Alþýðublaðið - 03.03.1966, Side 8

Alþýðublaðið - 03.03.1966, Side 8
HAROLD WILSON, forsætis- ráðherra Breta, hefur tekið afdrifa ríkustu ákvörðunina á stjórnmála ferli sínum. Hann hefur ákveðið að þing skuli rofið og gengið verði til nýrra kosninga 31. marz. Á- kvörðunin er tekin í trausti þess, að kjósendur veiti honum öruggan þingmeirihluta svo að hann geti ótrauður hrint mörgum baráttu- málum sínum í framkvæmd. Wilson hefur sýnt mikinn kjark og þrautseigju þá sextán mánuði sem hann hefur verið við völd, og ekki látið nauman meirihluta flokks síns á sig fá. Uppliaflega hafði hann fimm atkvæða meiri hluta í Neðri málstofunni og um skeið hafði hann aðeins tveggja þingsæta meirihluta. Og á því leikur enginn vafi, að flestir Bret KASTLJÓS ar hafa dáðst mjög að leikni Wil sons við að halda völdunum í þess um erfiðu kringumstæðum. Wil- son hefur orðið að stunda erfiða jafnvægislist og aldrei látið bug ast þótt við ramman reip hafi verið að draga. Það er engum vafa undirorpið að persónulega er Wilson í miklum metum hjá brezkum kjósendum þrátt fyrir nokkrar óvinsælar bráða birgðaráðstafanir, sem hann hef ur orðið að grípa til í því skyni að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Störf Wilsons í forsætisráð herrastarfinu hafa glatt stuðnings menn hans og ruglað andstæðing ana í ríminu. En tvö erfiðustu viðfangsefnin, sem Wilson hefur fengið til meðferðar, Rhodesíu- deilan og efnahagsvandamálin, eru ennþá óleyst. Árangur stefnu hans í þessum erfiðu vandamál um er enn ekki komið í ljós, en ekki verður hægt að fella örugg an dóm um stjórnarstörf hans fyrr en árangurinn kemur í Ijós. Wilson tók strax til óspilltra málanna or hann varð forsætis ráðherra 16. október 1964 og geklc rækilega til verks. Hann reyndi að feta í fótspor Kennedys heit ins forseta, sem heitið hafði kjós endum því, að fyrstu hundrað dagar stjórnarferils hans mundu einkennast af umsvifamiklum framkvæmdum. Wilson gerði þessi orð að sínum, kom á fót nýjum ráðuneytum, réði til sín nýja menn úr háskólum og iðnaði og lagði fram margar áætlanir um umbætur og ný lög. En brezkt blað' hefur komizt svo að orði, að Wilson haff ætlað sér að verða „Kennedy" en orðið „johnson“. Raunsæi hans og hæfileiki hans til að bræða saman ólík sjónar mið þykir að ýmsu leyti minna á forseta Bandaríkjanna. Greinilegt var á öllu, að Wil son var staðráðinn í að koma breyt ingunum til leiðar. Vinnuþrek hans var gífurlegt, hann knúði ráð herra sína miskunnarlaúst áfram og ætlaðist til að þeir legðu eins hart að sér og hann sjálfur. Um leið fór ei á milli mála, að hann naut þess að hafa völdin í sín um höndum og hann var uppfull ur af nýjum hugmyndum. Skopteiknarar dagblaðanna gáfu honum brátt viðurnefnið „Harold hinn dugmikli", en andstæðingar hans gáfu fljótlega í skyn, að margar hugmyndir hans væru gabb eitt og til þess eins ætlaðar að veiða atkvæði. En hinn venjulegi kjósandi virt ist vera ánægður með nýja for- sætisráðherrarin. Hvað sem öðru leið virtist hann vilja koma rót tækum breytingum til leiðar og það var ólíkt því sem menn áttu að venjast af íhaldsmönnum síð ustu árin sem þeir voru við völd. Þegar pípureykingamaðurinn Wilson, sem ættaður er frá Yorks hire og af miðstéttarfólki kominn fluttist í hinn opinbera bústað brezkra forsætisráðherra í Down ing street nr. 10 var úti um værð ina, sem þar svífur venjulega yf ir vötnum. Margir virðulegir em bættismenn hneyksluðust þegar hann sagði milljónum sjónvarps áhorfenda: Ég er eini forsætisráð herrann sem burstar skóna sína sjálfur. Smám saman hefur Wil son i æ ríkari mæli sett mót sitt á stjórn landsins. Wilson nýtur aðdáunar margra, mörgum er í nöp við hann en engum getur lát ið sér standa á sama um hann. ÓSKRIFAÐ BLAÐ. Ándstæðingur Wilsons, Edward Heath, sem tók við forystu íhalds flokksins, fyrir aðeins níu mánuð um af Sir Alec Douglas-Home, á enn eftir að sanna að hann sé vel ti] forystu fallinn. Völd hans í flokknum verða í hættu ef honum tekst ekki að leiða flokk sinn til sigurs í væntanlegum kosningum. Framhald á 10. síðu. Wilson ocj Home við setningu þingsins 1964. S 3. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.