Alþýðublaðið - 03.03.1966, Blaðsíða 15
Blaðburður
ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar
blaðburðarfólk I eftirtal-
in hverfi:
Hverfisgata efri
Hvea-fisgata neðri
Lindargrata
Laugavegur efri
Laufásvegur
Kleppsholt
Bergþórugata
Langahlíð.
Skjólin
Talið strax við afgreiðsl-'
una. Simi 14900.
Skrímslið
Framhald af 6. síðu
athygli. Núna, sex árum seinna er
Dinsdale meðlimur í nefnd sem
rannsakar „undrin” í Loch Ness.
Nefnd þessi er stofnuð af fyrrver-
andi þingmanni, David James,
sem hefur notað pólitísk sambönd
sín.til þess að vekja áhuga Shac-
kletons á fyrirbærinu. Sliackie-
ton-lagði ekki mikið upp úr mynd-
unum sjálfum, en þegar sérfræð-
ingar hans höfðu gefið skýrsluna
tilkynnti hann að hann hefði skipt
um skoðun. í skýrslunni segir m.
a. . að ljósmyndasérfræðingarnir
hafi borið skrímslismyndina sam-
an við mynd af bát,. sem siglt
var eftir vatninu á svipuðum slóð-
um, en sú mynd var einnig á filmu
Dinsdales. Voru útlínur-bátsins og
„ófreskjunnar” alls ólíkar. Síðan
segir orðrétt: „Það er af mörgum
ástæðum hægt að vísa á bug þeim
möguleika að um einhvers konar
neðansjávarfarartæki sé að ræða,
sem leiðir til þeirrar niðurstöðu
að það hljóti að vera lifandi fyr-
irbrigði."
Áður en þeir komust að þessari
niðurstöðu höfðu sérfræðingarnir
að sjálfsögðu skoðað þúsundir'
mynda af alls konar farartækjum
sem notuð eru á sjó og í vötnum'
en ekki fundið neina likingu. Þeiq
gera ráð fyrir að skepnan sé aí
m. k. 28 metrar að lengd, 2 að,
breidd og 1% m. ó hæð. Og nu
biða menn spenntir frétta frá leið-
angrinum.
StöSumælir
Framhald af 6. síðu
miðarnir muni ekki sjást, ef rúð-
urnar eru snævi þaktar, en hið
enska fyrirtæki vísar þeirri skoð-
un á bug, á þeim forsendum, að
í því tilfelli hafi ökumaður keyrt
með snjó á rúðunum, en slíkt sé
ólöglegt, og í öðru lagi megi það
teljast harla sjaldgæft að upphit-
aður bíll verði svo alsettur snjó
á einum til þremur tímum, að
ekki megi sjá í gegn um framrúð-
una.
FJÖLBREYTT RIT
GUÐFRÆÐINEMA
Orðið, misserisrit Félags guð-
fræðinema, er nýkomið út. í rit
inu eru þrjár greinar um kirkju
byggingar: dr. Þórir Kr. Þórðar
son prófessor skrifar igrein er
nefnist Arkítektúr og guðfræði,
síra Sigurður Pálsson grein er
nefnist Nokkur orð um kirkju
byggingar og Hörður Bjarnason
húsameistara ríkisins ritar grein
er nefnist Viðhorf arkítekts til
kirkjubygginga. Fjölmargar mynd
ir af nýtízkulegum kirkjum fylgja
þessum hluta ritsins.
í ritinu er ennfremur grein
um Rudolf Bultmann, ævi lians
og guðfræði eftir sira Guðmund
Sveinsson. Kolbeinn Þorleifsson
stud. theol. skrifar um Grænlands
trúboðþ.nn Egil Þójhallsson og
Heimir Steinsson stud. theol ritar
grein um Einingarviðleitni kirkj
unnar frá lúthersku sjónarmiði.
Orðið er 52 blaðsíður að stærð
prentað í prentsmiðjunnj Hólum
og er allur frágangur þess hinn
vandaðasti. Ritstjóri Orðsins er
Sigurður Örn Steingrímsson og
með honum í ritnefnd eru Guðjón
Guðjónsson og Einar Sigurbjörns
son. Ráðunautur ritnefndar við út
gáfuna er Þórir Kr. Þórðarson
prófessor.
Sackey
Farmhald af gfðn 1
með allri þeirri viðhöfn, sem tiðk
ast við komur erlendra þjóðhöfð .
liann forseta Ghana í ræðu er
hann hélt á flugvellinum, þjóð
.söngvar landanna voru leiknir og
þeir Nkrumah og Touré könnuðu
heiðursvörð.
Nkrumah fór frá Moskvu með
mikilli leynd_ en þar hafði hann
ekki sést opinberlega síðan liann
kom með sérstakri flugvél frá
Peking. En í morgun töldu marg'
ir afriskir diplómatar í borginni
að Nkrumah hefði farið um nótt
ina og var talið að hann hefði far
ið til Egyptalands eða Guineu.
Sendiráð landanna og sovézka ut
anríkisráðuneytið kváðust ekkert
vita um ferðir Nkrumali.
Svo að segja samtímis því sem
Nkrumah kom til Guineu kom
hinn náni samstarfsmaður hans
og utanríkisráðherra, Alex Quai
son-Sackey til Accra, höfuðborgar
Ghana og lýsti því yfir að hann
styddi hina nýju valdhafa. í Accra
er heimkoma Quaison - Sackeys
talinn mikill sigur fyrir nýju
stjórnina. Fyrir þremur dögum
kom yfirhershöfðingi Nkrumah,
Nathan Aferi til landsins frá Add
is Abeba og lýsti yfir stuðningi við
nýju stjórnina.
