Alþýðublaðið - 03.03.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.03.1966, Blaðsíða 5
Lífeyrissjóður landsmanna Framhald laf síffa 1. tryggingar hjá sérstökum lífeyris sjóðum. Með bréfi dags. 20. des. 1958 skipaði félagsmálaráðherra fimm manna nefnd til að athuga, hvort tiltækilegt sé að stofna lífeyris sjóð fyrir sjómenn, verkamenn bændur, útvegsmenn og aðra þá sem ekki njóta lífeyristrygging ar hjá sérstökum lífeyrissjpðum. í nefndinni áttu þessir menn sæti: Guðmundur J. Guðmundsson, Gunnar J. Möller, Hjálmar Vil- ihjálmsson, Ólafur Jóhtmnesson, og Sverrir Þorbjörnsson. Nefnd þessi skilaði áliti 22. nóv. 1960. Tillögur nefndarinnar voru í höfuðatriðum þessar.: a. Sett verði löggjöf um al mennan lífeyrissjóð, sem allir landsmenn eigi kost á að tryggja sig hjá. b. Slíkur almennur lífeyrissjóð ur veiti tryggingu, sem aðeins verði viðbótartrygging við al- mannatryggingarnar. c. Unnið verði að breytingu á núverandi sérsjóðum, svo að þeir allir veiti framvegis aðeins viðbótartrvggingu við almanna- tryggingarnar. Með lögum nr. 40 frá 1963 um almannatrygginear verður að telja að c liður í tillögu nefndarinnar, hafi verið framkvæmdur. A og b liðir tillögunnar voru síðan allengi í athugun í ráðuhevtinu. Eftir að lokið var síðustu endurskoðun almannatrvggingalaganna þótti tímabært að talra málið á nv til at hugunar og meðferðnr. Með bréfi dags. 8. júní 1964 fól félagsmáia ráðherra, Haraldi Gnðmundssyni fyrrv. ráðherra að semia álitsgerð um, hvort ekki sé tímabært að setja löggiöf um almennan lífeyr1 issjóð, sem allir iandsmenn, sem ekki eru nú beear aðllar að líf eyrissióðum. geti átt aðgang að. Haraldur Guðmund,'son skilaði síð an álit.seerð sinni til ráðuneytis ins ágúst/sept.ember 1965. Á litsgerð bessarí verður nú útbvtt á Alþingi fjölritaðri til allra Al- þingismanna. Niðurstaða Haraldar Guðmunds sonar í bes'-ari álitsgerð, er orð rétt þannig: „Það er fullkomlega tímabært að setja löggjöf um eftirlaunasjóð og eftirlaunatryggingar fyrir allt vinnandi fólk, til viðfcótar við gildandi lífeyristryggingar. Eftir launin séu miðuð við fyrri vinnu tekjur og starfstíma, kaupmáttur þeirra tryggður og upphæð þeirra ákveðin með það fyrir augum, að ellibæturnar (þ.e. lífeyrir og eftir laun samtals) nægi til þess að af stýra tilfinnanlegri kjaraskerð- ingu að loknu ævistarfi. Jafnframt lít ég svo á að sam tímis þessari lagasetningu þurfi að gera breytingar á gildandi líf eyristryggingum, svo að þær verði hæfilegur grundvöllur og undir- staða eftirlaunatryggingarinnar og lágmarksbætur við hæfi.“ Svo sem álitsgerð Haraldar Guð- mundssonar í heild ber með sér, þá kemst hann að framangreindri niðurstöðu, eftir mjög vandlega og nákvæma athugun, bæði hér heima og erlendis sér í lagi á Norð urlöndum,en þar hafa umræður um þessi mál verið ofarlega á dagskrá undanfarin ár. Eftir að Haraldur hefur gert samanburð á aðstöðu okkar til að hefja undirbúning að samn ingu frumvarps, um lífeyrissióð fyrir alla landsmenn, segir hann orðrétt í umræddri álitsgerð.: „Framangreindur samanburður virðÞt mér eindregið benda til þess, að íslendingar séu þess engu síður megnugir fjárhagslega, en margnefndar grannþjóðir, að auka eftirlaunatryggingu við gild andi