Alþýðublaðið - 10.03.1966, Page 3

Alþýðublaðið - 10.03.1966, Page 3
Samningar tókust við verzlunarmenn SAMNINGAR tókust í gærmorg- un milli samninganefnda verzlun- arfólks og atvinnurekenda og voru samningarnir undirritaðir kl. 9 um morguninn, eftir næturlanga fundi deiluaðila. Samningarnir voru undirritaðir með þeim fyrir- vara að viðkomandi félög sam- þykktu þá. Meginatriði samkomulagsins er 5% kauphækkun verzlunarfólks, að verzluuarmenn yrðu aðilar að atvinnuleysistryggingasjóði, veru- leg tilfærsla í launaflokkum, til hins betra fyrir verzlunarfólk, auk in veikindatrygging og ýmis önn- ur atriði til hagræðis fyrir verzl- unarfólk. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur heldur fund í kvöld um samningana og verða greidd at- kvæði um hvort gengið verður að þeim eða ekki. Verður fundurinn haldinn í Lidó og hefst kl. 20,30. Fundur verður einnig í kvöld hjá verzlunarfólki í Keflavík, og eins fljótt og tök eru á víðar úti um land. Þá munu fljótlega verða haldn- ir fundir um samningana í sam- tökum atvinnurekenda. Aðilar að þessum samningum eru Landssamband verzlunar- manna, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, og hins vegar Vinnu- veitendasamband íslands, Kaup- mannasamtökin, Félag stórkaup- manna, Félag iðnrekenda, Vinnu- málasamband SÍS, Verzlunarráð ! og Kron. Við samningsundirskrift skil- Framhald á 14. síðn KRISTÍNAR-SÝNING í STOKKHÓLMI KRISTÍN Svíadrottning og menningarlíf ®vrópu á hennar dögum verður sýningarefnið lá 111. Evrópusýningunni. sem Iialdin verður í Stokkhólmi á vegum Evrópuráðsins 1. júlí til 16. október n.k. Kristín var dóttir Gústavs Adólfs og varð drottning 6 lára gömul Hún af salaði sér völdum 1656, tók ka þólska trú og settist að í Róma toorg, þar sem hún bjó í þrjá áratugi. Hún var í fory.stusveit evrópskrar menningar um sína daga og hefur verið nefnd fyrsta nútímakonan. Sýningin verður í 35 sölum og herbergjum í sænska lista- safninu. og er hún einhver um fangsmesti listviðburður, sem skipulagður hefur verið í Sví- þjóð. Listaverk hafa verið fengin að láni í ýmsum lönd- um, m.a. hefur Páll páfi per sónulega veitt undanþágu frá reglum Vatíkansafnsins og leyft að senda megi mjög dýr mæt handrit þaðan á sýning una. Þar verða 250 málverk og ótal aðrir listmunir, sem með einhverjum hætti eru tegndir minningunum um Kristínu. Listaverkin eru m.a. eftir Rafael, Rubens, Titian, Tintor etto, Veronese, Bernini og Bourdon. Á sýningunni verð- ur einnig frægt handrit Silf urbiiblían, sem geymd er í há skólahókasafninu í Uppsölum. íÞá verður á sýningunni eftir- líking Barberini leikhússins í Róm, en þar fögnuðu borgar búar Kristínu í janúar 1655 með sýningu á leikriti eftir Klemenz páfa IX. í hallarleik húsinu á Drottningarhólmi rétt við Stokkhólm verða sýn ingar á óperunni „L-honestá negli armori", sem Scarlatti samdi árið 1680 að beiðni Kristínar. Ýmsir aðrir viðburð ir í Stokkhólmi á sumri kom anda verða tengdir Kristínar- sýningunni. Kristín Svíadrottning er flestum kunn, m.a. af kvik- myndum og ævisögu hennar, sem gefin hefur verið út á ís lenzku og lesin í útvarp. Framhqld á 14. síðu Sjálfvirkur sími í Voga - Brúarland ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. marz 1966 J Reykjavík. — EG. INGÓLFUR Jónsson, samgöngu- málaráðherra (S) skýrði frá því í samein. þingi i gær, að sjálf- virkar símstöðvar mundu vænt- anlegar settar upp í Vogum á Vatns leysuströnd og að Brúarlandi sið- wwwwwwwwtww Breyting á lax- Reykjavík. — EG. Stjórnarfrumvarp til