Alþýðublaðið - 03.03.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.03.1966, Blaðsíða 7
SUKARNO SÆKIR Á SUKAHNO Indóníuforseta' er ekki fisjað saman. Oft og mörg- lim sinnum hefur hann verið gef- inn á bátinn, hvað eftir annað ihafa borizt fréttir um að hann væri á grafarbakkanum. En Su- karno hefur enn sannað, að hann er einn slungnasti og harðsvírað- Hinn 14. marz n.k. mun póst stjórn Bandaríkjanna gefa út nýtt 8 centa frímerki til minningar um hinn heimsfræga eðlisfræðing A1 bert Einstein. Frank Sebastino, listamaður í New York, teiknaði merkið eftir ljósmynd af Ein- stein, sem tekin var af honum árið 1947 í Princeton. Albert Einstein, maðurinn er gaf heiminum lykilinn að leyndar dómum kjarnorkunnar fæddist 14. marz 1879 í Wiirtemberg í Þýzkalandi og var af gyðingaætt um kominn. Er hann var 15 ára fluttust foreldrar hans til Svfss og þar lagði Albert fyrst stund á eðlisfræðinám. Fór brátt mikið orð af gáfum hans og árið 1909 var hann gerður að prófessor í teóretískri eðlisfræði við háskól- ann í Ziirich. Árin 1911-12 er hann prófessor við háskóla í Prag en á árinu 1914 er hann kall aður heim til Þýzkalands og boð in æðsta staða við Eðlisfræðivís indastofnun Vilhjálms kepara við Berlínarháskóla. Hann var á þess um árum orðinn heimsfrægur vis indamaður og heimsspekingur. Einstein er höfundur afstæðis- kennjngarinnar s.n. og ritaði hann fyrsta aðalverk sitt um hana árið 1905 og 10 árum síðar skrifaði hann annað rit um hana. Nóbels verðlaun hlaut hann árið 1921, fyrir afrek á sviði eðlisfræði. Eftir 1933, er nazistar komust til valda í Þýzkalandi flúði Ein stein land, enda hafði hann oríf ið fyrir ofsóknum vegna ættérn is síns og friðarhyggju. Hélt haim þá til Bandaríkjanna og selti-t að í Prínceton í New Jersey. Naz istar höfðu svipt Einstein borgára rétti í Þýzkalandi og árið 1940 gerð ist'hann bandarískur borgari. Var hann þá prófessor við háskólahrt i Princetón. Telia má Albért Ein stein þann manninn sefn drvgst an skerfinn hefur lagt til bróunav hinnar nýju eðlisfræði - eðlisfræðí atómanna. — Jafnframt hafði hann mikil áhrif á þá vísindaihenn og heimsnekinga, sem honum vóru samfíða. Eins oft áður er sacít, ier A. Enstein höfundur afstæðis- kenningsrinnar. Sú kenning er svo torskilin að hún er iafnyel ..höfuðverkur" margra góðra( vís- indamanna! — Til gamans piá get.a hess hvernig Einstein s.ialuir vai- vanur að útskvra konning'l /STft, •; síua í stnttu máli: ,.Ef maður. sit ur með stúlkuna. sem maður ^|gk Framhahl á 10. síðjL ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. marz 1966 Nasution hershöfðingi isti stjórnmálamaður Asíu. Fyrir nokkrum dögum vék hann hættu legasta keppinaut sínum, Nasu- tion hershöfðingja úr embætti landvarnaráðherra og leysti upp yfirherstjórnina, hið svokallaða „Koti“, sem völd og áhrif Nasu- tions byggðust á. Enn á eftir að koma í ljós hvort þessi „bylting" Sukarno heppn- ast. Hinar áköfu mótmælaaðgerð ir stúdenta í Djakarta benda til þess að Sukarno forseti sé valtur í sessi. En Sukarno hefur áður komizt í hann krappann og hefur sjaldan brugðizt bogalistin. Herforingjar þeir, sem tóku völdin í Indónesíu í sínar hendur eftir hina misheppnuðu bylting- artilraun kommúnista 30. septem ber í fyrra, mynda ekki samstæða heild, en þeir hafa verið sammála um að Sukarno verði að