Alþýðublaðið - 03.03.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1966, Blaðsíða 4
KtteUArar: Cylfl Gröndjil (ib.) og Benedlkt Gröndel. — RitstJ'órnertull- trúl: Etdur GuBnuon. — Stmar: 14900-14003 — Auglýtlngasiml: 1490«. ASietur AlþýBubúslB vlB Hverfisgötu, Reykjavlk. - PrentsmlBJa Alþýðu bUBstns. - AakrUtargJald kr. 95.00 — I lauaasölu kr. 5.00 elntaklO. Utgefandl Alþýðuflokkurtna. r.' í ■ éC*l,1L ■ ■ : " rr’ ■mrnmmmmmmmM ‘ /V; ' Frystihús og ál PRYSTIHÚSAEIGENDUR hafa setið á fundi I .Reykjavík til að lýsa áhyggjum sínum vegna vax- ■ andi dýrtíðar og aukinnar samkeppni á vinnu- markaði. Nefndu þeir sérstaklega virkjun Þjórsár a og byggingu álbræðslu sem varhugaverðar fyrirætl- *'‘-3!nir á þessu sviði. * Ekki þarf <að efast um, að mörgum frystihús- r um gangi illa að fá vinnuafl, enda þótt aflaleysi 1 h'afi á sumum .stöðum dregið svo úr hraðfrystingu, ‘ að konur hafa iminna að gera en áður. Hins vegar virðist ekki rétt athugað hjá frystihúsaeigendum að varpa sökinni á þær stórframkvæmdir, sem eiga f að hefjast á uæstu árum. Má telja ólíklegt, að virkj- ' unarframkvæmdir eða álbræðsla taki einmitt það 1 vinnuafl, ,sem öðrum kosti ynni í frystihúsum. Að 4 minnsta kosti verður lítið af konum starfandi við orkuver eða stóriðju. Frystihúsaeigendur hefðu getað bent á aðra þró , un. Til dæmis hafa verið reist fyrir innlent fé gisti og veitingáhús í Reykjavík á undanförnum árum, sem hafa næstum eins margt fólk í þjó'nustu sinni pg hin fyrirhugaða álbræðsla. Virðist líklegra að þessi nýju þjónustufyrirtæki notuðu að einbverju leyti sama virmuafl og frystihús. Þessu hafa frysti- ■* húsamenn þó ekki séð ástæðu til að mótmæla. í l' Ef þeir telja, að almenn byggingavinna skapi . samkeppni við þá um vinnuafl, hefðu þeir átt að 1 mótmæla hinum miklu skrifstofubyggingum í Reykjavík undanfarin ár — eða jafnvel vaxandi t byggingu íbúða, sem taka mikið vinnuaf 1. En þessu r hafa frystihúsaeigendur ekki mótmælt. Með vaxandi velmegun þjóða færist stöðugt stærri hluti af vinnuafli þeirra í ýmsar þjónustu- greinar og hlutur undirstöðuatvinnjuvega verður minni, en þeir afkasta þó meiru með aukinni tækni. Þetta hefur gerzt í öðrum löndum og þetta er að gerast hér. Frystihúsin eru sérlega veik í þessari sam- keppni, af því að þau eru óvistlegir vinnustaðir, vinna er óregluleg og lítið um yfirhorganú’ eða hlunnindi. Þess vegna hafa þau lent í erfiðleikum, sem voru komnir áður en Þjórsá og Alusuisse kom- ust á dágskrá. Reynslan í Norðurstjörnunni í Hafn- arfirði bendir og til, að þjálfun starfsfólksins til að fá nauðsynleg afköst sé áfátt. Frystihúsin hafa fengið hagræðingarfé frá rík- inu til að bæta úr þessum erfiðleikum. Verður að styðja þau áfram á þeirri braut, en þau mega ekki ’ banha þjóðinni að nota einnig aðra möguleika til að tryggja afkomu sína. 4 3. marz 1966 - ALÞÝÐU8LAÐIÐ HÖFUM OPNAÐ ÓDÝRAN skómarkað í KJÖRGARÐI, Laugavegi 59 (I. hæð) þar sem framvegis verða á boð stólum allar tegundir skófatn- aðar við lægsta verði. KVENSKÖFATNAÐ UR, fjölmargar gerðir \ Verö frá kr. 98.00 BARNASKÓFATN AÐUR, ýmiskonar Verð frá kr. 75.00 KARLMANNASKÓFATNAÐUR Verð frá kr. 240.00 SKÖKAUP, Kjörgarði a Laugavegi59 <x><x><x><x><><><><><><><x>oo<><>o<>o<x><><><><><><><>j + Landið var arðrænt inn í kviku. ir Og nú er sjórinn kringum það eyddur með rányrkju. ic Augnabliksgróði eða framtíðar lifibrauð- ic Sjómaður skrifar um loðnuna. