Alþýðublaðið - 03.03.1966, Page 3

Alþýðublaðið - 03.03.1966, Page 3
Frakkar undirbúa úrsögn úr N.A.T.O. París, 2. marz (Ntb-Reuter). Búizt er við, að Frakkar muni innan skamms gera fyrstu ráðstaf anir sínar til að binda enda á þátt töku sína í vörnum NATO, að því er heimildir í frönsku stjórninni hermdu í dag. Sókn Frakka hefst með diplómat iskum viðræðum við Bandaríkin, Vestur-Þýzkaland og NATO, segja lieimildirnar. Heimildarmennirnir Gulli stolið í Winnipeg Glæpafiokkur rændi gulli að verðmæti um 9 millj. ísl. kr. á flugvellinum í Winnipeg í dag. Tveir menn, sem höfðu klæðzt sams konar einkennisbúningum og starfsmenn flugfélagsins nota óku til flugvailarins í bifreið, sem þeir stálu frá flugfélaginu. Þeir fengu gullið afhent gegn skjölum, sem þeir höfðu útbúið sjálfir. Upp komst um ránið þegar gullið kom ekki á ákvörðunarstað. Þrennt slasast í árekstri ÞRENNT slasaoist í hörðum á- rekstri milli tveggja fólksbifreiða á mótum Hofsvallagötu og Hring brautar um 3 leytið í gærdag. Um ferðarljós eru á þessum gatna mótum, en annarhvor ökumann- anna hefur ruglast í rfminu. Báð ir ökumiennirnir voru fluttir á Slysavarðstofuna, svo og farþegi sem var með öðrum þeirra. komu með þessar uplýsingar eftir fund stjórnarinnar í dag. Búizt er við viðræðum um þrjú atriði: 1. Við Bandaríkin um herstöðv- ar á franskri grund. 2. Við NATO um flutning aðal- bækistöðva herstjórnar NATO skammt frá París til annars lands. 3. Við Vestur-Þýzkaland um dvöl franskra hermanna á þýzkri grund. De Gaulle forseti lýsti því á blaðamannafundi sínum 21. feb., að Frakkar mundu sjá svo um að allar erlendar hersveitir og hern- aðarmannvirki á franskri grund væru undir franskri stjórn. En hann tók skýrt fram að þótt Frakk ar hættu smám saman þátttöku sinni í hernaðarsamvinnunni fæli það ekki í sér að þeir segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu. Nokkrir ramningar Frakka og Bandaríkjamanna um herstöðvar gilda um óákveðinn tíma og eru ekki uppsegjanlegir nema með samþykki beggja aðila. En Frakk- ar segja, að þessir samningar séu óbeint tengdir NATO og að þeir glati giidi sínu ef Frakkar segi sig úr NATO Hermenn Frakka í Vestur-Þýzka landi dveljast þar sem hermenn í þjónustu NATO. Frakkar hyggjast koma því til leiðar, að hersveitir þeirra í Vestur-Þýzkalandi lúti franskri stjórn, en dvöl franskra hersveita er háð samþykki vestur- þýzku stjórnarinar. Vestur-Þjóð- verjar kunna að veita slíkt sam- þykki í samræmi við fransk-þýzka vináttusáttmálann frá 1963, er kveður á um að vestur-þýzkir her- menn dveljist í Frakklandi til að hljóta þjálfun Talið er, að Vest- ur-Þjóðverjar taki vel í málaleit- anir af franskri hálfu á þessum grundvelli. Spilðkvöld í Reykjðvík ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur heldur spilakvöld í Iðnó næstkomandi föstudagrskvöld kl. 8,30 stundvíslega. Góð verðlann. Dansað til kl. 1, Ath.:' Vinsamlega mætið stundvíslega. Leikendur í Herranótt 1966 ásamt Benedikt Árnasyni leikstjóra. Leikrit eftir Wilde á Herranótt Menntaskólans Rvík, — ÓTJ. Herranótt Menntaskólans verður nú haldin í Þjóðleik- liúsinu í fyrsta skipti, og þar rverður sett á svi® leikritið „The Importance