vera þjóðartákn svo að komast megi hjá djúpstæðri sundrungu meðal þjóðarinnar. Nasution og fylgis- menn töldu bersýnilega, að þeir gætu notað Sukarno sem hand- hægt verkfæri, en hann hefur ekki látið bugast heldur stöðugt aukið völd sín og áhrif, og er nú svo komið að hann ógnar völdum herforingjanna. ★ ANDÚÐ Á SUBANDRIO í síðustu viku kom til alvar- legra óeirða í Djakarta. Þúsund- ir stúdenta gerðu aðsúg að for- setahöllinni og kröfðust þess að Subandrio utanríkisráðherra, sem enn er talinn fylgja kommúnistum að málum og liallast að ráðamönn unum í Peking, yrði tekinn af lífi. Áður en. árás stúdentanna var hrundið af lífverði Sukarnos höfðu tveir stúdentar vcrið felldir og margir særðir. Nokkum dögum síðar kom aft- ur til , alvarlegra óeirða, þegar Sukarno átti að taka eiða af 14 nýjum ráðherrum. Beita varð skriðdrekum til að dreifa fjöl- mennum hópi stúdenta, sem mót- mælti brottvikningu Nasutions. „Þeir hlaupa um eins og hálfs- höggnir kjúklingar", sagði Su- karno um stúdentaóeirðirnar. „Ég er hinn mikli leiðtogi Indónesiu, ég vik ekki um þumlung. Þeir eru brjálaðir.” En svo bætti hann við þessari dularfullu athuga- semd: „Ég held að ég beygi mig ekki fyrir kröfum nokkurs.” Á undanförnum mánuðum hafa herforingjar þeir sem handgengn ir eru Nasution, gert ítrekaðar tilraunir til að víkja Subandrio úr stjórninni, meira að segja eft- ir að utanríkicráðherrann lagði blessun sína yfir upplausn feomm únistaflokksins fyrir skömmu. En það var ekki Subandrio, sem var settur af lieldur Nasution. Á samt honum hefur 14 af 97 ráð- herrum stjórnarinnar verið vikið úr stjórnijnni. Allt vo|(u þetta stuðningsmenn Nasutions. Sukarno hefur notfært sér á- greining, sem greinilega ríkir i yfirstjórn heraflans. Hann virð- ist aðallega styðjast við fiugher- inn, sem studdi kommúnista að töluverðu leyti í september-bylt- ingunni. Með klókindum hefur Su karno tekizt að tryggja það, að Suharto hershöfðingi hefur hald- ið stöðu sinni sem yfirmaður hers ins og honum hefur jafnvel tek- izt að auka völd hans. Og ofurst inn hefur valið Haji Sambini hers höfðingja eftirmann Nasutions. Suharto er ekki síður harðvít- ugur andstæðingur kommúnista 'eh Nhsutlon. Slambini er ei)ln helzti leiðtogi Múhameðstrúar- manna og nýtur mikils álits með al yfirmanna í hernum. „Bylting” Sukarnos beindist þannig ekki gegn yfirherstjórn- Sjáiði hvað ég er stór .... inni sem slíkri heldur var til- gangur hennar fyrst og fremst sá, að fjarlægja Nasution, sem var eini alvarlegi keppinautur Su- kamos og hefur oft verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Su- karnos ef hann kynni að neyðast til að segja af sér af heilbrigðis- ástæðum eða einhverra annarra orsaka vegna. ★ NASUTION Nasution, fcershöfðlingi, sem virðist hafa leitað liælis í Band ung, er 47 ára að aldri og fæddist! á Norður-Súmatra. Hann tóic kennarapróf en hóf síðan nám í hollenzka herskólanum og liðsforingi í hinum konunglega nýlenduher Hollendinga. í heimsstyrjöldinni síðari tóki» Japanij- hann til fanga, og Nasu- tion gekk í þjónustu þeirra. Hanrk varð leiðtogi hernaðarlegra æsku lýðssamtaka þeirra. Eftir heiáis- styrjöldina gekk hann í neðan- jarðarhreyfingu þjóðernissinna, sem börðust gegn Hollendinguna, Franihald á 10. síðu. FRÍMERKI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.