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOj MÖRG UNDANFARIN ár hafa menn varað viS of mikilli rányrkju í sjónum. Því hefur verió haldið fram ,að innan tíðar mundi fara svo að ekki fengist bein úr sjó ef sú rányrkja, sem rekin hefur verið fengi að halda óhindruð áfram. Nú hefur smásíldarveiði verið al gjörlega bönnuð og getur verið að þar sé fyrsta skrefið stigið til þess að vernda síldarstofninn. ALLIR VITA, og um það hafa fiskifræðingar rætt, að þorskafl inn er að ganga til þurrðar vegna rányrkjunnar. Upp á síðkastið hef ur verið. rætt um loðnuna, þessa fæðu þorsksins. Mér er sagt, að loðnan sé lítið annað en vatn, — en þó að það sé kannski ofmælt þá liggur það í augum uppi, að ef nú verður ráðist á þennan grunn þorsksstofnsins, þá lijálpar það enn meir til þess að eyða hon um með öllu. LANDIÐ VAR ARÐRÆNT inn í kviku af íslenzkum bændum öldum saman. Það hefur komið síðari kynslóðum í koll. Nú er sjórinn í kringum landið arðrændur inn í kviku. Hvaða áhrif hefur það? Vitanlega þau, að sjávarútvegur allur bíður óbætanlega hnekki. Menn segja nú, að við séum að gerast iðnaðarþjóð. Ef svo er, þá er gott að undirbúa sig undir það, að ördeyða verði við sjóinn vegna þess að aldagamalj atvinnuvegur hnígur að velli. Um þetta fékk ég eftirfarandi bréf: SJÓMAÐUR SKRIFAR: „Nú drepa þeir loðnuna upp á kraft og er það nokkur nýlunda að nýta þennan fisk í svona stórum stíl eins og nú er gert. Ekkert hefir heyrzt frá fiskifræðingunum um það, hvort loðnuveiðin sé hættuleg loðnustofni þeim er leitar á ís landsmið. Nú mun það svo, að loðnan mun gjóta hrognum sínum síðla vertíðar, en auðvitað ekki sú loðna, sem verksmiðjurnar eru búnar að breyta í mjöl og lýsi. VÆRI MJÖG nauðsynlegt að rannsaka allt sem viðkemur þess um örsmáa fiski, því það þekkja allír sjómenn hér á S.V.-landi, að loðnugöngurnar að S.A.-landinu og að S.-landi, draga þor'kgöng urnar með sér og þá er spurning in þessi. Ef loðnustofninn íslenzki minnkar mikið, getur það ekki orsakað minni þorskgengd að land inu? Mér finnst að þetta sé bráð nauðsynlegt rannsóknarefni, sem, rannsaka þarf til hlýtar. SAGT ER MÉR að lítið mjöl komi úr hverri tunnu af loðnu (100 kg.) Mun það vera um 14— 17 kg. mjöl og 2Vz — 3 kg. lýsi, mest 5 kg. fyrst þegar göngurnar koma, því þá mun hún vera feit ust. Svo ekki er nú burðug fram leiðslan, þegar milli 70— 80% er vatn. Hinsvegar mun verð á mjölinu Vera mjög hátt svo að sjálfsagt borgar sig vel fyrir alla sem loðnuveiðar stunda, og eins fyrir verksmiðjurnar sem vinna hana að stunda þenna atvinnuveg. Hlutir sjómanna eru háir eftir aflanum í febrúar — mjög háir hjá hæstu loðnubátunum, enda er hásetahlufur úr tunnunni í kring um 2 kr. Sagt er að allra hæstu bátar séu með um 30 þús. tunnur og auðvitað flestir miklu minna. Framhald á 10. síffu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.