of Being Earnest" eða Bunbury, eftir Oscar Wilde í þýðingu Bjarna Guðmundssonar. Á fundi með fréttamönnum sagði Þórhallur Sigurðsson , formaður leiknefnd ar, að þetta væri mikil og góð lausn á húsnæðisvandamálinu sem oft hefði reynst erfitt við ureignar. Ætlunin er að hafa fjórar sýningar hér í Reykja vík. Tvær þær fyrstu verða á mánudag og þriðjudag nk. og svo aðrar tvær á mánudeginum og þriðjudeginum næst á eftir Þórhallur gat þess að þegar leiknefndin hefði látið uppi hvaða leikrit hefði verið valið að þessu sinni, hefðu menn lit ið á þá með meðaumkvun, og Framhald » 14 síðn IILiOGUR UM STUÐNING VIÐ DAGBLODIN I NOREGI Osló 2. 3. (NTB). Ráðstefnunni um blöðin og rík ið, sem hófst í gær lauk í dag. Engin ákvörðun um úr- sögn úr NATO áriö 1969 Reykjavík, — EG. — Mér er óhætt að fullyrða að engin ákvörðun hefur vérið tekin um úrsögn íslands úr Atlants hafsbándalaginu árið 1969, sagði Emil Jónsson utanríkisráðherra á Áíþingi í gær í umræðum um til lögu Gils Guðmúndssonar (K) o. fi. um að kosin verði sjö manna nefnd til að safna gögnum um af stöðu aðildarríkja bandalagsins til þess að semja greinargerð um málið. Utanríkisráðherra benti meðal annars á það í ræðu sinni að sú gagnásöfnun s’em þessi tillaga komúnista gerði ráð fyrir væri ó þörf því ísland hefði fastan full trúa hjá Atlantshafsbandalaginu, sem sendi skýrslur vikuléga og stundum oftar um gang mála þar. Emil kvað það ljóst af greinar gerðinni með tillögunni að flutn ingsmenn vildu að ísland segði sig úr Atlantshafsbandalaginu, en samkvæmt tillögunni sjálfri væri þó engu líkara en þeir gætu sætt sig við einliverskonar endurskoð uú á bandaiaginu, og minnti ráð Framh. á 14. síðu Þeir sem þar héldu fyrirlestra og tóku þátt í umræðum lögðu á herzlu á að þótt svo óskað yrði eftir einhverskonar aðstoð rfldsi ins til að hindra blaðadauða yrðu blöðin sjálf líka að leggja sinn skerf af mörkum. Það kom fram á ráðstefnunni, að mjög góðar horfur eru á að ríkisstjórnin til nefndi nefnd til að fjalla um sambandið milli rjkis og blaða og ræða þær ráðstafanir sem til greina koma til að við lialda fjölskrúðugri blaðaútgáfu í Noregi. Þvi var haldið fram af einum fyrirlesara á ráðstefnunni, að hin gamaldags tengsl blaða og flokka á Norðurlöndum ættu mjög rík an þátt í blaðadauðanum, og að flokkarnir yrðu að finna sér önn ur ráð til að hafa áhrif heldur en í gegnum fréttablöð. Olav Brundvand ritstjóri mælti! með því að tekið yrði upp ein! falt form stuðnings við blöðm ogi yrði varið til þeirra hluta 20 — I 25 milljónum norskra króna nú á næstunni til að tryggja að blöðumj ekki fækkaði verulega í næstu framtíð. Hann lagði til að veruleg ur hluti styrksins yrði í því formi; að verð dagblaðapappírs ‘yrðij greitt niður og blöðin yrðu að! njótandi frekari burðargjaldsfrið inda en nú er. Þá taldi hann1 ennj fremur að ríkið ætti að auka1 aug lýsingar sínar verulega. Eins og fyrr segir lauk þejssari ráðstefnu f gær og voru þar! fjör ugar umræður, sem margir, þæði fulltrúar blaðaútgefenda, bjaða- manna og ríkisíns tóku þátt í. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3- marz 1966 3,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.