lífeyristryggingar. Efnahags þróun, síðustu ára, bendir eindreg ið í þá átt, og greining þjóðar innar í aldursflokka virðist mjög hagstæð í þessu tilliti. Miklir möguleikar virðast og vera til á framhaldandi framleiðsluaukning ar. Þessir mögul., mundu énn aukast ef fyrir hendi væri öflug ur sjóður, er veitt gæti undirstöðu atvinnuvegunum aðstoð til að efla framleiðslustarfsemina með bætt um vélakosti, aukinni tækni óg margháttaðri vinnuhagræðingu, svo að afköst hvers vinnandi manns fari enn vaxandi. Jafnframt virðist mér ljóst, að óhjákvæmi legt sé að trvggja þeim, sem ó- vinnufærir verða, vegna örorku eða aldurs, betri lífskjör og sam bærilegri við kjör almennings, en gert er með gildandi löggjöf. Sé það látið ógert; verður hlutskipti þeirra stórum verra hér á landi, en hjá grannþjóðum okkar og kjör allra þeirra, sem ekki hafa safnað í kornhlöðu til elliáranna, alls ósambærileg við kjör félaga þeirra á starfsaldri og vinnandi fólks yfirleitt. Ennfremur mundi þá enn aukast hið tilfinnanlega ó samræmi, sem nú er á ellibótum þeirra, sem rétt eiga til eftir launa úr sérstökum lífeyrissjóð um, og hinna, sem aldrei fá líf eyri almannatrygginganna.“ Frá því að umrædd álitsgerð barst félagsmálaráðuneytinu, hef ur hún verið til gaumgæfilegrar athugunar hjá rikisstjórninni. Ríkisstjórnin teiur að athugun sinni lokinni, að málið hafi nú hlotið svo góðan undirbúning og athugun; að unnt sé að hefja nú þegar samningu frumvarps um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. í rökréttu framhaldi af þessari niðurstöðu ríkhstjórnarinnar og yfirlýsingu forsætisráðherra hér á háttvirtu Alþingi nú við upphaf þess, mun nú fram á það farið að þingflokkarnir tilnefni fulltrúa í 5 manna nefnd, til að virina að (samningu þessa frumivarpfe á grundvelli þeirra athugana er fram hafa farið. Það er skoðun ríkisstjórnarinn ar að hér sé mjög mikilsverðu máli hrundið af stokkunum, — máli er varði alþjóð, um ófyrirsjáanlega framtíð og því nauðsyn á að vel sé til frumvarpssmiði þessarar vandað. — Hin mikla og nákvæma undirbúningsvinna í málinu, sem þegar hefur verið af hendi leyst greiðir fyrir að svo verði. Þegar endanlega hefur verið lokið samningu frumvarps um þetta efni, og nauðsynleg athug un á því hefur fram farið, mun ríkisstjórnin leggja málið fyrir Al þingi til afgreiðslu. Þar sem um svo umfangsmikið mál er að ræða og því vanda sama lagasetningu, — verður þó að telja ólíklegt, að takast megi að koma málinu endanlega fram fyrr en í upphafi næsta kjörtíma bils. Ólafur Jóhannesson (F) kvartaði sáran undan því að Alþýðuflokk urinn vildi eigna sér allt þetta mál og þótt Alþýðuflokkurinn hefði allra flokka mest og bezt unnið að tryggingarmálum, ætti hann ekki allan heiður í þessu máli og ætti að leyfa öðrum að njóta sannmælis. Ólafur þakkaði ráðherra skýrsluna, og taldi allt þetta mál til komið vegna tillögu flutnings framsóknarmanna og mætti ekki gleyma þeirri forsögu málsins. Lét hann svo ummælt að lokum að ekki mundi standa á stuðningi framsóknarmanna við þetta mál. Emil Jónsson utanríkisráðherra (A) undirstrikaði, að hér væri um ákaflega vandasamt mál að ræða og því væri ekki nema eðlilegt að undirbúningur þess hefði tek ið nokkurn tíma, en Ólafur Jó- hannesson hefði vitt