breyt- inga á lögum um lax og silungsveiði frá 1957 var lagt fram á Alþingi í gær. Er frumvarpið samið af veiðimálanefnd, sem árið 1963 var falið að endur- skoða lögin, einkum að því er varðaði ósveiði við sjó og þau sjónarmið, sem upp koma við tilkomu og rekst- ur laxeldisstöðva. Ein af breytingunum, sem frumvarpið gerir ráð fyrir er, að friðunarsvæði við ár- ósa verði stækkuð verulega. Er lagt til, að friðunarsvæði við stærri ár verði 2000 metra en 1000 metrar við minni ár. Mörkin milli stórra og lítilla straumvatna eru sett við 100 tenings- metra meðalrennsli á sek- úndu, og er til viðmiðunar nefnt, að Sogið hafi 110 teningsmetra rennsli á sek- úndu. Nánar verður skýrt frá efni frumvarpsins, er það kemur til 1. umræðu. iwwwMimwwwwwi ar á þessu ári, og mundi væntan- lega hafizt handa um byggingu húsa fyrir stöðvarnar í vor. Skýrði ráðherra frá þessu í ; svari við fyrirspurn frá Matthíasi Á. Mathiesen (S) um sjálfvirkt símakerfi í Gullbringu- og Kjós- arsýslu. Ráðherra sagði, að sjálfvirku símstöðvarnar í Keflavík, Gerðum og Sandgerði liefðu nýlega verið stækkaðar, og stöðin í Grindavík mundi væntanlega verða stækkuð á þessu ári. Um sjálfvirka síma í sveitirnar sagði ráðherra, að ekki væri hægt að svara nákvæmlega hvenær það yrði, né í hvaða röð verkefnin yrðu framkvæmd. Þéttbýlli staðir og kauptún mundu þó sennilega látin ganga fyrir vegna þess að þessar framkvæmdir yrðu mjög dýrar í sveitum þar sem margir notendur hafa verið um sömu línu. Samgöngumálaráðherra gat þess að lokum. að ný tæki væru nú komin á markað erlendis, sem gerðu kleyft að fimm notendur gætu verið á sömu línu og væri ætlunin að prófa þannig símkerfi hér mjög fljótlega. U Thant telur nauðsynlegt að sprengjuárásum verði hætt New York og Saigron 9.3. (Ntb-Reuter). U THANT aðalritari Samein- uðu þjóðanna hvatti Bandaríkja menn í dagr til að hætta Spilakvöld í Hafnarfiröi í KVÖLD kl. 8,30 liefst lokakeppnin í þriggja kvöldi spila keppni Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði. Keppt er um glæsilega vinninga, sem eru kommóða úr tekki og innskots borð, mjög vandaðir og eigulegir munir. Þar sem geysileg aðsókn hefur verið að spilakvöldum Alþýðuflokksfélaganna er ráðlegast fyrir fólk að mæta stundvíslega og tryggja sér borð. sprengjuárásum á Norður-Viet- nam, en hann hélt því fram að nauðsynlegt væri að hætta Ioft árásunum svo fciægt væri að koma af stað samningaumleitun um um frið. Það var talsmaður aðalritar- ans sem lét þessa skoðun í ljós á blaðamannafundi í dag og sagði Thant jafnframt mjög á- hyggjufullan vegna þess að stríð ið í Vetnam hefur færzt í auk- ana. U Thant er þeirrar skoðun ar að flokkur Vietcong eigi að fá aðild að samnmgaumleitunum, og þriðja skilyrðið til þess að friðarumleitanir gætu hafizt taldi U Thant verða að þeir aðilar drægju mjög verulega úr stríðs aðgerðum sínum. Bandaríkja- stjórn hefur áður lýst þvi yfir að hún telji að Vietcong eigi ekki að vera aðilar að friðar samningum, en hins vegar sé rétt, að Vietcong eigi auðvelt að koma skoðunum sínum á framfæri við þá sem kunna að koma til með að semja um frið. í fjöllunum í norðvestur Viet nam var enn barizt hart -í (lag, en þar hafa Bandarískir íher- flokkar varizt áhlaupum Viet- cong í rúman sólarhring. Þama eru 200 Bandaríkjamenn, en tvær Vietcong herdeildir 1 íafa nú uiWkringt aðseturs »tað þeirra. Um tíma var óttast} að baskistöð Bandaríkjamanna hefði fallið í hendur Vietcpng, Framh. á 14. síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.