Alþýðublaðið - 11.02.1966, Síða 9

Alþýðublaðið - 11.02.1966, Síða 9
Loftleiðir sjá um alla farþega- þjónustu á Keflavíkurflugvelli í MAÍ 1962 gerSu Loftleiðir hf. og utanríkisráðuneytið samning ]iess efnis að Loftleiðir tækju að sér að annast alla afgreiðslu flug véla sem lenda á Keflavíkurflug- velli, og var í þvi skyni stofnað sérstakt afgreiðslufélag, Loftleið Ir Keflavík hf. Stjórnendur þess Ifyiúí'tækis enu, þeir sömu og Loftleiða hf., en framkvæmda- stjóri er Grétar Br. Kristjánsson lögfræðingur. Loftleiðir Keflavík Iif. hefur gert miklar og margvísleg ar breytingar á húsakynnum og skipulagi öllu, og var fréttamönn um sýndur árangur þeirra breyt inga í gærdag, en þá var þeim boðið að skoða húsakynni og fylgj ast með afgreiðslu. Blaðafulltrúar Loftleiða þau Sigurður Magnússon og Helga Ing ólfsdóttir sögðu fréttamönnum að fyrsta júní 1962 hefðu Loftleiðir Keflavík tekið við rekstri flugum sjónardeildar, farþegaafgreiðslu, og flugvirkjadeildar. Hefði fyrir tækið fengið leigt húsnæði hjá ríkinu til þess að geta annazt þessa þjónustu. í maí 1964 tóku svo Loftleiðir Keflavík hf. á leigu hótelið á Keflavíkurflugvelli, sem varnarliðið hafði áður séð um. Gerði fyrirtækið miklar breyting ar á húsakynnum, sem var mjög ábótavant, og annast nú rekstur veitingasala og kaffiteríu. Eru veitingasalirnir opnir allan sólar liringinn og geta bæði flugfarþeg ar og aðrir gestir fengið þar hress ingu hvenær sem er. Yfirmatsveinn hjá Loftleiðum Keflavík hf. er Svanuai Ágústsson og hefur hann ærið nóg að stavfa sem marka má á því að eitt sinn voru á einum sólarhring framreidd ar 1275 máltíðar fyxir gesti : veit ingasal, og 1646 máltíðar fyrir far þega í flugvélum. Meðalfram- leiðsla mun aftur á móti vera um 14 hundruð máltíðar á sólarhring. í byrjun háði það nokkuð starf semj félagsins að það hafði ekki aðgang að neinu flugskýli, en á því var ráðin bót í nóvember síð- astliðnum með samningi milli rík- isstjórnarinnar og var<narliðsins, en þá tóku Loftleiðir á leigu hluta af einu stærsta flugskýli varnar- liðsins. Er því hægt nú, að fram kvæma ýmsar viðgerðir og skoðan ir hér, sem áður voru unnar erlend is, og hinir 30 flugvirkjar Loft leiða eru komnir inn úr kuldanum. Loftleiðir Keflavík hf. buðu frétta mönnum til hádegisverðar og voru þar framreiddir ýmsir þeiri rétt ir er farþegum er boðið uppá. Voru gæði matarins slík að óhætt er að fullyrða að þeim sem ferð ast oft með Loftleiðum er óhætt að reyna að passa línurnar. Glað- værðin sem ríkti yfir hádegisverð- inum tók á sig alvarlegan blæ þegar Sigurðun Magnússon reis úr sæti og minntist fiugmannanna tveggja. Sverris Jónssonar og Hösk uldar Þorsteinssonar, sem fórust við sjúkraflug í síðasta mánuði. Risu gestir úri sætum : virðing arskyni, en fánar blöktu í hálfa stöng í Keflavík vegna minningar athafnarinnar sem fór fram í gær. Síðan Loftleiðir Keflavík hf. tóku við afgreiðslu farþegaflugvéla hef uri umferð um Keflavíkurflugvöll aukizt mjög, sem hefur haft það : för með sér að félagið hefur orðið að fjölga til muna starfs liði sínu. Vinna þar nú um 186 manns. Pétur Guðmundsson, flug vallarstjóri Keflavíkurflugvallar sagði í stuttri ræðu að breyting ar hefðu mjög orðið til batnaðar á matsölum, hóteli og öðru síðan Loftleiðir tóku við rekstri þess. Líkti hann samningagerðunum við trúlofun, og sagði að unga parið hefði dyggilega unnið að því að gera ailt sem heimilislegast og vist legast. Ýmsar fleiird brjlytingar væru væntanlegar, en byrjunin væri tvímælalaust mjög góð. Halldór Þorsteinsson, yfirflugvirki við Rolls Royce hreyfil. : ' ■ Kaupféiagsstjórasfctrfið við Kaupfélag Norður-Þingeyinga. Kópaskeri er laust til umsóknar og veitist frá 1. maí n.k. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um mennt un og fyrri störf sendist starfsmannastjóra S.Í.S., Gunnari Grímssyni, Sambandshúsinu, fyrir 28. febrúar. Stjórn Kaupfélags Norður-Þingeyinga. Verzlunar og í skrifstofufólk ! ! Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur áríðandi félagsfund í Sigtúni, mánudaginn 14. febrúar n.k. kl. 20.30. Fundarefni: Skýrt frá viðræðu'm um kjaramál. t Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Úfsdla - Útsala Dreng j af lónelsky rtur Drengjabuxur, Telpnakjólar Telpnakápur og úlpur Nú er tækifærið til að gera góð kaup. Aðálstræti 9 Sími 18860. Tilkynnmg frá bifreiðaeftÉrlifi ríkisins Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur gefið út leið- ; beiningar um bifreiðalýsingu og stillingu aðalljóskera sbr. reglugerð nr. 51, 15. maí 1964, um gerð og búnað ökutækja o. fl. Bifreiðainnflytjendur og bifreiðaverkstæði, sem annast stillingu ljóskera, geta fengið j leiðbeiningar þessar hjá bifreiðaeftirlitinu. j Frá og með 1. apríl 1966 mun ökutæki eigi fá fullnaðarskoðun nema Ijós hafi verið stillt samkvæmt framangreindum reglum. Mu'n bifreiðaeftirlitið taka gild vottorð um Ijósastillingu frá aðilum, sem nota stilling- arspjöld og stillingartæki, sem viðurkennd eru af því. Reykjavík, 10. febrúar 1966, Bifreiðaeftirlit ríkisins. Auglýsingasíminn er 14906 RR-400 búin undir flugtak. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. íebrúar 1966 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.