það að und irbúningur hefði tekið langan tíma. Þegar nefnd skilaði áliti um málið var það á döfinni í grann löndum okkar, og hefði rétt verið talið að fylgiast með þróun mála bar.. Menn hlióta að geta verið sammála um að me^tu máli skipt ir fyrir þetta mál. sagði Emil. að grundvöllurinn sem byggja verð- ur á sé traustur. Hann kvað það eðlilegt að framsóknarmenn vildu ekki að þeir væru sviptir neinum heiðri í þcssu sambandi enda hefði sá flokkur ekki lagt þau ósköp til tryggingamálanna, að hann mætti við að missa þar nokkurn hlut. Lúðvík Jó"efsson (K) þakkaði félagsmálaráðherra skýrsluna og lýsti ánægju sinni með að málið skyldi nú vera að komast á rek spöl, og væri það skoðun alþýðu bandalagsmanna að því þyrfti að hraða sem mest. Bjarni Benediktsson forsætisráð j herra (S) kvaðst vilja ítreka það 1 vegna yfirlýsinga annarra flokka 1 að skýrsla félgsmálaráðherra hefði i verið gefin í nafni allrar ríkis i stjórnarinnar, og væri Sjálfstæð j isflokkurinn ekki síður áhugasam ur um þetla mál en aðrir flokkar. Benti forsætúráðherra síðan á að hér væri um vandasamt og marg þætt mál að ræða, og rakti nokk uð gang þess í grannlöndum okk ar. Hann kvað skvrslu Haraldar mjög merkilegt plagg, sem yrði ein af höfuðstoðunum við unáir búning væntanlegrar lagasetnirjg- ar um JífejVis6jóð fyrir lafccs menn alla. Emil Jónsson utanrikisráðherira (A) leiðrétti þann misskilning Ó1 afs Jóhannessonar, að tillaga frarn. sóknarmanna hefði orðið til þess að Haraldur Guðmundsson hefði verið skipaður til að kanna málið. Ástæðan til þess var einfaldlega sú sagði Emil, að vegna þróunar innar í þessum málum í grannlöpd um okkar, ákvað ríkisstjórnin þetta en með henni fylgdist ríkisstjórh in gaumgæfilega. Eysteinn Jónsson ÍF) reyndi áð bæta hlut framsóknarmanna' tryggingarmálum með því að minna á, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu i> sameiningu komið Alþýðutrygging unni á og játaði hann, að ffem sóknarmenn hefðu einu sinni Vilj að fresta meiriháttar löggjöf tnn - tryggingarnar, en oftast stutt alV- ar breytingar á þeim sviðum. - Eggert G. Þörsteinsson félags- málaráðherra þakkaði stuðnings- yfirlýsingar við málið, sem hann kvað ættu að tryggja gróið' an framgang þess, og kvaðst vona- að skapast mætti sem haldbést samstarf um þetta mál alþjóð tiV heilla. Auk f.vrrgreindra kvöddu -sér hlióðs Ólafur Biörnsson (S), Pét ur Sigurðsson. og forsætisráðherra og E.vsteinn Jón'-son töluðu á riý Lauk síðan umræðum um má'Jið. Hungursneyð Nýju Dellii 2 .3. (NTB-DPÁ.) Matvælaráðherra Indlands Cht dambara Subrramaniam viður- kenndi sl. miðvikudag; að Indverj ar stæðu frammi æyrir álíka hung ursneyð og 1943, þegar hálf önn ur miljón manna lét lífið í Bengah’ Valda þurrkar mestu um uppskeru brest. Subramaniam taldi að korn þörfin mundi nema um það t>il 12,5 milljnóum tonna, en innflutn ingur 10—11 milljón lesta af korni, einkum frá Bandaríkjunum mundi hjálpa þjóðinni yfir versta hjallann. Vðruhanpdr A laugardag verður dregið unt 1100 vtiMnga, meðal þeirra er eirsn á 200 þús. og einn á 100 þús. !• 'W ■ Endurnýjun lýkur á hádgagi á laugardag - z- éSL, . Æ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. marz 1966 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.