Fred kom af og til inn á skrifstofuna og loks sagði hann: — Ég er að fara ungfrú Jed- bro nema þú viljir að ég verði lengur? — Farðu að hátta, sagði Jem, — Hér er ekkert að. — Ég hef stillt símann upp til hjúkrunarkvennanna, sagði Fred, — en ég vissi ekki hvað ég átti að gera við beinu línuna. Hún er venjulega stillt beint inn til ungfrú Hurn. Hún vill gjarnan fylgjast með öllu — ef eitthvað skyldi koma fyrir. Þreytuleg rödd greip fram í fyrir honum: — Vertu ekki að þessu masi Fred. Ef ungfrú Hurn hefur séð um að það sé aðeins ein bein lína á nóttunni þá er ekkert við því að gera. Ef einhver hringir heyrir það enginn og það er engum að kenna. Eruð þér ekki sammála ungfrú Jedbro? Þetta var Perry Dean. Hann stóð þarna bak við Fred með hendur í vösum og starði á Jem. — Ég get ekki séð að þú get ir gert neitt annað Fred, sagði Jem. — Nema hægt sé að stilla símann inn til frú Reed eða á skrifstofu ungfrú Devon? —. Því miður sagði| Pred. Eftir ellefu get ég ekki stillt símann neitt annað en inn til ungfrú Hurn. Ja nema ég hafi hann stilltan á skrifstofuna mína. — Gerðu það þá, sagði Jem. — Ég get vel sofið í forstóf- unni sagði Fred óhyggjufullur. Ég get sofið hjá símanum og séð ef eitthvað kemur fyrir. — Gerðu hvað sem þú vilt en stattu ekki hérna kjaftandi, sagði Dean frekjulega. — Sofðu í forstofunni eða í þeim klefa sem ungfrú Hurn skammtaði þér en stattu ekki hérna og ónáðaðu okkur ungfrú Jedbro. — Þú ert ekki að ónáða mig Fred sagði Jem ákveðin. — Ég væri fegin ef þú vildir véra hérna þangað til Pennycuik lækn ir kemur aftur niður. — Ég er ekki þreyttur ungfrú Jedbro, sagði Fred ákafur. — Ég skal vera liérna eins lengi og þú vilt. — Alls ekki, sagði Dean. — Þú skalt hypja þig liéðan eins og ég sagði þér. Ég ræð yfir þjón- ustufólkinu hérna og þú ert einn af þeim. Farðu inn í þitt herbergl og háttaðu. Fyrst ungfrú Hurn gleymdi að segja fyrir um hvern- ig ætti að stilla símann skaltu láta hann eiga sig. — Já herra sagði Fred dræmt. — Góða nótt ungfrú Jedbro. — Góða nótt Fred, sagði Jem. Hún hafði gengið fram að dyr unum til að tala við hann og nú hallaði hún dyrunum aftur og gerð sig líklega til að fara inn á innri skrifstofuna. — Góða nótt Dean sagði hún. — Góða nótt ungfrú Jedbro, sagði hann kæruleysislega. — Hvað skildi Pennycuik læknir segja um uppyngingu frú Caller? — Ég get ekki kallað það upp- yngingu sagði Jem hálfásakandi. — Mjög gamalt fólk fær stund um svona kraftaköst en ég geri ekki ráð fyrir að þér vitið neitt um læknisfræði. Þau köst valda læknum miklum áhyggjum og því var Pennycuik læknir sóttur til frú Caller. , — Furðulegt, sagði Deari, — að hvorugt ykkar Lauru skildi þá senda eftir honum. Hann glotti og slangraði á braut. Jem stóð enn á skrifstofunnl þegar Pennycuik kom niður. Hún gat ekki lesið úr svip lians sem var þrunginn rósemi. — Hvernig líður lienni? spurði hún. — Einstaklega vel! Hún er kát eins og fuglinn og stórhrifin af sjálfri sér. Hún lítur á atburð- inn í kvöld eins og upphaf nýs ií£s. Hann þagnaði og þegar hann Lók aftur til máls var öll kæti horfin úr rödd hans. — Bjart- sýnin er mannsins mesta gjöf Jem, Eftir því sem Drammock segir hefur hún slíkt ofnæmi fyrir lyfjum að hún má aðeins fá asperín. En ég þurfti ckki einu sinni að gefa henni það. — Þú varst lengi hjá herini, sagði Jem. Vinnuvéiar til leigu. Lclgjum út pússninga-steypn- nrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrbamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar, Fatnsdælur o. m.fl. LEIGAN S.F. Sírnl 23480. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. febrúar 1966 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.