Quaison-Sackey sem er 42 ára
að aldri og var forseti Allsherjar
þings SÞ í fyrra var í fylgd með
Nkrumah í för hans til Peking dag
inn sem byltingin var gerð í.Ghana
í dag sagði Quaison-Sackey, að kín
verskir fulltrúar hefðu sagt N
krumah frá byltingunni skömmu
eftir komuna tij Peking og að í
fyrstu hefði hann ekki trúað fregn
inni. Nkrumah skipaði honum að
sækja ráðherrafund Einingarsam-
taka Afrfku í Addis Abeba fyrir
Ghana hönd, en í staðinn fór
Sackey til Frankfurt og í gær kom
hann til London. Sackey kveðst
hafa ákveðið að snúa aftur til
Ghana um leið og liann frétti um
kringumstæður byltingarinnar og
kallar það stórkostlega heppni að
Nkrumah skipaði lionum að fara
til Addis Abeba.
Sackey sagfði, að byltingin væri
upphaf nýs framfaraskeiðs Ghana.
Allir mundu geta tjáð skoðanir
sínar, enginn yrði dýrkaður sem
guð og leiðtogarnir mundu ekki
rugla þjóðina í ríminu. Hann
kveðst sannfærður um að þjóð
Ghana mundi vinna að því með
nýju stjórninni að gera Ghana
raunverulega að frjálsu landi.
En hið sjö manna þjóðfrelsis
ráð heldur áfram að treysta sig
í sessi og hefur bannað alla stjórn
málaflokka, fundarhökt( uppþot
og áróðursstarfsemi. Það verða þvi
engin bátiðahöltí á þjóðhátíðab
degí Ghana á rhorgun Yflr 100 sov
ézkir ráðunautar Nkrumah-stjórn
arinnar eru farnir tii Moskvu og
nokkrir Kinvejar fara úr landi ein
i hvern næstu daga. Kommúnistisk
rit og bækur hafa verið brennd
á báli. Ails hefur 1615 pólití'k
um föngum verið sleppt úr haldi.
Brunar
Framhald af 2. síðu.
liðsmannanna var ekki búinn með
þessum eldsvoða. Þegar þeir voru
nýkomnir niður á stöð aftur var
hringt frá Ljósheimum 10, o|g
kona tilkynnti um eld. Fjórir bil
ar voru strax sendir á vettvang, m.
a. stigabíllinn þar sem um há
hýsi var að ræða, en þegar á stað
inn kom reyndist kallið vera gabb
eitt. Um hálf tíu var svo aftur þot
ið af stað í þetta skipti í Faxa
verksmiðjuna í Örfirisey. Þar
hafði kviknað í mjöli í mjölþurrk
ara og var eldurinn kæfður með
því að veita að honum gufu frá
Ve(rksmiðjuþn| s^álíri. 'Klukkan
13,23 var svo enn farið af stað
og að gömlu malbikunarstöðinni
við Elliðaárvog en þar hafði kvikn
að í vélarhúsi. Var sá eldur fljót
lega slökktur og skemmdir urðu
ekki miklar.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður
Málaflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4 — S£mi 11043.
EF Þ A Ð E R G ARN ,
liggur leiöin í
HOF
SKUTUGARN:
Alicante
Benfica Crepe
Corvette
Olga
Kigodon
Baby-garn, 2 teg.
Zermatt
NEVED A-GARN:
Sirene Double
Primula
Baby-gam
HJARTAGARN:
Hjarta Crepe
Combi Crepe
„Kvalitet 61“
Baby-garn
Orlon gam
Sönderborg-G ARN:
Freesia Crepe
Gloria Crepe
Oamping
Dralon Favourite
Nomotta-garn — Finse-gam — Álgárd-garn
Svana-garn — Rya-garn — Auróra-gam
Bómullargarn — Angóra-gam — Nylon-gam
Hannyrðavörur — Rya-vörur o. fl.
Ath.: Við skiptum aðeins
garni, sem keypt er hjá
okkur.
Komið þangað, sem
úrvalið er mest.
LAUGAVEGI 4.
ÚTSALA
Útsalan heldur áfram í dag. >
>
Notið þetta tækifæri
Lífstykkjavörur lítiö eitt gatl-
. #
aðar. — UndirfatnaÖur
Sokkar, 7 pör á 100.00 kr.
Laugaveg 26.
Landsliöið
Framhald af 11. síðu.
Moser Ion. Fæddur 1937. Hefur
leikið 48 landsleiki innanhúss og
7 landsleiki í-11 manna handknatt-
leik.
Hnat Virgil Fæddur 1936. Hef
ur leikið 49 landsleiki innanhúss
og 6 landsleiki í 11 manna hand-
knattleik.
Nica Cezar. Fæddur 1943. Hefur
leikið 18 iandsleiki.
Goran Gheroghe. Fæddur 1945.
Hefur leikið 6 landsleiki.
Gruia Gheorghe. Fæddur 1941.
Hefur leikið 17 landsleiki.
Licu Gheorghe. Fæddur 1945.
Hefur ekki áður leikið í landsliðl.
Leikir rúmenska landsliðsins á
Norðurlöndum síðustu 10 daga
ekki taldir með. (
t
Fararstjórn:
Nicolae Nedef, fararstjóri
Trofin Eugen, þjáljari.
loan Kunst Ghermanescu, þjálf-
ari. •
Dr. Gheorghe Manescu, læknir.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 3. marz 1966 15 '